Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 11
J. V ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 ijtfaenning ■> Heimildarmyndir - um hátíðar Hinn síendurtekni dagur í lífi vermanna íslands. Öflugar týpur úr kvikmynd Erlends Sveinssonar. „Oj, bara, ég vil engar mýs á mínar videospólur," sagði ónefnd kona í boði á jóladagskvöld þegar hún var að því spurð hvort hún væri ekki að taka upp myndina hans Þorfmns Guðnasonar um líf hagamúsa. Vonandi er músafælni á þessu stigi ekki algengur kvilli því „Hagamús með lifið í lúkun- um“ er góð heimildarmynd, skemmtilega byggð upp, fróðleg og spennandi. Mynd sem höfðar til fjölda fólks og getur jafnvel læknað það af músahræðslu. Á sama tíma og ár í lífi hagamúsar var á dagskrá hjá RÚV sýndi Stöð 2 leikna heimildarmynd um sjósókn fyrri alda, „íslands þúsund ár“ eftir Erlend Sveinsson. Myndin var frumsýnd fyrr á árinu í Háskólabíói; hún er eins konar viðbót við stórvirkið „Verstöðin ís- land“ eftir sama höfund og gerð fyrir breiðtjald líkt og hún. Á sjónvarpsskjánum skreppur hún talsvert saman eins og títt er um stórmyndir en í heild er hún góð. Lýst er einum degi í starfi Fjölmiðlar Eggert Þór Bernharðsson árabátasjómanns á vetrarvertíð í gamla bænda- samfélaginu, - eða öOu heldur þúsund ára hringrás hins síendurtekna dags í lífi vermanna íslands. Umgjörðin er sannfærandi, sjósóknar- arnir eru öflugar týpur og túlka vel hina harð- geru vermenn fyrri tíðar, sagan máttug og fram- setningin sterk. Þessi mynd á svo sannarlega er- indi inn í skólana. Þriðja heimildarmyndin um jólin fjallaði um einn dag í lífi lundaveiðimanna í Bjarnarey, út- verði Vestmannaeyja í austur. Hún var á vegum Stöðvar 2 og umsjón hafði PáU Magnússon. SkemmtOeg mynd og fyrir borgarbömin var hún afar fróðleg. Hið sama má segja um mynd Páls Benediktssonar um mannlíf og náttúru við Mý- vatn árið um kring sem RÚV sýndi á nýársdag. Auk þess voru fróðlegir fréttaannálar á báðum stöðvum en efni þeirra verður ómetanlegt þegar fram líða stundir og grunnur að ófáum heimUd- armyndum í framtíðinni. Loks er rétt að geta danskrar heimUdarmyndar um hinn töfrandi tónlistarmann David Helfgott á annan dag jóla en Sjónvarpið var í hópi þeirra sem styrktu gerð hennar. Ejármögnun viðamikiOa heimUdarmynda er erfið og þarf yfirleitt að leita stuðnings viða. Margir lögðu t.d. mynd- inni um hagamýsnar Óskar og Helgu lið og hún á örugglega eftir að vekja mikla athygli er- lendis, hefur raunar þegar gert það því fjöldi sjónvarpsstöðva hefur keypt sýningarrétt. Þá kaUaði „íslands þúsund ár“ greinUega á mikið fjármagn. í hausthefti tímarits Félags kvik- myndagerðarmanna, Land og synir, er m.a. rætt við Sigurð Valgeirsson, dagskrárstjóra innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins, um fjárhagsvandann sem tengist gerð heimUdarmynda. Þar kemur fram að á þeim bæ hafi menn hug á að setja meiri peninga í þróun og útfærslu hugmynda jafnframt því að gefa kvikmyndagerðarmönnum tækifæri tU að sinna meiri undirbúningsvinnu. Einnig var rætt um stefnur og strauma í íslenskri heimUdar- myndagerð en