Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1998, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 28- MARS 1998 enning ur,“ svarar Savall og það snarkar í kímniglóðinni svo að bros hleypur um varir og neisti skýst í augu, „þegar hann var sex ára, kominn í skóla. Þá heyrði hann lítinn drengjakór syngja mjög fagra tón- list við messu og hann sagði við sjálfan sig: „Mig langar til að syngja þessa tónlist líka.“ Og þessi söngreynsla, það að syngja grego- ríska tónlist, pólífónverk og þjóð- lög nánast hvern einasta dag frá sjö ára aldri þar til prinsinn fór í mútur, hygg ég að hafi verið það bað sem skapaði þessa innri þörf.“ Og Jordi Savall er kominn á flug: „Saga mannsins er í senn fúll af hryllingi og hinni mestu fegurð. Þetta er hinn stóri leyndardómur mannskepnunnar. Ég tel okkur bera skyldu til að berjast fyrir því að gera manninn betri með því að minnast þeirra augnablika and- legrar stórmennsku, sköpunar- gleði, djúphygli, örlætis og næmis sem orðið hafa. Og allt þetta er til staðar í þeim boðskap sem tónlist- in færir okkur.“ Verum betri Savall flýgur áfram og segir boð- skap hinnar fornu tónlistar mega draga saman i tvö orð: Verum betri. Tónlistin sé til þess að gera okkur hamingjusöm og um leið til að hjálpa okkur að lyftast ögn frá jörðu og nálgast andann örlitlu meir. Og hann bregður fyrir sig frönskum orðum sem hann segir Beethoven hafa skrifað Sænsku vísindaakademíunni: La musique, c’est le lien le plus court entre les peuples les plus éloignés: Tónlistin er stystu böndin milli fjarlægustu þjóða. Næmi, skynsemi, lítil- læti, huglægni Þjónninn birtist aftur og færir honum á hvítum diski heita sam- loku - með skinku og osti, þykist nef mitt skynja - skorna í tvo ristaða þríhyrninga. Og þegar þegar maður hefur skilið þetta get- ur maður verið tuttugustualdar tónlistarmaður er leikur á allan hátt sem slíkur en notar verklag og stíl viðkomandi tíma. Og það er fullkomlega gilt fyrir nútímann." Kjarninn til íslands... Savall tyggur siðasta þríhyrn- ingshornið, skolar því niður með blávatninu og segir mér síðan að- spurður frá því að þau þrjú sem fara til íslands séu innsti kjarninn í Hespérion XX. Og þau flytji úrval tónlistar frá Ítalíu, Frakklandi, Englandi, Spáni: „Svo sem sjakonnu eftir Merula: Harmatölur Maríu meyjar, byggð- ar á tveggja nótna þrástefi í bassa sem gengur gegnum allt verkið. Jómfrúin heldur á sveininum í fanginu og kveinkar sér vegna þess að hún veit að hann mun deyja á krossinum; hún fær vitr- anir um það og syngur drengnum vögguljóð inn á milli. Tónskáldið táknar hin óumflýjanlegu örlög með því að nota þessar endur- teknu nótur allt til enda.“ Sonurinn í tónlistarskóla hjá íslendingi Og á enda er runnið viðtal okk- ar, komið að kveðjustund og ég kem honum á óvart með því að segja honum að ég hafi hitt son hans fyrir nokkrum dögum þegar ég var á ferð í Barselónu og landi minn Arnaldur Arnarson gítar- leikari sýndi mér tónlistarskólann sem hann og Alicia kona hans eiga og reka þar í borg en sonur Jordis Savalls er einmitt þar við nám. Og náttúrlega fyllist ég stolti og ánægju fyrir hönd þeirra hjóna þegar viðmælandi minn segir og er enn lágróma: „Þetta er besti tónlistar- og gít- arskóli á Spáni, á frábæru gæða- stigi. Við erum mjög ánægð með kennsluna..." -Kristinn R. Ólafsson Kristinn R. Ólafsson rekur hljóðnemann í andlit knéfiðluleikarans til að nema lága rödd hans inn á segulbandið. hann bítur í hornið á öðrum þeirra, spyr ég blaðamannslegur: „Þú hefur lagt þig eftir að leita þessara gömlu verka og endur- skapa þau sem nákvæmast. Hvérn- ig er það gert?