Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Page 46
« andlát LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 DV Halldór Kiljan Laxness rithöfund- ur, Gljúfrasteini í Mosfellssveit, lést að Reykjalundi sunnudaginn 8.2. sl. Hann verður jarðsunginn frá Krists- kirkju í Landakoti í Reykjavík í dag, laugardaginn 14.2., kl. 13.30. Starfsferill Halldór fæddist við Laugaveginn í Reykjavík 23.4.1902 og ólst þar upp og að Laxnesi í Mosfellssveit. Hann lauk gagnfræðaprófi frá MR 1918, stundaði nám hjá Benediktsmunk- um í Lúxemborg 1922-23 og í Krist- munkaskóla í London 1923-24. Halldór er, ásamt Snorra Sturlu- syni, virtastur og dáðastur ís- lenskra rithöfunda fyrr og síðar og er almennt talinn einn merkasti rit- höfundur á heimsvísu á tuttugustu öld. Ritsafn Halldórs er fnnmtiu og tvær bækur en alls hafa komið út eftir hann um sjötíu titlar í alls um tvö hundruð útgáfum hér á landi og í um fjögur hundruð útgáfum er- lendis. Verk eftir hann hafa verið þýdd á meira en fjörutíu tungumál. Halldór sat í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags 1944-67, í stjóm Bandalags íslenskra listamanna um skeið, var forseti Menningartengsla íslands og Ráðstjómarríkjanna 1950-68, sat í Þjóðleikhúsráði 1948-68, í stjóm Máls og menningar um tíma frá 1950 og var einn þriggja varaforseta Samfélags evrópskra rithöfunda 1960-68. Halldór hlaut bókmenntapening Heimsfriðarráðsins í Vin 1952, bók- menntaverðlaun Nóbels 1955, Nexö- verðlaunin 1955, stórkross hinnar íslensku fálkaorðu 1957, stórkross sænsku norðurstjörnunnar 1957, stórriddarakross frönsku orðunnar Ordre des Arts et des Lettres 1963 og Sonning-verðlaunin 1969. Hann var heiðursborgari Gent í Bélgíu frá 1958 og Mosfellshrepps frá 1972, var heiðursdoktor við Áboháskóla í Finnlandi frá 1968, við heimspekideild Háskóla ís- lands frá 1972, við Eberhaard- Karls-Univertitát í Túbingen frá 1982 og við Háskólann í Edinborg frá 1977. Þá var hann heiöursfélagi Samfundet Sverige-Island frá 1955, Literarische Freundeskreis í Saar- brúcken frá 1958, Rithöfundasam- bands íslands frá 1974, Bandalags íslenskra listamanna frá 1982 og Kungliga sallskapet í Svíþjóð 1982. Hann var kjörinn félagi í Deutsche Akademie der Kúnste í Berlín 1955 og Akademie der Wissenschaften und der Litteratur í Mainz 1977. Fjölskylda Halldór kvæntist 1.5. 1930 fyrri konu sinni, Ingibjörgu Einarsdótt- ur, f. 3.5. 1908, d. 1993, skrifstofu- konu og leikkonu. Halldór og Ingi- björg skildu. Halldór kvæntist 24.12. 1945,seinni konu sinni, Auði Sveins- dóttur, f. 30.7. 1918, húsmóður. Hún er dóttir Sveins Guðmundssonar, jámsmiðs í Reykjavík, og k. h„ Hall- dóm Jónsdóttur húsmóður. Dóttir Halldórs og Málfríðar Jónsdóttur frá því fyrir hjónabönd er María Halldórsdóttir, f. 10.4.1923, húsmóðir í Reykjavík, var fyrst gift Ragnari Bjarnasyni, koparsmið í Reykjavík, sem lést 1948, og eignuð- ust þau tvö börn, en seinni maður Maríu var Kolbeinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri í Hafnarfirði, sem lést 1975, og eignuðust þau þrjá syni. Sonur Hcilldórs og Ingibjargar er Einar, f. 9.8. 