Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR. 6 JANÚAR 1998 37 Jólaköttur Sögusvunt- unnar í dag verður Jólaköttur Sögu- svuntunnar sýndur 1 Menning- armiðstöðinni Gerðubergi. Þetta er síöasta sýning að sinni. Jóla- kötturinn er ætlaður börnum á aldrinum 3-8 ára. Höfundur og leikari er Hallveig Thorlacius, sem einnig hefur búið til brúöur og leikmynd. Leikstjóri er Guð- rún Ásmundsdóttir. Leikhús Sögusviðið er rúmið hennar Jarþrúðar sem liggur og tottar snuðið sitt og vill ekki sofna. Hallveig fer að segja henni sögu og þá breytast rúmfötin hennar í drifhvít fjöll sem fyllast af þjóð- sagnapersónum sem við þekkj- um öll vel. Þarna er Stúfur, sem neitar að ræna og rupla hvernig sem Grýla móðir hans skamm- ast og rífst. Hann yrkir Ijóð á laun og eldar grátt silfur við jólaköttinn, sem er augasteinn móður hans. En eins og allir vita er jólakötturinn mesta kvik- indi og ef börnin í salnum hefðu ekki ráð undir rifi hverju gæti farið illa fyrir Stúfi og Jarþrúði. Þess má geta að sýning þessi gekk fyrir fúliu húsi frá áramótum fram á vor í fyrra í brúðuleikhúsi í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Leikstjóri er Guðrún Ásmunds- dóttir og hefst sýningin kl. 17. Takmörk Evr- ópusamrunans David Steel lávarður flytur fyrirlestur um Evrópumál á Hót- el Borg í dag kl. 12.15. í upphafi fundar flytur Halldór Ásgríms- Samkomur son utanríkisráðherra ávarp. David Steel var formaður Frjáls- lynda flokksins í Bretlandi um tólf ára skeið, en situr nú i lá- varðadeild breska þingsins. Hann var um árabil talsmaður flokks síns í utanríkismálum og hefur látið þau mál til sín taka með margvíslegum hætti. Fund- urinn fer fram á ensku og er öll- um opinn. Að lokinni framsögn verða almennar umræður. Aglow-fundur Fyrsti fundur Aglow á nýju ári verður í kvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58-60. Ester Jakobsen frá Hvítasunnusöfnuðinum verður gestur á fundinum. ITC-deildin Korpa ITC-deildin Korpa heldur fund á morgun kl. 20 í Safhaðarheim- ili Lágafellssóknar. AOir vel- komnir. Stofnun Árna Magnús- sonar Handritasýning í Ámagarði er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14-16. Þrettándagleði Þaö tilheyrir aö mála sig í framan og fara í biysfarir á þrettándanum. í kvöld, þrettánda dag jóla, verða víða brennur og blysfarir. Á Ásvöll- um verða, á vegum Knattspymufé- lagsins Hauka, jólin kvödd meö dansi og söng. Dagskráin hefst kl. 19.15 með blysför álfakóngs og drottningar og fylgdarliðs þeirra frá Suðurbæjarsundlauginni að Ásvöll- um. Hálftíma síðar hefst skemmti- dagskrá viö álfabrennu þar sem fram koma jólasveinar, Grýla, Leppalúði og eldspúandi risar, auk óvæntra uppákomna. Skemmtanir Gerðahreppur er 90 ára á þessu ári og afmælisárið hefst á þrett- ándagleði i kvöld. Frá kl. 18 verður boðið upp á málun bama og búning- ar lánaðir. Blysfór leggur síðan af stað frá Sæborg kl. 20 að Víðisvelli þar sem skemmtidagskráin fer fram. Meðal annars verður efnt þar til veglegrar flugeldasýningar. HK efnir til þrettándabrennu í Fossvogsdalnum. Byrjað verður á því að farin verður blysfór frá Fagralundi kl. 19 um Fossvogsdal- inn að brennunni sem er á sparkvelli Snælandsskóla. Kór Kársnesskóla skemmtir og harm- oníkuleikari og álfar og púkar mæta á svæðið. Ferðafélag íslands stendur fyrir þrettándagöngu og blysför um álfa- byggðir í Öskjuhlíð á þrettándan- um. Blys verða seld á staðnum. Far- ið verður frá Perlunni kl. 20. Hvass á Norðurlandi Um 200 km suðvestur af Reykjanesi er 978 mb lægð sem hreyf- ist vestur og grynnist. 