Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANUAR 1998 13 Helgistund í Ghana „Fólkiö okkar“ Því miður lærði ég fátt af hryn þessa góða fólks sem ég kynntist þama, en allt í einu hugkvæmdist mér að spyrja hvort þeir bræður vildu ekki syngja fyrir mig. Jú, það gátu þeir alveg hugsað sér og hófst nú ráðslag á móðurmálinu sem ég skildi að sjálfsögðu ekki. Svo hófst sá eldri handa við trommuna og sá yngri tók undir með söng. Það varð talsvert langt kvæði og auðskilið af Afríkubúar nýta söng og trommuleik í fjölbreyttari tilgangi en Vesturlandabúar þótt finna megi hliöstæöu í forn- bókmenntunum, aö mati greinarhöfundar. Eina stutta viku á liðnu sumri átti ég í Accra, höfuðborg Ghana í Vestur-Afríku. Það varð mikið ævintýri fyr- ir okkur íslendingana, mig og Terry Gunnell, og reyndar nokkra aðra Evrópubúa og verður fátt sagt af því hér. Við Terry lögðum leið okkar nokkrum sinnum á handíðamarkað bæjar- búa og höfðum að ferða- lokum eignast þar góða kunningja, drengina Kastró og Georg, sem gerðust leiðsögumenn okkar um svæðið og að- stoðuðu í hvívetna. Þetta “““““ voru skemmtilegir strák- ar, á að giska tíu og tólf ára, bræður og kunnu vel sitt fag þrátt fyrir ung- an aldur, höfðu lag á að vera bara hæfilega ágengir og láta okkur aldrei fmnast að verið væri að hlunnfara okkur í sölumennskunni, enda var ekki verið að þvi, a.m.k. ekki á vestrænan mælikvarða. Síðasta daginn hafði ég fest kaup á lítilli „talandi trornmu" sem svo er kölluð af því auðvelt er að láta hana breyta tóni. Ég settist með þeim bræðrum á veitingastað og bað þá að sýna mér hvað þeir kynnu í trommuleik. Þar var að sjálfsögðu ekki komið að tómum kofanum. Þeir bræður eru Ashanti-menn frá Norð- ur-Ghana og þar var trommusláttur ein fyrsta námsgreinin, og nú tóku þeir mig í kennslustund til að lofa mér að heyra taktslátt ólíkra ætt- flokka í landinu, því vitanlega verð- ur maður að kunna að þekkja hvern ættflokk, vita hvar það er „mitt fólk“ sem slær trommuna, hvar ein- hverjir aðrir. Kjallarinn látbragði drengsins að textinn hafði mikla merkingu og sumpart gleðilega. Og þegar scngnum var lokið spurði ég að vonum: Hvað var þetta? Skýringin gerði mig næstum agndofa. Þetta var átthaga- fræðin úr barnaskól- anum, eiginlega ekki annað en mannanöfn og staðaheiti með of- urlitlum upplýsing- um inn á milli. „Svona fórum við að því að muna eftir fólkinu okkar,“ sagði sá eldri talsvert stoltur í bragði. Og svo skýrði hann fyrir mér að vitanlega kynnu þeir einhverja sögu um það fólk og staði sem í textanum væru nefndir. Þulur í lifandi hlutverki Allt í einu sá ég hluta af minni Heimir Pálsson ritstjóri eigin menningu í öldungis nýju ljósi. Það sem ég var að hlusta á var alveg sambærilegt við „þulurnar" sem fylgja gjarna Snorra-Eddu í handritum, ellegar dvergatalið í Völuspá. Þetta eru nafnaþulur með hestaheitum, tröllanöfnum og hverju einu sem einu sinni þótti nauðsynjafróðleik- ur öllu fólki. En við erum löngu búin að glata sambandinu við þessar þulur og þær eru orðnar merkingarlausar fyrir okkur, jafn- vel svo að gáfaðir visindamenn leyfa sér að strika þær út þegar þeir gefa út kvæði eins og Völuspá og segja að svona þulur séu svo vondur skáldskapur að þær eigi ekki heima í merkilegum kvæð- um. Hér gegndu þulurnar hins vegar áfram lif- andi hlutverki. Og þarna höfðu norður-ghanískir drengir á handíða- markaði í Accra allt í einu opnað mér sýn langt aft- ur í sögu mína, sýnt mér hvemig forfeður mínir og formæður höfðu setið í sinni bernsku við fót- skör eldra fólksins til að læra af því þulurnar sem kenndu okkur að muna eftir fólkinu okkar. Þetta var raunveruleg helgistund og ég kvaddi Kastró og Georg klökkur i huga þegar komið var að heim- ferð. Heimir Pálsson „Allt í einu sá ég hluta af minni eigin menningu í öldungis nýju Ijósi. Þaö sem ég var að hlusta á var alveg sambærilegt viö „þuiurnaru sem fylgja gjarna Snorra-Eddu í handritum, ellegar dvergataliö í Völuspá.