Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
15
„ Löglegt en siðlaust"
íslendingar hafa dá-
læti á orðtökum sem
felld hafa verið í stuðla
og á raunar við um
margar fleiri þjóðir.
Þetta á sér visast rætur
í grárri forneskju þegar
reglan var sú að galdra-
þulur og töfraformúlur
voru stuðlaðar. Stuðlar
voru greinilega taldir
magna kynngi og
áhrifamátt þess sem
farið var með. Þetta sjá-
um við í fomum máls-
hætti einsog „Með lög-
um skal land vort
hyggja, en með ólögum
eyða“ (Njála) og nýrra
orðtaki runnu frá
Jónasi Hallgrímssyni:
„Vísindin efla alia dáð“.
Hafnir yfir landslög?
Eftirtektarvert er að einir
seytján íslenskir málshættir fjalla
um lög, en enginn um siðgæði (sjö
fjalla almennt um siði). Þetta
bendir til þess, sem raunar var
löngu á almannavitorði, að
hverskyns lagakrókar og mála-
flækjur hafi verið íslendingum
hugfólgnari en siðrænar eigindir
samfélagsins. Er engu
líkara en menn hafi al-
mennt litið á lögspeki
sem himnasendingu, þó
hún sé ekki annað en
bössusmíð misviturra
manna, enda er látlaust
verið að breyta lands-
lögum, oftlega til hinnar
mestu óþurftar, saman-
ber nýsamþykkt lög um
hálendið, sveitarstjórn-
ir, auðlindir og húsnæð-
ismál, sem eru meiri-
hluta hinna kjörnu full-
trúa á Alþingi til hábor-
innar skammar.
Vilníundur heitinn
Gylfason mótaði orðtak-
ið „Löglegt en siölaust",
sem hafa mætti að yfir-
skrift yfir framferði ráð-
andi afla um mörg und-
anfarin ár. Það sem er
kannski ísjárverðast
við þróunina á næst-
liðnum árum er, að
kjörnir fulltrúar þjóðar-
innar, sem falið hefur
verið að Setja lands-
mönnum lög, skuli telja
sjálfa sig hafna yfir
þessi sömu lög, þannig
Látlaust verið að breyta landslögum, oftlega til hinnar mestu óþurftar, segir greinarhöfundur m.a.
að þeir eru ekki
einasta siðblindir,
heldur gerast jafn-
framt sjálfumglaðir
lögbrjótar.
Dæmi um þessa
þróun er framferði
Finns Ingólfssonar
í sambandi við
Lindarmálið og
hátterni alþingis-
mannanna Gunn-
laugs M. Sigmunds-
sonar og Gisla S.
Einarssonar i sam-
bandi við Kögun og
bréfaskriftir til
Kóreu. (Starfsmað-
ur hjá Rikisútvarp-
inu var á sínum
tíma rekinn fyrir
að nota bréfsefni
þess í einkaerindum.) Það er
mælskur vitnisburður um siðgæð-
isvitund þjóðarinnar, að menn á
borð við þá sem hér voru nefndir
skuli vera kjömir á þing til að
setja henni lög og veita fram-
kvæmdavaldinu aðhald. í sið-
menntuðum samfélögum ná-
grannalandanna hefðu þeir allir
verið látnir hirða pokann sinn.
Hérlendis hafa þeir þann hátt-
Kjallarinn
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
inn á að sitja sem fastast, þreyja
þorrann og góuna, treysta því að í
sporin fenni og kjósendur jafnt
sem fjölmiðlar verði búnir að
gleyma ávirðingum þeirra þegar
kemur að næstu kosningum. Hver
man svosem snjóinn sem féll í
fyrra?
Áhrifavald lagakróka
Dæmi um ótrúlegt áhrifavald
lögkróka í samfélaginu er nýgeng-
inn dómur í máli tveggja sölu-
manna dauðans sem sakaðir voru
um meinsæri, meðþví þeir höfðu
logið fyrir rétti, en voru samt
sýknaðir á forsendum sem enginn
óbreyttur borgari fær með góðu
móti skilið. Annað dæmi er grein-
argerð Jóns Steinars Gunnlaugs-
sonar um Landsbankamálið
þarsem allir málsaðilar eru hvít-
þvegnir og enginn talinn bera
ábyrgð á mörg þúsund milljón
króna sóun á al-
mennafé né
skefjalausri mis-
notkun á opin-
beru risnufé til
einkanota. Ekki
nóg með það,
heldur er helstu
forkólfum óráðs-
íunnar umbunað
með átta mánaða
biðlaunum eft-
irað þeir hrökt-
ust úr embætt-
um, upphæð sem nemur að
minnstakosti íjögurra ára árslaun-
um venjulegra launþega í landinu.
