Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Blaðsíða 22
22 É * 'k lyndlist LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 DV Louisa Matthíasdóttir er ýkjulaust meðal kunnustu núlifandi myndlistarmanna ís- lendinga og hefur um áratuga skeið notið verðskuldaðrar virðing- ar og yinsœlda vestan- hafs. í heimalandinu höfðu menn samt tœp- ast spurnir afhenni fyrren hún var komin hátt á sjötugsaldur. Hún tók þátt í haust- sýningu Félags ís- lenskra myndlistar- manna á þjóðhátíðarári 1974 en fyrstu umtals- verðu nasasjón af yerk- um hennar fengu ís- lendingar á Listahátíð 1984, þegar tíu íslensk- um „útlögum“ var boð- ið að sýna á Kjarvals- stööum. Þá sýndi hún 51 mynd og skipaði tví- mœlalaust heiðurssess- inn. Mönnum kom ásamt um að í myndum hennar vœri ísland upplifað ferskum að ekki sé sagt ófreskum augum, og sýnirnar þannig túlkaðar að allt varð sem nýtt, œrnar, kýr og smalinn. Allt veröur sem nýtt í myndum hennar, ærnar kýr og smalinn. Þessi mynd er nokkuð dæmigerö fyrir náttúrumyndir Louisu. Hún er frá árinu 1983 og er tek- in úr bókinni Myndir sem Mál og menning gaf út 1987. Ávarp við opnun sýningar Louisu Matthíasdóttur í Hafnarborg 9. apríl „Landslagið heima skil ég best" Louisa efndi til fyrstu einkasýn- ingar á íslandi árið 1987 þegar hún stóð á sjötugu, og er varla ofmælt að þá hafi orðið sprenging. Verk hennar voru bókstaflega rifin út. Bókin sem Mál og menning gaf út við það tækifæri - með eftirprent- unum af smámyndum hennar - seldist líka í stóru upplagi. Síðan hefur nafn hennar verið töfrum slungið í hugum hérlendra listunn- enda. Louisa er dóttir Matthíasar Ein- arssonar læknis, sem keypti Höfða árið 1924 og bjó þar á árunum 1925-38. Louisa bjó í foreldrahús- um til 1934 þegar hún fór til náms í Kaupmannahöfn. Hún dvaldist því á Höfða frá 8 til 17 ára aldurs. Hefur henni alla tíð þótt sem þessi áratugur hafi verið ævin öll, enda fer ekki milii mála að hún hefur áratugum saman verið að ausa af óþrjótandi brunni bjartra bemsku- og æskuminninga. Sjálf sagði hún á liðnu ári um Esjumótífið í mynd- um sínum: „Ég horfði á Esjuna dagsdaglega í tíu ár svo hún hlaut að festast í mér. Ég er enn að mála þessi mótíf: Esjuna, Skarðsheiðina, Akrafjallið og allt það.“ Samlynd hjón Samkvæmt nálega öllum prent- uðum heimildum hélt Louisa til New York árið 1941, en ýmsir era þeirrar skoðunar að hún hafi ekki farið utan fyrren ári síðar, og verð- ur sennilega seint úr því skorið með óyggjandi vissu, því Louisa kveðst ekki muna ártalið. Vestan- hafs giftist hún bandaríska málar- anum Leland Bell, sem var af rúss- nesku gyðingakyni. Þó ólík væru aö upplagi og skapferli voru þau hjónin einstaklega samrýnd og unnu saman einsog tvíeyki, studdu hvort annað með ráðum og dáð, hjálpuðust að við undirbúning sýn- inga, þaulræddu verk hvort annars og sýndu stundum saman. Leland, sem lést árið 1991, var fimm árum yngri en Louisa. Hann var sérlega lifandi og skemmtileg- ur maður, glöggskyggn, víðlesinn og flugmælskur. Louisa er hinsveg- ar fáorðasta kona sem ég hef fyrir- hitt. Sjálf sagði hún í fyrra: „Það var svo gott með Lee, að hann vissi aUtaf hvað hann átti að segja, svo ég þurfti aldrei að opna munninn. Ég hef alltaf verið svona. Ég hugsa varla að ég hafi versnað, en ég hef víst ekki heldur skánað. Hjá mér gengur allt útá að mála, og það er ekkert sem hægt er að segja um það.