Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Qupperneq 6
6
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
Stuttar fréttir
Schengen samþykkt
Sænska þingið samþykkti
Schengensamkomulagið um opin
landamæri ESB á fimmtudag,
þrátt fyrir viðvaranir um að það
kallaði á aukið innra eftirlit í
landinu.
Ráðist á Díönu
Hópur hægrisinnaðra háskóla-
manna veittist
harkalega að
Díönu
prinsessu í
nýrri bók sem
kom út í Bret-
landi í gær.
Díana var sök-
uð um að skaða
konungsfjöl-
skylduna með þráhyggjupersónu-
leika sínum og að hafa orðið
kveikjan aö tilfmningaflóði um
allt land.
Refsið foreldrunum
Tveir franskir þingmenn hafa
lagt til að foreldrum ungra brota-
manna verði refsaö ef í ljós kem-
ur að þeir hafi ekki veitt bömum
sínum nægilega umönnun og eft-
irlit.
Vopnahlé talebana
Bill Richardson, sendimaður
Bandarikjastjómar, sagði eftir
meira en tveggja tíma viöræöur
við leiðtoga talebanahreyfingar-
innar í Afganistan að þeir ætluðu
að lýsa yfir einhliða vopnahléi
þar til friðarviðræður hefjast.
Konur æstar í frí
Konur, sem starfa fyrir hið op-
inbera í Danmörku, em mjög
iðnar við að nýta sér endur-
menntunarfrí sem þær eiga rétt
á, lögum samkvæmt.
Löggan lýgur
Lögregla á þremur stöðum í
Danmörku hefur logið til um
misnotkun á leynilegum skrám
til að njósna um fortíð íhalds-
mannsins Pers Stigs Mollers.
Evran í Finnlandi
Finnska þingið samþykkti með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða
í gær að Finnland tæki þátt í
sameiginlegu myntkerfi Evrópu-
sambandsins frá 1. janúar 1999.
Óánægöir seljendur
Færeyskir fiskútflytjendur era
svo óánægðir með þjónustuna
sem þeir fá hjá skipafélögtmum
sem þeir skipta við að þeir íhuga
að stofna sitt eigið.
Ciller rannsökuð
Tyrkneska þingið hefur sam-
þykkt með
miklum meiri-
hluta að láta
rannsaka tilurð
persónulegra
auðæfa Tansu
Ciller, fyrrver-
andi forsætis-
ráðherra Tyrk-
lands, og eiginmanns hennar.
Methagnaður
Methagnaður varð í rekstri danska
stórfyrirtækisins A.P. Moller á síðasta
ári, rúmir 26 milljarðar íslenskra
króna. Rekstur fyrirtækisins hefur
gengið mjög vel undanfarin ár en ekki
er búist við að umsvifin haldi áfram
að vaxa heldur dragi úr þeim á þessu
ári. Ástæðumar eru einkum lágt olíu-
verð og ótryggt efnahagsástand í Aust-
urlöndum fjær.
A.P. Moller stundar margþættan
rekstur. Skipaútgerð er umfangsmest
einstakra rekstrargreina, bæði útgerð
olíuskipa, gámaskipa, gasflutninga-
skipa og flugrekstur, en hvort tveggja
fer fram undir merkjum Maersk. Enn
fremur vinnur fyrirtækið olíu í Norð-
ursjónum. Stjómendur fyrirtækisins
telja að árangurinn á árinu sé sam-
kvæmt áætlunum en búast við mjög
harðnandi samkeppni í kaupskipaút-
gerð sem til viðbótar við óvissu í efna-
hagsmálum iðnríkja Asíu og mikla end-
umýjun kaupskipaflota Maersk muni
skila sér í verri afkomu á þessu ári.
Rússlandsþing hafnaði Kíríjenkó öðru sinni:
Lokauppgjörið
eftir eina viku
Borís Jeltsín Rússlandsforseti var
ekki seinn á sér að tilnefna Sergei
Kíríjenkó þriðja sinni í embætti for-
sætisráðherra eftir að Dúman, neðri
deild rússneska þingsins, hafnaði
honum öðra sinni eftir fjögurra
klukkutíma umræður og þref.
