Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 22
30
*
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
c
Tónlistarmynd-
bönd skekkja
veruleikann
Tónlistarmyndbönd sem sýnd
eru í bandarísku sjónvarpi gefa
ekki alveg rétta mynd af veru-
leikanum. Þar eru blökkumenn
sýndir sem árásarmenn meira
en góðu hófi gegnir og hvítar
konur eru oftast fómarlömbin.
Það vom vísindamenn við
barnaspítalann i Boston og
læknadeild Harvardháskóla
sem komust að þessari niður-
stöðu eftir að hafa horft á 518
tónlistarmyndbönd.
„Tónlistarmyndböndin renna
hugsanlega stoðum undir staðn-
aðar ímyndir um árásarhneigða
svarta karlmenn og hvítar kon-
ur sem fórnarlömb," segir í nið-
urstöðum rannsóknarinnar.
Vísindamennirnir lýsa
áhyggjum sínum af áhrifunum
sem tónlistarmyndbönd kunna
að hafa á hugmyndir unglinga
um samskipti kynjanna, meðal
annars.
Minna sjónsvið
eldri ökumanna
Algengt er að sjónsvið full-
orðinna ökumanna hafi minnk-
að svo að þeir eru tvisvar sinn-
um líklegri til að lenda í um-
ferðarslysum. Þetta kemur fram
í rannsókn sem gerð var á 294
ökumönnum á aldrinum 55 til
87 ára í Alabama í Bandaríkj-
unum.
Þátttakendumir gengust und-
ir sjónpróf og síðan var fylgst
með þeim í þrjú ár til að kanna
hversu oft þeir lentu í slysum. í
ljós kom að þeir sem höfðu 40
prósent minna sjónsvið, eða
meira, nokkuð sem hendir um
það bil þriðja hvern fullorðinn
einstakling, voru 2,2 sinnum
líklegri til að lenda í slysum en
þeir sem höföu góða sjón.
í flestum tilvikum urðu slys-
in vegna þess að viðkomandi
virti ekki aðalbrautarrétt, virti
ekki stöðvunarskyldu eða mat
fjarlægðir ekki rétt.
Konur vita hvar
hlutirnir eru
Þar höfum við það, sannað
með vísindalegum aðferðum,
að konur eru körlum fremri
þegar kemur að því að vita
hvar hitt og þetta er. Hvort
sem það eru sokkaplöggin eða
eitthvað annað.
Hópur visindámanna, undir
forustu sálfræðiprófessorsins
Robins Wests, fékk 300 karla
og konur til að taka þátt í dá-
lítilli tilraun. Fólkið var beðið,
með aðstoð tölvuskjár, aö sýna
hvar það vildi setja 20 algenga
hluti í 12 herbergja hús. Þátt-
takendurnir fengu tíu sekúnd-
ur til verksins og ekki mátti
setja fleiri en tvo hluti í sama
herbergi.
Þrjátíu til fjörutíu og fimm
mínútum siðar voru viðkom-
andi beðnir að rifja upp hvar
þeir hefðu sett hvað. Konun-
um gekk alltaf betur. Hugsan-
lega vegna þess að þær hafa
meiri reynslu í því að finna
týndar teskeiðar og aðra muni
heima.
Dularfullur sveppur gerir óskunda í dýraríkinu:
Kæfir heimsins froska
og náskylda ættingja
Dýrafræðingar
hafa uppgötvað dul-
arfullan nýjan svepp
sem er að ganga af
froskum heimsins
dauðum. Frá þvi seg-
ir í nýlegu hefti
tímaritsins New Sci-
entist.
Sveppur þessi,
sem enn hefur ekki
hlotið naih, gerir sér
það að leik að kæfa
froskana og náskylda
frændur þeirra með
því að þekja kvið
þeirra og leggi. Vis-
indamenn telja að
þama sé hugsanlega
að finna ástæðuna
fyrir því að svo mjög
hefur fækkað í
froskastofninum um
heim allan.