1021 mb hæð er milli Grænlands og Svalbarða. Um 1200 km suðsuðvestur af Reykjanesi er heldur vaxandi lægð sem hreyfist austnorð- austur. í dag verður norðaustanátt, allhvöss á norðvestanverðu landinu en yfirleitt kaldi annars staðar. Vaxandi austan- og norðaustanátt meö kvöldinu. Rign- ing víða um landið austanvert, skúrir norðvestan til og einnig skúrir suð- vestanlands framan af degi. Hiti 2 til 8 stig, mildast allra syðst. Á höfuðborgarsvæðinu er suðaust- an- og austankaldi en norðaustan stinningskaldi verður í nótt. Skúrir framan af degi en síðan úrkomulitið. Hiti 2 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.55 Sólarupprás á morgun: 11.11 Síðdegisflóð í Reykjavík: 12.35 Árdegisflóð á morgun: 01.15 Veðrið í dag Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 5 Akurnes alskýjaö 5 Bergsstaóir alskýjaö 4 Bolungarvík alskýjaó 5 Egilsstaóir rigning og súld 4 Keflavíkurflugv. skúr á síó. kls. 6 Kirkjubkl. skýjaó 4 Raufarhöfn alskýjaö 4 Reykjavík alskýjaö 6 Stórhöfói úrkoma í grennd 6 Helsinki snjók. á síð. kls. 0 Kaupmannah. þokumóöa 0 Osló slydda á síö. kls. 0 Stokkhólmur 0 Þórshöfn heiöskírt 2 Faro/Algarve heiöskírt 10 Amsterdam Barcelona skýjað 6 Chicago þokumóöa 4 Dublin alskýjað 2 Frankfurt skýjaó 5 Glasgow léttskýjaó 1 Halifax súld á síó. kls. 0 Hamborg rigning 4 Jan Mayen snjóél á síó. kls. -2 London léttskýjaö 2 Lúxemborg skýjaö 3 Malaga heiöskírt 12 Mallorca þokuruöningur 5 Montreal -2 París skýjaó 5 New York þokumóöa 6 Orlando léttskýjaö 19 Nuuk skýjaö -5 Róm þokumóöa 10 Vín skýjaó 6 Washington alskýjaó 13 Winnipeg -13 Hálka og hálkublettir á heiðum Á Vestfjörðum eru hálkublettir á heiðum, ófært er um Hrafnseyrarheiði. Á Norðurlandi er hálka á Færð á vegum Öxnadalsheiði. Á Austurlandi er hálka á Möðru- dalsöræfum. Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Oddsskarði, Hellisheiði eystri er þungfær. Að öðru leyti er góð færð á landinu. Ástand vega Snjóþekja 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Q] Þungfært © Fært fjallabílum Steinkast E1 Hálka C^) Ófært Auður Arna eignast Litla prinsessan á myndinni fæddist í Hövik, Noregi, 23. nóv- ember síðastliðinn. Hún var við fæðingu 5230 Barn dagsins systur grömm og 54 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Sigríður Jónasdóttir og Sigurður Böðvarsson. Hún á eina systur sem heitir Auður Ama og er eins og hálfs árs. Lína fer létt meö aö lyfta hesti sínum þegar svo ber undir. Lína langsokkur Lína langsokkur, sem Laugarás- bíó og Háskólabíó sýna, er fyrsta teiknimyndin sem gerð er um þessa vinsælu sænsku stelpu. Það tók fjögur ár að gera Linu langsokk sem er samstarfsverkefni Svía, Kanadamanna og Þjóðveija. Unnu við hana um eitt hundrað og fimm- tíu teiknarar og kostnaður við gerð hennar var 160 milljónir sænskra króna. Lina langsokkur er að sjálfsögðu talsett á íslensku og er það Álfrún Örnólfsdóttir sem talar fyrir Línu langsokk. Aðrir leikarar sem ljá raddir sínar eru Edda Heiðrún Backman, Öm Ámason, Þórhallur Sigurðsson, Finnur Guðmundsson, Kvikmyndir Mist Hálfdanardóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Jóhann Sigurðarson, Guðfmna Rúnarsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Bergljót Amalds, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigrún Waage, Hrólfur Sæmundsson og Sigurður Sigurjónsson, sem jafnframt er leik- stjóri íslensku talsetningarinnar. Nýjar myndir Háskólabíó: Stikkfrí Háskólabíó: Titanic Laugarásbíó: G.l. Jane Kringlubíó: George of the Jungle Saga-bíó: Aleinn heima 3 Bíóhöllin: Tomorrow Never Dies Bíóborgin: Starship Troopers Regnboginn: Spiceworlds - The Movie Stjörnubíó: Lína langsokkur Krossgátan 1 T~ ¥ r 6 + I * <7 )0 ir I h r j i J /? 18 J * 20 i ii Lárétt: 1 sjónleikur, 7 fugl, 8 áforma, 10 lokka, 11 titill, 12 fátæki, 13 skepna, 15 flýti, 17 skoran, 19 utan, 20 skel, 21 styggja. Lóðrétt: 1 vökva, 2 fyrirlesturinn, 3 spyrja, 4 bátar, 5 súrefni, 6 nautin, 9 heyið, 12 meiða, 14 gára, 16 andi, 18 frá. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 krús, 5 mæt, 8 vit, 9 miða, 10 eðlið, 11 er, 12 rjátli, 14 gátu, 15 aða, 16 leðri, 19 aki, 20 urðu. Lóðrétt:l kver, 2 rið, 3 útlát, 4 smit- uðu, 5 miðlar, 6 æð, 7 tarfa, 11 eiðið, ^ 13 jálk, 14 góa, 17 ei, 18 au. Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.