Stjómarandstæðingar með komm-
únista í broddi fylkingar ráða lög-
um og lofum í þingdeildinni.
Allt bendir því til að lokauppgjör-
ið milli Dúmunnar og forsetans fari
fram að viku liðinni.
Gennadí Sefezníjov, forseti
Dúmunnar, sagði eftir atkvæða-
greiðsluna að hann byggist við að
þingmenn myndu leggja blessun
sína yfir skipan hins 35 ára gamla
Kíríjenkós í embættið í næstu viku.
Annars kveður stjórnarskráin svo á
um að forsetinn leysi þingið upp og
boði til nýrra kosninga. Það vilja
þingmenn hins vegar ekki.
Kírijenkó lét úrslit atkvæða-
greiðslunnar ekkert á sig fá. Hann
sagðist ekki mundu karpa við þing-
menn til að vinna þá á sitt band.
„Þeir eru bara að reyna aftur að
knésetja mig,“ sagði Kíríjenkó við
fréttamenn. „Þeir greiða mér
kannski ekki atkvæði. Mér er alveg
sama en ég get ekki gert róttækar
breytingar."
Alls greiddi 271 þingmaður at-
kvæöi gegn Kíríjenkó en 115 með.
Ellefu þingmenn sátu hjá. Atkvæða-
greiðslan fór fram með nafnakalli
og því voru færri þingmenn en sið-
ast til i að hunsa flokkslínuna.
Jeltsín fylgdist með framvind-
unni frá bústað sínum í Gorki utan
við Moskvu, áður en hann hélt
áleiðis til Japans í opinbera heim-
sókn. Hann virtist heldur ekki taka
úrslitin nærri sér. Reuter
í Kóreu leggja starfsmenn stórfyrirtækja ýmislegt á sig til aö efla starfsandann. Veitir sjálfsagt ekki af í þeirri efna-
hagskreppu sem þar hefur ríkt. Hér synda starfsmenn og konur Hungchang-fyrirtækisins í drullunni.
Stórviðburður í lífi sanntrúaðra um helgina:
Líkklæði Krists til sýnis
Sýning á líkklæðinu frá Torino,
sem margir telja einu áþreifanlegu
sönnunina um líf Krists á jörðinni en
aðrir álíta fólsun frá miðöldum, verð-
ur opnuð í dómkirkjunni í Torino á
morgun. Líkklæðið hefur ekki verið
til sýnis í tuttugu ár. Leyndardómar
þess eru engu minni nú en áður.
Um átta hundruð þúsund manns
alls staðar að úr heiminum hafa þeg-
ar pantað sér aðgöngumiða á sýning-
una.
Almenningur hefur aðeins þrisvar
sinnum áður á þessari öld fengið
tækifæri til að berja augum gult lík-
klæðið sem margir telja að lík Krists
hafi verið vafið inn í eftir krossfest-
inguna. Líkklæðið var síðast haft til
sýnis árið 1978.
Sýninguna í ár ber upp á aldaraf-
mæli fyrstu ljósmyndarinnar sem
sýndi blóði drifna og drauglega mynd
af skeggjuðum mcmni með axlarsítt
hár.
Líkklæðið, sem er einhver
helgasti gripur kristninnar, var
hætt komið í eldsvoða í dómkirkj-
unni í apríl í fyrra. Það var aðeins
fyrir snarræði slökkviliðsmanns að
því var bjargað.
Vísindamenn, sem hafa rannsakað
klæðið með fullkomnustu tækni,
segja það vera frá árunum 1230 tif
1390 og því folsun. Sanntrúaðir hafa
þó ekki látið sannfærast.
Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis
New York
London
Frankfurt
CAAAA DAX-40
ouuuu /fAAAAi
4UUUU1 OAAAA
zUUUU,: 6292,97
J F M A
Bensin 95 okt. |
io §o SSSSSn
/V,
150 140 1QA XU/
Xy
loU 120-.
mmmmmMsam }
$/í J F M A
Tokyo
10A Nlkkel
loU 170 160^ 1CA
nUr%
lou 15883,77
J F M A
Bensín 98 okt. 1
OAA
zuu H9BRBMRHBHI89MR 1
190 < 180
170 160
\w
150 \y
140 I :
$/t J F M ; A1
Hong Kong
■HHHHUUU
„ fflSS&KmBí .
ísooogSST2*
íoooo'
■5000011
7,7B
...A
Hráolía
25 OA
WKBBMl
20 < 15 1A
1U c • - c ■ WBmBmutHaS I
0 A hhhbhbh I
U $/ tunna 13,81
J F M Aj
r»sa
Blair þakkar
eiginkonunni
velgengnina
Cherie Blair, eiginkona
Tonys Blairs, forsætisráðherra
Bretlands, er svo sannarlega
konan á bak við manninn, ef
marka má orð
hans í blaða-
viðtali í gær.
Þar sagði
hann að
Cherie væri
sá „klettur
sem líf hans
væri reist á“
og að án henn-
ar hefði hann aldrei náð frama
í stjómmálunum.
„Ég er ástfanginn af Cherie.
Ég ber enn þannig tilfmningar
til hennar," sagði Blair meðal
annars í viðtali við dagblaðið
Daily Mail.
í viðtalinu er leitast við að
skyggnast á bak viö opinbera
persónu forsætisráðherrans í
tilefni af því að senn er liðið ár
frá því hann gjörsigraði íhalds-
flokkinn í þingkosningum.
Blair sagði í viðtalinu að í
ríkisstjóminni réði hann ríkj-
um en heima fyrir er það
Cherie sem heldur honum
gangandi þegar vinnan gengur
nærri honum.
Tony og Cherie hafa verið
gift í átján ár og eiga þrjú börn.
Eidesgaard fær
ekki að fella
stjórn Nyrups
Færeyski þingmaöurinn
Joannes Eidesgaard fær ekki
leyfi tO að fella ríkisstjóm
Pouls Nyrups Rasmussens í
Danmörku vegna Færeyja-
bankamálsins. Því lofaði Mimi
Jakobsen, leiðtogi Mið-
demókrata, í viðtali við Berl-
ingske Tidende í gær.
Meirihluti dönsku stjómar-
innar á þingi veltur á atkvæði
Eidesgaards sem er jafnaðar-
maður eins og Nyrap.
„Eidesgaard verður ekki þess
valdandi aö boðað verði til
kosninga, eins og sumir tala
um. Miðdemókratar skulu sjá
til þess,“ sagði Jakobsen.
Lík Pots Pots
brennt í nótt
Lík Pols Pots, fyrrum leið-
toga Rauðu kmeranna í Kambó-
díu og pottsins og pönnunar á
bak við útrýmingu góðs hluta
kambódísku þjóðarinnar, var
brennt í nótt að íslenskum
tíma.
Taílenski herinn sagði í gær
að viö skoöun á líki Pols Pots
hefði ekkert komið í ljós sem
benti til að dauða hans hefði
ekki borið að með eðlilegum
hætti. Ekki var að sjá að neinir
áverkar væru á líkinu.
Aukin atvinna
helsta baráttu-
mál Schröders
Gerhard Schröder, sem var
formlega útnefndur kanslara-
efni þýskra jafnaöarmanna í
gær, sagöi að atvinnumálin
fengju forgang
í ríkisstjórn
hans ef honum
tækist að
flæma Helmut
Kohl úr emb-
ætti kanslara í
kosningunum
í haust.
„Helmut Kohl er kanslari at-
vinnuleysisins," sagði Schröder
á þingi jafnaöarmanna í
Leipzig. Atvinnulausir í Þýska-
landi voru 4,6 milljónir í síð-
asta mánuði og hefur aldrei
verið meira í marsmánuði frá
stríðslokum. Jafnaðarmenn
hafa mikiö forskot á Kristilega
demókrata, flokk Kohls, í skoð-
anakönnunum.