Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Síða 2
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 M 3~\7" fréttir Íf ik Fyrrum seðlabankastjórar með laxveiðiá á leigu: Seðlabankinn hefur keypt leyfi - en mun aðeins svara skriflegum fyrirspurnum um málið Seðlabankinn hefur keypt nokkra laxveiðidaga undanfarin ár af veiði- félaginu Veiðifélögum við Svart- höfða en það er félagsskapur 10 manna, þeirra á meðal tveggja fyrr- um bankastjóra Seðlabankans, Jó- hannesar Nordal, sem lét af störfum bankastjóra um mitt ár 1993, og Tómasar Ámasonar sem hætti í bankanum í árslok sama ár. Leigir félagið veiðisvæðið Svarthöfða sem er á ármótum Hvítár, Flóku og Reykjadalsár. Aðrir í veiðifélaginu eru m.a. Sigurður Öm Einarsson, fyrram skrifstofustjóri Seðlabank- ans, sem nýverið hætti störfum í bankanum, Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri íslandsbanka, Eirikur Tómasson hæstaréttarlög- maður, Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt, Guðjón Axelsson læknir, Jóhann Gíslason tannlæknir, Ámi Kristinsson læknir og Einar M. Ól- afsson. Sigurður Öm sagði í samtali við DV að það væri rétt að Seðlabankinn hefði keypt örfáa daga í ánni, aö hann minnti tvo veiðidaga á síðasta ári og aðra tvo 1994. Hann vísaði með írek- ari upplýsingar á Seðlabanka. Hann sagði jafhframt að veiðifélagið hefði haft ána á leigu frá 1991 og hefði samning til árs- ins 1999 en það væri ekki rétt sem fram hefði komið i DV í gær að Seðlabankinn sjálfur hefði haft ána á leigu. Er þeirri leiðrétt- ingu hér með komið á framfæri. Fé- lagið hefur Svarthöfða á leigu í júlí og ágúst ár hvert og er veitt þar á tvær stengur. Stefán Þórarinsson, starfs- mannastjóri Seðlabanka, sagði að eina svarið sem hann gæti gefið væri að Seðlabankinn hefði hvorki haft Svarthöfða eða neina aðra lax- veiðiá á leigu. „Ef þið hjá DV ósk- ið frekari svara þá verð ég vinsam- lega að biðja ykkur að senda skrif- lega fyrirspum til bankastjómar- innar, því við teljum að nauðsyn- legt sé að vanda mjög vel svör „nú til dags“, og munum við skoða þær þegar þær berast," sagði Stefán. -phh Seðlabanki íslands. Dæmdur fyrir mök viö sofandi stúlku: Vitnaði gegn eigin- manninum Karlmaður í Hafnarfirði hefur ver- ið dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa notfært sér svefnástand 18 ára stúlku á heimili sínu í júní síðast- liðnum. Hann er einnig dæmdur til að greiða henni 470 þúsund krónur í bætur. 6 mánuðir af fangelsisrefsing- unni eru skilorðsbundnir. Stúlkan stöðvaði lögreglubíl þegar hún kom frá heimili mannsins, grátandi með ekkasog- um og í mikilli geðshræringu. Hún kærði síðan kynferðislega misneytingu hans daginn eftir. Fólkið hafði farið út að skemmta sér á sjómannadaginn. Maðurinn með eiginkonu sinni, stúlkunni og fleira fólki. Um nóttina að loknu baOi var boðið í samkvæmi heima hjá hjónunum. Þegar líða tók á fengu stúlkan og annar gestkom- andi að sofa í gestaherbergi á neðri hæð hússins. Dómurinn taldi sannað að eftir þetta hafi maðurinn farið inn í her- bergið þar sem stúlkan svaf og not- fært sér svefndrunga tósff&d1WMflftíá- maðurinn lá ofan á henni og var að hafa við hana mök. Eiginkonan bar vitni í málinu. Hún kvaðst, í samræmi við fram- burði mannsins og stúlkunnar, hafa vaknað, farið niður og komið að manni sínum og stúlkunni í samfór- um. Ljóst þótti að hún gerði sér ekki grein fyrir því að háttsemin var gegn vOja stúlkunnar. Maðurinn neitaði í fyrstu aö hafa haft samfarir við stúlkuna eftir að hann var kærður. Þegar ljóst þótti að nægOeg sæðissýni lágu fyrir tO að framkvæma DNA-rannsókn við- urkenndi hann að hafa haft við hana samfarir. Hann skýrði þá upp- haflegan ffamburð sinn með því að hann hefði ekki vOjað viðurkenna samfarir við stúlkuna vegna eigin- konu sinnar. Dóminn kvað upp Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari. -Ótt Góð grásleppuveiði hefur verið fyrir sunnan land að undanförnu en það hefur spillt nokkuð gleði grásleppukarla að verð á grásleppuhrognum er lágt. Töluvert af