Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 Afmæli Jón Halldór Björnsson Jón Halldór Bjömsson bifreiðarstjóri, Hringbraut 63, Keflavík, varð sextugm- á sunnudaginn var. Starfsferill Jón Halldór fæddist á Bringu í Öngulsstaða- hreppi í Eyjafirði en flutti ungur til Akureyrar og ólst upp í Glerárþorpi. Hann lauk skyldunámi frá Barna- og unglingaskólan- um á Akureyri. Jón Halldór var i sveit á unglings- árunum og stundaði þá sjó- mennsku, m.a. á síðutogurum. Hann flutti síðan norður á Strandir og stundaði þar sjómennsku, bæði að heiman og á vertíð. Þá flutti hann til Akraness þar sem hann stundaði sjómennsku og starfaði á bifreiðaverkstæði. Jón Halldór flutti síðan til Kefla- víkur þar sem hann hefur átt heima síðan og stundað ýmis störf, m.a. verið verkstjóri í fiskvinnslu, fisk- matsmaður, stundað sjómennsku og unnið í vélsmiðju. Sl. eitt og hálft ár hefur Jón Halldór ekið steypubíl fyrir Stein- steypuna hf. Fjölskylda Kona Jóns Halldórs er Hanna Ingimundardótt- ir, f. 8.11. 1955, iðn- verkakona. Jón og Hanna hófu sambúð 1974 en hún er dóttir Ingimundar Loftssonar, sem nú er látinn, og Kristínar Árnadóttur sem búsett er í Reykjavík. Jón Halldór var áður kvæntur Áslaugu Torfadóttur, f. 3.1. 1939. Böm Jóns Halldórs og Áslaugar eru Stefanía, f. 15.12. 1957, búsett í Sandgerði, gift Guðvarði Haralds- syni og eiga þau sex böm og tvö bamaböm; Ásbjöm Már, f. 4.2.1959, búsettur á Ólafsfirði, kvæntur Sig- ríði Sofflu Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn;Torfi Guðmundur, f. 8.4. 1963, búsettur í Reykjavík, kvæntur Bjarneyju Elsebeth Sig- valdadóttiu- og eiga þau fimm börn; Bylgja Dröfn, f. 7.5. 1965, búsett í Ólafsvík, en sambýlismaður hennar er Davíð Magnússon; Hannes Jón, f. 21.3. 1973, búsettur í Garði, en sam- býliskona hans er Helga Steinunn Einvarðsdóttir og eiga þau þrjá syni; Hulda Ósk, f. 3.3.1980, búsett í Sandgerði. Börn Jóns Halldórs og Hönnu em Jón Halldór, f. 26.12. 1973, búsettur í Grindavík, kvæntur Hjördísi Guð- mundsdóttur og eiga þau þrjú böm; Sigríður Harpa, f. 23.5. 1979, en sam- býlismaður hennar er Noel Orong- £m og eiga þau einn son. Systkini Jóns eru Gylfi Þorsteins- son, f. 21.1. 1935, kvæntur Guðnýju Sigurbjörnsdóttur og eiga þau sex böm;Katrín Bjömsdóttir, f. 3.12. 1936, d. 26.7. 1985, var gift Sturlu Hjaltasyni og eignuðust þau saman tvö böm auk þess sem Katrín átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi; Bjami Einars Björnsson, f. 3.12. 1940, d. 18.7.1996, var kvæntur Ernu Einarsdóttur og eignuðust þau þrjár dætur; Sigurður Mars Bjömsson, f. 5.7.1943, var fyrst kvæntur Þórstínu M. Bjartmarsdóttur og áttu þau tvo syni sem fómst með móður sinni í snjóflóðinu á Neskaupstað 20.12. 1974 en kona Sigurðar Mars er Heið- brá Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú böm; Klara Bjömsdóttir, f. 3.9. 