Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Page 20
20 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 „Bankafarganið" 1998 - oröstír íslands erlendis spillt 3.5 milljónir 3,0 3,25 2.5 2,0 1.5 1,0 0,5 0 Afengi veitingast. Annað Sverrir Hermannsson Risna * bankastjóranna ___ _ -* -frá 1994 til 1997- mí ■9 .—-- 0,21 0»30 0,34 ? 0,07 Björgvin Vilmundarson Halldór Guöbjarnason l> »AT4l Laxveiöi- og risnumál Lands- bankans og afsagnir þriggja banka- stjóra hefur verið mál málanna i vikunni sem er að líða, enda ekki að furða. Um er að ræða eitt stærsta mál af þessu tagi sem nokkru sinni hefur upp komið. Það er ekki á hverjum degi sem bankastjórar segja af sér vegna spillingarmála. Ekki þykir ólíklegt að mál af svip- uðu tagi eigi eftir að koma upp á yf- irborðið bæði í Seðlabankanum og Búnaðarbankanum og hugsanlega fleiri ríkisstotnunum og fyrirtækj- um. Þeir sem um þetta þykjast viss- ir fullyrða að spilling af því tagi, sem varð bankastjórunum að falli, hafi ekki verið verri en sums staðar annars staðar og inn til blaðsins rignir ábendingum um slíkt þessa dagana frá almenningi um stofnan- ir, ríkisfyrirtæki og jafnvel ráðu- neyti. Skriöan enn aö falla Það var Jóhanna Sigurðardóttir sem hleypti þessari skriðu af stað og það er trúlegt að hún sé stærri en svo að hún sé öll komin niður á jafnsléttu og hafi stöðvast. Sams konar úttekt Ríkisendurskoðunar og fram fór á risnumálum lands- bankastjóranna er nú í gangi á sömu málum bankastjóranna í Bún- aðarbankanum sem, sumir hverjir að minnsta kosti, eru sagði veiði- og ferðaglaðir menn. Ekkert skal hér þó fúllyrt um hverjar niðurstöður verða í Búnaðarbankarannsókn- inni, sem fer fram að ósk bankans sjálfs, hvað þá hvort hún muni leiða til afsagna bankastjóra. Augu umheimsins á íslandi En hvers vegna eru atburðir í Landsbankanum að undanfómu allt í einu nú jafn stórbrotnir og raunin er? Undanfarna áratugi hafa sams konar risnu- og sællífismál háttsetts fólk í ríkisapparatinu komið upp og orðið umfjöllunarefni í fjölmiðlum, en aldrei fyrr með þvílíkum afleið- ingum og nú, ekki einu sinni þegar Tryggvi Gunnarsson var rekinn úr bankastjórastarfi í Landsbankanum árið 1909, enda voru ástæðurnar af öðrum toga. Það mál var á sínum tíma kallað „Bankafarganið" og ekki er máliö nú minna „fargan“. Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt í samtali við DV að atburðimir nú séu til merkis um það að afstaða almennings sé að breytast og hann umberi ekki lengur að halda uppi gjálífi einhvers sjálftökuliðs í opin- bera geiranum en þurfa sjálfur að velta fyrir sér hvemi krónu til að ná endum saman. Önnur ástæða er einnig nefnd til þessarar sögu. Hún er sú að ísland sé gengið á mun virkari hátt til fjöl- þjóðasamstarfs en nokkra sinni áður og gengist imdir það að lög- festa reglur Evrópuþjóða á fjölmörg- um sviðum, ekki síst í viðskiptum. Sú staðreynd geri óprúttnum lúxus- þyrstum sjálftökumönnum ómögu- legt að fara sínu fram og stjómvöld- um ómögulegt að leyfa þeim það. ís- land er ekki lengur einangrað úti í norðurhöfum, augu manna úti í heimi hvila á íslandi og íslending- um. íslensk stjórnvöld, sem nú sitja, hafa unnið markvisst að því aö laða að erlenda fjárfesta til landsins og orðið bærilega ágengt. Þeim er