Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 Sviðsljós Jagger ánægður í kvenfötum Aðalrollingurinn Mick Jagger leikur karlmann sem klæðist kvenmannsíotum í kvikmynd- inni Bent sem gerð er eftir sam- nefndu leikriti Martins Shermans. Og hafði mjög gaman af. „Mér fannst æðislegt að klæða mig upp, finna réttu búningana og svoleiöis," segir Mick i viötali við ameríska blaðið USA Today. „Mér fannst ég taka mig best út í stuttum kjólum.“ Kate Winslet syrgir gamlan kærasta Kvikmyndaleikkonan Kate Winslet, aðalstjaman í Titanic, er niðurbrotin vegna andláts fyrrver- andi unnusta síns. Kate, sem er 22 ára, syrgir leikarann og handrits- höfundinn Stephen Tredre sem lést rétt fyrir jólin. Það var vegna fráfalls hans sem Kate mætti ekki á frumsýningu Titanic í Bandaríkjunum. Andlát Stephens, sem varð aðeins 34 ára, kom óvænt. Tveimur mánuðum áð- ur höfðu læknar tjáð honum að hann væri að sigrast á beinkrabban- um sem hann þjáðist af. Kynningarfulltrúar kvikmyndar- innar Titanic neituðu að tjá sig um hvers vegna Kate mætti ekki á frumsýninguna 14. desember. Mót- Kate Winslet í hlutverki sínu I kvikmyndinni Titanic. leikari hennar, Leonardo DiCaprio sagði aðeins að hún hefði orðið fyr- ir áfalli. Kate vildi vera við jarðar- för Stehens í Englandi. Kate var aðeins 15 ára þegar hún fór að vera með Stephen. Þau hitt- ust við gerð sjónvarpsþáttraðar fyr- ir sjö árum. Fyir tveimur árum hættu þau að vera saman. Þrátt fyr- ir skilnaðinn voru þau samt afar ná- in. Ástin blossaði fljótlega eftir að þau hittust þrátt fyrir að Stephen væri þrettán árum eldri en Kate og þau fóru að búa saman. Hún öðlaðist sjálfstraust með aðstoð hans og tókst að ná af sér mörgum aukakíló- um. Kate hafði verið strítt í skóla vegna allra aukakilóanna. Kate er nú á lausu eftir þriggja mánaða ástarsamband með leikar- anum Rufus Sewell. Kvikmyndaleikkonan er frá Read- ing í Berkshire í Englandi og er ein fjögurra systkina. Faðir hennar var leikari, sem ekki gekk allt of vel, og fjölskyldan haföi lítið fé milli hand- anna. Kate sagði einu sinni að hún heföi ekki haft eigið svefnherbergi og að hún hefði verið heppin þegar hún fékk flmmtíukall til þess að kaupa sælgæti fyrir á laugardögum. Kate sló í gegn í myndinni Heaven- ly Creatures. Síðan fékk hún hlut- verk í Sense and Sensibility. Hún lék einnig í Jude og Hamlet og nú rignir inn tilboðunum frá Hollywood. Yoko gagnrýnir McCartney Paul McCartney fær á baukinn hjá ekkju Johns Lennons, Yoko Ono. Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennons, rifjar upp í sjónvarpsþætti hjá BBC gamlar deilur milli Lennons og Pauls McCartneys. Það er skoðun Yoko að McCartney fari með rangt mál þegar hann lýsir sjálfum sér sem hinu skapandi afli sem rekja megi velgengni Bítlanna til. Yoko segir að það eina sem McCartney hafl gert hafi verið að hringja fjölda símtala til að sjá til þess að allir mættu í hljóðver þegar taka átti upp lög. Ekkjan segir að John Lennon hcifi verið andlegur leiðtogi og hugsjónamaður. í samanburði við Lennon hafi Paul McCartney aftur á móti verið eins og Salieri í samanburði við Mozart. Salieri þótti ekki jafn gáfaður tónlistarmaður og Mozart og var ákaflega afbrýðisamur út í keppinaut sinn. Missti af vinnu vegna fegurðar Hvao getur hann Selleck gert að því þótt hann sé sætur og geri allar stelpur vitlausar í sér? Sos- um ekkert. En það er heldur ekk- ert sældarlíf að vera svona ómót- stæðilegur. Hinir karlamir verða nefnilega afbrýðisamir og maður fær ekki vinnu. Það er að minnsta kosti reynsla hins mynd- arlega leikara Toms Sellecks. „Maður er ekki tekinn alvar- lega,“ segir Selleck í viðtali. Miðvikudaginn 14. janúar mun aukablað um mat og heilsu fylgja DV. Meðal efnis verður: Mataræði og náttúrulækningar. Hreyfing og líkamsrækt. Útlit og líðan ásamt ýmsum fróðleiksmolum um bætta líðan. Umsjón efnis er í höndum Klöru Egilson og er lesend- um DV velkomið að hafa samband við hana í síma 899 1611. Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 fyrir 8. janúar. Aödáendur Star Trek-sjónvarpsþáttanna voru afskaplega kátir um helgina þegar skemmtigaröur um geimfarana furöulegu var opnaður almenningi í glansborginni Las Vegas. Meðal gesta var leikkonan Jeri Ryan sem leikur gelluna sjöníuna f umræddum sjónvarpsþáttum. Noel Gallagher við sama heygarðshornið: Úthúðar drottningu og fjölskyldu hennar Noel Gallagher, aðalstjaman úr bresku rokksveitinni Oasis, er alltaf jafn mjúkmæltur í garð Elísabetar Englandsdrottningar og fjölskyldu hennar. Nýjustu tíðindin af þeim vett- vangi eru þau að popparinn telur að skjóta eigi kóngaliðið og aðspurður hvað han mundi gefa drottningu í jólagjöf sagði hann að það yrði spark í rassinn. „Ég kann ekki að meta drottning- una. Ég trúi ekki á konungdæmið eða konungsfjölskylduna. Ég tel að vinnandi fólk á Englandi eigi ekki að greiða laun hennar og borga húsaleiguna og fyrir uppeldi bam- anna. Ég er á því að það eigi skjóta konungsfjölskylduna," sagði Noel í viðtali við ítalska útvarpsstöð. Popparinn er öllu hrifhari af Tony Blair forsætisráðherra og sagðist mundu viija gefa honum rembingskoss í jólagjöf. Noel Gallagher er meö kjafthátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.