Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 6
6 Neytendur Stóraukin þjónusta á sviði hjálpartækja Stoðtækni Gísla Ferdinands- sonar ehf. hefur gert samning við Tryggingastofnun rikisins og í kjölfarið mun þjónusta á sviði hjálpartækja aukast til muna. Samningurinn felur í sér að Stoðtækni Gísla Ferdinandssonar ehf. smíðar og útvegar stoðtæki svo og þjónustar einstaklinga sem eru slysa- og/eða sjúkratryggðir samkvæmt lögum um almanna- tryggingar. Fyrirtækið hyggst hafa mikið úrval ýmiss konar stoðtækja á boðstólum og eins verður móttök- um fyrir viðskiptavini fjölgaö bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Nú þegar hefur verið opnuö móttaka í nýju Læknastöðinni í Álftamýri 5 og í byrjun mars mun fyrirtækið flytja starfsemi sína úr Lækjargötu og í Uppsali í Kringl- unni 8-12. Hvað á að gera við gömul jólakort? Síðustu misseri hefur ver- ið nokkur umræða um hvað fólk geti gert við gömul jólakort. Borgar- skjalasafn Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að safnið taki við gömlum jólakort- um og tækifæriskortum hvers konar til varðveislu. Borgar- skjalasafninu þykir fengur að handgerðum jólakortum, kortum með Ijósmyndum og kortum sem mikið er skrifað inn í. Safnið áskilur sér þó rétt til þess að farga kortum sem berast í mörgum eintökum. Þá tekur safn- ið til varðveislu skjöl einstak- linga, félaga og fyrirtækja. Tekið er við kortum og skjölum í Skúlatúni 2, 1. hæð, alla virka daga en sérstakur kassi verður í anddyrinu fram til 16. janúar. Jólagjöfinni skilað í desemberblaði Neytendasam- takanna er fjallað um rétt neytenda til að skila gjöfum sem þeir hafa fengið. í greininni er sagt að sú regla gildi almennt að verslanir séu ekki skyldugar til að taka við og endurgreiða gallaðar vörur. Hins vegar eiga neytendur því aðeins rétt á fá ógallaðar vörur endur- greiddar ef verslunin hafi gefið um það loforð þegar varan var keypt. Neytendasamtökin benda fólki á að best sé að fá slíkt loforð skriflegt, sérstaklega ef varan er dýr. Þá er fjallað um innleggsnótur sem fólk fær þegar það skilar vöru. Innleggsnóturnar eru ígildi peninga og viðskiptavinurinn á að geta nýtt hana hvenær sem er í versluninni ef annað er ekki tek- ið fram á henni, til dæmis að ekki megi nota hana á útsölum. Rafmagnsöryggið á oddinn Félag raftækjaheildsala hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna full- yrðinga um að ástand rafmagnsör- yggismála hafi versnað í kjölfar nýs fyrirkomulags sem gekk í gildi í upphafi síðasta árs. Með hinum nýju lögum um rafmagnsöryggi verða innflytjendur raffanga að geta framvísað vottorðum um upp- runa og eiginleika þeirrar vöru sem þeir flytja inn. Það er mat fé- lagsins að markaðseftirlit með raf- fóngum hafi aldrei verið virkara og betra en nú. Það felst ekki síst í því að nú bera innflytjendur og framleiðendur ábyrgð á sinni vöru og sæta refsingu gerist þeir brot- legir við settar reglur um öryggi raffanga. í yfirlýsingunni segir ennfremur að félagið telji slíka ábyrgð árangursríkari og hag- kvæmari leið til að stuðla að auknu rafmagnsöryggi en opinbert eftirlit og prófun á hverju því raf- fangi sem flutt er til landsins. Verðmyndun á vínberjum Nýlega hafði maður samband við neytendasíðuna vegna rauðra vín- berja sem hann hafði keypt í versl- unum Hagkaups í desembermánuði. Fyrst keypti hann ber 8. desember í Kringlunni sem kostuðu 349 kr. kg. Næst keypti hann ber í Hagkaupi í Garðabæ 18. desember sem kostuðu 449 kr. kg og 20. desember keypti hann rauð vínber í sömu verslun sem kostuðu 698 kr. kg. Verðhækk- unin frá 8.