Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 15 Lítil eru geð guma Hin fornu orð Hávamála i fyrirsögn þessa pistils brutust óþyrmilega upp í hugann eftir að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra hafði í fréttatíma sjónvarps- ins sl. fimmtudag gusað úr sér yf- ir Sturlu Þórðarson, yfirlögfræð- ing lögreglunnar í Reykjavík. Sturla vann sér það til óhelgi að ljúga ekki að blaðamanni DV þeg- ar hann var spurður um afskipti sin af reynslulausn Franklíns K. Steiners. Hreinskilið svar hans kom ráðherranum ekki vel. Trúr eðli hinna rómversku keisara heimtaði hann að blóð þrælanna rynni. Hótun ráðherrans í sjónvarpinu birtist ráðherr- ann í kufli hefndarengilsins og lét fréttamann birta Sturlu hótun ráðuneytisins um að hans kynni að bíða allt að eins árs fangelsi fyrir meint brot. Annars staðar upplýsti ráðherrann að skýringa væri krafist frá Böðvari Bragasyni lög- reglustjóra um hvernig hann hygöist bregðast við athæfi hins seka lögfræðings. í því fólst enn ein hótunin um að Sturla skyldi fundinn í fjöru fyrir að leyfa sér að segja satt við DV. Böðvar Bragason lögreglustjóri kyssir á vöndinn og segir í DV að mál Sturlu muni fá framgang í „samræmi við þaraðlútandi reglur". Hann hafi þegar „rætt við manninn vegna alvarleika málsins" og það hafi aðeins verið fyrsta skrefið af mörgum. Hvers konar valdhroki er þetta eiginlega hjá ráðherranum og lögreglustjóranum? Á að refsa opinberum starfsmönnum fyrir að segja satt? Fjölmiðill eins og DV reynir af fremsta megni að sinna þeirri skyldu aö upplýsa lesendur sína um hið sanna í þeim málum sem eru i kastljósinu á hverjum tíma. í því felst hlutverk fjölmiðla á okkar tímum. Þeir eru sífellt gagnrýnir á þá sem fara með völd- in, hvaða nafni sem þeir nefnast og af hvaða pólitíska skóla sem þeir eru. Það er partur af lýðræðinu þegar miðill á borð við DV veitir sfjómvöldum óvægið aðhald. Það er því aðför að lýðræöinu þegar valdsmenn sveifla svipu ógnana að embættismönnum sem ekki vilja ljúga að fjölmiðlum. Skilaboð ráðherrans voru skýr: Komi sannleikurinn sér illa fýrir ráðamenn eiga opinberir starfsmenn fremur að segja ósatt. Trúnaður við Steiner í tilviki Sturlu hótar ráðherrann nafngreindum heim- ildarmanni DV opinberlega. Enginn fjölmiðill með virðngu fyrir sjálfum sér getur þolað meðferð af því tagi á saklausum viðmælanda sínum. Það verður heldur ekki þolað. Hver var svo sökin sem ráðherrann fann hjá Sturlu lög- fræðingi? Brot á trúnaði, samkvæmt orðum ráðherrans sjálfs í fjölmiðlum. En gagnvart hverjum var trúnaður brotinn? Fórnarlamb hins meinta brots er frægasti fikniefnasali landsins, Franklín K. Steiner! Löngu kulnað trúnaðarsamband við dæmdan glæpamann skiptir því meira máli en trúnaður lögreglunnar og almennings. Heift ráðherrans er þeim mun óskiljanlegri þegar horft er til þess að flest meginatriði í orðum Sturlu hafði ráðherrann sjálfur upplýst á Alþingi. Þau komu fram í svörum hans við spumingum þingmanna um efhisatriði úr skýrslu Atla Gíslasonar, setts rannsóknarlögreglustjóra. Laugardagspistill Össur Skarpháðinsson ritstjóri Skýrsla hans fjallaði um meint samskipti Franklíns Steiners og lögreglunnar. Upplýsingar Þorsteins Þar sagði með£d annars um reynslulausn Franklíns K. Steiners: „Er í því sambandi nefnt að því er hinn fyrmefnda varðar (þ.e. Amar Jensson) að hann hafi, ásamt yfirlögfræðingi lögreglustjóraembættisins, borið fram tilmæli um að orðið yrði við óskum Franklíns um reynslulausn.