Allt er þetta taliö löglegt og boð-
legt þegnum þjóðfélagsins, en
hvað um opinbert siðgæði? Það
kemur sárasjaldan til álita í um-
fangsmikilli umræðunni um Kög-
un, Lind, Landsbankann, Búnað-
arbankann, bréfaskriftir til
Kóreu, hermangsgróða Sam-
einaöra verktaka, og þannig
mætti lengi telja.
Sigurður A. Magnússon
„Það sem er kannski ísjárverðast
við þróunina á næstliðnum árum
er, að kjörnir fulltrúar þjóðarinn-
ar, sem falið hefur verið að setja
landsmönnum lög, skuli telja
sjálfa sig hafna yfír þessi sömu
iög.“
Óvinir Reykjavíkur
í tímans rás hefir það jafnan
sannast að Framsóknarflokkurinn
hefir áskilið sér og meðlimum
þess flokks sérstök og meiri rétt-
indi í samfélaginu en öðrum
mönnum. Jónas frá Hriflu áskildi
flokknum þetta frá upphafi því að
áhrif hans skyldi nota til að beita
ríkisvaldinu tii hagsbóta meðlima
flokksins, en ekki alls samfélags-
ins svo sem er um aðra og mein-
lausari stjórnmálaflokka.
Fræg var svonefnd „höfðatölu-
regla“ Framsóknar en samkvæmt
henni gátu þeir „sannað" að með
því að margfalda félagatölu í
kaupfélögunum bæru þeim að fá
úthlutað allt að 80% af svonefnd-
um innflutningsleyfum til kaupfé-
laganna og SÍS. Aðrir innflytjend-
ur ættu þannig rétt á aðeins um
20% af innflutningi til landsins.
Þessi boðskapur var í gildi hjá
Framsókn fram á tíma viðreisnar-
stjómarinnar á 7. áratugnum.
„Höföatölureglan"
Framsókn telur sig elíta eða for-
gangsfólk samfélagsins enda hefir
samstaðan reynst traust og örugg
og sýnilega skilað þeim miklum
árangri, ekki síst
nú, þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn
hefir lagt vernd
sína yfir þessa
stefnu um sinn.
Stefnan er þó
óbreytt. Þingmað-
ur Framsóknar
orðaði þetta fyrir
nokkru svo:
„Hvað varðar mig
um þjóðarhag?"
Þetta sjónarmið er enn í fullu
gildi hjá Framsókn sem er mesti
sérhagsmunaflokkur landsins, og
kemst upp með það. Hann heflr
aldrei verið félagsmálaflokkur en
notaði samvinnustefn-
una til að villa á sér
heimildir. Þegar SÍS
varð gjaldþrota var
Landsbankinn látinn
greiða 14 milljarða er-
lendar skuldir þess,
eins og Sigurður Mark-
ússon hefir upplýst, en
Framsókn hélt öllu fénu
sem sótt hafði verið í
opinn reikning í Lands-
bankanum. Fyrir þetta
fé keypti Framsókn
kvóta en Landsbankinn
afskrifaði skuldir SÍS.
Þetta er það sem Fram-
sókn kallar „banka-
leynd“.
Ný byggðastefna?
Nú hefir Framsókn
keypt upp næstum
helming allra þorskkvóta í land-
inu og hyggja því til nýrra mögu-
leika í stjórnsýslunni. í morgun-
blaðinu 11.06.98 setja tveir virðu-
legir alþingismenn Framsóknar
fram nýja „hugmynd í byggðar-
málum“. Þetta eru Guöni Ágústs-
son, 1. varaforseti Alþingis, og
Hjálmar Arnason,
formaður orku-
málanefndar iðnað-
arráðherra. Tillaga
þeirra er sú að íbú-
ar utan Reykjavik-
ur skuli greiða
miklu lægri skatta
svo að fólksflutn-
ingar til Reykjavík-
ur stöðvist. Þetta
nefna þeir nýja
byggðastefnu. Ekki
þarf að spyrja að
réttlæti Framsókn-
ar eða jafnréttis-
hugsjónum. Ætli
það sé öruggt að
Reykvíkingar hafi
ekki misstigið sig í
kosningunum þeg-
ar þeir fólu Fram-
sókn stjórn á
helstu málefnum borgarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn skilur ekki
að hann er aðeins stulta Fram-
sóknar, jafnt í málefnum borgar-
innar sem í ríkisstjórn. Kafbátar
geta siglt á miklu dýpi þótt yflr-
borðið sé slétt og fellt.
