Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 27 , Fréttir ( ( Keflvíkingur vinnur fyrir heimsfrægar hljómsveitir: Rótari hjá Stones I i I i I I I DV, Suðnrnesjum: „Starf mitt er ævintýri líkast og mjög spennandi. Það var mikil heppni sem fylgdi því að ég fékk starfið. Það er alveg meiri háttar gaman að vinna fyrir þessar stór- stjörnur og mikil lífsreynsla fyrir mig. Þetta eru venjulegir menn en með rosalega gott kaup,“ sagði Ragnar Ingi Sveinbjömsson, 24 ára Keflvíkingur, sem er rótari Rolling Stones, einnar þekktustu hljóm- sveitar heims. Ragnar Ingi kom til íslands í jólafrí ásamt bandarískri unnustu sinni en þau fór aftur heim til Bandaríkjanna i gær. Rolling Sto- nes lýkur hljómleikaferð sinni um Bandaríkin í janúar og heldur því næst í heimsreisu. Ragnar Ingi fer ekki í þá ferð en hann verður rótari hjá Elton John og Billy Joel, en þeir hyggjast syngja saman í hljómleika- ferð um Bandaríkin. Þá verður Ragnar Ingi rótari Pink Floid á þessu ári. Ragnar varö Rocky Ragnar Ingi gengur undir nafn- inu Rocky Jónsson í Bandaríkj- unum. Hann tók eftimafn föður síns en breytti Ragnars-nafninu þar sem efitt var að bera það fram í Banda- ríkjunum. Ragnar Ingi hefur unnið sem rótari Rolling Stones undan- fama 4 mánuði en þar á undan var hann rótari U2 á þrennum tónleik- um sveitarinnar. Ragnar Ingi vinn- ur hjá bandarísku fyrirtæki, Qu- ality Crews, sem sér um allt um- stang hjá þekktustu hljómsveitum heims. „Ég fékk þessa vinnu í gegn- um skólafélaga minn í Bandaríkjun- um en hann var rótari í síðustu hljómleikaferð Kiss. Ég ætla að njóta vinnunnar minnar á meðan hún varir. Starfíð mitt er geysilega eftirsótt og margir sem vildu vera í Ragnar Ingi Sveinbjörnsson, 24 ára Keflvíkingur, hefur unniö sem rótari hjá Rolling Stones. Hann hefur unnið nýlega sem rótari hjá U2 og veröur rótari hjá Elton John og Billy Joel og Pink Floid á þessu ári. DV-mynd Ægir Már mínum sporum. Það sést best á því klukkustundir til þess eins að reyna að eftir hverja tónleika bíöur íjöldi að komast inn til að gera eitthvað. fólks fyrir utan höllina í margar Sumir fá 5 dollara á tímann fyrir að Húsavík: Fjárdráttur hjá Dvalarheimilinu DV, Akureyri: Fjárdráttarmál er komið upp inn- an Dvalarheimilis aldraðra á Húsa- vík, og hefur stjómarformaður stofnunarinnar sagt af sér í kjölfar málsins, eins og DV hefur greint frá. Hann var einnig stjórnarfor- maður Kaupfélags Þingeyinga og sagði einnig af sér formennsku þar. Fram kom á stjómarfundi stofn- unarinnar fyrir skömmu að reikn- ingar fyrir stofnunina höfðu ekki verið lagðir fram í 6 ár. Endurskoð- endur fóru yflr reikninga fyrir árið 1991 og mun þá hafa komið í ljós fjárdráttur sem nam a.m.k. tveimur milljónum króna það árið. Sú upp- hæð hefur meira en tvöfaldast með vöxtum og dráttarvöxtum. Reikn- ingar fyrir árin frá 1992 hefa ekki verið endurskoðaðir en vinna við það stendur yfir og óttast menn jafnvel að sitthvað fleira „gmggugt" muni koma upp á yfirborðið. „Það er auðvitað allt annað en gott mál að svona lagað geti átt sér stað og ekkert annað en vanræksla stjórnar- innar að reikningar fyrir stofnunina skuli ekki hafa verið lagðir fram í öll þessi ár. Þetta eru auðvitaö ekkkert annað en meiriháttar afglöp sem stjómarmenn verða að axla“ sagði einn stjórnarmanna Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík sem DV ræddi við um þetta mál. -gk tína rasl í kringum sviöið. Rolling Stones er alveg ótrúlega vinsæl og sérstaklega hjá kvenþjóðinni. Það kemur oft fyrir að það líður yfir konur á hljómleikum," sagði Ragn- ar Ingi. Ragnar Ingi bjó til 3 ára ald- urs í Keflavík en fluttist þá til Bandaríkjanna með foreldrum sín- um, Sveinbimi Jónssyni úr Kefla- vík og Sigríði Kalmarsdóttur úr Höfiium. Ragnar Ingi fluttist á ný til íslands 1987 með móður sinni. „Ég var einn vetur hér í skóla. Þá var ég í bílskúrsbandi með skólafé- lögum. En ég fór aftur til Bandaríkj- anna þar sem ég kann betur við mig. Það er gott að koma hingað í frí og mér þykir vænt um mitt heimaland. Ég lét tattóvera skjalda- merkið á bakið á mér. Ég hef það mjög gott og er með góð laun þannig að það þarf eitthvað að mikið að breytast í lífi mínu til að ég myndi fLytja til fslands," sagði Ragnar Ingi, en áður en hann gerðist rótari Roll- ing Stones var hann söngvari í nokkrum bandarískum hljómsveit- um sem ferðuðust um Bandaríkin og einnig vann hann sem rótari nokkurra hljómsveita þar. „í kringum Rolling Stones er gríð- arlegt hljóðkerfi og mikið umstang. Það tekur 3 heila daga að setja upp vinnupalla en sviðið er 8 hæðir. Þá tekur heilan dag að setja upp ljósin og hljóðfærin. Á tónleikum þeirra hafa verið á milli 60 og 80 þúsund manns. Þá sjáum við einnig um um- stangið í kringum gestahljómsveit- irnar, sem eru að hita upp fyrir stjörnumar," segir Ragnar Ingi. -ÆMK /tf'. Hagstœð kjör //, Tá Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er afsláttur af annarri auglýsingunni. jfÍL. mjt' oW milfi himir)( Smáauglýsingar 550 5000 I I WICANDERS^ Vissir þú að... Mesta úrval náttúrukorks á Jslandi. C' orkur er frá náttúrunnar hendi bjggður upp af loftfylltum J.\. holum. I hveijum ríimsentimetra af kork em 125.000 loftsellur sem pjðir að 50% korksins er loft. Þess vegna er svogott að ganga á korkgólfum. Þau pola velprjstingfrá pungum húsgögnum og mjóum halum . vegna pess að korkurinn réttir úr sérþegarþijstingurinn hverfur. . ’ - alveg eins og korktappi úr kampavínsflösku. \V/icandersgótfin hafa einstakt "fagurfraðilegt W langlifi". Náttúrugólfefni eins og viður og korkur hafa gífurlegayfirburðiyfir önnurgólfefni par sem þau eru sígild. Þau eldast fallega og eru fógur jafnvelpópau séu orðin gömul. Þ.ÞORGRIMSSON & CO ÁRMÚLI 29 108 RVK SÍMAR: 553-8640 & 568-6100 — Útsölustaðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.