1945, var gift Gunnari H. Ásgeirs- syni en þau skildu og eiga þau þrjú böm; Bjöm Bjömsson, f. 3.4. 1947, var kvæntur Jónu Þ. Hermannsdótt- ur en þau skildu og eiga þau tvær dætur; Sigrún Björnsdóttir, f. 29.7. 1948 og á hún eina dóttur; Aðalheið- ur Bjömsdóttir, f. 31.3. 1952, gift Haraldi E. Jónssyni og eiga þau þrjú böm; Indriði Indriðason, f. 26.5. 1956, var kvæntur Kolbrúnu Ævars- dóttur en þau skildu og eiga þau þrjú böm; Sólrún Hvönn Indriða- dóttir, f. 14.2. 1960, gift Jóni S. Jóns- syni og eiga þau fjögur böm. Foreldrar Jóns Halldórs voru Bjöm Ólsen Sigurðsson, f. 24.2. 1916, d. 10.4. 1982, og Stefanía Jónsdóttir, f. 8.11. 1917, d. 11.9. 1997. Seinni maður Stefaniu var Ind- riði Einarsson, f. 9.12. 1911, nú lát- inn. Jón Halldór Björnsson. Björn Þórarinn Ásmundsson Björn Þórarinn Ásmundsson vél- gæslumaður, Vikurbraut 30, Höfn í Homafirði, er áttræður í dag. Starfsferill Þórarinn fæddist í Nýjabæ í Vest- mannaeyjum en flutti tveggja ára austur á Fáskrúðsfjörð með foreldr- um sínum og síðan fimm ára til Hafnar í Homafirði þar sem hann hefur átt heima síðan. Þórarinn fór fjórtán ára til sjós og stundaði sjómennsku um árabil, sem skipstjóri en þó lengst af sem vélstjóri. Hann kom í land 1975 og vann síðan við vélgæslu hjá Kaupfé- lagi Austur-Skaftfellinga til 1996. Þórarinn bjó lengst af í Þórs- hamri sem nú er Hamars- braut 3 á Höfn en býr nú á Víkurbraut 30 á Höfn. Fjölskylda Þórarinn kvæntist 23.11. 1942 Vilhelmínu Sigríði Bjarnadóttur, f. 6.7. 1921, húsmóður. Hún er dóttir Bjama Vilhelms- sonar, frá Bjarnaborg í Neskaupstað, og k.h., Guðrúnar Halldórsdóttur, frá Hliði á Eyrarbakka. Þórarinn og Sigríður eignuðust átta börn og komust sjö þeirra á legg. Þau era Hulda Valdís, f. 2.6. 1942, húsmóðir í Kópavogi, gift Hreini Hermannssyni, fyrrv. útibússtjóra Landsbank- ans og eignuðust þau fjögur böm; Guðrún Jó- hanna, f. 1.7. 1943, skrif- stofumaður á Höfh, gift Birgi Björnssyni útgerð- armanni og eiga þau þrjú börn; Ásbjöm, f. 16.1. 1945, hárskeri á Höfn en kona hans er Vigdís Vig- fúsdóttir sem rekur far- fuglaheimili á Höfn og eiga þau þrjú böm; Elma Stefanía, f. 1.7. 1947, skrifstofúmaður á Höfn, gift Hafsteini Esjari Stefánssyni út- gerðarm£mni og eiga þau þrjú böm; Olga, f. 21.5. 1953, bankamaður á Höfn, gift Jóni Skeggja Ragnarssyni framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú böm; Bima, f. 21.5.1953, bankamað- ur á Höfn, gift Guðmundi Hjaltasyni útgerðarmanni og eiga þau fiögur böm; Sigurborg, f. 3.10. 