Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
i6 menning
Fimm fræknar
Eitt af markmiðum Listasafns Kópavogs
er að kynna íslenska samtimalist og mun
sýning á verkum ungra íslenskra listamanna
vera orðinn árviss viðburður. Þetta árið ber
sýningin yfirskriftina „Fimmt“ og þar gefur
að líta verk eftir Önnu Guðjónsdóttur, Bryn-
disi Snæbjömsdóttur, Rögnu Róbertsdóttur,
Ragnheiði
Hrafnkels-
dóttur og Sól-
veigu Aðal-
steinsdóttur.
Þetta er falleg
sýning og vel
upp sett.
Ekki er
þrengt að
neinni eða
neinuen sér-
staklega
njóta þó
Heklumyndir
Rögnu sín vel
í salnum á
neðri hæð-
inni. Þær
eru þrjár, í
sömu stærðum og gluggamir á salnum og
það hvarflar að manni að samspilið við rým-
ið sé fullkomið.
Verkin sjálf, sem em unnin úr Hekluvikri
beint á vegginn og gera enga tilraun til að
líkja eftir fyrirsætunni, era líka falleg og
skáldleg þótt þau séu þurr og alvarleg,
ferköntuð og jarðbundin.
Eins era verk Sólveigar skemmtilega og
óvenjulega upp sett þótt ekki hafi þau eins
mikið pláss. Birtan og liturinn era henni
hugleikin fyrirbæri, verkin era ákaflega tær
og upphafin, en um leið óhátiðleg og föndur-
kennd. Ljósmyndimar af vinnustofunni eru
teknar þannig aö þær ná einungis að grípa
litinn og birtuna, liturinn situr einn eftir í
glæram vatnslitakrukkunum og draslið tap-
ar formi og lit við að vera pakkað inn í enda-
lausar umferðir af plastfilmu.
Heimilisverk Ragnheiðar era ekki alveg
óskyld verkum Sólveigar (plastfilman og ál-
rúllan liggja líka gjarnan hlið við hlið í eld-
hússkúffunum). Þó era þau kannski á marg-
an hátt óþægilegri og meira ögrandi. Best
gæti ég trúað að
einhverjum þyki
þau „ódýr“ og
ómerkileg. En ál-
pappír sem
strekktur er yfir
matarafgangana
er ekki siður
Tvö verkanna á sýningunni
í Gerðarsafni.
Fimmt sem nú stendur yfir
DV-myndir Teitur
skúlptúr en koparstytta. Sömuleiðis er fjöl-
skylduljósmyndin ekkert léttvægara mynd-
listarverk en hvað annað.
Myndlist
Áslaug Thorlacius
Verk Ragnheiðar búa yfir fleiru en áleitn-
um spurningum, þau eru líka fullgild sem
myndlistarverk. Það er t.d. mjög mikil
spenna fólgin i því hvernig álhjálmarnir
sitja nánast í lausu lofti. Þeir styðjast ekki
lengur við matarílátin sem þeir eru mótað-
ir eftir og maður óttast mest að
þeir fjúki burt þegar maður and-
ar frá sér. Bryndís Snæbjörns-
dóttir sýnir mjög fallegar og
daufar ljósmyndir, teknar í fjall-
göngu, og fylgir þeim hljóðupp-
taka af göngunni; samræðum,
mási og blæstri. Fjallgöngur era gjarnan
túlkaðar sem sigur yfir aðstæðum og vera
má að það búi að baki hér. Þó er fjallið
hvorki hrikalegt né erfitt yfirferðar að sjá
og engin rosaátök að heyra á bandinu. Þess
vegna virkar gangan meira á mig sem helgi-
athöfn eða andleg hreinsun og ég verð að
viðurkenna að mér finnst myndin af lista-
konunni
á toppn-
um dá-
lítið
skrítin í
sam-
heng-
inu.
Anna
Guðjóns-
dóttir er
greini-
lega upptekin af landslagi (enda ku hún reka
merkilegt gallerí fyrir landslagslist i Ham-
borg). Hún sýnir ljósmyndir og málverk frá
Þingvöllum en líkt og í Heklumyndum
Rögnu er slegið á nýja strengi í okkar ann-
ars ágætu Þingvallahefð. Hún skyggnist ofan
í vatnið, rannsakar fléttur á veggjum Al-
mannagjár og skoðar silunginn sem búið er
að draga úr vatninu. Þannig gægist hún
undir yfirborð hins heföbundna „Þingvalla-
listraunveruleika" sem við þekkjum svo vel.
Þetta undirstrikar hún með tilvitnun í „í
gegnum spegilinn" effir Lewis Caroll í sýn-
ingarskránni sem, vel að merkja, er snið-
uglega gerð, sérstaklega þegar litiö er til
notagildis fyrir listamennina. Ég mæli ein-
dregið með þessari sýningu.