“ Ég kynntist þeim hjónum skömmu eftir að ég kom tÚ New York sumarið 1953 og var heima- gangur á hlýlegu og gestrisnu heimili þeirra þartil ég hélt heim haustið 1956. Temma dóttir þeirra var 8 ára þegar við kynntumst, fríð telpa, hljóðlát og bráðþroska. Hún fetaði í fótspor foreldranna þegar tímar liðu og hefur greinilega orð- ið fyrir sterkari áhrifum af verk- um móðurinnar. Ég komst strax að raun um að Louisa var óvenjulega hlédræg og fámál kona, en þegar hún lagði orð í belg var hver setning sem af vör- um hennar hraut sérkennilega þungvæg, stundum með ávæningi af kaldhæðni, þegar henni þótti eiginmaðurinn gerast helsti mælskur og andríkur. En hún átti líka til létta kímni og smitandi ungmeyjarhlátur sem yljaði manni innað hjartarótum. Hvort heldur setið var heima í 16da stræti eða farið út að snæða í Greenwich Village eða Chinatown ásamt góð- um vinum, þá var hæglát og hlé- dræg návist Louisu ævinlega einsog krydd í samkvæmið: hún bjó yfir einhverjum óskilgreindum þokka sem var samtvinnaður úr hlýju, fullkomnu látleysi og hressi- legu hispursleysi sem ævinlega dró okkur Leland niðrá jörðina þegar háspekOegar bollaleggingar tóku stefnu á skýin. Vera má að hlédrægni Louisu hafl átt sinn þátt í, að hún gerði svo seint vart við sig á íslandi, þó hún kæmi hér oftlega við og væri stundum um kyrrt svo mánuðum skipti. Vestanhafs sáu eiginmaður- inn og félagar hans um að koma henni á framfæri, og brátt tóku gagnrýnendur að mæra hana og vegsama. Fæddist inní íslenskt landslag Víðkunnar íslandsmyndirnar hóf Louisa ekki að mála fyrren árið 1966, þegar hún var komin fast að fimmtugu. Hún segir að það hafl gerst uppúr þurru. Þá var hún stödd í Indiana þarsem Leland kenndi við listaháskóla. Alltíeinu tóku myndir og minning- ar frá Höfðaárunum að leita á hana og létu hana ekki í friði það- anífrá. í viðtali við frænda sinn, Matth- ías Johannessen skáld, minntist Louisa á rætur sínar og var óvenjulega margorð: „Mér þykir gott að mála í Ameríku. Loftið er tært í Ameríku eins og á íslandi. En landslagið heima skil ég bezt. Ekki vegna þess að íslenzkt lands- lag sé fallegra en annað landslag. En það er mitt landslag. Það, sem ég hef séð síðar á ævinni, hefur ekki sömu áhrif á mig og landslag- ið í æsku. Ég fæddist inn i íslenzkt landslag. Það er dýrmæt gjöf. Og hún hefur fylgt mér. Sumir halda að Maine sé líkt íslandi. En það er rangt. Það eru engin eldfjöll í Maine. Ekkert hraun. Rautt, svart hraun. Engir jöklar. Og á íslandi eru engir skógar sem skyggja á sjónhringinn." Veröldin sem Louisa hefur töfrað fram í verkum sínum býr yfir þeim tærleik skynjunar og þeim einfaldleik tjáningar sem setja má í samband við sýnir bernsku- og æskuáranna, þegar allt er óbrotið, litskrúðugt og upp- runalegt. Þvílíkur galdur er greinilega afrakstur mikillar elju samfara þeirri fágætu gáfu að varðveita bernska sjón og bernsk- an hug gegnum margvísleg boða- foll fullorðinsáranna. Til sanns vegar má færa að list Louisu spegli þær eigindir sem eru mest áberandi í dagfari henn- ar: skýrleik, knappleik og yfirskil- vitlega ró. Hún veit hvað hún vill og gengur hreint til verks. Þetta kemur greinilega fram í ýmsum sjálfsmyndum hennar, sem hið Eldhúsið er uppspretta fjölmargra mynda Louisu eins og gestir á sýningunni í Hafnarborg geta séð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.