Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Qupperneq 11
DV LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
11
Bruðlað í bankanum
Greinargerð Ríkisendurskoðun-
ar um bruðl yfirmanna Lands-
banka íslands sýnir ótrúlegan
sofandahátt kerfisins. Hver
einasti þeirra sjö eftirlitsaðila
sem áttu að hafa vökult auga á
meðferð fjármuna almennings
brást með einum eða öðrum
haetti.
Ríkisendurskoðun stóð sig
ekki. Hinn löggilti endurskoðandi
sem ráðherra skipaði brást
sömuleiðis. Níu manna innri
eftirlitsdeild bankans reyndist
haldlaus. Sjáifri bankastjórninni
mistókst svo hrapallega að hún
var knúin til afsagnar í heilu lagi.
Bankaráðið svaf værum svefni
Þymirósar og þvær hendur sínar
og bankaeftirlitið kom að engu
gagni.
Með hliðsjón af þessu er erfltt
að áfellast viðskiptaráðherrann.
Formlega ber hann þó æðstu
eftirlitsskylduna með bankamál-
um landsmanna og áritar
ársreikninga bankans.
Bankalaxinn
í skýrslunni kemur fram það
sjónarmið að „Landsbankinn geti
lagt í kostnaö vegna veiðiferöa til
þess aó sýna gestrisni eöa þakklœti
í því skyni aö afla, treysta eóa
vióhalda viðskiptasamböndum. “
Þessar forsendur má vissulega
gagnrýna. Svona aðferðir er erfitt
að flokka undir annað en mútur.
Það er erfltt að sættast á að
undirstofnun Alþingis gefi
viðskiptasiðferði af þessum toga
löggilt vottorð.
í skýrslunni kemur þó fram að
þriðjungur af kostnaði vegna
laxveiða bankans, eða alls tæpar
20 milljónir, „veröi vart
rökstuddur með vísan til
ofangreindra sjónarmiða..."
Veiðiferðir bankastjóranna þar
sem vinir og kunningjar slógust í
hópinn viðgengjust hins vegar
árum saman án þess að nokkur
viðvönmarljós blikkuðu. Oft var
þess gætt að kippa með erlendum
viðskiptagesti til að skapa
verjanlegt „tilefni."
Að minnsta kosti einn
eftirlitsaðilanna getur ekki haldið
fram að honum hafi verið
ókunnugt um þátttöku kunningja
í slíkum ferðum. Viðskipta-
ráðherra fór nefnilega sjálfur
sem óbreyttur þingmaður í slíka
ferð með Halldóri Guðbjarnasyni.
Svimandi risna
Þrátt fyrir rannsókn Ríkis-
endurskoðunar vantar enn
fullnægjandi skýringar á risnu-
útgjöldum tveggja bankastjóra
fyrir fast að fimm milljónum
króna.
Óskýrð risna annarra starfs-
manna nemur hátt í hálfri
milljón. Svör þeirra bentu einnig
til að úttektir á mat og áfengi hafi
stundum verið samþykktar af
starfsmönnum, og ekki komið
fram í risnukostnaði banka-
stjóranna sjálfra.
Skýringar á því sem
Ríkisendurskoðun kallar „kostn-
aðartilefni" bankastjóranna eru „í
flestum tilvikum allsendis
ófullnœgjandi“ og greiðslur fóru
fram á grundvelli skjala sem ekki
gátu talist fullgildir reikningar.
Iðulega skorti „aö gerö hafi
veriö grein fyrir tilefni útgjalda
og/eóa hverjir hafi notiö þess sem
boóiö var upp á.“
„Heimsókn í Lúx"
Oft var ekki hægt að sannreyna
hvort fylgiskjöl tengdust
bankanum „eöa hvort um vœri aö
rœöa útgjöld sem eru honum í
raun óviökomandi."
Einn ótrúlegasti kaflinn ef
Laugardagspistill
Össur Skarpháðinsson
rítstjórí
laxveiðamar em taldar frá fjallar
um ferðir bankastjóranna til
útlanda. í mörgum tilvikum em
tilefnin einfaldlega sögð „banka-
heimsóknir“ eða „heimsókn í Lúx“
eða tilefnið skýrt með orðunum
„rcett viö nokkra banka" eöa „rœtt
viö nokkra viöskiptamenn LÍ.“
Bankaráðið
Fjórir núverandi bankaráðs-
manna sátu í ráðinu á þeim tíma
sem skýrslan nær yfir. Þáverandi
formaður, Kjartan Gunnarsson, er
óbreyttur ráðsmaður í dag. Er
ábyrgð þeirra engin?.