Þórarinn Eldjárn flytur
Þórarinn Eldjám rithöfúndur og
bókaforlagið Vaka-Helgafell hafa geng-
ið frá samningi um að forlagið fari með
útgáfúmál hans frá og með 1. júlí 1998
bæði hér heima og erlendis.
Þórarinn er einn okkar allra vinsæl-
ustu höfúnda. Af verkum hans má
nefna smásögumar Ofsögum sagt,
ljóðabækumar Ydd og Disneyrímur og
skáldsöguna Brotahöfuð, en fyrir þá
síðastnefndu er Þórarinn tilnefndur til
Evrópsku bókmenntaverðlaunanna í
ár. Einnig var hann tilnefhdur tO Nor-
rænu bamabókaverölaunanna fyrir bama-
ljóðabækur þær sem hann hefúr ljóðskreytt
við myndir systur sinnar, Sigrúnar.
Að sögn Þórarins liggja ýmsar ástæður að
baki því að hann ákvað að stokka upp í útgáfu-
málum sínum. Sér hafi þó gengið ágætlega
fram að þessu og þegar upp er staðið þá skipti
meira máli hvað hann skrifar heldur en hver
sjái um útgáfúmálin.
Upphaflega gaf
hann út hjá Iðunni og
var síðan eigin útgef-
andi i alllangan tíma.
Forlagið hefur svo
séð um útgáíúna hin
síðari ár.
Þórarinn er með
nýtt smásagnasafh
í smíðum sem
væntanlegt er á
markað i haust.
Mannaböm em merkileg
Umboðsmaður bama hefur gefið út bókina
Mannaböm eru merkileg - staðreyndir um
böm og unglinga. I bókinni er leitast við að
draga upp heildstæða mynd af uppvaxtarskil-
yrðum og aöstæðum þeirra rúmlega 77 þúsund
íslendinga sem ekki hafa náö 18 ára aldri og
teljast þvi böm lögum samkvæmt. Markmiðið
er að bregða kastljósinu á þá fjölmörgu þætti
er einkenna böm og unglinga sem sérstakan
hóp í islensku samfélagi.
Bókin var einkum unnin í samstarfi við sér-
fræöinga felagsmálaráðuneytis, menntamála-
ráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, Landlæknis-
embættisins, Hagstofú íslands og Rannsókna-
stofhunar uppeldis- og menntamála.
Gamli gaggó-fílingurinn
Söngleikurinn
Grease hefúr geng-
ið í endurnýjun líf-
daga og hittir
greinilega enn í
mark. Gamli gaggó-
fílingurinn, túberað
hár og töff strákar
mynda bakgrunn
fyrir tónlistina sem
er auðvitað þunga-
miðjan í verkinu.
Leikfélag Reykja-
víkur sveiflar verk-
inu á svið á réttum
tímapunkti því að
það gamla er enn
einu sinni oröið
nýtt.
John Travolta,
stjaman úr Grease,
gengur í endumýj-
un lífdaga í hverri
bíómyndinni á
fætur annarri og
það sem var
óumræðilega
hallærislegt í
klæðaburði fyrir 20 til 30 áram er topptíska
í dag. Á sýningunni í Borgarleikhúsinu er
fagmannlegt yfirbragð þó að ekki sé hægt að
tala um ríka söngleikjahefð hér á landi. En
Kenn Oldfield hefur tekist að virkja unga
fólkið, sem fram kemur, til þess að sýna sitt
besta og það er sérstaklega eftirtektarvert
hve margir eru jafnvígir á leik, söng og dans
og hópurinn yfirleitt hæfileikaríkur.
Sagan sjálf er ósköp veigalítil en það er
heildarstemningin og andrúmsloftið sem
mestu máli skiptir. Þama kynnumst við
ýmsum kunnuglegum týpum sem flestir
þekkja í annarri mynd frá sinni eigin skóla-
göngu og fylgjumst með þvi hvemig þeim
vegnar innan hópsins.
Auðvitað sýnir Grease horfinn drauma-
heim, sem aldrei kemur aftur og krakkamir,
sem reyna af fremsta megni að sýnast töff og
veraldarvön eru flestir óttalegir sakleysingj-
ar og allsendis ólíkir jafnöldrum sínum í
dag.
En þetta er allt saman ljúft og elskulegt og
það er tónlistin, sem ber verkið uppi. Hún er
kraftmikil og fjörug eins og vera ber undir
styrkri stjórn Jóns Ólafssonar.
í aðalhlutverkin hefur valist óvenjulega
Söngleikurinn Grease hittir enn í mark.
glæsilegt og hæfileikaríkt par, Selma Bjöms-
dóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Þau standa
sig með afbrigðum vel án þess að yfirgnæfa
eða kaffæra aðra athyglisverða leikendur
sem fram koma.