Önundur Ásgeirsson
„Sjálfstæðisflokkurinn skilur ekki
að hann er aðeins stulta Fram-
sóknar, jafnt í málefnum borgar■
innar sem í ríkisstjórn. Kafbátar
geta siglt á miklu dýpi þótt yfir-
borðið sé slétt og fellt.“
Kjallarinn
Önundur
Ásgeirsson
fyrrv. forstjóri Olís
Með og
á móti
Á að banna
fjöldauppsagnir?
Óviðunandi
baráttuaðferð
„Skýrar reglur um verkfoll og
hvers kyns vinnudeilur þurfa að
vera fyrir hendi. Þetta á ekki síst
við um vinnustaði sem veita fé-
lagslega þjónustu eins og sjúkra-
hús. Hóp- eða
fjöldauppsögn
sem leið í kjara-
baráttu er óvið-
unandi baráttu-
aðferð bæði fyr-
ir launamenn
og atvinnurek-
endur. Þær leik-
reglur sem unn-
ið er eftir verða
að tryggja að
samningar séu
virtir. Ekkert
samfélag fær þriflst ef einstakling-
ar eða félög geta hlaupist frá gerð-
um samningum og skotið sér und-
an ábyrgð með því að sigla undir
fölsku flaggi. Til að koma í veg
fyrir þetta hafa m.a. verið sett lög
um stéttarfélög og vinnudeilur og
lög um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins.
í ljósi nýliöinna atbm-öa þarf
augljóslega aö breyta þeim lagaá-
kvæðum sem lúta aö fjöldaupp-
sögnum opinberra starfsmanna
þannig aö þeir geti ekki meö þeim
hætti skapað sér sterkari samn-
ingsstöðu en með verkfalli. Staða
hins opinbera til að sanna að um
sé að ræða ólöglega hópaðgerð má
ekki vera lakari en annarra
vinnuveitenda. Æskilegt er aö all-
ir séu undir sömu lög settir og að
áfram verði unnið að því að draga
úr núverandi hólfun vinnumark-
aðarins."
Af og frá
„Mér þykir ég vera settur í
nokkurn vanda að svara þessu því
að fyrst verður auðvitað að hafa
það skýrt hvort fjöldauppsagnir
eru lögmætar í dag eða ekki. Þó
að ég reikni
fastlega með því
að hægt sé að
benda á einhver
afdráttarlaus
ákvæði þvi til
stuðnings að
fjöldauppsagnir
séu á mörkun-
um að vera lög-
mætar þá þekki
ég hins vegar
alls ekki leik-
reglurnar gagnvart opinberum
starfsmönnum nægilega vel til
þess aö lýsa yfir skoöun á þeim
málum. Að einhverjum hluta eiga
þar við önnur ákvæði en á al-
mennum markaði.
En það er náttúrlega ekki hægt
að banna það að fólk segi upp
störfúm frekar heldur en hefur
verið hægt að banna atvinnurek-
endum að segja fólki upp störfum,
það er aö mínu mati grundvallar-
atriði í málinu. Hitt er annað mál
að ég hef miklar efasemdir um að
það sé skynsamlegt að beita upp-
sögnum sem baráttutæki í kjara-
baráttu, þó að það sé af og frá að
hægt sé að banna þær. Það hlýtur
líka að vera erfitt fyrir atvinnu-
rekendur að fóta sig í því hvar
mörkin liggja milli fjöldaupp-
sagna og þess hvenær nokkrum
einstaklingum hugnast að segja
upp á sama tíma.“ -þhs
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@centrum.is
Grétar Þorsteins-
son, forseti A.S.Í.
Steingrímur Ari
Arason, aöstoöar-
maöur fjármálaráö-
herra.