1958, verka- kona á Höfn, var gift Þorvaldi Gísla- syni vélstjóra sem lést 1992 og eru böm þeirra tvö. Afkomendur Þórarins og Sigríð- ar em nú fiömtíu og átta talsins. Foreldrar Þórarins vora Ásmund- ur Ásmundsson, frá Brimnesi við Fáskrúðsfiörð, og k.h., Jóhanna Sig- ríður Bjömsdóttir, frá Nýjabæ i Vestmannaeyjum. Þórarinn og Sigríður taka á móti ættingjum og vinum í sal Ekru á Höfn i dag, þriðjudaginn 6.1., frá kl. 18.00. Björn Þórarinn Ásmundsson. Halla Bergdís Sigurðardóttir Halla Bergdís Sigurðardóttir stöðuvörður, irabakka 14, Reykja- vík, er fertug í dag. Starfsferill Halla Bergdís fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún stundaði bamaskóla og gagnfræðanám við Álftamýrarskóla. Halla Bergdís starfaði hjá Ála- fossi í eitt ár á unglingsámnum, vann hjá EN-Lömpum í Reykjavík á fiórða ár, vann í eldhúsi og við ræstingar við vistheimilið Amar- holt á Kjalamesi 1981-86, og var síðan við ræstingar við Borgarspít- alann í Reykjavík 1986-88 en hefur síðan verið stöðuvörður hjá Reykja- víkurborg. Fjölskylda Systkini Höllu Bergdísar em Ge- org Jóhann Sigurðsson, f. 25.7. 1956, verkamaður hjá Reykjavíkurborg; Bergþór Sigurðsson, f. 3.3. 1959, d. 9.3. 1959. Hálfbræður Höllu, samfeðra, eru Guðmund- ur Veigar Sigurðsson, f. 10.1. 1975, fyrrv. starfs- maður við Mjólkursam- lagið í Borgamesi; Sævar Reykjalín Sigm-ðsson, f. 1.3. 1981. nemi við Fjöl- brautarskólann í Breið- holti. Foreldrar Höllu Berg- dísar vom Sigiu’ður Sæv- ar Ásmundsson, f. 7.10. Halla Sigurðardóttir. 1935, d. 31.10. 1989, raf- virki í Reykjavíkl, og Gerður Ámý Georgsdótt- ir, f. 6.1. 1936, d. 30.10. 1996, húsmóðir í Reykja- vík. Halla Bergdís tekur á móti ættingjum og vinum að heimili sínu að íra- bakka 14, Reykjavík, á af- mælisdaginn, þriðjudag- inn 6.1. frá kl. 18.00-21.00. Hólmfríður Kjartansdóttir Hólmfríður Kjartansdóttir, full- trúi hjá Selfossveitum, Grashaga 17, Selfossi, er fimmtug í dag. Starfsferill Hólmfríður fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hvolsvelli frá fiögurra ára aldri eða 1952. Hún stundaði nám við Bamaskóla Hvolhrepps. Að þvi loknu stundaði hún nám við Héraðsskólann að Skógum og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1963. Hólmfriður stundaði verslunar- störf á Hvolsvelli en flutti á Selfoss 1965. Þar hefur hún stundað ýmis störf. Hólmfríður var fyrst við versl- unarstörf hjá Versluninni Ölfusá, vann síðan skrifstofustörf hjá Höfh hf., var sölustjóri hjá kjötvinnslu Hafnar um skeið en er nú fulltrúi hjá Selfossveitum. Hólmfriður hefur tek- ið virkan þátt í félags- málum á Selfossi. Hún hefur starfað með kvennaklúbbi knatt- spymudeildar UMF Sel- foss, sinnt félags- og trúnaðarstörfum á veg- um Sjálfstæðisflokksins á Selfossi, átti sæti í stjóm JC á Selfossi og var forseti félagsins 1984-85 og hefur átt sæti í stjóm UMF Selfoss um skeið. Fjölskylda Hólmfríður giftist 17.5. 1969 Bimi Inga Gíslasyni, f. 2.9.1946, hárskera- meistari á Selfossi. Hann er sonur Gísla Sigurðssonar, hár- skerameistara á Selfossi, og k.h., Rannveigar Sigur- bjömsdóttur húsmóður. Synir Hólmfríðar og Bjöms eru Kjartan Bjöms- son, f. 4.9. 