1931, sagnfræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Elsu Theódórsdóttur fóstra og eiga þau ijögur börn. Dætur Halldórs og Auðar em Sig- ríður, f. 26.5. 1951, kennari og hús- móðir, búsett í Mosfellssveit, og á hún fjögur böm; Guðný Halldórs- dóttir, f. 23.1. 1954, kvikmyndagerð- armaður, búsett í Mosfellssveit, gift Halldóri Þorgeirssyni kvikmynda- gerðarmanni og eiga þau einn son. Systur Halldórs vom Sigríður Guðjónsdóttir, f. 28.4. 1909, d. 1966, húsmóðir í Reykjavík, var gift Jónasi Thorstensen skrifstofustjóra; Helga, f. 5.5. 1912, d. 1992, píanó- kennari í Reykjavík. Foreldrar Halldórs Laxness voru Guðjón Helgi Helgason, f. 23.10. 1870, d. 19.6. 1919, vegaverkstjóri að Laxnesi í Mosfellssveit, og k.h., Sig- ríður Halldórsdóttir, f. 27.10. 1872, d. 17.9. 1951, húsfreyja í Reykjavík og Laxnesi. T** Sesselja Pálsdóttir búsett í Reykjavík, Böðv- ar, sem nú er látinn, og Þorvaldur Ársæll, smið- ur á Flateyri. Foreldrar Sesselju em Páll Oddsson, f. 16.9. 1922, verkamaður, og Sæmunda Þorkelsdóttir, f. 16.7.1926, d. 25.11. 1986, verkakona og húsmóðir. Þau vora búsett í Stykk- ishólmi. Sesselja verður að heiman á afmælisdag- inn. stundað síðan. böm þeirra Sesselja Gróa, f. 15.1. Hafnarfirði; Ásgerður, Sesselja Pálsdóttir. Sesselja Pálsdóttir, verslunar- stjóri og umboðsmaður Sjóvár-AI- mennra, Silfurgötu 36, Stykkis- hólmi, er fimmtug í dag. Fjölskylda Starfsferill Sesselja fæddist í Stykkishólmi, ólst þar upp og lauk þar landsprófi. Að námi loknu hóf Sesselja störf hjá Pósti og síma í Stykkishólmi. Hún var þar fyrst talsímavörður en síðar starfaði hún við póstaf- greiðslu. Hún starfaði með hléum hjá Pósti og síma til 1992 en hóf þá verslunarstörf sem hún hefur Sesselja giftist 17.12. 1966 Þor- bergi Bæringssyni, f. 26.11. 1943, verkstjóra og húsasmíðameistara. Foreldrar hans eru Bæring Elisson, bóndi i Borg og áður að Bjamarhöfn í Helgafellssveit, og Áróra Friðriks- dóttir. Börn Sesselju og Þorbergs eru Kristín Jóhanna, f. 29.8.1967, hjúkr- unarfræöingur á Landspítalanum í Reykjavik; Páll Vignir, f. 12.2. 1969, sjómaður í Stykkishólmi, kvæntur Steinunni I. Magnúsdóttur og eru 1992, og Andrea Krist- ín, f. 21.2.1996; Sæþór Heiðar, f. 11.1. 1971, matreiðslumeistari í Stykkishólmi, kvænt- ur Steinunni Helga- dóttur og era börn þeirra Þorbergur Helgi, f. 2.7.1993, og Aníta Rún, f. 17.3. 1996; Berglind Lilja, f. 24.9. 1980, nemi í Reykjavík. Systkini Sesselju eru Áslaug, búsett í lil hamingju með afmælið 14. febrúar 95 ára Ólafur Helgason, Sólvangi, Hafnarfirði. 80 ára Signý Sveinsdóttir, Laugarásvegi 4,104 Reykjavík. Guðný Sigurleif Stefánsdóttir, Eskihlíð 14, Reykjavík. 75 ára Rósa Levoriusardóttir, Sólvangi, Hafnarfirði. Titia G. Bjamason, Suðurreykjum 2, Mosfellsbæ. Eggert Guðmundsson, Háeyrarvöllum 28, Eyrarbakka. 70 ára Ingigerður Eiríksdóttir, Skipum, Selfossi. 60 ára Andrés Óskarsson, Garðarsvegi 12, Seyðisfirði. 