“ „Það mikilvægasta er næmi. Án næmis er ekkert hægt að gera í listum. Síðan er það forvitnin sem fær okkur til þess að leita að þess- um fögru verkum sem bíða okkar. Og loks er það skynsemin sem neyðir mann til þess að hyggja að hvernig maður eigi að nálgast þessi verk, hvernig maður eigi að skilja viðkomandi höfund án þess að svíkja hann, hvernig maður eigi að vekja þessi verk til lífsins á ný án þess að afmynda þau fyrir þau áhrif sem maður hefur sjálfur orðið fyrir. Ég get að sjálfsögðu leikið ástarsöngvaraljóð og Mariu- kvæði frá miðöldum eða aríu eftir Tónlistarmaðurinn með hljóðfæri sitt, víólu da gamba eða khéfiðiu. Montiverdi, en ég hef hlýtt á Stra- vinskí, á Bartok, á Penderetskí, Arvo Párt og fjölmörg önnur tón- skáld svo að næmi mitt er mótað, menntun mín mótuð, af öllu þessu. Ég get ekkert gert við því. En þeg- ar ég nálgast þessi fortíðarverk reyni ég að ýta hinu til hliðar, reyni að greina kjarnann. Og ég held að það sem einkennir okkur þegar við nálgumst þessi verk sé lítillæti okkar gagnvart tónskáld- inu. Tónskáldið á allan rétt á að það sé virt því að það skapaði þessa tónlist og hugsaði sér hvernig ætti að túlka hana. Við reynum ávallt að skilja nóturnar á sem hlut- lægastan hátt, reynum að gera okkur grein fyrir hvernig leikið var á hljóðfæri þessa tíma, læra aflagða tækni, með því að lesa bréf og allar tiltækar upplýsingar. Og Jordi Savall - æviágrip Jordi Savall fæddist í borginni Igualada á Norðaustur-Spáni 1941. Hann hóf tónlistamám sex ára og lauk prófi á selló í Conservatori Superior de Música de Barcelona 1965. Hann fékk snemma brennandi áhuga á fomri tónlist og löngun til að endurvekja fom hljóðfæri eins og víólu da gamba eða knéfiðlu, og frá 1970 hefur hann leitað uppi, rannsakað, hljóðritað og gefið út ótal gömul og gleymd meistara- verk. Allt frá fyrstu hljómplötu hefur hann verið alþjóðlega við- urkenndur sem einn mesti lista- maður heims á viólu da gamba og smám saman hefur hann orðið einn mesti sérfræðingur heims í tónlist fyiri alda. Upptökur með hljóðfæraleik hans eins eða í fé- lagi við aðra hafa verið gefnar út á yfír hundrað hljómplötum. Árið 1974 stofnaði Savall tón- listarhópinn Hespérion XX ásamt sópransöngkonunni Montserrat Figueras - sem er eiginkona hans - og fleiri lista- mönnum víðs vegar að. Monts- errat kemur með honum hingað á Listahátíð og einnig Rolf Lis- levand lútuleikari með meiru. Síst mun ofmælt að þessi hópur sé kunnasti flytjandi fornrar tónlistar á okkar dögum. Jordi Savall hefur einnig látið að sér kveða sem hljómsveitar- stjóri og hefur bæði sem hljóð- færaleikari og stjórnandi skap- að sinn eiginn sérkennilega stíl sem kunnáttumenn kannast undir eins viö þegar til hans heyrist. Frægastur meðal al- mennings hefur hann oröið fyr- ir aðild sína að kvikmyndinni Tous les matins du monde - All- ir heimsins morgnar (1992), en þar sýndi hann og sannaði að gömul tónlist er ekki aðeins fyr- ir eyru innvígðra. Hljómplatan með tónlistinni úr myndinni eftir meistarann Saint-Colombe og lærisveininn Marin Marais varð geysilega vinsæl og hefur selst i um 700 þúsund eintökum. Jordi Savall hefur ferðast um allan heim á undanförnum árum, einsamall eða með fleiri tónlistarmönnum. Hann hefur verið heiðraður margvíslega af virðulegum tónlistarstofnunum. t: ■ Jordi Savall og franski leikarinn Gerard Depardieu sem lék aðalhlut- verkiö í kvikmyndinni Alllr heimsins morgnar. Depardieu lék Marin Marais, lærisvein Sainte- Colombe. Geisladiskar með Jordi Savall Fáanlegir hjá JAPIS E 7750 Ferrabosco ofl.: Lessons For the Lyra-Violl E 7779 John Coprario: Consort Musicke E 8557 Beethoven: Symphony No. 3 E 8582 E1 Cancioner del Duc de Calabria E 8719 Claudio Monteverdi: Vespro della Beata Vergine E 8729 Lope De Vega: Intermedios del Barrocco hispanico E 8762 E1 Cancionero de Palacio 1474-1516 E 8759 Mozart: Requiem, Maurerische Trauermusik E 9908 Dumanoir ofl.: Suites d’Orchestre E 8535 Lluis del Mila: Fantasies, Pavanes & Gallardes E 8546 Monteverdi: Madrigali guerrieri et amorosi ES 8705 Cant de la Sibilla 1 ES 9902 Vox Æterna ÁRD77165 Hume: Poeticall musicke Fleiri hljómplötur eru væntan- legar með Savall fyrir Listahátíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.