“ Þetta eru sömu upplýsing- arnar og Sturla Þórðarson staðfestir í samtalinu við DV. í því kom hins vegar tvennt nýtt fram: í fyrsta lagi að beiðninni um reynslulausnina var komið á framfæri við ráðherrann. í öðm lagi að fyrir hana hafi fanginn greitt með upplýsingum. Embættið brást Að sönnu lá seinna atriðið í augum uppi. Ósk lögreglunnar um ívilnun fyrir dæmdan fíkniefnasala réðst vitaskuld ekki af einskærum kristilegum mannkærleika. Engum kom það til hugar. Árásir dómsmálaráðherra á viðmælanda DV ber einnig að skoða í Ijósi þess að Sturla Þórðarson átti hendur að veija. Það skýrist af eftirfarandi: Stjórnvöld höfðu synjað birtingar á skýrslu Atla Gíslasonar. Dagblaðið Dagur staðhæfði hins vegar fyrir skömmu að i henni kæmi fram að yfirlögfræðingur lögreglu- stjórans í Reykjavík, Sturla Þórðarson, hefði ásamt Arnari Jenssyni, fyrrum starfsmanni fíkniefnalögreglunnar, lagt að dómsmálaráðherra að veita Franklín Steiner reynslulausn eftir að hafa afplánað aðeins helming refsivistar. Að auki var fullyrt að vegna þessa hefði Böðvar lögreglustjóri veitt þeim báðum áminningu. Hér var því vegið að starfsheiðri Sturlu. Stjórnvöld þráskölluðust við að birta skýrsluna í heild og báru heldur ekki til baka staðhæfingar Dags. Frétt DV Við þessar aðstæður taldi DV rétt að spyrja málsaðiija út í of- angreindar staðhæfingar. Sturla Þórðarson svaraði sannleikan- um samkvæmt. Hann kvað það einfaldlega rétt að hann og Am- ar hefðu beðið ráðherra um reynslulausn fyrir Franklín Steiner, enda hefði hann lofað að upplýsa um tvö stór fíkniefna- brot. Sturla kvað það jafnframt al- rangt að Böðvar lögreglustjóri hefði veitt tvímenningunum áminningu. Sturla átti hendur að verja og svaraði samkvæmt því. Lái honum hver sem vill. Fyrir það sætir hann hótunum af hálfu dómsmálaráðherra og er tekinn á teppið hjá lögreglustjóra. Reynslulausnin Umdeildasta atriðið í skýrslu Atla sem ekki fæst birt varðar reynslulausn Steiners. í upplýsing- um Þorsteins Pálssonar til þingsins komu eftirfarandi atriði meðal annars fram um reynslulausnina: Fanginn Franklín K. Steiner óskaði eftir því með bréfi 18. febrúar 1991 að honum yrði veitt reynslulausn af helmingi refsingar sem nam samtals 29 mánaða fangelsi. Fullnustumatsnefnd hafnaði þvi 1. mars. Þann 9. apríl „kærir“ Steiner þá niðurstöðu til dómsmálaráðherra. Þann 28. júni sendir nýr dómsmálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, Fangelsismálastofnun bréf, þar sem hann óskar eftir að mál Steiners verði lagt enn á ný fyrir Fullnustumatsnefnd. Sama dag og ráðherrann sendir bréfið, 28. júni 1991, heldur nefndin fund. Þar skiptir hún algerlega um skoðun og mælir nú með reynslulausn Steiners. Tímasetningamar gætu gefið til kynna að ráðherrann hefði komið tilmælum tvímenninganna Sturlu og Arnars til nefndarinnar. Það hefði verið verjanleg afstaða ráðherra í harðri baráttu gegn útbreiðslu fikniefha. Svo var þó ekki. Ráðherrann hefur fullyrt á Alþingi og í fjölmiðlum að hvorki hann né ráöuneytið hafi komið efnislega að reynslulausn fangans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.