Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Margrét Frímannsdóttir, formaöur Alþýðubandalagsins: Trúi á sættir - vonast eftir þátttöku Steingríms í sameiningarviðræðum Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, segist fastlega búast við að Steingrímur J. Sigfússon og fylgismenn tillögu hans taki þátt í væntanlegum umræðum um sameig- inlegt framboð vinstriflokkanna til Alþingis að ári. „Ég á að minnsta kosti von á því að þeir bíði með að taka afstööu um annað þangað til nið- urstaða þeirra viðræðna liggur fyrir. Steingrímur hefur ítrekað lagt áherslu á nauðsyn vinstriflokks á ís- landi og um það erum við sammála. Ég hef trú á því að okkar sjónarmið nýtist vel saman og geri mér því auð- vitað vonir um það að Steingrímur komi með í þessa vegferð." Aukinn gjaldeyris- forði Gjaldeyrisforði Seölabanka íslands jókst um rúma 3,8 millj- arða kr'na í júní og var í lok mánaðarins 33,3 milijarðar króna. Gjaldeyriskaup bankans á gjaldeyrismarkaði í júní námu 4,7 milljörðum króna. Gengi ís- lensku krónunnar samkvæmt vísitölu gengisskráningar hækkaði um 0,3% í júní. Eign bankans í markaðsskráðum verðbréfum jókst um 0,1 millj- arð í júní. Kröfur bankans á innlánsstofnanir jukust um 1,1 milljarð en nettókröfur bank- ans á ríkissjóð og ríkisstofnan- ir lækkuðu um 5,1 milljarð. Grunnfé bankans hækkaði um 1,3 milljarða í mánuðinum og nam um 21,8 milljörðum króna í lok hans. -sm Margrét taldi vel hafa tek- ist til með að sætta andstæð sjónarmið innan flokksins á landsfundinum. „Tillaga okk- ar Jóhanns Geirdal, sem var samþykkt, var málamiðlun milli þeirra sem voru á ystu köntunum í flokknum. Mark- miðið með henni var að ná sáttum enda kom það í ljós að margir þeirra sem studdu til- lögu Steingríms voru í raun hlynntir samfylkingu vinstri- manna sem slíkri. Hins vegar höfðu þeir aðrar skoðanir á því hvaða leiðir væru bestar.” Alþýðubandalagið ekki til hægri Aðspurð um það hvort greinargerð, sem samanstóð af nokkrum linum úr setn- ingarræðu Margrétar og látin var fylgja tillögu henn- ar til skýringar, setti frekari fyrirvara við samstarf A- flokkanna sagði Margrét svo ekki vera. „Eðlilega setur fólk samt einhverja fyrir- vara við verk þegar þau eru óunnin. Á meðan við leggjum ekki fram hreinan samstarfssamning til samþykktar eða synjunar hljóta að vera fyrirvarar í hugum manna. í ljósi þeirrar umræðu, sem fylgt hefúr í kjölfar landsfundar, um að Alþýðu- bandalagið sé á leið til hægri þá er það alrangt. Við erum að ganga til samningaviðræðna um myndun öfl- ugs vinstriflokks sem hefúr jafhvel skýrari stefnu til vinstri en nokkur þessara flokka hefur áður haft. Það er vissulega umhugsunarvert að fólk skuli taka til fótanna og flýja af vett- vangi þegar þess er vænst að mótuð verði ítarleg vinstri stefha. Annars kvíði ég engu og er sannfærð um að allir þeir sem vilja raunverulega vinstri stefhu, einnig í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, verði með okkur." -kjart Margrét Frímannsdóttir Banaslys varð á gatnamótum Þorlákshafnar- og Þrengslavegar á níunda tímanum f gærkvöld þegar tveir fólksbílar skullu saman með þeim afleiðingum að 28 ára gamall ökumaður annars bílsins lést en fimm slösuðust, þar af þrfr alvarlega. Or- sök árekstursins er talin vera sú að ökumaður annars bflsins hafði ekki virt biðskyldumerki en ekki var vitað í gærkvöld hvor ökumaðurinn það var. Bílarnir köstuðust báðir út fyrir veg og eru gjörónýtir. Hinir slösuðu eru á aldrinum 20 til 30 ára og voru þeir fluttir til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Kalla þurfti út tæknilið frá Selfossi til þess að klippa einn þeirra út úr öðru bílflakinu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var ekkert á slysstað sem benti til hraðaksturs. Landsmót hestamanna: Eyjafjörður „yfirfullur" af landsmótsgestum Stjórn Sinfóníunnar Mennta- málaráðherra hefur skipað stjórn Sinfón- íuhljómsveitar íslands til næstu fjögurra ára. í henni eiga sæti Dóra Ingvadóttir, framkvæmdastjóri, tilnefhd af RÚV, Jón Þórarinsson tónskáld, tilnefhdur af fjármála- ráöherra, Rósa Hrund Guð- mundsdóttir hljóðfæraleikar, til- nefnd af hljóðfæraleikurum sviet- arinnar, Hákon Leifsson tón- skáld, tilnefndur af Reykjavíkur- borg og Þorkell Helgason orku- málastjóri, skipaður án tilnefn- ingar og er hann jafnframt for- maður stjómar. Sinfóníustjóri Stjórn Sinfóníuhljómsveitarinn- ar er þessa dagana aö fara yfir um- sóknir um stöðu framkvæmda- stjóra hljómsveitarinnar og verður afstaða til þeirra tekin innan tíðar. Umsækjendur að þessu sinni eru: Arnþór Jónsson, Ármann