Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
Hróarskeldumyndir
Þeir voru margir íslend-
ingamir sem skelltu sér í
ólifnaðinn á Hróarskelduhá-
tíðinni fyrir rúmri viku.
Þeir sem vilja rifja upp
hvemig hljómsveitimar
sem þeir sáu litu út á hátíð-
inni geta skoðað http:
//www.rockphoto.dk
Tónlistarkaup
Ef þeir hinir sömu vilja
kaupa tónlist með rokkur-
unum sem heilluðu þá hvað
mest geta þeir farið á eina
stærstu tónlistarpóstverslun
Netsins og m.a. fengið að
hlusta á sýnishom af sum-
um plötunum:
http://interju-
ke.com/jukebox
Notað rokk
Sjálfsagt em Hróars-
keldufararnir fátækir eftir
ferðina og hafa ekki efni á
mörgum plötum. Þeir geta
þá bara skellt sér á http:
//www.cellophane.com en
það er plötubúð í Seattle
sem selur vel með farna,
notaða diska á vægu verði.
Fjárhættuspil...
Margir vilja vinna sér
inn peninga án mikillar fyr-
irhafnar og þá er tilvalið að
fara á http:
//www.wp.com/gamblehe
ad sem inniheldur tengla á
fjölda heimasíðna sem hafa
með fjárhættuspil að gera.
...eða
Aðrir fínna
sér hins vegar
eitthvað meira
spennandi við
að vera, eins
og til dæmis
garðrækt. Þeir ættu að vera
óhræddir við að heimsækja
http://www.prairie-
net.org/ag/gar-
den/homepage.htm
Þinglýsing
Margir eru orðnir þreytt-
ir á að skoða annars ágæta
heimasiðu Alþingis. Þá er
ekki úr vegi að skella sér á
breska þingið og hitta fé-
laga eins og Tony Blair og
hvað þeir nú heita allir:
http:// www.parlia-
ment.uk/hophome.htm
Simpsonsdýrkun
Á heimasíðunni http:
// www.snpp.com/index.h
tml er að
finna allt sem
þú vildir vita
um Simpson
fjölskylduna
og miídu,
miklu meira.
Þar er t.d.
handrit allra
þátta frá byrj-
un, auk þess sem öll smá-
atriði hvers einasta þáttar
eru nákvæmlega tiltekin.
Stelpur á móti strákum
Það eru kannski ekki
margir sem vita það en
besta hljómsveit í heimi
heitir Girls against Boys.
Opinber heimasíða hennar
er
http://www.geffen.eom/g
vsb
Windows 98 prófað:
Er það þess virði?
Þá er Windows 98 loksins komið á
markað eftir langa og erfiða með-
göngu en án mikiila auglýs-
ingaherferða og lúðrablásturs.
Þó hefur verið beðið eftir þessari
útgáfu með nokkurri eftirvænt-
ingu því mörgum var farið að
leiðast að nota þriggja ára
gamalt stýrikerfi sem var ekki
endilega sú draumalausn sem
lofað var. Raunin var sú að þrátt
fyrir að hafa heitið Windows 95
þessi þrjú ár voru sumir tölvunot-
endur betur settir en aðrir.
Microsoft hefur nefnilega laumað
endurbættri útgáfu af Windows 95,
sem er nokkurs konar millivegur
milli 95 og 98, með nýjum tölvum
sem seldar hafa verið á tímabilinu.
Sagt hefur verið að Windows 98
geri fyrir vélbúnað sem Windows 95
gerði fyrir hugbúnað. Ný tækni eins
og DVD, AGP og USB er nú studd að
fullu með Windows 98. Með FAT 32
skráarkerfinu er að auki hægt að
vera með harða diska allt að 2 TB
(Terabætum!!) í einum hluta; ekki
skipt niður eins og í hinu eldra FAT
16.
Einnig hefur verið bætt við ýms-
um tólum sem geta verið mikilvæg
í umsjón tölvunar. Þar á meðal er
Dr. Watson sem kemur með ráðlegg-
ingar um það sem betur mætti
fara í uppsetning-
unni, auk
tóla sem
gefa
miklu
nánari
upplýsing-
ar um upp
setningu tölv-
unnar.
þó hægt sé að stilla allt fram og
til baka ef menn vilja. Aðal-
breytingin er i gluggunum en
þeir hafa tekið á sig Intemet
Explorer útlitið. Að auki hafa
nýir hlutir orðið til eins og t.d.
upplýsingasvæði í gluggunum
en það er notað til að sýna
ýmsar upplýsingar
um möppur eða
skjöl og ef
myndaskjal er
valið birtist
sýnishom
mynd-
inni í
gluggan-
um.
Innsetning
Sú útgáfa sem tekin
var til prófunar er upp-
færsluútgáfa. Diskinum
var smellt i drifið og rann
uppsetningin mjúklega i gegn
á u.þ.b. 30 mínútum. Boðið
er upp á að taka afrit af
Windows 95 uppsetningunni
(tekur um 50 MB pláss) en annars
þarf notandinn lítil sem engin af-
skipti að hafa af ferlinu. Þó ættu all-
ir að hafa við höndina diskling til
að búa til ræsidisk ef eitthvað
skyldi fara úrskeiðis.