Það vekur athygli að umsjón
meö bókhaldi vegna risnu
bankans var seint á síðasta ári
tekin undan fjárhagsdeild
bankans og sett beint undir
bankastjórana þrjá. Hluti
umdeildra útgjalda hefur því ekki
farið gegnum hefðbundið bókhald
bankans. Endurgreiðslur á
útlögðum kostnaði bankastjór-
anna fóru ekki heldur um hefð-
bundið greiðslukerfi bankans.
í fljótu bragði virðist sem hér
hafi verið sett upp einkar
þægilegt kerfi sem skaut
óþægilegum reikningum undan
vökulu auga fjárhagsdeildarinnar.
Vissi bankaráðið ekki um
þetta?
í skýrslu Rikisendurskoðunar
segir svart á hvítu að yfirmaður
deildarinnar sem fór með innra
eftirlit bankans sé ráðinn af
bankaráðinu og heyri beint undir
það.
Hafi bankaráðið ekki vitað um
þessa sérkennilegu bókhaldsað-
ferð á sérmálum bankastjóranna
er erfitt að komast hjá þeirri
ályktun að ráðið hafi vanrækt
eftirlitsskyldu sína.
Bankaráðið samþykkti árlega
fjárhagsáætlun þar sem gert var
ráð fyrir háum upphæðum í
risnu. Er hugsanlegt að það hafi
gert slíkt ár eftir ár án þess að
skyggnast nokkru sinni eftir því
hvemig risnufénu var varið?
Bankaráðið getur ekki skotiö
sér undan ábyrgð með því að
segjast ekki hafa vitað. Það átti
að vita!
Ríkisendurskoðun
Staða Ríkisendurskoðunar í
málinu er undarlega þverstæðu-
kennd. Samkvæmt lögum á hún
að endurskoða reikninga bank-
ans.
Þverstæðan felst í eftirfarandi:
Skýrsla hennar er áfellisdómur
yfir sömu reikningum og hún var
áður búin að árita athugasemda-
laust!
Hún hefur því augljóslega
bmgðist eftirlitsskyldu sinni.
Trúverðugleiki hennar hefur
einnig laskast í umfjöllun um
skýrsluna. Bankaráðið túlkar
skýrsluna með svofelldum hætti í
greinargerð sinni:
„/ lok greinargeróar Ríkisendur-
skoöunar kemur fram sú
afdráttarlausa skoöun aö banka-
ráð Landsbanka íslands hafi rœkt
hlutverk sitt sem eftirlitsaöili meö
fullkomlega eölilegum hœtti..."
Þetta er hins vegar rangt. Þetta
er hvergi hægt að lesa í
skýrslunni. Þegar Sjónvarpið
kannaði hverju þetta sætti lét
ríkisendurskoðandi hafa eftir sér
að hann gerði ekki athugasemd
við þá túlkun!
Sé svo, hvers vegna skrifaði
hann það ekki í skýrsluna?
Skýringar vantar
Ríkisendurskoðun heyrir undir
Alþingi. Heiður hennar varðar
því heiður Alþingis og störf
embættisins þurfa því að vera
hafin yfir vafa.
Þess vegna þarf nú Ríkis-
endurskoðun að skýra þrennt
gagnvart Alþingi og þjóðinni:
í fyrsta lagi, með hvaða hætti
hún kannaði sérstaklega hvemig
bankaráðið rækti eftirlitsskyldu
sína?
í öðru lagi hvaða hluti
skýrslunnar réttlætir yfirlýsingu
ríkisendurskoðanda?
í þriðja lagi hvort stofnunin
sjálf getur firrt sig ábyrgð af
stöðunni sem upp er komin í
bankanum?
Eftir þessum svömm verður
áreiðanlega gengið af Alþingi,
fjölmiðlum og þjóðinni sjálfri.
Fáist þau ekki er skýrsla
Ríkisendurskoðunar í raun
áfellisdómur yfir embættinu
sjálfú.