Svo dularfullur er
sveppurinn að vis-
indamenn vita ekki
hvaðan hann kemur,
né heldur vita þeir
hvernig hann breið-
ist út. Hitt er aftur á
móti vitað að hann hefur lagst á tíu
froskategundir á tíu landsvæðum í
Ástralíu, sjö tegundir í Panama og
sex tegundir í dýragörðum og sæ-
dýrasöfnum í Bandaríkjunum.
„Það leikur lítill vafi á að þetta á
sér stað alls staðar í heiminum,"
segir Allan Pessier, dýrameinafræð-
ingur við dýragarðinn í bandarísku
höfuðborginni Washington, í viðtali
við New Scientist.
Sveppurinn tilheyrir nýrri ætt-
kvísl sem talin er vera skyld fyrstu
sveppunum. Það voru vísindamenn
í Bandaríkjunum og Ástralíu sem
uppgötvuðu þessa nýju tegund
óháðir hverjir öðmm.
Að sögn New Scientist vita vís-
indamenn ekki enn hvort rekja
megi dauða froskanna beint til
sveppsins sjálfs, eða hvort dýrin
hafi verið orðin veik fyrir af öðmm
ástæðum. Þar eru nefndir til sög-
unnar útíjólubláir geislar sem kom-
ast inn í gufuhvolf jarðar vegna
þess að ósonlagiö hefur verið að
þynnast. Enn fremur velta vísinda-
mennirnir því fyrir sér, hvort efna-
blöndur sem notaðar em í landbún-
aði, geti átt hlut að máli.
Sveppurinn hefur
verið í bandarískum
dýragörðum frá árinu
1988 og hann fannst í
Ástralíu árið 1993.
Pessier, samstarfs-
maður hans, Don
Nichols, og Joyce
Longcore ffá háskólan-
um í Maine tóku að sér
að reyna að greina
sveppinn. Á sama tíma
gerðu ástralskir vís-
indamenn hliðstæða
uppgötvun og verður
sagt ffá henni í riti
bandarísku vísinda-
akademíunnar í þess-
um mánuði.
V ísindamennirnir
vita ekki hvort frosk-
arnir, sem anda gegn-
um húðina, kafna af
völdum sveppsins eða
hvort hann gefur frá
sér eitur. Þeir hvetja
því til að ffekari rann-
sóknir verði gerðar.
„Það þarf vísinda-
menn úr mörgum
greinum til að ganga
nákvæmlega úr skugga um hvaða
hlutverki sveppur þessi gegnir og
hvernig bregðast eigi við honum,“
segir Allan Pessier.
Stefna að ræktun
líffæra inni í
mannslíkamanum
Þess verður kannski ekki langt
að bíða að hægt verði að fram-
leiða ný líffæri inni í mannslík-
amanum í staðinn fyrir gömul og
skemmd. Þar með yrði hægt að
bæta að einhverju leyti upp þann
viðvarandi skort sem er á líffær-
um til ígræðslu.
Tækniháskóli Massachusetts
(MIT) og bamaspítalinn í Boston
hafa fengið þrjú einkaleyfi varð-
andi ræktun nýrra líffæra og
veQa inni í mannslíkamanum.
Fyrirtæki í Kaliforníu hefur
fengið leyfi til að nota hina nýju
tækni sem þegar hefur verið beitt
til að rækta lifrar í rottum og
hundum.
Tæknin, sem kölluð er vefja-
verkfræði, notast við frumur og
eins konar mót úr uppleysanleg-
um fjölliðum. Gert er mót af við-
komandi líffæri og frumur settar
utan á það. Frumumar vaxa síð-
an og taka á sig lögun mótsins.
Þegar frumurnar hafa svo náð
æskilegri lögun, hefur mótið
leyst upp og hægt er að fjarlægja
hið nýræktaða liffæri, ef þörf er
fyrir það.
