Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
Fréttir
Engar líkur á svari í rengismáli Nóatúns og Steinars Bastesens:
Angelsen grátbiður
Bastesen að hætta við
DV, Ósló:
„Já, ég er stööugt í sambandi
viö Peter Angelsen og hann biður
Stætðir: 13"
Verð frá
8.174
Stærðir: 14"
Verð frá
8.
Stærðir: 14" 16
mig alltaf að sætta mig við nei og
að rengið fari ekki til íslands að
þessu sinni. Vandinn er að hann
getur ekki boðið mér neinar bætur
fyrir neiið og ég vil engar aðrar
bætur en yfirlýsingu norskra
stjórnvalda um að engar hömlur
verði á útflutningi hvalafurða frá
næsta ári eða svo,” segir Steinar
Bastesen, hvalfangari í Noregi,
sem senn hefur beðið í tíu mánuði
eftir að fá svar við ósk um að selja
100 tonn af rengi til íslands.
Verslanir Nóatúns ætla að selja
rengið á íslandi en svar norska
sjávarútvegsráðuneytisins hefur
enn ekki borist þótt sótt hafi verið
um leyfið í október í fyrra.
í ráðuneytinu er nú sagt að svar
komi í næstu viku en það var líka
sagt í síðustu viku og vikunni þar
á undan.
Lögfræðingar í norsku utanrík-
is- og sjávarútvegsráöuneytunum
munu hafa komist að þeirri niður-
stöðu að ekki megi neita Steinari
um útflutningsleyfið þar sem hann
uppfyllir öll sett skilyrði og hvorki
Norðmenn né íslendingar hafa
samþykkt bann við viðskiptum
með hvalafurðir.
„Það er löngu ákveðið að neita
mér um leyfið en Angelsen vill
ekki hætta á að verða kærður og
þess vegna er að hann alltaf að
biðja mig um að sætta mig við nei.
Það geri ég ekki nema hann bjóði
eitthvað enn betra í staðinn,”
sagði Bastesen.
-GK
Námskeið í greiningu og
meðferð bakvandamála
DV, Stykkishólmi:
Við Sjúkrahúsið í Stykkishólmi
er rekin bakdeild þar sem bak-
sjúklingum alls staðar af landinu
er boðið upp á þjónustu sérhæfðs
starfsfólks. Jósep Blöndal læknir
hefur yfirumsjón með deildinni.
Þrettán af rúmlega fjörutíu rúm-
-y um á sjúkrahúsinu eru ætluð bak-
sjúklingum.
Dagana 2.-6. júní var haldið
námskeið í Stykkishólmi í grein-
ingu og meðferð bakvandamála.
Þátttakendur voru 21, læknar,
sjúkraþjálfarar og sjúkranuddar-
ar. Auk Jóseps Blöndals voru
kennarar á námskeiðinu dr.
Henry A. Sanford og Nigel
Hanchard.
-B.B.
Prófað að sumri. Þessir nemendur voru að þreyta próf í Sumarskólanum sf
sem hefur starfað í Háskóla íslands í sumar. Þaö verður vinsælla meö hverju
ári að nota sumartímann til náms enda tækifæri til að vinna upp það sem
tapast hefur eöa flýta fyrir útskriftinni. DV-mynd Teitur
Gúmmívinnustofan ehf.
Réttarhálsi 2, sími: 587 5588
Skipholti 35. sími: 553 1055
Þjónustuaðilar um land allt.
engar
KEA hvetur bændur til
meiri mjólkurframleiðslu
Stærðir: 13"
14"
Verð frá
9.
mjög brýnt að eyfirskir bændur auki
mjólkurframleiðslu sina. „Það er í
raun of lítil mjólkurframleiðsla bæði í
Eyjafirði og í landinu öllu. Mjólkur-
samlag KEA er aðalostabú landsins og
til ostagerðar þarf mikla mjólk. Við
höfum þurft að ganga mjög á osta-
birgðir okkar og þurfum nauðsynlega
að bæta þar úr. Mér reiknast til að
okkur vanti mjólk í um 135 tonn af
osti sem samsvarar 1,3 milljónum
lítra af mjólk,“ segir Hólmgeir.
