Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
39
Fréttir
Laug IVIkl Mýrdal
Langþráður
draumur rætist
DV.Vík:
„Þetta spannst svona eitt af öðru,
ég ætlaði fyrst að reyna að finna
einhvern pott eða ker sem væri
hægt að nota en ég fann ekkert slíkt
þrátt fyrir mikla leit .Síðan var far-
ið að spá í að smíða ker eða búa til
úr plasti og við fengum tilboð þar
sem hægt var að fá ker, 3x6 metra,
úr plasti á 250.000 án alls hreinsun-
arbúnaðar. Mönnum fannst það full-
dýrt, en um sama leyti þá kemur
auglýsing i blaði þar
sem boðin er sund-
laug á verði heits
potts,“ sagði Reynir
Ragnarsson í Vík í
Mýrdal.
Hann er nýbúiim
að koma upp lang-
þráðri sundlaug fyr-
ir Víkurbúa og gesti
þeirra á tjaldsvæð-
inu í Vík og var
búin að fá leyfi til að
leggja leiðslu frá
borholunni ofan við
Vík niður á tjald-
svæðið. Það skilaði
2-2,5 sekúndulítrum
af 41 gráða heitu
vatni þangað.
Hann fann síðan
þessa laug og sveit-
arfélagið gekk inn í
kaupin á lauginni
og leigir Reynir
hana síðan í sumar.
Reynir fékk laug-
ina hjá manni sem
flutti hana inn frá Bandaríkjunum,
Hún er 5x10 metra og henni fylgir
hreinsibúnaður. Um er að ræða fær-
anlega sundlaug sem sett verður
upp yfir sumartímann þangað til
fullbúin sundlaug verður byggð í
Vík.
„Þessi sundlaug fékkst á verði
heits potts þannig að ég fastsetti
hana strax og nú er hún komin upp
öllum til ánægju." sagði Reynir
Ragnarsson.
-NH
Nýja laugin í Vík. DV-mynd Njöröur
Listasýning á
Ströndum
DV, Hólmavík:
„Ég fór hér um í fyrsta skipti með
fjölskyldunni fyrir tveimur árum
alla leið norður að Munaðamesi og
varð hrifinn. Ég gerði þá allmargar
skissur og ákvað að vinna úr þeim.
Þetta er frábært landssvæði fyrir þá
sem eru að vinna landslagsmyndir,"
segir Kári Sigurðsson, myndlistar-
maður frá Húsavík.
Hann hefur sett upp sýningu á
Café Riis á Hólmavík en það hús
hefur verið eins konar listamanna-
skáli frá því það var opnað í fyrsta
sinn fyrir um tveimur árum. Sýn-
ingar sem hafa verið settar þar upp
hafa verið mikill ánægjuauki fyrir
hina fjölmörgu gesti sem sótt hafa
heim þann vinsæla stað. Þetta verð-
ur fyrsta málverkasýningin sem þar
er sett upp en þar hafa verið ljós-
myndasýningar auk Qölmargra leik-
sýninga og viðburða á tónlistarsvið-
inu.
Kári segir að þegar hann bauð
Magnúsi H. Magnússyni, eiganda
hússins, að halda hér sýningu hafi
hann tekið þvi fegins hendi enda
viðfangsefnið að meginhluta héðan
af svæðinu. Sýning þessi ber nafnið
„Á Ströndum, Kollafjörður-Ingólfs-
fjörður". Þetta verður 28. einkasýn-
ing hans en hann hefur einnig tekið
þátt í samsýningum.
Verkin eru 40 og um er að ræða
svonefhdar pastelmyndir. Þær eru
allar af sömu stærð og falla vel að
þeirri umgjörð sem húsið skapar.
Margar myndanna bera nöfn sem
eru kunnugleg í eyr-
um heimamanna eins
og Þaraklappir, reka-
viður og Kjörvogur.
Sýning Kára veröur
sumarsýning hússins
að þessu sinni og
verður forvitnileg,
ekki síst Stranda-
mönnum sem séð geta
og líka eignast á
mynd kunnuglegt um-
hverfi sitt, séð með
augum listamannsins.
-GF
Kári viö eina mynd sína. DV-mynd Guöfinnur
Renault Megane Classic
Árg. 1997, ekinn 24.000. Vél. 1400, 5 g„
fast númer YK-394. Litur grár.
Suzuki Baleno S/D
Toyota Hilux D/C
Renault Megane Berline R'
Árg. 1997, ekinn 17.000, vél. 1600, 5 g.
Fastnúmer KK-677. Litur hvítur.
Toyota 4runner
Hyundai Accent
Árg. 1998, ekinn 20.000, vél. 1500, 5 g.
Fastnúmer TB-515. Litur grásans.
BMW 525 IX
Árg. 1995, ekinn 62.000, vél. 2500, ssk.
Fast númer MO-368. Litur svartur.
Nissan Maxima SE
Árg. 1996, ekinn 43.000, vél. 2000, ssk.
Fastnúmer PU-794. Litur dökkblár.
Mitsubishi Pajero
Hyundai Elantra stw.
@> TOYOTA
®)TOYOTA
TILBOÐSHORNIÐ
Homdu
ogskoðaðu
Árg. 1997, ekinn 17.000, vél. 1600, 5 g.
.Fastnúmer RY-339. Litur blágrár.
Árg. 1996, ekinn 40.000, vél. 1800, ssk.
Fastnúmer SR-963. Litur vínrauður.
Árg. 1990, ekinn 152.000, vél. 3000, ssk.
Fastnúmer UJ-387. Litur vínrauður.
Árg. 1991, ekinn 85.000, vél. 3000, 5 g.
Fastnúmer XE-480. Litur rauður.
Árg. 1995, ekinn 95.000, vél. 2400, 5 g.
Fastnúmer RP-249. Litur vínrauður.
Árg. 1998, ekinn 6.000, vél. 1300, 5,g.
Fastnúmer LV-148. Litur silfurgrár.
Verð 1.060.000
Toyota Landcruiser MWB T
Árg. 1989, ekinn 206.000, vél. 2400,5 g.
Fastnúmer 220. Litur dökkgrár.
Verð 1.100.000
Toyota Hilux D/C dísil
Árg. 1993, ekinn 100.000, vél. 2400,5 g.
Fastnúmer FT-698. Litur dökkblár.
Verð 1.550.000
Jeep Cherokee
Árg. 1995, ekinn 78.000, vél. 4000, ssk.
Fastnúmer BJ-864, litur dökkblár.
Verð 2.450.000
Jeep Grand Wagoneer
Árg. 1993, ekinn 77.000, vél. 5200, ssk.
Fastnúmer XT-684. Litur grænn.
Verð 2.650.000
Isuzu Crew Cab
Árg. 1992, ek. 115.000, vél. 2300, 5 g.
Fastnúmer DG-700. Litur hvítur.
Verð 2.550.000
Verð 1.300.000
Verð 1.190.000
Verð 1.300.000
Verð 1.090.000
Verð 1.280.000
Verð 1.000.000
Verð 2.180.000
Verð 1.750.000
Verð 1.250.000
Verð 1.200.000
Verð 1.450.000