Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 M 3~\7" fréttir Íf ik Fyrrum seðlabankastjórar með laxveiðiá á leigu: Seðlabankinn hefur keypt leyfi - en mun aðeins svara skriflegum fyrirspurnum um málið Seðlabankinn hefur keypt nokkra laxveiðidaga undanfarin ár af veiði- félaginu Veiðifélögum við Svart- höfða en það er félagsskapur 10 manna, þeirra á meðal tveggja fyrr- um bankastjóra Seðlabankans, Jó- hannesar Nordal, sem lét af störfum bankastjóra um mitt ár 1993, og Tómasar Ámasonar sem hætti í bankanum í árslok sama ár. Leigir félagið veiðisvæðið Svarthöfða sem er á ármótum Hvítár, Flóku og Reykjadalsár. Aðrir í veiðifélaginu eru m.a. Sigurður Öm Einarsson, fyrram skrifstofustjóri Seðlabank- ans, sem nýverið hætti störfum í bankanum, Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri íslandsbanka, Eirikur Tómasson hæstaréttarlög- maður, Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt, Guðjón Axelsson læknir, Jóhann Gíslason tannlæknir, Ámi Kristinsson læknir og Einar M. Ól- afsson. Sigurður Öm sagði í samtali við DV að það væri rétt að Seðlabankinn hefði keypt örfáa daga í ánni, aö hann minnti tvo veiðidaga á síðasta ári og aðra tvo 1994. Hann vísaði með írek- ari upplýsingar á Seðlabanka. Hann sagði jafhframt að veiðifélagið hefði haft ána á leigu frá 1991 og hefði samning til árs- ins 1999 en það væri ekki rétt sem fram hefði komið i DV í gær að Seðlabankinn sjálfur hefði haft ána á leigu. Er þeirri leiðrétt- ingu hér með komið á framfæri. Fé- lagið hefur Svarthöfða á leigu í júlí og ágúst ár hvert og er veitt þar á tvær stengur. Stefán Þórarinsson, starfs- mannastjóri Seðlabanka, sagði að eina svarið sem hann gæti gefið væri að Seðlabankinn hefði hvorki haft Svarthöfða eða neina aðra lax- veiðiá á leigu. „Ef þið hjá DV ósk- ið frekari svara þá verð ég vinsam- lega að biðja ykkur að senda skrif- lega fyrirspum til bankastjómar- innar, því við teljum að nauðsyn- legt sé að vanda mjög vel svör „nú til dags“, og munum við skoða þær þegar þær berast," sagði Stefán. -phh Seðlabanki íslands. Dæmdur fyrir mök viö sofandi stúlku: Vitnaði gegn eigin- manninum Karlmaður í Hafnarfirði hefur ver- ið dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa notfært sér svefnástand 18 ára stúlku á heimili sínu í júní síðast- liðnum. Hann er einnig dæmdur til að greiða henni 470 þúsund krónur í bætur. 6 mánuðir af fangelsisrefsing- unni eru skilorðsbundnir. Stúlkan stöðvaði lögreglubíl þegar hún kom frá heimili mannsins, grátandi með ekkasog- um og í mikilli geðshræringu. Hún kærði síðan kynferðislega misneytingu hans daginn eftir. Fólkið hafði farið út að skemmta sér á sjómannadaginn. Maðurinn með eiginkonu sinni, stúlkunni og fleira fólki. Um nóttina að loknu baOi var boðið í samkvæmi heima hjá hjónunum. Þegar líða tók á fengu stúlkan og annar gestkom- andi að sofa í gestaherbergi á neðri hæð hússins. Dómurinn taldi sannað að eftir þetta hafi maðurinn farið inn í her- bergið þar sem stúlkan svaf og not- fært sér svefndrunga tósff&d1WMflftíá- maðurinn lá ofan á henni og var að hafa við hana mök. Eiginkonan bar vitni í málinu. Hún kvaðst, í samræmi við fram- burði mannsins og stúlkunnar, hafa vaknað, farið niður og komið að manni sínum og stúlkunni í samfór- um. Ljóst þótti að hún gerði sér ekki grein fyrir því að háttsemin var gegn vOja stúlkunnar. Maðurinn neitaði í fyrstu aö hafa haft samfarir við stúlkuna eftir að hann var kærður. Þegar ljóst þótti að nægOeg sæðissýni lágu fyrir tO að framkvæma DNA-rannsókn við- urkenndi hann að hafa haft við hana samfarir. Hann skýrði þá upp- haflegan ffamburð sinn með því að hann hefði ekki vOjað viðurkenna samfarir við stúlkuna vegna eigin- konu sinnar. Dóminn kvað upp Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari. -Ótt Góð grásleppuveiði hefur verið fyrir sunnan land að undanförnu en það hefur spillt nokkuð gleði grásleppukarla að verð á grásleppuhrognum er lágt. Töluvert af þorski hefur komið í