-20. desember er því 100%. kr./kg Rauð vínber 349 300 8. des. 18. des. 20. des. DV kannaði hjá Hagkaupi hvað ylli þessum verðhækkunum. Að sögn Jóns Schevings, markaðsstjóra matvöru, felst verðmunurinn fyrst og fremst í gæðum og flutningaleið- um. Mikill munur væri á berjunum eft- ir uppruna þeirra og oft erfitt fyrir neyt- endur að gera á teg- undunum nokkurn greinarmun nema að- eins með því að smakka á þeim. Vínberin, sem keypt voru 8. og 18. desember, voru am- erísk en nú er þeirri uppskeru lokið og uppskera á Cape vín- berjum frá Suður- Afríku í algleymingi. Fyrsta sendingin af Cape-berjunum náði í verslanir Hagkaups rétt fyrir jólin og kostaði fyrsta send- ing þeirra 698 kr. kg. Þau væru alltaf tals- vert dýrari en ber annars staðar frá enda um langan veg að fara. „Það er ekkert mál að bjóða miklu ódýr- ari vínber en það væri þá á kostnað gæðanna. Hjá Hag- kaupi er farin sú leið að bjóða neytendum meiri gæði þó að það kosti meira því það er okkar reynsla að fyrir það vilja neyt- endur borga,“ sagði Jón að lokum. Cape-vínber koma til landsins um langan veg og þykja feiknagóð. Til aö njóta gæðanna þarf oft að borga meira, ekki síst þegar um viðkvæma matvæla- vöru er að ræöa. Laxasúpa að hætti Sigga Hall Að lokinni kjötveislu jólahátíöar- innar er ekki úr vegi að hafa matar- æðið aðeins léttara og velja sér auð- meltari rétti. í nýju matreiðslubók- inni „Að hætti Sigga Hall“ er að finna uppskrift að dúndurgóðri laxasúpu, ekki endilega neitt megr- unarfæði en þó ívið léttari í maga en reykt hangilæri. Laxasúpan mikla úr Kjósinni U.þ.b. 8-12 punda lax, flakaður og tilsnyrtur. Beinagarður, haus (tálknin fjarlægð) og afskurður er notað í grunnsoðið. Grunnsoð Beinagarðurinn og afskurðurinn af laxinum 1-2 gulrætur, eftir stærð 2 græn epli y2 blaðlaukur, skorinn 3 sellerístilkar li-paprika, eftir stærð 1/3 tsk. timjan 3-4 lárviðarlauf 1 tsk. paprikuduft 1 tsk. milt karrí 3 dl hvítvín 2 1 kjúklingasoð 1- 2 msk. smjör Súpan Grunnsoð smjörbolla (100 g hveiti, 150 g smjör) y21 ijómi 3 cl púrtvín 3 cl brandí eða vodka salt og hvítur pipar úr kvörn hnífsoddur af kajannepipar 2- 3 rauðlaukar, eftir stærð, skomir í báta y2 súkkini, skorið í hálfar sneiðar 3 X 1/3 paprika, rauð, gul og græn, skorin í strimla 1/3 blaðlaukur (græni hlutinn) skorinn í strimla 1 sellerístilkur, skorinn I sneiðar 1 tsk. smjör 1/3 tsk. timjan beinhreinsuð flökin af laxinum Skerið beinin og afskurðinn niö- ur í bita. Skerið grænmetið í grunn- soðið í grófa bita. Bræðið smjörið í stórum potti og látið bæði beinin og grænmetið krauma þar ásamt kryddinu. Hellið hvítvíninu yfir og síðast soðinu. Látið suðuna koma upp og fleytið ofan af alla froðu sem kemur upp. Látið léttsjóða í 30 mín- útur og síðan standa í aðrar 30 mín- útur. Veiðið það mesta af innihald- inu upp með fiskspaða og sigtið