1965, hárskeri á Selfossi, kvæntur Ásdisi Hrönn Viðarsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú böm, Hólmfríði Emu, Við- ar Örn og Katrínu Ömu; Gísli Björnsson, f. 4.11. 1969, kaupmaður á Selfossi, kvæntur Elísabetu Hlíðdal kaupkonu og eiga þau einn son, Amór Lnga, en sonur Gísla frá því áður er Bjöm Freyr; Einar Bjömsson, f. 26.7. 1974, hljóð- maður á Selfossi, trúlofaður Þor- björgu Tryggvadóttur nema; Bjöm Daði Bjömsson, f. 2.5. 1980, nemi á Selfossi. Bróðir Hólmfríðar er Aðalbjöm Kjartansson, f. 8.2. 1943, trésmíða- meistari og lagerstjóri hjá Pennan- um, búsettur á Hvolsvelli, kvæntur Kristrúnu Kjartansdóttur sauma- konu og eiga þau þrjú böm, Katrínu Björgu, húsmóður á Hvolsvelli; Kjartan, starfsmann hjá Pennanum í Reykjavík, og Þorstein, starfs- mann hjá Ingvari og Gylfa, búsettan í Reykjavík. Foreldrar Hólmfríðar vom Kjart- an Einarsson, f. 22.5. 1923, d. 31.12. 1961, trésmíðameistari á Hvolsvelli, og k.h., Katrín Aðalbjömsdóttir, f. 17.8. 1922, d. 10.7. 1986, húsmóðir á Hvolsvelli. Hólmfríður og Bjöm Ingi verða að heiman á afmælisdaginn. Hólmfríður Kjartansdóttir. Hl hamingju með afmælið 6. janúar 90 ára Guðmundur K. Halldórsson, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 85 ára Halldóra Halldórsdóttir, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. 80 ára Hafþór Guðmundsson, Skarphéðinsgötu 14, Reykjavík. 75 ára Arthur Elíasson, dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði. Dúi Axel Björnsson, Eyrarlandsvegi 29, Akureyri. Sigríður Guðmundsdóttir, Fossöldu 6 N, Hellu. Skafti Þóroddsson, Skólavegi 67, Fáskrúðsfirði. 70 ára Arnbjörg JónsdóttLr, Klapparstíg 1, Reykjavík. Ámý Oddbjörg Oddsdóttir, Hefluvaði 3, Hellu. Magni Friðjónsson, Hjallalundi 20, Akureyri. Sverrir Haraldsson, Æsustöðum, Bólstaðarhlíðarhreppi. 60 ára Halldór Þorgils Þórðarson, bóndiá Breiðabólstað á Fellsströnd, kórstjóri og skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu, varð sextugur í gær. Eiginkona hans er Ólafía B. Ólafsdóttir frá Króksfiarðar- nesi. Egill Jóhannsson, Langholti 18, Keflavík. Garðar Ámason, Hringbraut 101, Reykjavík. Guðlaug Káradóttir, Júllatúni 4, Höfn. Hrafn G. Johnsen, Sævangi 25, Hafnarfirði. 50 ára Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir, Freyjugötu 36, Reykjavík. Kristján Óli Jónsson, Víðihlíð 1, Sauðárkróki. Magga Hrönn Árnadóttir, Fögrubrekku 29, Kópavogi. 40 ára Atli Steinar Bjamason, Skólavörðuholti 42, Reykjavík. Bima Guðrún Oddgeirsdóttir, Ránarslóð 12, Höfn. Grethe Geisler Poulsen, Hrísateig 3, Reykjavík. Ingibjörg Hjaltadóttir, Holtsgötu 23, Reykjavik. Jón Guðni Kristinsson, Framnesvegi 58 A, Reykjavík. Sigrún Bjarnadóttir, Dalbraut 4, Dalvík. Sigurður Héðinn Hilmarsson, Setbergi 17, Þorlákshöfh. Þórarinn Friðjónsson, Snælandi 7, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.