grásleppunetin, enda nóg af þeim gula allt upp undir Gullinbrú. Myndin er tekin á Faxamarkaði í blíðviðrinu í gær. DV-mynd S Söfnunarátakið Rauða fjöðrin Lionsfólk á Norðurlöndum stendur nú á vordögum fyrir sameiginlegu söfnunarátaki undir merkinu Rauð fjöður. Kjörorð átaksins, sem nær há- marki í aprO 1999, er „Leggjum öldruð- um lið“. Söfnunarátakið var kynnt í Norræna húsinu í gær. Af heildarsöfnunarfé átaksins verður 20% varið til sameigin- legra rannsókna á öldrunarsjúkdómum, s.s. alzheimer og eUiglöpum. Að öðru leyti verður fénu ráðstafað í hveiju ein- stöku landi tO að bæta aðstæður aldr- aðra og auðga lif þeirra. -RR Frá kynningarfundi söfnunarátaksins í Norræna húsinu í gær. DV-mynd Pjetur Fékk matvæli í höfuðið og rotaðist Færeyskur maður slasaðist við höfnina hjá Holtagörðum í gær- dag. Maðurinn var að vinna við að hífa matvæli úr skipi þegar vír gaf sig og matvælin féOu á hann. Hann rotaðist og var fluttur á slysadeUd tO aðhlynningar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sjúkra- húsi Reykjavíkur var maðurinn á góðum batavegi í gærkvöld. -RR Stuttfréttfr Ræðir við Strandamenn Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra heldur tU Hólmavíkur á morgun. Hann mun ræða viö heimamenn um flutning Siguröar Gizzurarsonar, sýslumanns á Akranesi þangað. Heimamenn eru Utt hrifnir af þessum tUfæringum Bylgjan greindi frá. Siðareglur týndar Kristín Sigurðar- dóttir, fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans, seg- ist ekki hafa vitað um umfang laxveiða bankans. Hún telur að tUlaga um að bankinn setti sér siðareglur hafi verið samþykkt á bankaráðsfundi. Kristín segist ekki Ivita hvers vegna ákvarðanir ráðsins voru ekki ffamkvæmdar. RÚV sagði frá. Burt með verðtryggingu í ályktun stjómar Verkamannafé- lagsins Hlifar segir löngu tíma- j bært að feUa niður verðtyggingu á úOánum. Þetta kom fram á frétta- p vef Vísis. Dýr steinolía Steinolía í fimm lítra brúsum er j tvöfalt dýrari en hún var fyrir | mánuði. Á sama hátt hefur gas t hækkað verulega á síðasta hálfa | ári en oUufélögin hafa sameinast j um rekstur Gasfélagsins. Neyt- % endasamtökin era að athuga verð- * hækkanimar. RÚV sagði frá. Þingvellingar mótmæla ÞingveUingar hafa mótmælt fyr- % iræOunum um að stækka þjóðgarð- ; ins á ÞingvöUum og ótakmarkaðri j lögsögu ÞingvaUanefndar á stórum i hluta ÞingvaUasveitar og Þing- I vaUavatni. RÚV greindi frá. Flestir í Kópavog I Á fyrstu þremur mánuðum árs- t ins fluttu 379 tU höf- uðborgarsvæðisins, umfram þá sem Ðuttu í burtu. Af þeim fluttu 252 01 Kópavogs en aðeins 1 fimmtungur tU | Reykjavíkur. Sigurður Geirdal er | bæjarstjóri í Kópavogi. RÚV sagði fá þessu. Háreksstaðaleiðin valin Hreppsnefndir sameinaðs j hrepps Jökuldals og Vopnafjarðar- ; hrepps hafa veitt Vegagerðinni j framkvæmdaleyfi vegna lagningar | nýs vegar miUi Austur- og Norð- urlands um Háreksstaðaleið. RÚV j greindi frá. Hagvangur endurskoðar Coopers & Lybrandt - Hagvang- j ur hf„ hefur gert samning við Fjár- j festingarbanka atvinnulifsins, í Fjárfestingarbanka íslands, Bún- I aðarbanka íslands hf. og Lands- j banka íslands hf. um endurskoðun 5 ársreikninga þessara banka næstu j ár. Átta vilja til Eyja Átta hafa sótt um sýslumanns- i embættið í Vestmannaeyjum en Georg Kr. Lárusson, j fráfarandi sýslumaö- ] ur, verður varalög- j reglustjóri i Reykja- j vik. Umsækjendur eru Áslaug Þórar- insdóttir, Bjami i Stefánsson, Hilmar s Baldursson, Jóhann Pétursson, j Karl Gauti Hjaltason, Óskar j Thorarensen, Sigríður Björk Guð- j jónsdóttir og Sigurður Guðmunds- í son. RÚV sagði frá. Jón Bogason heiðraður j Jón Bogason, rannsóknarmaður j Hafrannsóknarstofnunar og af- ■j kastamikill safhari skeldýra og j annarra sjávarlifvera verður heiðr- j aður fyrir störf sín á mánudag af I Náttúruffæðistofnun. Jón hefur af- I hent stofnuninni safn af sjávar- j hryggleysingjum en þar er að finna | um tvö þúsund tegundir sjávar- dýra. -JHÞAhlh BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.