Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998
Ftjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG EUN HIRST
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Seintekinn sóðagróði
Stjómmálamenn og fréttamenn hafa rætt, aö hversu
miklu leyti tekiö hafi verið tillit til „sjónarmiða íslands“
á loftmengunarráðstefnunni í Kyoto. Eiga þeir þá við, að
hve miklu leyti samþykkt hafi verið, að íslendingar fái
undanþágu til að auka mengun andrúmslofts síns.
Sérstakt hugarfar þarf til að líta svo á, að það séu
„sjónarmið íslands“, að loftmengun fái að aukast meira
hér á landi en annars staðar, samkvæmt sérstakri und-
anþágu frá Kyoto. Þetta er auðvitað hugarfar sóðans,
hvort sem hann svíður undan nafngiftinni eða ekki.
Sóðamir verja mengunina með því að segja hana hag-
kvæma. Með sömu rökum má segja, að ekki taki því að
þvo upp heima hjá sér, af því að leirtauið verði strax
skítugt aftur. Það sé óarðbær vinna að vaska upp og að
það séu „sjónarmið íslands“, að ekki sé vaskað upp.
Sóðagróðinn verður hins vegar seintekinn. Ljóst er, að
reikningsdæmið er flóknara en sóðamir vilja vera láta.
Á vogarskálamar þarf að leggja ýmsan kostnað, sem fylg-
ir hinum séríslenzka sóðaskap, sem nú hefur fengið al-
þjóðlega viðurkenningu á fjölþjóðaþingi í Kyoto.
Samkvæmt niðurstöðum ráðstefnunnar getur loft-
mengunarréttur gengið kaupum og sölum. Þess vegna
mun skapast alþjóðlegt markaðsverð á rétti til loftmeng-
unar. Á þeim forsendum er unnt að verðleggja kostnað
við loftmengun frá fyrirhugaðri stóriðju á íslandi.
Þar með hefur fengist alþjóðlegur mælikvarði á kostn-
að við loftmengun, sem setja þarf inn í kostnaðardæmi
stóriðjunnar, jafnvel þótt þjóðin fái frían aðgang að
vondu útblásturslofti upp að vissu marki, í samræmi við
gengi „sjónarmiða íslands“ í sóðaskap.
Við sleppum ekki frá slíkum kostnaðarreikningi, þótt
sú leið verði valin að hafha stóriðju og leggja í þess stað
rafmagnskapal til útlanda. Sjónmengun og lífsgæðatap af
völdum hálendisrasks orkuvera er líka kostnaður, þótt
erfiðara sé að meta upp á krónu, hver hann sé.
Komið hefur fram, að mannvirki í annars ósnortnu
víðerni, fela í sér lífsgæðatap þjóðarinnar og minni ferða-
mannatekjur en annars yrðu. Eðlilegt er, að þetta tjón af
völdum orkuvera verði metið til fjár og sett inn í kostn-
aðardæmi fyrirhugaðra orkuvera.
Komið hefur fram erlendis, að kostnaði ríkja af völd-
um mengunarvama fylgja líka hreinar tekjur. Bezta
dæmið um það er Þýzkaland, sem hefur tekið forustu í
umhverfismálum og selur núna búnað og þekkingu í um-
hverfismálum til útlanda fyrir háar fjárhæðir.
Þetta getum við líka gert. Ef við tökum til dæmis for-
ustu í notkun vetnis í samgöngutækjum, höfum við ekki
bara kostnað af framkvæmdinni, heldur einnig tekjur af
sölu búnaðar og þekkingar á þessu sviði til annarra
ríkja, sem skemmra verða á veg komin.
Þannig koma tekjupóstar á móti kostnaðarpóstum um-
hverfisvemdar, ef rétt er á málum haldið. Það er því eng-
an veginn hreint tap af hreinlæti eins og ætla mætti af
tali og skrifum stjómmálamanna og fréttamanna, sem
hampa sóðaskap sem „sjónarmiðum íslands“.
Fyrsta skrefið í rétta átt er, að menn svíði undan sann-
leikanum. Þegar ráðstefnan í Kyoto og niðurstöður henn-
ar em orðnar tilefni langra kafla í áramótagreinum tals-
manna séríslenzks réttar til sóðaskapar, er ljóst, að þátta-
skil hafa orðið í stöðu umhverfismála í þjóðlífinu.
Hér eftir verður ekki unnt að tefla fram fullyrðingum
um arðsemi orkuvera, stóriðju, fiskiskipa og samgöngu-
tækja, án þess að sóðakostnaðurinn sé talinn með.
Jónas Kristjánsson
nýjum lögum um háskóla er alvarlega vegið aö sjálfstæði íslenskra háskóla, að sögn greinarhöfundar.
Opnað fyrir skóla-
gjöld í nýjum
háskólalögum
segir: „í sérlögum, ■■■ ......—.......
samþykktum eða KÍallarÍnil
skipulagsskrám hvers lllll
háskóla skal setja regl-
ur um hvernig háttað
skuli gjaldtöku af nem-
endum vegna náms við
viðkomandi skóla. í
sérlög hvers ríkishá-
skóla skal setja reglur
um öflun sértekna með
gjaldtöku fyrir þjón-
ustu er skólarnir
bjóða.“
Hér er alveg skýrt
að orði kveðið um það
að skólarnir geta í
samþykktum eða
skipulagsskrám ekki
síður en í sérlögmn -
„Þannig er almennt vegið aö
sjálfstæöi háskólanna sem
mennta- og rannsóknarstofnana.