“ Um brauð og leiki Það var rómverska háðádeilu- skáldið Juvenal sem kvartaði yfir því að pöpullinn hefði naumast áhuga á öðru en brauði og leikj- um. Með því átti hann við að áhugi almennings einskorðaöist við það að fá magafylli og næga skemmtun, en gerði að öðm leyti engar kröfur um réttlátt og sið- samlegt stjórnarfar, hvað þá um aðrar háleitar hugsjónir. Með tímanum varð hin mein- lega athugasemd Juvenals stjórn- málamönnunum sjálfum að liði við að skilgreina hlutverk sitt gagnvart almenningi; það væri eina hlutverk stjórnvalda að sjá fólkinu fyrir möguleikanum á að næra sig líkamlega og andlega. Svona stórkostleg eru klókindi stjórnmálamanna. Þeim tekst æv- inlega aö snúa gagnrýni og háði sér i hag. Siðferðislegt hirðuleysi Ekki verður annað sagt en al- menningur á íslandi eigi það til að orða kröfu sína um réttlátt og sið- samlegt stjórnarfar, en það er ekki til marks um annað en að hér sé málfrelsi talið til æðstu dyggða, þó engum sé skylt að taka mark á slíkum kröfum. Hér getum við tjáð okkur þar til við tjúllumst um hrossakaup stjórnmálaflokk- anna, sjóðasukk flokksgæðinga og' embættis- manna og sið- ferðislegt hirðu- leysi efnishyggj- unnar sem stjórnmálaflokk- arnir byggja vald sitt á, en að tekið sé mark á gagn- rýninni er af og frá. Við búum í andlega ör- snauðu gullgraf- arasamfélagi, einhverskonar háþróuðu velferð- arklondæk, þar sem hugtök á borð við náungakærleika og samhjálp eru klúryrði sem eiga engan rétt á sér í pólitískri umræðu. Því fara stjórnmálamenn sínu fram en pöp- ullinn unir glaðm- við brauð og leiki. Við höfum efni á að gefa fjármagnseig- endum fiskimiðin og gefum þeim auk þess gott næði til að moka tugum og hundruð- um miljóna í eigin vasa áður en þeir slengja þrotabúum sínum á herðar al- mennings, eins og nýlegt dæmi frá ísa- firði sannar. Við höf- um efni á að dæla peningum gegnum Byggðastofnun til fjáðra smáplássafor- kólfa undir því yfir- skini að þeir sjái al- menningi fyrir atvinnu, en þeir launa samfélaginu með því að beina fjármagninu aftur til Reykjavíkur og festa það á eigin nafni í sífellt stærra verslunarhús- næði. Stofnanir grotna niöur Við þykjumst hins vegar ekki hafa efni á að reka mannúðlegt heilbrigðiskerfi, gagnlegt mennta- kerfi, réttlátt réttarkerfi eða heið- arlega stjómsýslu. Við látum sjúkrastofnanir grotna niður, jafnt að innan sem utan, og hrekjum lækna frá störfum. Eins með skól- ana, eins með kennarana. Réttar- kerfið er rúið trausti, fangelsin eru ekki mönnum bjóðandi; afbrotamenn eru dæmdir seint og hirðuleysislega til betrunarvistar við misjafnlega herfilegar aðstæður. Stjórnsýsl- an er notuð til að ann- ast stórkostlegustu eignatilfærslu sem hér hefur átt sér stað og kallast einkavæðing, en hefði á árum áður verið kallað arðrán. Stjórnmálamenn láta eins og það sé af ein- hverjum ástæðum óverjandi að samfélag- ið eigi fyrirtæki og stofnanir sem í senn þjóna því og auka tekjur