Sigurður taldi myndir á vegum Sjónvarpsins of tUvUjanakenndar, óeðlUega hátt hlutfaU væri um íslenska náttúru. Þessu þyrfti að breyta, gera þyrfti fleiri heimUdarmyndir sem hreyfa við þjóðinni með ríkri samtíðar- skírskotun. Sjónvarpið viU augljóslega leggja sitt af mörkum tU að efla gerð heimildarmynda. Kannski sjáum við ávöxt nýrrar stefnu innan tíðar. í einhverjum öðrum heimi Síðastliðið þriðjudagskvöld voru haldnir tónleikar í Listasafni ís- lands, sem upphaflega áttu að vera á dagskrá 2. nóvember. Þeir voru hluti af Brahms & Schubert kamm- er- og ljóðatónlistarhátíð sem stóð yfir í haust. Á efnisskránni voru kvintett eftir Brahms og strengjakvintett eftir Schubert, og flytjendur voru tónlistarhópurinn Camerarctica ásamt Bryndísi HöUu Gylfadóttur seUóleikara. Tónleikagestir fengu allmikinn bækling í hendurnar við inngang- inn. Á fyrstu blaðsíðunum mátti lesa dramatískar hugleiðingar um Schubert og Brahms, sem hófust á þessum orðum: „Einfarar voru þeir báðir, þó hvor á sinn máta.“ Svo komu guUkorn á borð við: „Schubert samdi tónlist tU að lifa - tU að halda lifi“, og „Schubert gekk tU móts við ókannaða framtíð hálf- ur í þessum heimi, hálfur í öðrum betri og lá engin leið tU baka.“ Einnig mátti lesa margt djúphugult og viturt um tilfinningar Brahms til Clöru Schumann og að hann hefði verið íhaldssamur og borið mikla virðingu fyrir hefðinni: ...... hann rannsakaði þjóðlög, þýsk og ungversk, og óreglulegir ryþmar og þríólur seytluðu inn í verk hans, sem hann bar ætíð undir vini sína ..." Maður fékk á tilfinninguna að þetta hefðu verið óskaplega leiðin- legir menn. En það er rétt að Brahms var einfari og mikið á háspekUegu nót- unum. Hann sagðist meira að segja eiga samfélag við Guð þegar hann samdi. í viðtali við Arthur nokkum AbeU í bókinni Talks with Great Composers sagöi hann eftirfarandi: „Að skynja einingu við skaparann, eins og Beethoven gerði, er dásam- leg og lotningarfuU upplifún. Afar fáar manneskjur hafa náð þessu, og einmitt þessvegna eru svo fá mikU- hæf tónskáld og skapandi snilling- ar ..." Og þegar Brahms lýsti því hvemig hann fékk hugmyndir sín- ar sagði hann: „Ég finn titring sem hrærir vitund mína. Þetta er And- inn sem uppljómar sálarkraftinn innra fyrir mér, og í þessu upp- hafna sálarástandi sé ég skýrt það sem mér er óljóst dags daglega; þá finn ég að ég get tekið við inn- blæstri að ofan, eins og Beethoven gerði." Svo maður getur ekki annað en búist við mystískri upplifun þeg- ar Brahms er leikinn. Fyrra verkið á efnisskránni, kvintett í h-moU opus 115 fyrir klar- ínett og strengi eftir gúrúinn var nokkuð vel spU- aður; tónlistar- fólkið lék yfirleitt hreint og faUega, og Ármann Helgason klarínettuleikari stóð sig með miklum ágætum. Að vísu þarf töluverð tUþrif tU að Brahms gefi manni andlegar upplifanir, tónlist hans er svo þung, þó að undir niðri kraumi mUdar tilfinningar. Þetta tvennt, formið og tilfinningahitinn, verður að vera í jafnvægi ef vel á að vera, ef formfestan er of mikil er tónlistin leiðinleg, en ef tilfinning- arnar fara úr böndunum verður hún hlægUeg. Heldur