Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 6. JÚLl 1998
DV
Fréttir
Fræðslunet Austurlands:
Háskólanám og símenntun
„Með samstarfi háskólanna og
framhaldsskóla á Austurlandi og
ýmissa annarra stofnana verður til
það sem við köllum „Fræðslunet
Austurlands" þar sem hægt verður
að stunda bæði háskólanám og end-
urmenntun í heimabyggð," sagði
Óðinn Gunnar Óðinsson, starfsmað-
ur háskólanefndar SSA, Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi. Óðinn
Gunnar vinnur nú ásamt fleiri að
undirbúningi þessa viðamikla
fræðslunets þar sem framhaldsskól-
ar í fjórðungnum munu gegna lykil-
hlutverki. Nýlega var haldið mál-
þing á Egilsstöðum þar sem í fyrsta
skipti komu saman fulltrúar frá
flestum háskólum í landinu, svo og
öðrum skólum og samtökum, til að
ræða fjar- og símenntun. Þrír há-
skólanna undirrituðu viljayfirlýs-
ingu um samstarf við háskólanefnd
SSA um stofnun þessa fræðslunets.
Ákveðið hefur verið að framhalds-
skólarnir í fjórðungnum taki á leigu
hjá Landssímanum gagnvirkan
sjónvarpshúnað en með honum geta
nemendur hver á sínum stað og
samtímis verið í beinu sambandi
við kennarann eins og allir væru í
sömu stofu. Óðinn Gunnar sagðist
vonast til að þessi kennsla færi eitt-
hvað af stað þegar næsta vetur.
Lögð yrði mikil áhersla á endur-
menntun á öllum skólastigum, auk
háskólanáms í fjarnámi. Gagnvirka
sjónvarpsbúnaðinum yrði komið
fyrir i þrem framhaldsskólum á
Austurlandi en jafnframt væri gert
ráð fyrir því að fjarnámið færi fram
í gegnum Netið, með aðstoð heimil-
istölvunnar, svo og á hinn hefð-
bundnari hátt.
-SB
Geir Hólm safnvöröur.
DV-mynd Þórarinn
Safn fær
geymsluhúsnæði
DV, Eskifirði:
„Húsnæðisskortur hefur háð Sjó-
minjasafhi Austurlands mjög frá því
það hóf starfsemi árið 1993,“ segir Geir
Hólm safhvörður i samtali við DV.
Munir hafa verið geymdir á þremur
stöðum i bænum til þessa og oft hefúr
þurft að flytja þá milli staða og hefur
það orðið til þess að ýmislegt hefur
skemmst.
Geymsluhúsnæðið, sem er í miðbæ
Eskifjarðar, var áður byggingavöru-
verslun og fyrir liggur leyfi til að
byggja við það nær götunni. Segir Geir
að það verði gert síðar. -Þ.H.
Landsmót hestamanna:
Fáksmenn sjá um kappreiðarnar
DV-Akureyri
Fáksmenn úr Reykjavík, sem ann-
ast hafa kappreiðar félagsins að und-
anförnu, munu sjá um kappreiðarn-
ar á landsmóti hestamanna á Mel-
gerðismelum. Fáksmenn flytja með-
al annars með sér „startbásana" sem
þeir hafa notað.
Á Melgerðismelum verður keppt í
150 og 200 metra skeiði og 300 metra
stökki og er geysileg þátttaka í kapp-
reiðunum. í 150 metra skeiði eru t.d.
hátt í 60 hross skráð til keppni og
verður keppt í 13 riðlum í undanrás-
um. Öll bestu hlaupahross landsins
mæta til keppninnar. Kappreiðarnar
fara fram á Fimmtudag og fóstudag
og verður veðbanki starfræktur i
tengslum við keppnina. -gk
17
/ Bílrúðufilmur^
Setjum litaða filmu í bílrúður.
Sun-Gardfilma m/ábyrgð.
Vönduð vinna.
Ásetning með hitatækni.
Öryggis (og sólar) filma,
glær, lituð eða spegill.
Gerir glerið 300% sterkara.
Vörn gegn innbrotum- fárviðri-
jarðskjálfta.
Tryggingafélögin mæla
með filmunni.
sólar (og öryggisfilma)
á rúður húsa
Stórminnkar hita, glæru og upplitun
Eykur öryggi gegn innbrotum, fárviðri
og eldi.
GLÓI hf.
sólar- og öryggisfilma.
Dalbrekku 22,
\Símar 544 5770 & 544 599Of
Erum Flutt í stærra húsnæði að Grensásvegi 50
EFtir
ry rir EFtir
Verið velkomin
og kynnist þjónustu okkar. Frír pruFutími í trimForm.
Einnig bjóðum við upp á Ijós og vatnsnuddrpDT1.jr^v\__ll/,
1 nlMy/\r UnM
Opið:
• virka daga kl. 8-22
laugardaga kl. 9-16
Ben^idar
Grensásvegi 50,
sími 553-3818