tvisvar, fyrst í gegnum gróft sigti, siðan í gegnum mjög fint sigti. Setj- ið aftur yfir til suðu. Blandið smjörbolluna (hún á að vera frekar þunnfljótandi; þannig fæst bæði betra bragð af smjörinu og minni hætta er á að súpan verði kekkjótt). Takið pottinn af suðu og bætið smjörbollunni út í smátt og smátt þar til æskileg þykkt er á súp- unni. Bætið út í rjóma og bragðbæt- ið með salti og pipar ef þarf. Takið allt grænmetið sem á að nota í sjálfa súpuna og léttsteikið það upp úr smjörinu í öðrum potti. Laxaflökin skerum viö í teninga, u.þ.b. 2x2 sm að stærð. Rétt áður en við berum fram súpuna bætum við grænmetinu, kaj- annepipamum og áfenginu út i sjóð- heita súpuna. Að síðustu setjum við laxateningana út í og hrærum þá mjög varlega með sleif. Berið fram sjóðheita súpuna i fallegri skál, helst með loki, eða jafnvel beint úr pottinum ef hann lítur vel út. ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 Stólaslagur Eins og Sandkorn greindi frá er Helga Jónsdóttir borg- arritari meðal þeirra sem vilja verða arftaki Steingríms Hermannsson- ar í Seðlabank- anum. Fram- sókn telur sig „eiga“ stólinn og Helga er af voldugri Framsókna- rætt. Höfuð ætt- arinnar er Jón Skaftason, fyrrum þingmaður flokksins í Reykjanesi og yfirborgarfógeti í Reykjavík. I flokknum er hins vegar risinn kurr vegna þrýstings ættarinnar í þágu Helgu. Þar segja menn aö ætt- in hafi fengið nóg á sinn disk þegar Framsókn tryggði eigin- manni hennar, Helga H. Jónssyni fréttamanni, stöðu fréttastjóra Sjónvarpsins við mikinn óvilja Sjálfstæðis- flokksins ... Gáttaþefur Annar Kandídat úr Fram- sókn sækir líka fast í Seðla- bankann. Það er Þorsteinn Ólafsson sem forðum var hjá Norræna fjár- festingarbank- anum. Hann var líka talinn slægjast eftir stöðu forstjóra nýja Fjárfest- ingarbankans en Finnur Ing- ólfsson vildi heldur Bjarna Ármannsson. Þorsteinn fékk þó að verða stjórnarformaður nýja bankans. Sá sem er hins vegar heitastur er gamall úti- bússtjóri frá Húsavík og Suð- urnesjum og heitir Guðmund- ur Bjamason umhverfisráð- herra ... Formannsskipti Flestir bjuggust við aö Pét- ur Reimarsson yrði formaður stjómar Landssímans hf.. Á síðustu stundu var honum skipt út fyrir Þórarin V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóra VSÍ. Kolkrabbinn sem gín yfir öllu er hins vegar búinn að fá augastað á Landssíman- um. Þá er kominn aðgangur að ljósleiðaranum og hægt að búa til þriðju sjónvarpsstöðina sem kolkrabbanum hefur mis- tekist til þessa. Ein skýring- in,er að Þórami sé betur treystandi en Pétri til aö einkavæða símann hratt en ... Dagur í klípu Dagur er í vondum málum. Blaðið birti um helgina stór- viðtal Kolbrúnar Bergþórs- dóttur við Helga Hjörvar, framkvæmda- stjóra Blindra- félagsins. Helgi er félagi í Al- þýðubandalag- inu og í próf- kjöri Reykja- víkurlistans hann talinn eiga möguleika á að fella annaðhvort Guðrúnu Ágústsdóttir eða Árna Þór Sigurðsson sem eru borgár- fulltrúar flokksins í dag. Stuðningsmenn þeirra vilja nú fá jafn stór viðtöl við Áma og Guðrúnu. Sama gildir auðvit- að um frambjóðendur annarra flokka sem bíða eftir að Dagur hringi og panti stórviðtal...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.