Annaö meginatriöiö sem olli því
aö stjórnarandstaöan snerist
gegn háskólafrumvarpinu var sú
staöreynd aö þar er opnaö fyrir
þaö aö skólagjöld veröi notuö til
aö þess aö standa undir rekstri
skóianna.”
Svavar Gestsson
alþingismaöur
í DV fyrir áramótin var fullyrt í
þversíðufyrirsögn og tilvísun á
forsíðu aö dregið hefði verið úr
valdi menntamálaráðherra með af-
greiðslu Alþingis á háskólafrum-
varpinu. Þetta er rangt; staðreynd-
in er sú að með nýju háskólalög-
unum hefur vald ráðherra verið
stóraukið frá því sem verið hefur.
Það gerist í fyrsta lagi með því að
ráðherra eigi í framtíðinni að
skrifa upp á rektora háskólans og
í öðru lagi með því að ráðherra
getur án takmörkunar tilnefnt þá
sem honum sýnist í háskólaráð
allra háskólanna.
Þannig er almennt vegið að
sjálfstæði háskólanna sem
mennta- og rannsóknarstofnana.
Annað meginatriðið sem olli því
að stjómarandstaðan snerist gegn
háskólafmmvarpinu var sú stað-
reynd að þar er opnað fyrir það að
skólagjöld verði notuð til þess að
standa undir rekstri skólanna. Það
er opnað fyrir þennan möguleika
og eina leiðin til að koma í veg fyr-
ir hann er sú að í sérlögum um
hvem skóla verði beinlínis tekið
fram að það komi ekki til greina
að skólagjöld verði notuð i þessu
skyni.
Það var reyndar gert í hinum
nýju lögum um kennaraháskólann
sem samþykkt vom fyrir áramót
og við studdum þingflokkur Ai-
þýðubandalagsins og óháðra eins
og aðrir stjómarandstöðuflokkar.
Alveg skýrt aö oröi kveöiö
1 hinum nýju lögum um háskóla
sem Alþingi setur - lagt á skóla-
gjöld að geðþótta.
Þegar málið var til meðferðar á
Alþingi sóm stjóm-
arflokkamir þessa
túlkun af sér með
eindregnum hætti;
en þeir svardagar
duga ekki. Það sem
nú þarf að gerast er
því tvennt. í fyrsta
lagi verður hver
skóli fyrir sig að
taka ákvörðun um
að hann mimi ekki
nota þessa lagagrein
til þess að knýja á
um innheimtu
skólagjalda til að
standa undir al-
mennum rekstri. í
öðm lagi verður að
beita sér fyrir því á
Alþingi að lagaá-
kvæði framtíðar-
innar um hvem
skóla fyrir sig
taki algerlega af
tvímæli í þessum
efnum.
Þær grundvall-
arbreytingar sem
gerðar hafa verið
á lögum um há-
skóla em háska-
legar fyrir sjálf-
stæði mennta- og
rannsóknarstofn-
ana og fyrir jafii-
rétti til náms.
Þessum ákvæð-
um þarf að breyta við fyrsta tæki-
færi.
Svavar Gestsson
Skoðanir annarra
Aðhald á verðbréfamarkaði
„í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt, aö Verð-
bréfaþing hefði tekiö til athugunar viðskipti í
nokkrum fyrirtækjum síðustu daga liðins árs. Bein-
ist athugun Verðbréfaþings að því að kanna hvort
þessum viðskiptum hafi verið ætlað að hafa áhrif á
lokaverð ársins. Jafhframt kom fram, að Verðbréfa-
þing hefði þegar ákveðið að vísa nokkrum þessara
mála til bankaeftirlits til frekari meðferðar.
Þetta aukna aðhald Verðbréfaþings er afar mikil-
vægt og líklegt til þess að stuðla að heilbrigðum við-
skiptaháttum með hlutabréf. Menn hafa haft vissar
áhyggjur af þvi, að með ýmsum hætti væri reynt að
hafa áhrif á verð hlutabréfa, m.a. með viðskiptum
sem væru sýndarviðskipti."
Úr leiðara Mbl. 4. jan.
Áhrif sveitarstjórnarkosninga
„Sigur samfylkingarframboða í vor myndi þannig
tvímælalaust virka sem vítamínsprauta í viðræðun-
um um sameiginlegt framboð sömu afla á landsvísu.
Á sama hátt kann það að sprengja þær viðræður í
loft upp ef sameiginlegu A-flokka framboðin ná ekki
tilætluðum árangri. Það er því meira í húfl í vor en
meirihluti í stjómun einstakra bæjarfélaga."
Elías Snæland Jónsson í Degi 3. jan.
Varnagli Davíðs
„Forsætisráðherra slær nú vamagla sem ekki hef-
ur verið sleginn svo eftir hafi verið tekið áður, varð-
andi stóriðju: „Þegar stórákvarðanir um nýtingu
vatnsafls og varma verða næst teknar, þarf að rikja
um þær sem víðtækust sátt meðal þjóðarinnar og við
landið, sem okkur er treyst fyrir." Ráðherra gerir
sér væntanlega grein fyrir að gangi alþjóðlegar kröf-
ur um hertar mengunarvarnir eftir verða orkulind-
ir landsins miklu verðmætari en áður. En meginat-
riði er, að forystumenn landsins beri gæfu til að gefa
fyrirheiti forsætisráðherra um sátt lands og þjóðar
að raunverulegu inntaki í stefnu sinni.“
Stefán Jón Hafstein í leiðara Dags 3. jan.