„Það sem er nýtt við þetta er
að það gerir okkur kleift að
rækta vefi og líffæri inni í
mannslikamanum. Hægt er að
nota annaðhvort frumur úr sjúk-
lingnum eða annarri mann-
eskju,“ segir Gail Naughton, for-
stjóri Advanced Tissu fyrirtækis-
ins í La Jolla í Kalifomíu.
Hún segir aö hugsanlega verði
hægt að rækta lifur í nýfæddu
bami á þremur til íjórum vikum.
Naughton segir að aðferð þessi
geti meðal annars gagnast sjúk-
lingum með skorpulifur af völd-
um áfengis eða eiturefna.
Enn ein ráðgátan leyst:
Melatonm talið eiga beinan
þátt í ófögnuðinum síþreytu
Síþreytan er kannski ekki lengur sú ráð-
gáta sem hún var. Breskir læknar telja nú
að þennan dularfulla sjúkdóm megi rekja til
röskunar á starfi ónæmiskerfisins.
Ný rannsókn sem geðlæknar við tvö
sjúkrahús í Lundúnum, Guy’s og St Thom-
as, gerðu leiddi í ljós að hormónið
melatónín, sem örvar mjög starfsemi
ónæmiskerfisins, kann að eiga beinan
þátt í þreytunni, höfuðverkjumnn, svefn-
leysinu og öðrum einkennum síþreytu.
„Við komumst að því að þeir sem þjáö-
ust af síþreytu voru með nokkuð mikið
magn melatóníns,” segir Theodore
Soutzos, sem ásamt Ram Seth kynnti nið-
urstöðurnar á ársfundi breskra geðlækna
í Belfast fyrir skömmu.
Læknamir rannsökuðu 44 konur með
síþreytu og samanburðarhóp af sama
kyni og á sama aldri. Konur eru fjórum
sinnum líklegri en karlar til að fá sjúk-
dóm þennan.
Þátttakendunum var skipt
upp í hópa. Heilbrigðir voru í
einum, sjúkir í öðrum og þeir
sem voru á batavegi í þeim
þriðja. Þeir sem þjáðust af sí-
þreytu reyndust vera með
meira melatónín í blóðinu en sam-
anburðarhópurinn. Þeir sem höfðu
alvarlegustu einkenni sjúkdómsins voru
með langmest af hormóninu.
„Það sem (rannsóknin) sýnir ffarn á er að bein tengsl
kunni að vera milli melatóníns og einkenna síþreytu,"
segir Soutzos. „Þetta er fyrsta rannsóknin þar sem sí-
þreyta er algjörlega aðskilin depurð og hún
sýnir fram á hvemig þetta tvennt getur
lifað saman.“
Fram að þessu hefúr ekki verið til
nein líflæknisfræðileg skýring eða
greining á síþreytunni sem einkenninst
af mikilli líkamlegri og andlegri þreytu.
Eina lækningin hefur falist í líkams-
rækt og atferlismeðferð.
Niðurstöður rannsóknar bresku
læknanna gætu rutt brautina fyrir
nýrri tegund meðferðar á síþreytu.
Sjúkdómurinn er svo algengur að talið
er að allt að fjórðungur Breta þjáist af
honum.
Vísindamenn vita að ljós og ákveðnar
fæðutegundir geta breytt melatónín-
magninu og efnasambönd hafa einnig
áhrif á magn hormónsins í líkamanum.
Það er heilaköngullinn sem framleið-
ir melatónin og gefur það frá sér þegar
ljós dvínar á kvöldin. Hormón
þetta er oft notað til að sigr-
ast á flugþreytu. Þá tengist
það ýmsri starfsemi líkam-
* ans, svo sem svefni, hungri,
kynlífslöngun, geðsveiflum
og vexti, að því er sumir
telja. Melatónín hefur veri
mjög eftirsótt í töfluformi I
Bandríkjunum á undanfomum misserum
sem eins konar svefnmeðal. Sala þess er hins vegar
ekki leyfð á íslandi.