því mikið í mun að siðferði í opinberu lífi og í fjármálalífi og viðskiptum sé ekki verra en gengur og gerist í helstu viðskiptalöndunum. Ef ís- land fengi það orð á sig að vera ein- hvers konar ríki á borð við þau sem kölluð em bananalýöveldi, þá eru einfaldlega batnandi efnahags- ástand og lífskjör í hættu. í þessu ljósi beri að skoða þau viðbrögð stjórnvalda að gera ráðu- neytisstjóra viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytis að bankastjóra að þeim Sverri, Björgvini og Halldóri gengn- um og setja síðan forstjóra Þjóð- hagsstofnunar, kunnan heiðurs- mann með yfirburðaþekkingu á ís- lensku efnahagslífi, ráðuneytis- stjóra og þar með næstæðsta yfir- mann hins nýja bankastjóra. Þau skilaboð, sem stjórnvöld senda út í heim með þessum gjömingi, em þau að erlendir fiárfestar og fiár- málamenn geti treyst íslendingum, íslensku bankakerfi og ekki síst ís- lensku krónunni. Skelfileg hrollvekja Jóhanna Sigurðardóttir sagði í utandagskrámmræðum á Alþingi um Landsbankamálið og skýrslu Ríkisendurskoðunar um það að hvort tveggja væri skelfileg hroll- vekja. „Þessi gegndarlausa spilling, græðgi og ofsalega misnotkun á fé skattborgaranna til persónulegs ávinnings og eiginhagsmuna er hræðileg. Mér blöskrar þetta og of- býður. Stjómendur stærsta banka þjóðarinnar hafa nú endanlega gengið fram af fólki.“ Innra eftirlit bankans í umræðunni um Landsbanka- málið hefúr það verið talsvert fyrir- ferðarmikið atriði hver beri ábyrgð- Stefán Asgrímsson og Páll H.Hannesson ina á þeirri sjálftöku bankastjór- anna sem skýrsla Ríkisendurskoð- unar greinir frá. Fólk spyr hvers vegna bæði innra og ytra eftirlit með rekstri og kostnaði bankans brást og stöðvaði ekki ósvinnuna og hvers vegna bankaráðið greip ekki í taumana. Ríkisendurskoðun segir að bæði innra og ytra eftirlit hafi bmgðist og þá spyrja menn hvers vegna? Lítum nánar á það: DV hefur kannað hvemig innra eftirlitinu var háttað og auðvitað er það veigamikill hluti skýringarinn- ar sú staðreynd að innra eftirlitið heyrði á þessum tíma beint undir bankastjórana, eða öllu heldur aðal- bankastjórann, Björgvin Vilmund- arson. Eftirlitsmönnunum bar því að snúa sér til bankastjóranna og aðalbankastjórans með umvöndun- arefni sín og telja menn líklegt að bankasfióramir hefðu samsinnt því að þeir væru að sukka og klagað sjálfa sig til bankaráðs eða jafnvel ráðherra og Alþingis? Varla. Þessu til viðbótar var innra eftir- litið á þeim tíma sem um ræðir og fram til síðustu áramóta nánast verkfæralaust og hafði engar reglur til að styðjast við né vald til um- vandana við bankastjórana. Innra eftirlitið var í stuttu máli á gráu svæði <?g á gráu svæði em engin mörk. Átti innra eftirlitið að vaða í bankasfiórana með þeim afleiðing- um að þeir hreinlega geröu það áhrifalaust, eða átti það reyna að sigla milli skers og bám og halda í horfinu eftir megni og fóma minni hagsmunum fyrir meiri? Á gráu svæði Að sögn manns, sem vel þekkir til þessara mála og framkvæmdar þeirra eins og hún var, er kjami málsins sá að þegar reglur skortir er erfitt að segja til um hvenær bankastjóramir voru að brjóta af sér og hvenær ekki. Það er mjög erfitt að hafa eftirlit með einhverju sem óljósar eða engar reglur gilda um. Þeir sem með slíkt eftirlit