þess og nota hvert tækifæri til að færa þau í hendur útvaldra fjármálaspekúlanta gegn fáránlegu gjaldi, eða með því að breyta þeim í svonefnd hlutafélög. Þannig hef- ur nú póstþjónustan veriö gefin samtökum atvinnurekenda, en hinir löglærðu taglhnýtingar fjár- magnseigenda þykjast ekki sjá þá stórbrotnu siðferðislegu brenglun sem felst í ráðstöfun stjómarfor- mannsstólsins. Enn ein eignin hef- ur verið hrifsuð af almenningi og gefin fjármagnseigendum. Og al- menningur þegir þunnu hljóði, hann unir glaður við sitt brauð og sína leiki. Árni Ibsen „Stjórnmálamenn láta eins og þaö sé af einhverjum ástæöum óverjandi aö samfélagiö eigi fyrir- tæki og stofnanir sem í senn þjóna því og auka tekjur þess og nota hvert tækifæri til aö færa þau í hendur útvaldra fjármála- spekúlanta gegn fáránlegu gjaldi, eöa meö því aö breyta þeim í svo- nefnd hlutafélög.” Kjallarinn ÁrniIbsen rithöfundur Með og á móti Smíði hafrannsóknarskips á Akureyri? Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaöar- manna á Akureyri. reynslu sem Fyllilega sam- keppnisfærir „Ef við getiun fengið að smiða þetta skip á eðlilegu verði er það ekki nokkur spuming í mínum huga að við eigum að gera það. Ég efast þó um að það sé skyn- samlegt til lengri tima litið að fara að taka í þessu sambandi einhverju mjög klemmdu til- boði. Um er að ræða eitt skip af þessari gerð og það er því ekki líklegt að menn afli sér við þetta verkefni myndi nýtast. En fáist fyrir verkið eðlilegt verð á að smíða það hér á landi. Þegar ég tala um eðlilegt verð á ég við að fyrir verkið fáist greitt það sem þarf að leggja í þaö. Okkar fyrirtæki þurfa að geta selt sína vinnu út og fengið borgað fyrir hana það sem þaxf. Ef það gengur ekki þá er málið erfitt viðureign- ar. Varöandi þessi kínversku til- boð sem við sjáum í þetta skip get ég lítið sagt. Fyrir utan það á eft- ir aö reyna á hvort þama er um að ræða vöm sem við kærum okk- ur um að kaupa þegar á reynir og til kastanna kemur. Það er ekki spuming að íslenskur skipa- smíðaiðnaður er fyllilega sam- keppnisfær á nær öllum sviðum. Vilji ríkisstjórnin eíla þennan iðn- að og sýna það í verki á hún að vinna að þessu máli og sýna þess- um iðnaði stuðning sinn í verki.“ Taka verður hagstæðasta tilboðinu „Það er stundum sagt að það sé dýrt að vera fátæk- ur, en ég er ákveðið þeirrar skoöunar að þegar verið er að ráðast í smíði svona Sverrir Leósson, skips sé óverj- Wgeröarmaóur á andi annað en Akureyri- taka hagstæðasta tilboðinu. Menn geta svo velt ýmsum hlutum fyrir sér fram og aiftur, það er að segja þeir sem ekki borga brúsann. Máliö er ekki flóknai*a en það að sá sem borgar verður aö sýna mikla ábyrgð og gæta þess að hann sé aö semja þar sem hagstæðast er fyrir hann að semja. Ég held því miður að íslensk skipasmíði geti seint orðið fyllilega samkeppnis- fær að öllu leyti. Við sáum t.d. hvernig fór með raðsmíðaskipin, þau kostuðu geysilegt íjármagn og það er jú alltaf einhver sem borgar og nóg er nú komið af álögunum. Það er alveg nógu dýrt að vera ís- lendingur þótt við séum ekki með einhvern flottræfilshátt líka. Við verðum á öllum sviðum að gæta hófs og spamaðar. Þetta hljómar að vísu ekki vel fyrir þá sem eru í íslenskum skipasmiðaiðnaði, en þetta er mín skoðun. Það er hins vegar svo afskaplega þægilegt að vera góður við einhvem ef maður ætlar að láta einhvern annan borga brúsann." -gk Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.