Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1998, Qupperneq 51
JjV LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 Grafarvogsbúar halda upp á 10 ára afmæli Ungmennafélagsins Fjölnis í dag: íþróttir Framtíðin er björt - segir Snorri Hjaitason, formaður Fjölnis, sem senn lætur af formennsku í fjölmennasta íþróttafélagi landsins v»«« 59 oWmil lihimin. Smáauglýsingar Ungmennafélagið Fjölnir í Graf- arvogi á tíu ára afmæli um þessar mundir en félagið var stofnað þann 11. febrúar 1988. Fjölnir er stærsta og fjölmennasta íþróttafélag lands- ins. Uppgangurinn hefur verið með ólíkindum góður og í dag á þetta unga félag afreksfólk í mörgum íþróttagreinum. Þróttmikið starf frá stofnun félagsins hefur verið að skila sér i góðum árangri og víst er að íþróttafólk félagsins á eftir að vinna mörg afrekin í framtíðinni. Guðmundur G. Kristinsson var fyrsti formaður félagsins og skilaði mjög góðu starfí fyrstu fimm árin. Snorri Hjaltason tók við af honum árið 1993 og hefur náð að drífa félag- jð áfram af miklum krafti á erfiðum fímum uppbyggingar á athafna- Svæði félagsins við Dalhús. „Ég hóf störf innan Fjölnis árið 1992 er Guðmundur bað mig að taka að mér formennsku undirbúnings- nefndar að stofnun almennings- deildar félagsins. Fyrsti formaður hennar varð síðan Sigurður Sigurð- arson. Þar áður hafði ég verið með börnunum mínum í Fjölni og konan mín var gjaldkeri frjálsíþróttadeild- arinnar i nokkur ár. „Fyrir fimm árum var aðstöðu- $ .. stundum heur maður þurft að taka á málum sem upp hafa komið. - Er það rétt að þú sért að hætta sem formaður félagsins? „Já, ég hef ákveðið að láta af for- mennsku á næsta aðalfundi. Vitan- lega hefur þetta verið tímafrekt starf sem hefur vaxið með hverju ári. Ég get ekki annað en verið stolt- ur af féaginu í dag. Þegar ég tók við formennsku var Fjölnir miðlungsfé- lag á íslenskan mælikvarða en í dag er Fjölnir fjölmennasta íþróttafélag landsins. Ég fer mjög sáttur frá félaginu. Fjölnir stendur vel fiárhagslega. Tveir gjaldkerar hafa starfað mér við hlið og skilað frábæru starfi. Þetta eru þeir Jón Þorbjörnsson og Þórður Möller. Þá hefur Theódóra Geirsdóttir unnið frábært starf fyrir félagið og reynst mér mjög vel. Ég er hreykinn af stöðunni í dag og líka hreykinn af öllu því duglega fólki sem unnið hefur fyrir félagið." Framtíðin er björt Hvernig sérð þú framtíð Fjölnis fyrir þér? „Það er styttra í það að íþrótta- fólk innan Fjölnis nái að springa út og blómstra en ég hélt í upphafi. Það er ekki þar með sagt að stutt sé í að deildir innan félagsins komist í efstu deildir. Við höfum hins vegar lagt mikla áherslu á að ala upp gott fólk, góð böm og góða unglinga, fyr- ir samfélagið. Að mínu mati hefur þetta tekist. Við höfum byggt þetta upp frá grunni. Til að mynda get ég nefnt að við sendum ekki lið til þátt- töku í 2. deild karla í handknattleik í fyrra. Við ákváðum að bíða róleg eftir því að okkar fólk yrði eldra og gæti tekið þátt í keppninni í meist- araflokki. í vetur er Fjölnir um miðja 2. deildina og við höfum ekki keypt einn einasta leikmann. Upp- skeran hefur verið í fulu samræmi við það hvemig við sáðum. Fram- tíðin er alveg geysilega björt. Fjöln- ir kemur til með að vera eina íþróttafélagiö í 25 þúsund manna hverfi. Með dugmiklu starfi á Fjöln- ir að geta eignast mikið afreksfólk. Nú þegar á Fjölnir mjög marga ís- landsmeistara og Reykjavíkurmeist- ara í knattspymu og handknaatt- leik og Norðurlandameistara í Tae Kwon Doo og landsliðsþjálfara í greininni. Og titlarnir eiga eftir að verða mun fleiri í framtíðinni," sagði Snorri Hjaltason. Afmælishátíð Fjölnis verður í dag í íþróttahúsi félagsins við Dalhús. -SK 550 5000 i UTSAIA!!! Útsalan hófst í gær Yfir 70 tegundir eru með 20 - 50% afslætti Að auki eru allar aðrar vörur verslunarinnar með 10% afslætti á meðan útsalan stendur yfir. Verið velkomin og gerið góð kaup. Nýbýiavegi 30, Dalbrekkumegin, sími 554 6300. Opið til kl. 16 í dag leysi mikið hjá Fjölni. Ekki var búið að þekja knattspyrnuvöllinn og mið- svæðið var nánast eitt drullusvað. Fljótlega tyrfðum við aðalvöllinn fórum í kjölfarið í miðsvæðið. Mal- arvöllurinn var síðan byggður þar á eftir. Þetta voru fiárfrekar fram- kvæmdir og erfítt að byggja upp að- stöðuna á svona þröngu svæði. Næsta verkefni var að byggja upp tennisvelli og girða þá af. í sumar fer fram landsmót unglinga í Graf- arvogi og fyrir mótið verðum við búin að klára frjálsíþróttaaðstöðuna á aðalvellinum. Síðan stefnum við að því að girða af félagssvæðið og klára það á þessu ári.“ Að hætta eftir 5 ár í formennsku „Það hefur alltaf verfð mikill kraftur í Fjölnismönnum og félag- inu. Fjöldi fólks hefur verið tilbú- innn að starfa fyrir félagið og for- eldrar verið mjög virkir. Það er ekki þar með sagt að það hafi alltaf verið sumar og bliða hjá Fjölni. Menn hafa skipst á skoðunum og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.