Uppsetningin getur þó orðið dálít-
ið stærri en í 95 og er æskilegast að
hafa nóg laust pláss á harða diskin-
um (200-300 MB). Uppsetningin end-
urræsir tölvuna nokkrum sinnum
og þá er þessu lokið og hægt er að
byrja að nota Windows 98. Bestu
meðmælin sem innsetningin getur
fengið koma frá gallhörðum Makka-
manni sem kallaði hana einfald-
lega„frábæra“.
Það sem tekiö er fyrst eftir era
nokkrar útlitsbreytingar sem gætu
hrellt þá sem em vanir Windows 95
Nokkru
hefúr verið bætt við margmiðlunar-
möguleika kerfisins, einkum frá
sjónarmiði Intemetsins, en draum-
sýn Microsoft er að sameina Inter-
netið og sjónvarpið og hefur nokkru
púðri verið eytt í það.
Svo er vert að minnast á Intemet
Explorer 4 sem öll lætin voru um en
hann er órjúfanlegur hluti af
Windows 98. Ekki tókst að koma í
veg fyrir það með lögbanni og skipt-
ir svo sem ekki miklu máli því
hann er alveg ágætur til síns brúks.
Válbúnaður
Eins og áður sagði hefur stuðn-
ingur við nýjan vélbúnað verið
stærsti þátturinn í Windows 98
enda munu hlutir eins og DVD, USB
Öryggi í netviðskiptum:
Alvarlegur galli fundinn
Hugbúnaðarframleiðendur í
Bandaríkjunum sögðust fyrir stuttu
hafa uppgötvað galla á öryggiskerfi
Netsins. Kerfi þetta er notað á flest-
um þeim heimasíðum sem stunda
viðskipti á Netinu. Jafnframt sögðu
þó framleiðendumir að neytendur
þyrftu ekki að örvænta því gallinn
hefði verið lagfærður.
„Þetta er alvarlegur galli og ef
hann hefði verið uppgötvaður cif
óprúttnum hefðu þeir getað nýtt sér
hann á versta veg. Til dæmis til að
fá aðgang að bankaviðskiptum,"
sagði Scott Schnell, varaforseti RSA
Data Security Inc., sem vann að
framleiöslu öryggiskerfisins. RSA
mun á næstu dögum senda frá sér
nýjan hugbúnað sem mun algjör-
lega koma í veg fyrir árásir af því
tagi sem hér um ræðir, að því er
segir í tilkynningu fyrirtækisins.
En þó svo gallinn hafi verið til
staðar er ekki þar með sagt að auð-
velt hefði verið fyrir glæpamenn að
nýta sér hann til innbrota. Til þess
hefðu tölvuglæpamenn þurft að
senda u.þ.b. eina milljón skilaboða
til miðlarans eða tölvunnar sem
brjótast átti inn í. Slíkt hefði ekki
bara tekið langan tíma heldur hefði
verið auðvelt fyrir viðkomandi fyr-
irtæki að verða innbrotstilraunar-
innar Vcir.
og AGP taka við núverandi tækni.
DVD leysir geisladrifið af hólmi,
USB verður notaður til að tengja
nær öll jaðartæki við tölvuna og
AGP tekur við skjákortunum, auk
hins öfluga FireWire tengi til gagna-
flutnings. Allir þessir þættir em
studdir af Windows 98 og innsetn-
ing tækja verður eins og að drekka
vatn, eða svo er sagt. Einnig er
hægt að vera með allt að 9 skjái í
gangi í einu (þó þarf nýtt skjá-
kort á hvem skjá) en það hefur
verið mögulegt á Mökkum sl.
áratug.
En þó kom upp það vandamál í
uppsetningunni hjá mér að inn-
byggt mótald var vitlaust
greint af Windows 98 og
þurfti að setja aftur inn
rekla fyrir það en þetta
var líka eina vanda-
málið sem fannst eftir
innsetningu, allt ann-
að starfaði fullkomlega
eðlilega. Það er samt
alltaf góð regla að eiga
alla rekla sem tölvan
notar á vísum stað.
Ein stærsta spuming sem
nær allir spyrja er: „Er þetta
hraðara en 95?“ Svarið er að
vissu leyti jákvætt en munur-
inn er ekkert sláandi mikill.
Ræsingin á að ganga hraðar
fyrir sig. Ég tek ekki mikið eft-
ir því en finn hins vegar að 98
er miklu sneggri að ganga frá
tölvunni en fyrirrennari henn-
ar. Munurinn felst í því að í
stað þess að slökkva á hverjum
aukahlut fyrir sig eins og 95 gerði er
núna slökkt á öllu nær samstundis.
