Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Qupperneq 28
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 28 helgarviðtalið Þórir Guðmundsson flytur með fjölskylduna frá Kasakstan eftir tveg „Pestarbæli" er eitt orðanna sem Þórir Guðmundsson notar um Almaty, höfuðborg Kasakstan. Hann hefur búið þar með fjölskyldu sinni í tvö ár. Orð eins og fátækt er eigin- lega merkingarlaust þegar annað hvert skólabam á ekki vetrarskó á fæturna og það þótt vetrarfrostin séu sjaldan vægari en 15 stig, oft 35 stig. Te og brauð er eini maturinn. Samt yfirgefur Þórir þennan stað með söknuði eftir tveggja ára dvöl í helvítinu. Fjögurra manna fjölskylda sem kynnst hefur ylnum frá Hita- veitu Reykjavíkur. í Almaty hita menn upp með gasi. Það er ekki það versta; ríkið hefur ekki efni á að kaupa gas að vetrinum svo þá hita menn ekkert upp. Svona finnur fólk á kroppnum muninn á íslenskum og síberískum kulda. Þá taka menn ást- fóstri úr fjarlægð viö Hitaveitu Reykjavíkur. Næst til Kuala Lumpur En nú er fjölskyldan á leið til Ku- ala Lumpur í Malasíu þar sem Þórir heldur áfram að vinna fyrir Rauða krossinn sem upplýsingafulltrúi, en nú fyrir Austur-Asíu eins og undan- farin tvö ár. ! Kuala Lumpur er hit- inn 32 stig þegar hann er ekki 34 stig. „Nei, þetta var ekki svo slæmt í Almaty,“ segir Þórir og þeir sem þekkja hann vita að hann er ekki uppnæmur fyrir smámunum. „Að- stæðurnar voru bara skikkanlegar þegar við komum,“ heldur hann áfram, rólegur. „Þær hafa versnað mikiö siðan." Þórir fór fyrir tveimur árum til Almaty ásamt konu sinni, Öddu Steinu Björnsdóttur, og sonunum tveimur, Birni og Unnari Þór. Þeir strákar eru nú orðnir þriggja og sjö ára og verða að kveðja vini sína í Almaty og flytja suður að miðbaug. Dauft Ijós „Við höfum haft það þokkalegt í vetur þótt kuldamir hafi oft verið miklir og upphitunin ekki eins og best væri á kosið,“ segir Þórir. „Við bjuggum í hverfi sem upphaflega var byggt fyrir Rússa sem bjuggu í Kasakstan. Þetta eru mun betri bú- staðir en almennt annars í borginni og í hverfinu er fjarvarmaveita þannig að húsin eru heitari en al- mennt gerist." Þórir gerir sem minnst úr erfið- leikunum en viðurkennir að fjar- varminn hrökk ekki til að halda hús- inu heitu, sérstakiega þar sem Rúss- ar áttu á stórveldisdögum sínum svo mikið af kolum að þeir þurftu ekki að einangra. Það voru rifur meðfram gluggunum og pokum troðið í stærstu götin. Nú eru Rússamir farnir og kolin með þeim. „Við höfum orðið að hita upp með rafmagni líka en þaö er svo lítill kraftur á rafmagninu að það hitar ekkert," segir Þórir. Kraftleysið í rafmagninu stafar af því að þegar ekkert gas er í leiðslun- um á vetuma reyna flestir að bæta sér það upp með rafmagni. Á endan- um gafst rafstöð borgarinnar upp vegna álagsins og hefur bara gefið frá sér dauft ljós síðan. Tvisvar í vet- ur kviknaði auk þess í rafkerfinu í húsi Þóris og fjölskyldu. Þórir á vettvangi í Katan. Þótt myndin prentist vel sést Aralvatnið ekki í baksýn. Það er horfið fyrir mörgum árum. Koníak þýsku ekkjunnar Þetta er hið daglega líf útlendings í Almaty, raunar miklu betra líf en aUur almenningur verður að þola. í borginni búa að jafnaði 3.800 útlend- ingar og þeir þurfa sjaldan að deila kjörum með heimamönnum. Þó eru þar líka útlendingar sem hafa orðið innlyksa í borginni og búiö þar áratugum saman. Þórir seg- ir mér frá gamalli þýskri konu sem flutt var nauðug til Almaty eftir síð- ari heimsstyrjöldina og lifir þar nú á eftirlaunum sem svara til 1.700 is- lenskra króna - þ.e. þegar ríkið get- ur borgaö. „Þessi kona hafði ekkert að borða um jólin og lifði á sykri og vatni. Samt gaf hún okkur flösku af arm- ensku koníaki í jólagjöf en við viss- um ekkert um hvernig ástandið hjá henni var i raun og veru,“ segir Þór- ir og segist nota sögu konunnar sem dæmi um hvemig ástandið er. Skuagalegir náungar í frökkum ‘ Annar vandi eru glæpirnir. Á því sviði var ástandið svo sem ekki slæmt fyrir tveimur árum en síðan hefur það versnað til muna. Útlend- ingum er ráðið frá að vera á ferli í vissum hverfum og Rauða kross-fólk- ið ferðast alltaf um í merktum bilum. Þá má ekki stöðva á götum úti. „í öllum stórborgum sitja bófar um útlendinga. Það er ekkert öðru- vísi í Almaty en annars staðar en við lentum aldrei í neinu alvarlegu þessi tvö ár, við bjuggum líka í hverfl sem bófarnir láta í friði,“ segir Þórir. Hann segir að í hverfinu þeirra hafi aðallega búið venjulegt fólk, er- lendir sendimenn og svo skuggalegir, vopnaðir menn í svörtum frökkum og alltaf á fullri ferð út og suður. Þór- ir sagðist ganga út frá því að þessir náungar væru fremur að verjast mafiunni en að þeir hafi tilheyrt henni sjálfir. Örlagaríkt kornfleks Þórir segir að hann og Adda hafi ákveðið að reyna að halda daglegu lifi sínu í sem líkustu skorðum og var heima, með fóstum samveru- stundum fjölskyldunnar, matmáls- tímum og kornfleksi á morgnana. Það er raunar kaldhæðnislegt að borða kornfleks í Kasakstan því þetta ameríska korn var upphaf hörmunga sem ekki sér fyrir endann á. Þannig var að þegar Krútsjov fór sælla minninga til Ameríku og barði skónum i borðið hjá Sameinuðu þjóöunum þá skildist honum að Kan- amir væru svona moldríkir vegna þess að þeir ræktuðu maís og ætu kornfleks. Krútsjov ákvað að gera það sama, valdi Kasakstan sem tilraunaland en mistókst og skildi landið eftir í auðn. Ám var veitt úr farvegum sínum, jörðin plægð upp og síðan fauk hún út í veður og vind. Kornfleksið kom aldrei en stolt landsins, Aralvatnið, sem eitt sinn var í röð stærstu stöðu- vatna heims, hefur nú á nær 40 árum minnkað um helming. Þetta er eitt versta umhverfisslys heimsins. Eiturpollur Þórir lýsir stöðuvatninu sem eit-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.