50 ára Ófeigur Bjömsson, Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Jóna Sigurðardóttir, Reykjafold 16, Reykjavík. 40 ára Steinunn Kristinsdóttir, Mávahlíð 36, Reykjavík. Sigríður Þyrí Skúladóttir, Laxakvísl 17, Reykjavík. Jónas Guðgeir Hauksson, Dvergaborgum 10, Reykjavík. Ragnar Benjamín Ingvarsson, Lindarsmára 20, Kópavogi. Sólveig Óskarsdóttir, Álfhólsvegi 108, Kópavogi. Anna H. Pétursdóttir, Háholti 3, Garðabæ. Erla Eyjólfsdóttir, Klukkubergi 36, Hafnarfirði. Guðmundur Þórðarson, Lækjarhvammi 5, Hafnarfirði. Snorri Rafn Snorrason, Merkurgötu 14, Hafnarfírði. Sveindis Valdimarsdóttir, Ásgarði 1, Keflavík. Arnar Þórðarson, Grænabakka 6, Bildudal. Guðrún Sigurðardóttir, Hólsgerði 2, Akureyri. Steinunn Kristín Hauksdóttir, KeOusíðu 9c, Akureyri. Margrét Björg Sigurðardóttir, Oddabraut 24, Þorlákshöfn. Ámi Þorgilsson, Litlagerði 16, Hvolsvelli. Fríða Britt Bergsdóttir Fríða Britt Bergs- dóttir aðalbókari, Laug- amesvegi 49, Reykja- vik, er fimmtug í dag. Starfsferill Fríða Britt fæddist í Stokkhólmi í Svíþjóð en fluttist til Reykja- víkur á fyrsta ári og ólst síðan upp í vestur- bænum í Reykjavík. Fríða lauk verslunar- prófi úr VÍ árið 1966 og stúdentsprófi frá öld- ungadeild MH árið 1985. Frá árunum 1967-86 var hún að mestu heimavinnandi en hélt einnig bókhald fyrir Endurskoðunar- og bókhaldsþjónustu ehf. á sama tíma. Árið 1986 hóf hún störf sem aðalbókari hjá Sláturfélagi Suður- lands hf. og starfaði þar í ellefu ár. Fríða starfar nú sem aðalbókari hjá Rydens Kaffihf. Fjölskylda Fríða Britt kvæntist 1967 Kristni Gestssyni f. 13.4. 1947, endurskoðanda,. Þau slitu samvistum. Fríða Britt Bergsdóttir. Börn Fríðu og Kristins eru Berg- ur, f. 22.7. 1967, starfsmaður Tækni- vals, í sambúð með írisi Sigurðar- dóttur og eru böm þeirra Aron, f. 3.5. 1988, og Sara, f. 9.10. 1991; Hjör- leifur, f. 13.4. 1969, bókari hjá End- urskoðun og bókhaldsþjónustu ehf., i sambúð með Lindu Kristjánsdótt- ur og era böm þeirra Sunna Dís, f. 16.11. 1990, og Eydís Lena, f. 13.5. 1995; Lilja Björk, f. 4.11. 1976, nemi og leiðbeinandi á leikskólanum Fífuborg, í sambúð með Kristmanni ísleifssyni og er dóttir þeirra Birta Sif, f. 23.8. 1995. Systkini Fríðu em: Hjördís Guð- ný, f. 13.7. 1945, myndlistarkona og kennari; Björn, f. 7.7. 1949, félags- fræðikennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, í sambúð með Gerði Kristinsdóttur, fulltrúa á skrifstofu Hrafnistu, og Þómnn Guðlaug, f. 17.7. 1957, sjúkraliði, gift Jóhanni Þorsteinssyni bifvélavirkja. Foreldrar Fríðu em Bergur Sig- urbjörnsson viðskiptafræðingur, f. 20.5. 1917, og Hjördís Pétursdóttir, húsmóðir og tónskáld, f. 16.10. 1919, d. 1.8.1971. Bergur er sonur Sigurbjörns Óla- sonar, b. í Heiðarhöfn og Guðnýjar Soffiu Hallsdóttur. Hjördís var dóttir Pjeturs Þ.J. Gunnarssonar stórkaupmanns, og k.h., Svanfríðar Hjartardóttur. Fríða verður heiman. staögreiöslu- og greiðslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur o\\t mill/ him/ri' 'O c ■X, Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.