Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 14
14 / dag er þrettándinn, síðasti dagurjóla. Þá er til siðs í mörgum bæjum og hverfum að halda brennur, blysfarir eða aðrar uppákomur til að kveðjajólin. Og þar koma álfar og jólasveinar gjarnan við sögu. Tilveran kannaði hvernig Hafnfirðingar og Grafarvogsbúar brenna út jólin og hverjir sækja yfir- leitt slíkar samkomur. Haukar í Hafnarfirði halda í dag þrettándabrennu í fjórða skiptið. Þessar brennur voru reyndar haldnar fyrr á öldinni en síðan voru þær bann- aðar þar sem mikil ólæti þóttu fylgja samkomunum. Haukarnir ákváðu hins vegar að endurvekja þessa hefð og var það gert árið 1995 með góðum árangri. Þessi þrett- ándaskemmtun hefur gengið án óláta hjá Haukum og skemmtanirn- ar fariö friðsamlega fram að, sögn Hafsteins Geirssonar, eins aðstand- enda brennunnar. Til að mynda voru um 7 þúsund manns á brenn- unni í fyrra og segir Hafsteinn að það hafi að margra mati verið fjöl- mennasta samkoma í Hafnarfirði fyrr og síðar. Alfakóngur og álfa- drottning Hafsteinn segir brennuna fara þannig fram að safnast er saman við Suðurbæjarlaugina klukkan sjö. Haukar halda brennu árlega í Hafnarfirði: Komið til að vera - segir Hafsteinn Geirsson, einn af aðstandendum brennunnar Svo má ekki heldur gleyma álfunum, tröllunum og púk- unum sem fara á kreik. í staðinn fyrir hefðbundin ólæti í miðbænum sem voru orðin fastur liður í bæjarlífinu. Það eru hins vegar allir ánægðir með þessa skemmtun og telja þetta góð skipti. Þessi hefð er komin til að vera,“ segir hann. Fyrir börnin Hafsteinn segir að í þessari þrett- ándaskemmtun sé reynt að höfða sem mest til yngstu kynslóðarinn- ar. „Þau kunna afskaplega vel við álfakónginn og álfadrottninguna. Þau hafa einnig gaman af risunum, púkunum og jólasveinunum. Þess má geta að Æskulýðsráð Hafnarfjarðar, Fimleikafélagið Björk og Hestamannafélagið Sörli taka einnig þátt í framkvæmd brennunnar. -HI Alfakóngur og álfadrottning leiöa blysförina á þrettándanum í Hafnarfiröi. Þaðan er farin blysfór að Ásvöllum undir forystu álfakóngs og álfa- drottningar sem leiða gönguna á hestum. Tröll, púkar, álfar og jóla- sveinar eru einnig með í för. Skemmtidagskrá fer síðan fram á Ásvöllum. Með- al annars koma þar fram hinar hefðbundnu vættir sem tengjast þessum degi, hljómsveit treður upp og það er dansað og sungið. Skemmt- uninni lýkur síðan með flug- eldasýningu og jólin eru kvödd með þvi að jóla- sveinarnir hverfa út í myrkrið. Hafsteinn segir að þetta sé orðinn fastur liður í tilveru margra íbúa Hafnarfjarðar. „Þetta kom eiginlega DV-myndir ÞÖK Árleg brenna á vegum Fjölnis í Grafarvogi: til barnanna Jolasveinarnir láta sig heldur ekki vanta, hvort sem þeir eru stórir, smáir, nýir eöa gamlir. staðið sig vel i fyrra og verið lífleg og skemmtileg enda sprelli þau mikið með jólasveinunum. Krakk- amir hafi því haft mjög gaman cif þeim þrátt fyrir að þau séu kannski ekki beint þannig útlitandi að þau veki hugljúfar tilfinningar. „Þau voru ekki frýnileg, það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Theodóra. Hún segir að þetta sé orðinn fast- ur liður í skemmtanalífi Grafar- vogs. „Þetta er eitthvað sem allir vita af og margir sækja á hverju ári,“ segir Theodóra. Hún segir að fólk hafi verið gríðarlega ánægt með skemmtunina. -HI Höfðar sérstaklega - segir Theodóra B. Geirsdóttir r Iþróttafélagið Fjölnir í Grafar- vogi hefur nú í nokkur ár haldið brennu á þrettándan- um við miklar vinsældir. Theodóra B. Geirsdóttir, sem starfar fyrir Fjölni, er einn af skipuleggjendum brennunnar sem er að verða órjúf- anleg hefð meðal íbúa hverfisins. Theodóra segir brennuna hefjast á því að blysför sé farin frá Fjölnis- húsinu. Þar veröi jólasveinar, Grýla og Leppalúði ásamt fleirum sem tengjast þessum degi. Þar verði einnig sungið. Gengið verður að svokallaðri Gylfaflöt þar sem brenna fer fram og þar verða ýmsar uppákomur og skemmtanir. Að lok- um verður svo flugeldasýning. Theodóra segir fjölskyldufólk sækja mikið þessar samkomur. Börn eru sérstaklega fjölmenn á brennunni. „Við höfum reynt að höfða sérstaklega til barnanna með þessum samkomum," segir Theo- dóra. Hún segir það hafa tekist, að minnsta kosti skemmti bömin sér vel á þrettándanum. Hún segir að krakkarnir séu ekki hræddir við Grýlu og Leppalúða nema kannski helst þeir allra yngstu. Þau hjón hafi hins vegar Ýmsar verur eru oft mjög áberandi á þessum degi. I [ \ I t I 1 I 1 i s I [ I L I t i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.