Á samráðsfundi Mjólkursamlags
KEA með bændum kom fram að rekst-
ur samlagsins skilaði um 4 milljónum
króna hagnaði á síðasta ári miðað við
tæplega 2 milljóna króna tap árið
áður. Á fundinum voru veittar sér-
stakar viðurkenningar til 55 aðila fyr-
ir að framleiða úrvalsmjólk á síðasta
ári. Fimm framleiðendur hafa náð
þeim einstaka árangri að leggja inn
úrvalsmjólk í 10 ár eða oftar.
Kúabú í Eyjafirði eru óvenjustór
Þátttakendur á námskeiði í greiningu og meöferö bakvandamála sem hald-
ið var í Stykkishólmi.
DV, Akureyri:
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur
samþykkt að greiða bændum á félags-
svæði Mjólkursamlags KEA fullt verð
fyrir alla mjólk umfram greiðslumark
með það að markmiði að hvetja bænd-
ur á svæðinu til meiri framleiðslu.
Þessi leið var farin á síðasta verðlags-
ári og bárust þá 19,8 milljónir lítra til
Mjólkursamlags KEA og voru 102 þús-
und lítrar þess magns utan greiðslu-
marks.
Hólmgeir Karlsson, framkvæmda-
stjóri mjólkuriðnaðarsviðs KEA, segir
En þú ættir að athuga þessi frábæru tilboðsverð!
MOREECONOMY Pentium II 266 MORE ECONOMYmmx 266
I
32MB vinnsluminni
2100MB harður diskur
34x geisladrif
32 bita 64 radda hljóðkort
Hátalarar
4MB skjákort
33.600 bps mótald
32MB vinnsluminni
2.1GB harður diskur
34X geisladrif
64 radda hljóðkort
Hátalarar
4MB skjákort (innb.)
15” skjár
Mótald 33.6
Skanni
Prentari
ÍaM ustek
ardware.
Með 17” skjá 151.900
Skannar
redhtmi
fyrir skólann, internetið, vinnuna, leik og starf
Vorum að fá þessa frábæru skanna frá Mustek.
Um er að ræða 30 og36 bita skanna 4800 dpi og 9600 dpi.
Bæði fyrir PC og Macintosh.
TM
ggi ÍaM ustek
Tölvubúnaður Skannar og myndavélar
ViewSonicá
P C o g M a c
BOÐEIND
TÖLVUVERSLUN -ÞJÓNUSTA
Mörkin 6-108 Reykjavík - 5882061
www.bodeind.is
J
miðað við landsmeðaltal. Meðalbúið í
Eyjafirði framleiðir 115 þúsund lítra
árlega en landsmeðaltalið er 80 þús-
und lítrar. -gk
KEA flytur í
Mjóddina
Nú fer að líða að því að KEA blandi
sér í samkeppni verslana sunnan
heiða því að til stendur að opna KEA-
Nettó verslun í Mjóddinni þar sem nú
er verslunin Kaupgarður. Kaupfélags-
menn hyggjast taka við rekstri Kaup-
garðs í lok júní og munu opna aftur
undir merkjum KEA-Nettó þegar
nauðsynlegar breytingar hafa verið
gerðar á versluninni.
í KEA-Nettó verður boðið upp á
matvöru, sérvöru og fatnað á lágu
verði og er ekki að efa að versluninni
verði vel tekið af borgarbúum.
Árekstur á
Reykjanesbraut
Árekstur varð um áttaleytið í morg-
un á nýju Reykjanesbrautinni, austan
við Kaplakrika. Bill fór yfir á rangan
vegarhelming með þeim afleiðingum
að hann lenti á öðrum. Ökumenn
beggja fóru á slysadeild, annar tals-
vert slasaður. Bilamir, sendiferðabíll
og fólksbíll, eru mikið skemmdir.