Leiklist
AuðurEydal
Edda Björg Eyjólfsdóttir slær í gegn með
fjörugum leik. Hún hefur ýmislegt lært af
sjónvarpsstjömum dagsins í dag og skapar
kómíska manngerö í hlutverki Jan. Hildi-
gunnur Þráinsdóttir var pottþétt sem hin
ameríska snyrtipía sjötta áratugarins holdi
klædd og Jóhanna Vigdís Arnardóttir var
kraftmikil og hafði örugg tök á hlutverki
Rizzo sem er í uppreisn gegn hinu viðtekna
normi og vill ekkert vera þæg og góð. Þessar
tilheyra ásamt fleirum bekkjarklíkunni
„Bleiku píunum".
í hópi strákanna bregur fyrir óborganleg-
um týpum, til dæmis Roger, sem Halldór
Gylfason leikur af mikilli innlifun. Jóhann
Endurmmningar Gauguins
Á rás 1 í dag kl.15.03 er á dagskrá þriðji þátt-
ur í þáttaröð Gunnars Stefánssonar sem byggð
er á endurminningum
þekktra listamanna. í þess-
um þætti verður lesið úr
bókinni Nóa Nóa effir
franska málarann Paul
Gauguin í þýðingu Tómas-
ar Guðmundssonar.
Gauguin er ekki síður
frægur fyrir óvenjulegan
lífsferil en hst sína. Hann
lifði í hvívetna borgara-
legu lífi fram að miðjum
aldri en sneri síðan baki
við því og helgaði sig myndlist. Um skeið
dvaldist hann á Suðurhafseyjum og lést þar.
Nóa Nóa lýsir á lifandi hátt kynnum hans af
íbúum eyjanna og menningu þeirra.
Styrkur úr sjóði Marinós
Á miðvikudaginn sl. var í íslensku óperunni
veittur styrkur úr sjóði Marinós Péturssonar.
Styrkinn, að upphæð kr .500.000, hlaut að þessu
sinni Magnea Tómasdóttir sópran.
Sjóðnum er ætlað að styrkja unga og efiii-
lega söngvara til náms og er stofnféð dánargjöf
Marinós Péturssonar sem var um árabil kaup-
maður í Reykjavík. Hann var alla ævi mikill
tónlistarunnandi og spilaði
sjálfur á píanó. Síðustu
árin veitti hann bömum
leiðsögn í tónlist.
Magnea Tómasdóttir
stundaði söngnám við
Tónlistarskóla Kópavogs
og Tónlistarskólann á
Seltjamamesi á ánm-
um 1989-1993 og var
kennari hennar Unnur
Jensdóttir. Árið 1996
hún framhaldsnámi við Trinity
College of Music í London og var söngkennari
hennar þar Hazel Wood. Haustið 1997 fékk
Magnea tveggja ára samning við Óperustúdíó-
ið í Köln og hefúr m.a. sungið þar fyrstu dömu
í Töfraflautunni eftir Mozart og hlutverk Bar-
böru í óperettunni Nótt í Feneyjum eftir Jo
hann Strauss.
G. Jóhanns-
son er fínn í
hlutverki
Sonnys sem er
alltaf að reyna
að veratöffþótt
litið gangi.
Baldur Hreins-
son gengur líka
léttilega inn í
hlutverk Ken-
ickie og sýnir
glæsilega takta.
Pálmi Gests-
son og Edda
Amljótsdóttir
koma til liðs við
LR og leysa sín
hlutverk vel af
hendi.
Það yrði of
langt mál að
telja upp alia þá
sem fram koma,
enda ekki
ástæða til. Hitt
skiptir megin-
máli að heildar-
svipur sýningarinnar, úrvinnsla dansa
og hópatriða og tónlistarflutn-
ingur er með glæsibrag. Bún-
ingar færa okkur til baka til
sjötta áratugarins og gera sitt
til að skapa rétt andrúmsloft.
Áhorfendur virtust taka
verkinu mjög vel þó að þeir
fengju varla tækifæri til að láta
ánægju slna í ljósi á eðlilegan
hátt. Einhvers konar skipulögð
fagnaðarlæti klappliðs í salnum
(þetta virðist vera að færast í vöxt
á framsýningum) yfirgnæfðu allt annað. Það
vantaði bara „bylgjuna“, þá hefði þetta verið
orðið almennilegt.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir á Stóra sviði
Borgarleikhúss:
GREASE
söngleik eftir Jim Jacobs og Warren Casey
íslenskur texti: Veturliði Guðnason
Hljóðstjórn: Gunnar Árnason
Lýsing: Lárus Björnsson
Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson
Búningar: Elín Edda Árnadóttir
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Leikstjóri og danshöfundur: Kenn Oldfield
Umsjón:
Þóninn Hrefna