var tónlistar- flutningurinn varfærnislegur hjá Camerarctica og hefði stundum mátt láta gamminn geisa. í síðara verkinu, strengja- kvintett í C-dúr opus 163 eftir Schubert, bættist Bryndís HaUa Gylfadóttir í hópinn og lék á seUó ásamt Sigurði HaUdórssyni. Það dugði þó ekki tU; flutningurinn var ekkert allt of góður. Að vísu var annar kaflinn hugljúfur og margt faUegt í þeim fjórða. Það er bara ekki nóg; tónverk eftir Schubert er eitt samhangandi flæði, og mikið af mistökum slítur þráðinn. í fyrsta og þriðja kaflanum voru fiðlumar dálítið skrækar og sárar, og seUóin í þeim þriðja voru Ula samstiUt. Þetta er leiðinlegt, því þessi kvin- tett er dásamleg tónlist þegar hann er vel spUaður. Hann þarf að vera finlegur og fágaður, og hvassari kaflar hans mega ekki vera grófir. Því miður var þriðji kaflinn dálítið groddalegur og poppaður og hljóm- aði tónlistin þá eins og verk eftir einhvem Sjúbídúbert. Tónlist Jónas Sen Fiðluveisla Birta og fegurö yfir fiðlukórnum hennar Guðnýjar. „Tónleikamir tókust afar vel, aldrei hefur verið eins margt fóik á tónleikum hjá okkur og þó er þetta áttunda starfsár tríós- ins. Það var alveg troðið í húsið," sagði Gunnar Kvaran seUó- leikari og einn aðstandenda Tríós Reykjavíkur. Tríóið stóð fyr- ir sérkennUegum tónleikum í fyrrakvöld í tUefni af fimmtugsaf- mæli Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara. Þeir vom í Hafnarborg og þar komu saman 30 hljóðfæraleikarar, flestir á fiðlu og allflestir enn þá í námi hér eða erlendis. „Æfingatíminn var stuttur en árangurinn þó undraverður," sagði Gunnar, „þetta unga fólk er svo miklir og góðir atvinnumenn. Mér finnst hafa orðið bylting í tónlistarlífi íslendinga á síðustu 15-20 árum og eitt er víst, við þurfum ekki að bera kvíðboga fyrir framtíð- inni með aUt þetta hæfUeikafólk." Fyrst á dagskránni var fiðlukór eftir Þorkel Sigurbjörnsson, saminn að beiðni Guðnýjar fyrir þetta tækifæri og leikinn af ÖU- um fiðluleikuranum. Það er fyrsta verkið sem samið er ein- göngu fyrir fiðlur hér á landi. Það heitir „Ljósbogar" og dregur nafn sitt af bogum fiðlaranna og birtunni yfir þeim sem leika tónlist faUega. „Þetta er skemmtUegt verk,“ sagði Gunnar, „fiðluleikararnir gengu inn einn og einn í einu og léku brot úr afmælissöngnum, svo stækkaði hópurinn og verkið víkkaði. Ég hef trú á að þetta verði vinsælt verk. Útvarpið tók tónleikana upp svo að fólk fær vonandi að heyra það einhvem tíma á næstunni." Önnur verk á tónleikunum voru fúga eftir Bach, Holbergssvítan eftir Grieg og loks konsert eftir Mendelssohn. Hann samdi konsertinn aðeins 14 DV-mynd Hilmar Þór ára gamaU, glæsUegt og krefjandi verk, sagði Gunnar: „Þó svífur andi létt leika og yndisþokka yfir því, og sá andi var sannarlega yfir öUu þessu hæfi- leikaríka unga fólki þetta kvöld.