Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Qupperneq 21
JL>V LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 21 I fréttaljós Lögregla og stjórnvöld í Tyrklandi í hættulegum félagsskap: slagtogi með eftir- lýstum morðingja Þau voru þrjú, líkin sem lögregl- an dró út úr flaki Mercedes Benz glæsibifreiðarinnar. Benzinn hafði lent í árekstri við flutningabíl skammt frá bænum Susurluk i suð- vesturhluta Tyrklands þann 3. nóv- ember 1996. Fjórði maðurinn i bíln- um var lifandi. Nú var fjandinn laus því þetta voru ekki lík af neinu venjulegu fólki. Einn hinna látnu var háttsett- ur í lögreglu landsins, annar var eft- irlýstur morðingi og heróinsmygl- ari og þriðja líkið var af fyrrum feg- urðardrottningu Tyrklands sem hafði gengið til liðs við mafiuna þar í landi. Sá sem slapp lifandi var kúrdískur þingmaður og ættbálks- höfðingi og eigandi bilsins. Og hvers vegna var þetta fólk saman í bíl? Góð spuming. Þótt full- nægjandi svör hafi kannski ekki fengist enn þykir þó ljóst að þama hafi sannast það sem marga grun- aði, nefnilega að tyrknesk stjórn- völd hafi haft glæpamenn á sínum snærum til að vinna ýmis fólsku- verk, einkum þó að myrða kúrdíska uppreisnarmenn. Skýrsla sem gerð var um Sus- urluk-málið, eins og það er kallað, og sem Mesut Yilmaz, forsætisráð- herra Tyrklands, sagði lítillega frá í síðasta mánuði staðfestir þessi tengsl stjómvalda og glæpamanna. Tveir menn hafa nú veriö ákærð- ir í kjöifar rannsóknarinnar á mál- inu. Annar þeirra er Sedat Bucak, kúrdískur þingmaður úr flokki Tansu Ciller, fyrrum forsætisráð- herra, eigandi áðumefnds Benz og sá eini sem komst lífs af úr slysinu afdrifaríka. Hinn er Mehmet Agar, fyrrum innanríkisráðherra í stjórn Ciller. Þeim er gefið að sök að standa að stofnun glæpasamtaka og hafa skotið skjólshúsi yfir eftirlýsta glæpamenn. Þeir eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsisvist verði þeir fundnir sekir. Sagt er að Agar hafi skipulagt morðin á kúrdískum andófs- mönnum og öðram sem litið var á sem óvini ríkis- ins. Agar á frama sinn Tansu Ciller að þakka. Hún var ^BV forsætisráðherra Tyrklands frá því í júní ‘‘ 1993 þar til í mars 1996. Hún hefur oft verið sögð vera aðalmaðurinn á bak við dauðasveit- ir og aðra ofbeldisseggi. Mesut Yilmaz forsætisráðherra átti líka greinilega við valdaskeið hennar þegar hann talaði um mesta tímabil ríkisrekinnar stigamennsku í sögu landsins. Þess ber þó að geta hér að þau Yilmaz og Ciller era svamir andstæðingar. Heimildir herma að í skýrslunni um Susurluk-málið sé klausa þar sem haldið sé fram að róttækar breytingar hafi verið gerðar á skipulagi lögreglu og leyniþjónustu á síðari helmingi ársins 1993, í kjöl- far stjórnarskiptanna. Tansu Ciller hefur ekki svarað ásökununum gegn sér beint. Hún hefur hins vegar sakað núverandi ríkisstjóm um að ætla að leyna hlutum skýrslunnar. Dagblaðið Milliyet í Istanbúl skýrði frá því að Tansu Ciller hefði haft forgöngu um það árið 1994 að bragga kúrdíska skæruliðaforingj- anum Abduilah Ocalan launráð. Hins vegar var hætt við að myrða manninn af ókunnum ástæðum. En víkjum aftur að bílslysinu í nóvember 1996. Lögreglan sagði í fyrstu að embættismennirnir í Benzinum hefðu verið í opinberum erindagjörðum að flytja tvo bófa milli staða. Skjöl sem fundust í bíln- um bentu hins vegar til þess að einn hinna látnu, Abdullah Catli, hefði haft í fórum sínum diplómataskil- ríki sem stjómvöld höföu gefið út. Þá var hann með sex önnur per- sónuskilríki, hvert á sitt nafn, með- ferðis, svo og margar skammbyssur. Abdullah Catli var eftirlýstur af lögreglunni á þessum tíma. Hann var dæmdur eiturlyfjasmyglari og auk þess grunaður um að hafa myrt sjö vinstrisinna seint á áttunda ára- tugnum. Á þeim tíma var hann einmitt næstæðsti maður Gráu úlf- anna svokölluðu, samtaka hryðju- verkamanna nýfasista sem vora stofhuð í lok sjöunda áratug- arins. Samtök þessi öðluð- ;■ > ust svo heimsfrægð y|s;. þann 13. maí 1981 þegar einn liðsmað- ur þeirra og náinn samverkamaður Catlis, Mehmet Ali Agga, gerði tilraun til að myrða páfa. Bílslysið við Sus- Bf. urluk kom upp um þátt Catlis í ofsóknun- um á hendur Kúrdum. Og í flakinu fundust sann- animar fyrir því sem marga hafði lengi granað: Ríkisstjómir Tyrklands, hver á eftir annarri, héldu vemdarhendi yfir eiturlyfja- smyglurum, hryðjuverkamönnum og morðingjum til að útrýma tyrk- neskum andófsmönnum og upp- reisnarmönnum Kúrda. Byggt á Le Monde Diplomatique, Intemational Herald Tribime, Reuter og Turkish Daily News. Tansu Ciller, fyrrum forsætisráðherra Tyrklands, er sökuð um að hafa staöið að baki dauðasveitum stjórnvalda i baráttunnl vlö kúrdlska uppreisnarmenn. Til verksins réðu stjórnvöld glæpamenn af ýmsum stæröum og gerðum. Erlent fréttaljós i&ica otsein Heimilistæki Ein öflugasta heimilisþvottavélin sem vöi er á í dag. ~ 22® Vinduhraði stiilanlegur stigiaust allt að 1200 sn. Stiglaus hitastilling. 15 þvottakerfi. Forþvottur. Tekur 5 kg af þvotti. 2 þvottahraðar. Vatnsinntaksöryggi Sparnaðarrofi Barnalæsing á loki Regnúðakerfi. Hleðslujafnari. 2 legur og 2 öxlar = lengri ending. 1200 sn. Aðeins 40 cm breið, tilvalin þar sem pláss VERSLUN FYRIR ALLA I - tryggw Við Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 RAÐCREIDSL UR mm HUÓÐKÚTAR PUSTKERFI Eigum hljóðkúta og pústkerfi í flestar gerðir bifreiða. Tveggja ára ábyrgð á heilum kerfum. ísetning á staönum. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550 Bílavörubúöin FJÖÐRIN í fararbroddi SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 gaveg 13. í dag laugardag og á morgun sunnudag ætlum við að. tónlistardeildina fyrir stærri hljómtækjadeild og af því tilefni bjóðum við frabæran afslátt. laugardag TO - 16,00 sunnudag T 3 - T 7,00 JAPIS BRAUTARHOLTI, SÍMI 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.