Þá hefur minnisstýring verið
bætt til muna, sérstaklega sýnd-
arminnið og ætti það að skila sér til
notandans með minni diskavinnslu
og meiri hraða.
Með öllum þessum villuleiðrétt-
ingum er þetta orðið miklu stöðugra
stýrikerfi sem frýs og hrynur síður.
Betra skráarkerfi
Ein mesta bótin kemur með
FAT32 skráarkerfinu sem leysir af
hólmi hið aldna FAT16 og færir
okkur betri nýtingu á diskaplássi.
Þó með þeim fyrirvara að diskamir
verða að vera stærri en 512MB og
besta nýting kemur á diskum sem
eru stærri en 2GB.
Breytingin yfir í FAT32 gerist
ekki sjálfvirkt í innsetningunni en
það er sérstakt forrit sem þarf að
keyra og er mikilvægt að lesa leið-
beiningarnar í handbókinni áður en
í það er farið því það þarf að huga
að nokkmm atriðum fyrst. Svo er
rétt að minna á það að breytingin
gæti tekið nokkum tíma.
Án þess að fella stóradóm yfir
Windows 98 verð ég samt að segja
að þetta er nauðsynlegur pakki fyr-
ir þá sem eiga Pentium II tölvur og
þá sem ætla sér að nýta allt sem
tölvan býður upp á. Hins vegar er
Windows 98 ekki lífsnauðsynlegt
fyrir eigendur eldri tölva. Þó er
stýrikerfið samt það mikil bót að
þeir ættu að hugsa um að uppfæra
að lokum þegar verðið tekur að
lækka.
-jr
iHiyJ.lt
10101010010
Nýtt veftungumál
Eftir um það bil ár gæti umhverfi
Netsins verið talsvert ööruvísi en það
er nú. Það er vegna tilkomu nýrrar
tækni sem kölluö er XML, sem er
stytting á „Extensible Markup Langu-
age". XML varö viöurkennt sem stað-
all í febrúar og síöan þá hafa öll
stærstu hugbúnaöarlyrirtækin, þar á
meöal Adobe Systems, IBM, Lotus,
Microsoft og Netscape Commun-
ications opinberlega tilkynnt að þau
styöji tungumáliö.
Þaö helsta sem tungumáliö þykir hafa
til slns ágætis er aö öll leit á vefn-
um mun verða auðveldari til mikilla
muna.
Netviðskipti auka hagsveiflur
Sveiflur í efnahagslífinu gætu aukist
á næstu árum I kjölfar aukinna viö-
s k i p t a
sem fara
fram á
Neti n u.
Þetta kom
f ra m í
rannsókn
sem gerö
var í New
York fyrir
skömmu.
Þar kemur
fram aö
eftir því
sem neyt-
e n d u r
beina viö-
skiptum sínum í auknum mæli I gegn-
um Netiö nýta þeir sér ákveðin forrit
sem leita aö hagstæðasta veröi.
Þessi forrit ýta undir hagsveiflur og
veröa völd aö skæöu verðstríði. Þetta
gerist vegna þess aö forritin lúta eng-
um þeim lögmálum sem nú takmarka
að einhverju leyti hagsveiflur. Sam-
skipti milli forritanna taka örstuttan
tíma, kosta nær ekkert auk þess
sem fjarlægöir skipta engu máli.
Böm höfð að féþúfu
Böm eru nú farin aö nýta sér Netið
af þvílíkum krafti aö gróöafyrirtækin
eru farin aö taka viö sér. Fyrir stuttu
keypti Disney-fyrirtækiö stóran hluta
í Infoseek en margir netnotendur
hefja daglega för sína um Netiö af
heimasíöu þess. Nú þegar eru rúm-
lega 10 milljón börn farin aö nýta sér
Netiö daglega og því eru talsverðir
peningar í húfi. Stærsti leikfanga-
framleiöandi í heimi, ToysrUs, mun á
næstu mánuöum flárfesta stórt í net-
bransanum og einnig er búist viö aö
Barbie-framleiöendurnir Mattel bæt-
ist í hópinn.
Microsoft að klikka á NT 5.0?
Microsoft hefur nýlega dreift þriöju
prufuútgáfunni (Beta 3) af NT 5.0.
Þetta gerir
fyrirtækiö
þrátt fyrir
að hafa fyrr
á árinu til-
kynnt aö
þessi út-
gáfa stýri-
kerfisins
kæmi á
markaðinn
í sumar.
Þar meö fá
þeir sem
efast um
a ö
Microsoft
takist aö gefa stýrikerfið fullbúiö út
á þessu ári fengiö byr undir báöa
vængi.
Talsmenn Microsoft reyna þó aö
þræta fyrir aö þeir séu í vanda og
segja þetta í raun ekki vera þriðju
prufuútgáfu heldur aðeins viðbót viö
prufuútgáfu númertvö. „Okkurfannst
ruglandi aö tala um „prufuútgáfuvið-
bót" og ákváöum því aö kalla þetta
þriöju prufuútgáfu." ,__________
-~ __________________
■'v **M»