Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
9
Utlönd
Vinda lægði í Flórída í gær þar sem um 120 þúsund manns hafa flúið heimili
sín vegna skógarelda. Slökkviliðsmönnum sem hafa barist árangurslaust
við skógareldana vikum saman létti við veðurbreytinguna sem auðveldaði
þeim starfið. Símamynd Reuter.
Kanaríeyjar:
Víkingabyggð möguleg
Beinaleifar sem talið er að megi
rekja til víkingabyggðar hafa fund-
ist á Kanaríeyjum. Beinin fundust
í grafhaug í Galdar á Gran Can-
aria.
Svíinn Per Lillieström, sem er
talsmaður samtakanna Society for
Atlantic History Research, telur
líklegt að víkingar hafi haft vetur-
setu á Kanaríeyjum þegar þeir
herjuðu við Miðjarðarhaf. Það er
álit Lillieströms að orðið Galdar sé
spænska orðið fyrir Garðar.
Auk beinaleifa hefur fundist
skipshluti i haugnum sem talinn er
geta verið af víkingaskipi.
Lillieström hefur beðið norska
erfðafræðinga um aðstoð við að
rannsaka beinin.
Spænskir fornleifafræðingar
hafa vísað því á bug að norrænir
menn hafl verið á Kanarleyjum áð-
ur en Spánverjar lögðu undir sig
eyjarnar á 15. öld. Spænskir forn-
leifafræðingarnir fullyrða að rekja
megi allar fornleifar fyrir þann
tíma til frumbyggja eyjanna.
„Þetta var skoðun Francos. All-
ir sem héldu einhverju öðru fram
voru ofsóttir. Nú er hægt að gera
nýjar rannsóknir á grafhaugunum
í Galdar," segir Lillieström í viðtali
við norska blaðið Aftonposten.
Hann segir ýmislegt benda til
þess að Ólafur Haraldsson Noregs-
konungur hafi verið á Gran Can-
aria. Til séu frásagnir af ferðum
hans á Suður-Spáni.
Lillieström kveðst undrandi á
hversu lítinn áhuga norrænir forn-
leifafræðingar hafa sýnt fundinum
í Galdar.
Broyhill
CiOSSgOADS borðin frá •Broyhill’
úr gegnheilum við. Fallega hönnuð mec
renndum fótum og útskornum hliðum
Einstaklega falleg borð sem passa við
margar gerðir húsgagna.
VISA
Raðgreiðslur
til allt að
36 mánaða.
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bíldshöfðl 20 • 112 Rvík - S:510 8000
Sparneytinn og hlaðinn búnaði
Aukabúnaður á mynd: Álfelgur
Twingo er lipur, nettur og ótrúlega sparneytinn bíll
sem eyðir aðeins 5,9 l á hundraði.*
Twingo er ríkulega búinn; með útvarpi og kassettutæki,
rafmagn í rúðum og speglum, fjarstýrðar samlæsingar,
stafrænn hraðamælir og mælaborð o.fl.
Twingo er stór að innan, aftursætið er á stillanlegum
sleða og það má fella saman. Óvenju stór framrúða
gefur mjög gott útsýni.
‘meðaleyðsla á 100 km
B&L • Armúla 13 • sími 575 1220 / 575 1200
Verð frá:
978.000 kr. ®
RENAULT