þorski hefur komið í grásleppunetin, enda nóg af þeim gula allt upp undir Gullinbrú. Myndin er tekin á Faxamarkaði í blíðviðrinu í gær. DV-mynd S Söfnunarátakið Rauða fjöðrin Lionsfólk á Norðurlöndum stendur nú á vordögum fyrir sameiginlegu söfnunarátaki undir merkinu Rauð fjöður. Kjörorð átaksins, sem nær há- marki í aprO 1999, er „Leggjum öldruð- um lið“. Söfnunarátakið var kynnt í Norræna húsinu í gær. Af heildarsöfnunarfé átaksins verður 20% varið til sameigin- legra rannsókna á öldrunarsjúkdómum, s.s. alzheimer og eUiglöpum. Að öðru leyti verður fénu ráðstafað í hveiju ein- stöku landi tO að bæta aðstæður aldr- aðra og auðga lif þeirra. -RR Frá kynningarfundi söfnunarátaksins í Norræna húsinu í gær. DV-mynd Pjetur Fékk matvæli í höfuðið og rotaðist Færeyskur maður slasaðist við höfnina hjá Holtagörðum í gær- dag. Maðurinn var að vinna við að hífa matvæli úr skipi þegar vír gaf sig og matvælin féOu á hann. Hann rotaðist og var fluttur á slysadeUd tO aðhlynningar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sjúkra- húsi Reykjavíkur var maðurinn á góðum batavegi í gærkvöld. -RR Stuttfréttfr Ræðir við Strandamenn Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra heldur tU Hólmavíkur á morgun. Hann mun ræða viö heimamenn um flutning Siguröar Gizzurarsonar, sýslumanns á Akranesi þangað. Heimamenn eru Utt hrifnir af þessum tUfæringum Bylgjan greindi frá. Siðareglur týndar Kristín Sigurðar- dóttir, fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans, seg- ist ekki hafa vitað um umfang laxveiða bankans. Hún telur að tUlaga um að bankinn setti sér siðareglur hafi verið samþykkt á bankaráðsfundi. Kristín segist ekki Ivita hvers vegna ákvarðanir ráðsins voru ekki ffamkvæmdar. RÚV sagði frá. Burt með verðtryggingu í ályktun stjómar Verkamannafé- lagsins Hlifar segir löngu tíma- j bært að feUa niður verðtyggingu á úOánum. Þetta kom fram á frétta- p vef Vísis. Dýr steinolía Steinolía í fimm lítra brúsum er j tvöfalt dýrari en hún var fyrir | mánuði. Á sama hátt hefur gas t hækkað verulega á síðasta hálfa | ári en oUufélögin hafa sameinast j um rekstur Gasfélagsins. Neyt- % endasamtökin era að athuga verð- * hækkanimar. RÚV sagði frá. Þingvellingar mótmæla ÞingveUingar hafa mótmælt fyr- % iræOunum um að stækka þjóðgarð- ; ins á ÞingvöUum og ótakmarkaðri j lögsögu ÞingvaUanefndar á stórum i hluta ÞingvaUasveitar og Þing- I vaUavatni. RÚV greindi frá. Flestir í Kópavog I Á fyrstu þremur mánuðum árs- t ins fluttu 379 tU höf- uðborgarsvæðisins, umfram þá sem Ðuttu í burtu. Af þeim fluttu 252 01 Kópavogs en aðeins 1 fimmtungur tU | Reykjavíkur. Sigurður Geirdal er | bæjarstjóri í Kópavogi. RÚV sagði fá þessu. Háreksstaðaleiðin valin Hreppsnefndir sameinaðs j hrepps Jökuldals og Vopnafjarðar- ; hrepps hafa veitt Vegagerðinni j framkvæmdaleyfi vegna lagningar | nýs vegar miUi Austur- og Norð- urlands um Háreksstaðaleið. RÚV j greindi frá. Hagvangur endurskoðar Coopers & Lybrandt - Hagvang- j ur hf„ hefur gert samning við Fjár- j festingarbanka atvinnulifsins, í Fjárfestingarbanka íslands, Bún- I aðarbanka íslands hf. og Lands- j banka íslands hf. um endurskoðun 5 ársreikninga þessara banka næstu j ár. Átta vilja til Eyja Átta hafa sótt um sýslumanns- i embættið í Vestmannaeyjum en Georg Kr. Lárusson, j fráfarandi sýslumaö- ] ur, verður varalög- j reglustjóri i Reykja- j vik. Umsækjendur eru Áslaug Þórar- insdóttir, Bjami i Stefánsson, Hilmar s Baldursson, Jóhann Pétursson, j Karl Gauti Hjaltason, Óskar j Thorarensen, Sigríður Björk Guð- j jónsdóttir og Sigurður Guðmunds- í son. RÚV sagði frá. Jón Bogason heiðraður j Jón Bogason, rannsóknarmaður j Hafrannsóknarstofnunar og af- ■j kastamikill safhari skeldýra og j annarra sjávarlifvera verður heiðr- j aður fyrir störf sín á mánudag af I Náttúruffæðistofnun. Jón hefur af- I hent stofnuninni safn af sjávar- j hryggleysingjum en þar er að finna | um tvö þúsund tegundir sjávar- dýra. -JHÞAhlh BB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.