Öm Ármannsson, Ásgeir Eiríksson, Brjánn Ingason, Haukur H. Grön- dal, Jóhanna E. Sveinsdóttir, Sig- urður Gústavsson og Þröstur Ólafsson. Andlit Breska einkaleyfastof- an hefur hafn- að beiöni for- svarsmanna minningar- sjóðs Díönu prinsessu af Wales um einkaleyfi á andliti prinsessunn- ar. Eftir sjö mánaða málsmeðferð komst einkaleyfastofan aö þeirri niðurstöðu að andlit hennar ætti að tilheyra öllum heiminum en ætti ekki að vera eign sjóðsins. Stjómendur sjóðsins höfðu von- ast til þess aö með því að fá einkaleyfi á andliti Díönu heit- innar væri hægt að afla mikilla fjármuna til góðgerðarmála. Bylgjan sagði frá. Annasöm nótt Annasamt var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. í miöbænum voru 3000 manns eftir lokun skemmtistaða og ölvun var tals- verð. Átta unglingar undir lög- aldri voru fluttir í athvarf, tveir fullveðja á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og nokkrir vom handteknir fyrir að míga utan í hús. Lögreglan stöðvaði tvo öku- menn vegna gmns um ölvun- arakstur og sex fyrir of hraðan akstur. Lögreglunni bárust óvenju margar kvartanir um há- vaða í nótt eða samtals fjórtán. Vísir greindi frá. Grease vel fagnað í fréttum RÚV var sagt frá því aö Grease-leikhópnum hafi verið vel Dionu Landsmót hestamanna hefst á Melgerðismelum í Eyjafirði næstkomandi miðvikudag. Þessir krakkar, sem eru í Hestamannafélaginu Létti á Akureyri, keppa í barnaflokki á mótinu og voru á æfingu á Melgerðismelum f gærkvöld undir stjórn þjálfara síns, Hauks Sigfússonar. DV-mynd gk DV, Akureyri: „Við höfum undanfarna mánuði fengið mikið af fyrirspurnum varð- andi gistingu í Eyjaflrði en ekki haft tök á að sinna þeim nema í al- gjörum undantekningartilfellum. Sem stendur veit ég ekki um neina gistimöguleika nær mótssvæðinu en að Engimýri í Öxnadal, en alls staðar i Eyjafirði og á Akureyri er öll gisting fyrir löngu upppöntuð," segir Tómas Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðamálamiðstöðv- ar Eyjafjarðar, um gistimöguleika í Eyjafirði í næstu viku þegar lands- mót hestamanna fer fram á Mel- gerðismelum. Það er því ljóst að þeir sem ekki hafa verið svo forsjálfir að tryggja sér gistingu veröi að gera sér að góðu að sofa í tjöldum. Forráða- menn mótsins hafa lýst því yfir að landsmótsgestir geti orðið á bilinu 8-10 þúsund, jafnvel fleiri. Nokkuð er liðið síðan öll gisting mótsdagana í Eyjafirði var upppönt- uð en talið er að svefnpláss í hótel- um, gistiheimilum og í bændagist- ingu veiti á þriöja þúsund manns húsaskjól. Þar fyrir utan gista margir á einkaheimilum og í or- lofsíbúöum á Akureyri og á tjald- svæðum á Akureyri og Hrafnagili og víðar. Á mótssvæðinu sjálfu á Melgerðismelum verða svo þúsund- ir mótsgesta í tjöldum en þar er að- staða til að taka við geysilegum fjölda og verður hægt að taka við öllum sem þess óska. Tómas segir að það sé ekki rétt að eitthvert „gullgrafaraæði" hafi gripið um sig á Akur- eyri og fólk leigt ibúðir sínar fyrir háar upphæð- ir, hann segist reyndar að ekki hafi verið mikið um lausar íbúðir á Akureyri og sögusagnir um himin- háa leigu séu úr lausu lofti gripnar. Til að auðvelda þeim sem gista á Akureyri að komast á milli hefur verið ákveðið að hafa sætaferðir frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnar- stræti til Melgerðismela á tveggja klukkustunda fresti alla mótsdagana, og er ekki að efa að margir munu notfæra sér þá þjón- ustu. Þá segir Tómas að ýmsir aðilar í ferðaþjón- ustu á Akureyri og víðar við Eyjafjörð muni halda uppi öflugri þjónustu svo fólk hafi eitthvað annað við að vera en landsmótið sjálft og nefndi hann i því sambandi siglingar um Eyjafjörð, hvalaskoðun, sjóstangaveiði og ýmsa menningarviðburði í þvi sam- bandi. -gk fagnað eftir frumsýningu á söng- leiknum víðfræga. Þetta er í fyrsta sinn sem atvinnuleikhópur flytur söngleikinn í íslenskri þýðingu en áhugamenn hafa oft sett hann upp hér á landi. Leikstjóri og danshöf- undur er Kenn Oldfield. Máliö fast Viðræður hafa staðið yfir milli ÁTVR og Visa íslands vegna kreditkoi-taviðskipta í verslunum ÁTVR. Ekki hefur náðst samkomulag um viðskiptin og segir Hösk- uldur Jóns- son, forstjóri ÁTVR, að til- boð Visa ís- lands sé of há greindi frá. Tafir á reglugerö Tafir á nýrri byggingareglu- gerð sem nú er í smíðum í um- hverfisráðuneytinu hafa tafið byggingaframkvæmdir víða um land. Reglugerðin átti að taka gildi þann 1. júlí og er henni ætl- að að skýra ákvæði nýrra skipu- lags- og byggingalaga. Bylgjan greindifrá. -sm Morgunblaðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.