Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998 31 Geimverurannsóknir: vantar sannanir Alþjóðlegur níu manna hópur vís- indamanna sem kom saman til að velta fyrir sér möguleikanum á heimsóknum utan úr geimnum fyr- ir stuttu treysti sér ekki til að gefa öruggt svar i þeim efnum. Hins veg- ar komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að sumar visbend- ingar í þessum efnum séu þess virði að þær séu rannsakaðar nánar á vísindalegan hátt. Rannsóknarhóp- urinn er hinn fyrsti sinnar tegund- ar 'síðan 1966. Að þeirra sögn fundu rannsókn- armennirnir engin sannfærandi rök um að líf á öðrum hnöttum beri ábyrgð á viðkomandi vísbendingum en samt sem áður vanti enn hald- bærar skýringar á þeim. „Ef við viljum í raun fá svör um það hvort geimverur hafi átt hlut að máli verðum við að einbeita okkur að áþreifanlegum vísbendingum í stað frásagna sjónarvotta," segir Peter Sturrock. Hann er eðlisfræðingur við Stanford-háskólann í Bandaríkj- unum og leiddi jafnframt rannsókn- arhópinn. Að hans sögn eru núver- andi rannsóknir á geimverum ekki sannfærandi heldur ruglingslegar og litaðar af skoðunum rannsakend- anna. Hópnum fannst sérstaklega mikið koma til greiningar á ljósmynd sem fjölskylda ein tók í Vancouver-eyju í Bresku Kólumbíu árið 1981. Á myndinni er silfurlitur, sporöskju- laga hlutur sem er í fullu samræmi við allt annað umhverfi sem á myndinni er. Þrátt fyrir það treystu vísindamennimir sér ekki til að úti- loka fölsun. Annað atvik sem hópurinn leit á Enn er ekki hægt að giftast geim- verum, fyrst verður að komast að því hvort þær eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum. gerðist nálægt París í janúar 1994. Flug- stjóri, aðstoð- arflugmaður og flugliði sögðust allir hafa séð hlut sem líktist risastórum fljúgandi diski með ör- lítið óljósum brúnum. Svissnesk rat- sjárstöð varð hlutarins vör í 50 sekúndur. Rannsóknar- hópurinn seg- ir að ratsjár- upplýsingar þarfnist mjög sérstakrar rannsóknar þannig að nálgast þurfi hrá ratsjár- gögn með samþykki hersins til að hægt sé að rannsaka mál- ið. „Þessi mál eru miklar ráðgátur," segir Stur- rock. „Það eina sem get- ur hjálpað okkur til að fá raunveruleg svör er að fá vísindamenn til að rann- saka þessi mál ofan í kjöl- inn.“ -KJA Plánetan raufla er brún - ein uppgötvana vísindamanna í kjölfar Marsleiðangurs Vísindamenn höfðu ekki mikla trú á því að fór Pathfínder-geimfars- ins til mars myndi veita þeim mik- ilvæg vísindaleg gögn. Raunin varð hins vegar sú að rannsóknir byggð- ar á gögnum sem geimfarið sendi heim hafa endurskapað verulega skynjun geimvísindamanna á plánetunni rauðu. Leiðangur Pathfinder komst í há- mæli fyrir réttu ári þegar geimfarið lenti á Mars 4. júlí 1997 og geimjepp- inn Sojourner hóf rúnt sinn um sandana. „Enginn trúði því í raun að rúmlega hálfs metra langur jeppi gæti í raun keyrt um á Mars, því síður framkvæmt þar vísindatil- raunir," segir Donna Shirley, ein rannsóknarmanna. „En hann gerði það samt.“ Ótrúlegt magn upplýsinga var sent til jarðar frá Mars, alls 2,3 milljarðar bita. Þar af voru 8,5 millj- ón mælingar á hitastigi og loftþrýst- ingi, 16 efnafræðigreiningar á grjóti, jarðvegi og jarðvegsefnum auk 16.500 ljósmynda. Myndimar og upplýsingarnar hafa nú fengið vísindamenn til að endurskoða ýmsar fyrri hugmyndir um hina rauðu plánetu - til dæmis hver litur hennar sé. Hann er nefni- lega ekki rauður heldur meira í átt- ina að brúnum. Gögnin styðja hins vegar getgátur um að á Mars hefði á sínum tíma mögulega getað hýst líf. En það er langt frá því að vísinda- mennirnir hafi svalað forvitni sinni um Mars með þessari einu ferð. Sojourner-jeppinn sem stóð sig svo vel á Mars fyrir ári síðan. Myndataka: Pathfinder. Þeir segjast forvitnir um sandöldur og grjót sem sáust við sjóndeildar- hringinn á myndum Pat- hfrnder, þeir hefðu vilj- að verða vitni að alvöru- stormi, auk þess sem at- hyglisvert, segulmagnað ryk vakti athygli þeirra. Rykið varð reyndar rannsóknarmönnum nokkuð til trafala því eins og einn rannsóknar- manna útskýrði fyrir blaðamönnum þá verða Marsjeppar framtíðarinn- ar búnir sérstökum burst- um til að hreinsa rykið af steinum sem rannsaka á. Byggt á Net-CNN -KJA MMC Lancer st. '98, 5 d., ssk., ek. 5 þús. km, grænn. iVerð 1.420.000. Volvo 740 GL '89,5 d., ssk. ek. 138 þús. km, gylltur. Verð 890.000. VW Vento G1 '93,4 d., ssk., ek. 81 þús. km, vínrauður, álfelgur, spoiler. Verð 1.050.000. Hyundai Accent '98, 4 d. 5 g., ek. 14 þús. km, grár, álfelgur, spoiler. Verð 1.100.000. MMC Lancer st. '93, 5 d, ssk., ek. 65 þús. km, hvítui sóllúga, álfelgur. Verð 910.000. ’Land Rover Discovery '97, 5 d., ssk., ek. 20 þús. km, ,grár. Verð 2.700.000. VW Caravelle '93,4 d., 5 ’g., ek. 152 þús. km, blár, 10 manna. Verð 1.100.000. V < * < *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.