Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1998, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998
5
pv__________________________________Fréttir
Síldin finnst ekki þrátt fyrir mikla leit:
Skelfingu lostnir
- segir Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpiter
DV, Akureyri:
„Við höfum ekki séð þetta ástand
áður varðandi síldina, að það skuli
ekki fmnast nokkurt einasta kvikindi
og menn eru hreinlega skelfingu
lostnir vegna þessa ástands," segir
Lárus Grímsson, skipstjóri á nóta-
skipinu Júpiter frá Þórshöfn. Lárus er
i hópi reyndustu skipstjórnarmanna
landsins og hann segir að það ástand
sem nú er varðandi síldina sé ugg-
vænlegt og mikill kvíði meðal sjó-
manna vegna þess sem virðist vera að
gerast. Páli Reynisson, fiskifræðingur
hjá Hafrannsóknastofnun, segir að
síldarleysið nú hafi án efa áhrif á til-
lögur um veiði fyrir næstu vertíð.
„Undanfarin ár höfum við alltaf vit-
að af síldinni, höfum séð hana, en nú
bara sést ekki neitt og við vitum ekk-
ert hvar hún er ef hún er þá til á ann-
að borð. Þess vegna urðu menn
smeykir og strax i haust bentum við
Hafrannsóknastofnun á að nú ættu
menn að fara sér varlega ef einhver
síld fyndist og þetta
var undirritað af
flestum skipstjórum.
í haust sást örlítið af
síld en alis ekki nóg
til að það réttlætti
áframhaldandi veið-
ar. Það var hins veg-
ar ekki hlustað á
okkur og sú síld tek-
in sem náðist í. Við
skipstjórarnir höfum ekki kært okkur
neitt um það að ganga nærri stofnin-
um og ef einhver vafi væri um stofn-
inn ætti síldin að njóta hans.
Við sjófarendur höfum því verið
eini ábyrgi aðilinn í þessu máli en það
er bara ekki hlustað á okkur. Ástand-
ið er hræðilegt og þótt Hafró hafi far-
ið í tvo síldarleiðangra hefur ekki
fundist nein síld. Þetta er alveg skelfi-
legt, þeir hjá Hafró virðast bara taka
einhverja ákvörðun um hvað stofninn
sé stór og svo á það að gilda hvort sem
einhver síld er til eða ekki. Ástandið
meðal okkar sjómanna er þannig að
menn eru skíthræddir," segir Lárus
Grímsson.
Áhyggjur eðlilegar
„Það er eðlilegt að sjómenn hafi
áhyggjur af þessu ástandi því menn
finna miklu minna af stórsíld en
reiknað hafði verið með,“ segir Páll
Reynisson, leiðangursstjóri á Árna
Friðrikssyni, en nú er að Ijúka öðrum
leiðangri skipsins í vetur í leit að síld.
Fyrst var farið í nóvember og desemh-
er og þá fannst sáralítið og Páll segir
það sama uppi á teningnum í þeim
leiðangri sem staðið hefur yfir frá ára-
mótum og er nú að ljúka.
„Annaðhvort hefur síldin hreinlega
drepist eöa að umhverfisaðstæður í
sjónum hafa breyst þannig að síldin
safnar sér ekki saman eins og venja er
á þessum árstíma, en það er ekkert
hægt að fullyrða um þetta,“ segir Páll.
En er hægt að taka einhverja áhættu
i þessu, verður ekki bara að loka á all-
ar síldveiðar þar til málin skýrast?
„Við þurfum fyrst að skoða þau
gögn sem við erum með og ég er ekki
viss um að veiðar verði stöðvaðar á
þeirri vertíð sem nú stendur yfir. En
þetta hefur vafalaust áhrif á tillögur
um veiði fyrir næstu vertíð," segir
Páll. -gk
Amerískur
útivistarfatnaður
Dömu- og herrasnið
Krumpast ekki
Lífstíöa.rá.jbyrg-0
Cortina Sport
Skólavörðustíg 20 - Sími 5521555
/
IJrval
-gottíbátinö
Lárus Grímsson
ÐALENO
BALENO
ALLIR
SUZUKI
BALENO • SWIFT • VITARA
TEGUND
JLXSE3d
JLXSESd
DIESEL 5d
V6 5d
BALENO
*
r-':m
Komdu
og sestu inn!
Sjáðu rýmið og alúðina
við smáatriði.
Skoðaðu verð og
gerðu samanburo.
VKnEiWm
SUZUKI
AFLOG
ÖRYGGI
SUZUKI
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00.
Egilsstaðir: Bila- og búvéiasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 55S 15 50.
Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Seifoss: Bílasala Suðuriands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00.
AflmikHr, rúmgóðir, öruggir og einstaklega
hagkvœmir í rekstri
BALENO
TEGUND:
1,3GL 3d
l,3GL4d
l,6GLX4d
1,6 GLX 4x4 4d
l,6GLXWAGON
WAGON 4x4
VERÐ:
1.140.000 KR.
1.265.000 KR.
1.340.000 KR.
1.495.000 KR.
1.445.000 KR.
1.595.000 KR.
TEGUND:
GLS 3d
GLX 5d
VERÐ:
980.000 KR.
1.020.000 KR.
VERÐ:
1.580.000 KR.
1.830.000 KR.
2.180.000 KR.
2.390.000 KR.