fara era vopnlausir. Fram til síðustu áramóta, þegar Landsbankinn varð að hlutafélagi, skorti mikið á slíkar reglur innan bankans. Ábyrgð innra eftirlits gagnvart bankaráði var illa skil- greind. Forstöðumaður þess var ráðinn af bankaráði en heyrði und- ir bankasfióra. En ekki nóg með það: Bankastjórar höfðu ekki ráðn- ingarsamninga og mörk varðandi risnu eða annan kostnað skorti en helgaðist af venju. Almennt má segja að þessi staða hafi verið öllum eftirlitsaðilum ljós og samkvæmt heimildum DV var þessi skortur á starfsreglum og skipulagsvandi ræddur talsvert árið 1997 þegar nýr maður tók við innra eftirlitinu. Nið- urstaðan varð sú að rétt væri að bíða með að taka á málinu þar til endurskipulagning vegna hlutafé- lagavæðingarinnar hæfist, frekar heldur en að skera upp herör gegn þeirri hefð sem komist hafði á í bankanum. Milli skers og báru Meðan þessi óvissa var um verk- svið innra eftirlitsins virðist sem þeir sem gegndu því hafi tekið þann pól í hæðina að láta endurskoðun sína nema staðar við bankastjór- ana. Ekki hafi verið mögulegt að fara að fetta fingur út í risnukostn- að bankastjóranna, yfirmanna innra eftirlitsins, þegar engar regl- ur væm tiltækar sem segðu til um hvort þeir væra innan marka eða ekki, svo lengi sem ekki væri um lögbrot að ræða. Til þess hefði skort öll skotfæri, sem hefðu í þessu til- felli veriö skýrt afmarkaðar reglur um skyldur eftirlitsins og boðleiðir, sem síðar voru settar með hlutafé- lagavæðingu bankans en vom ekki til á þvi fimm ára tímabili sem greinargerð Ríkisendurskoðunar nær til. Hefði eftirlitið unnið öðravísi hefðu afleiðingamar visast orðið þær að það hefði lent úti í kuldan- um í samstarfi við einstaka banka- stjóra og því þess vegna orðið mun erfiðara að sinna starfi sínu. Það hefði snert stærri hagsmuni bank- ans mun meira en leiðrétting á ein- stökum risnureikningum. Menn tóku því þá stefnu að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ábyrgðin Af framansögðu er nokkuð Ijóst að ábyrgð á risnumálunum er tæp- ast á herðum innra eftirlitsins held- ur frekar á herðum ytri endurskoð- unar og hjá Ríkisendurskoðun sjálfri sem í raun byggir dóm sinn á innra eftirlitinu, á þeirri starfslýs- ingu sem eftirlitið vinnrn- núna eft- ir, það er að segja eftir hlutafélaga- væðingu bankans og það getm- vart talist sanngjamt. Rikisendurskoðun hefur á undan- fornum árum innleitt nýjar verk- lagsreglur varðandi innra eftirlit í Qölda opinberra stofnana sem undir hana heyra og þykja þær hafa gefist mjög vel. Sigurður Þórðarson ríkis- endurskoðandi segir aðspurður i samtali við DV í gær að Ríkisendur- skoðun hafi hvorki lagt til né inn- leitt slíkar reglur í Landsbankann. „Það var ekkert í umræðunni." - En af hverju ekki? „Það veit ég ekkert um, sennilega vegna þess að við vorum ekkert í beinni vinnu við þessa endurskoðun þama.“ - En hefði það ekki getað komið í veg fyr- ir að mál hefðu þróast með þessum hætti í Landsbankanum? „Jú, jú, það er alveg klárt. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á,“ sagði ríkis- endurskoðandi. á'. Innlent fréttaljós ________■ AMSUN AKAISABA aðeins i takmai kaðan tíma Skipholti 19 Sími: 552 9800 Grensósvegi 11 Sími: 5 886 886

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.