“ Galdrakarl ei meir Um áramótin lauk Þorsteinn Thoraren- sen lestri sínum á Galdrakarlinum frá Oz á rás 1. Hann sagði í síðasta lestrinum að hann væri strax farinn að brynna músum vegna þess hve leitt væri að skUjast við hlustendur, og sann- arlega var skælt með honum í mínu eldhúsi. Vonandi hafa sem allra flest böm (á öll- um aldri) áttað sig í tíma og farið að fylgj- ast með þeirri einstæðu lífsreynslu að hlusta á Þorstein bregða sér í hlutverk persóna sögunnar, urra sem ljón, stynja og blása. Ég er ekki frá því að beinlínis hafi hringlað í tinkarl- inum i honum. Nú er byrjuð ný morgunsaga, Jólasólar- kötturinn eftir Steinunni Eyjólfsdóttur. Dagný Kristjánsdóttir les. Og tíminn: 9.38 og endurtekið 19.40. Ennþá man ég hvar ... Einn þátt sem fluttur var um áramótin þarf sérstaklega að þakka, vandaðan og skemmtUegan þátt Evu Maríu Jónsdóttur um HaUbjörgu Bjamadóttur. Fjöldi manns sagði þar frá kynnum sínum af söngkon- unni, auk þess sem HaUbjörg sté fram í áður óþekktum „live“ upptökum sem ef tU viU voru geröar þeg- ar verið var aö út- varpa skemmtun HaUbjargar. Þar var hún lifandi komin, orðheppin, ósvífin og fuUkomlega heUl- andi. Umsjónarmaður menningarsíðu var svo heppinn að kom- ast einu sinni á skemmtun hjá Hall- björgu á Hótel Borg. ÁUt er gleymt sem sagt var en þó er konan ógleymanleg, grönn og teinrétt, með opið andlit sem man- aði áhorfandann stöðugt tU að bregðast við, hneykslast, ganga út - eða hlæja og leyfa heimsmynd sinni að breytast. Þar var ekki lognmoUan. Og svo þessi dásamlega rödd. Þær eru aUar horfnar núna þessar gömlu divur sem ekkert var heilagt og töluðu í meitluðum einnar línu tUsvömm og stmns- uðu helst burt að því loknu - Bette Davis, HaUbjörg Bjarna, Inga Laxness ... Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Fyrstu tveir mánuðir ársins eru bók- menntaverðlaunamánuðir. íslensku bók- menntaverðlaunin verða væntanlega veitt fyrsta mánudaginn í febrúar; menningar- verðlaun DV verða veitt 19. febrúar, að venju á fimmtudegi, og ein þeirra fara til bókmennta. En Norðurlandaráð ríður á vaðið. Úthlutunarnefnd þess veitir sín bók- menntaverðlaun á fundi þann 27. janúar og þau verða afhent hinum lukkulega (tæpar 4 miUjónir isl. kr.) á ráðstefnu um umhverf- ismál í Gautaborg 26. febrúar. Tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs eru skáldsagan Bannister eftir Kirsten Hammann og Jjóðabókin Pjal- tetider eftir Peter Laugesen frá Danmörku, ljóðabókin Efter att ha tiUbringat en natt bland hastar eftir Tua Forsström og skáldsagan Kadonnut Pariisi eftir Markus Nummi ffá Finnlandi, smásagnasafnið Blinddora eftir Hans Herbjornsrad og ijóða- bókin Ancorage eftir Bjom Aamodt frá Noregi, skáldsagan Huset vid Flon eftir Kjell Johansson og ljóðabókin Fágeljágarna eftir Lennart Sjögren frá Svíþjóð, ljóðabók- in Tímar og rek eftir Carl Johan Jensen frá Færeyjum, ljóðabókin Isuma eftir Aqqaluk Lynge frá Grænlandi og Bonán bonán soga suonaid eftir Risten Sokki frá Samalandi. Frá okkur koma - eins og áður hefur ver- ið getið hér á síðunni - ljóðabókin Vötn þin og vængur eftir Matthías Johannessen og skáldsagan Þorvaldur víðforli eftir Áma Bergmann. Það er hinn verðlaunaði og við- urkenndi Inge Knutsson sem þýðir bók Áma en ljóð Matthíasar þýðir ungur og upprennandi þýðandi, einnig sænskur, John Swedenmark. Umsjjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.