Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
Hestar
Margir glæsilegir gæðingar munu sjást á landsmótinu.
DV-mynd E.J.
Loksins landsmót
Á miðvikudaginn hefst langþráð
landsmót hestamanna á Melgerðis-
melum í Eyjaflrði.
Mikil vinna hefur verið lögð í
undirbúning mótsins og þrátt fyrir
ýmsa erfiðleika, hestasóttina þann
erfiðasta, er búist við þátttöku
nokkur hundruð hrossa og knapa á
mótinu auk þúsunda gesta.
Mótið hefst á miðvikudaginn
klukkan 9.00 með dómum yngstu
hryssnanna og B-flokks gæðinga.
Hvert atriði rekur annað til
sunnudags er úrslit verða í gæð-
ingakeppninni og verðlaunaafhend-
ing til kynbótahrossa.
Á fóstudeginum og laugardegin-
um heflast yfirlitssýningar kynbóta-
hrossa klukkan 11.00 og á fóstudeg-
inum
kl. 17.00 og laugardeginum klukk-
an 16.30 sýning ræktunarbúa.
Á fóstudeginum klukkan 20.30
eru úrslit í kappreiðum.
Mannlífinu verða gerð skil á laug-
ardagskvöldi en þá eru úrslit í tölti
og kvöldvaka.
102 kynbótahross eiga miða á
mótið sem einstaklingar og þrettán
hross með afkvæmi. Ræktunarbús-
hópar verða 17, í A-flokki 79 gæðing-
ar, i B-flokki 79 gæðingar, í ung-
mennaflokki 51 gæðingur, í ung-
lingaflokki 54 gæðingar, í barna-
flokki 52 gæðingar og í tölti 61
knapi.
Keppt verður í 150 og 250 metra
skeiði og 300 metra stökki.
Þátttaka í skeiðinu er mikil og
keppt í 13 riðlum í 150 metra skeiði.
Það má búast við mikilli umferð á
Melgerðismelum og í nágrenninu
því margir ferðahópar eru á leið-
inni, úr öllum áttum og eru margir
útlendingar þar á meðal.
Áætluð mótslok eru klukkan
18,15 á sunnudeginum.
-EJ
íslandsmeistarinn
meö glæsieinkunn
Þórður Þorgeirsson og Laufi, íslandsmeistarar í tölti árið 1996. DV-mynd E.J.
Það verða mörg glæsileg
hross frá Austurlandi á lands-
mótinu á Melgerðismelum.
Freyfaxi má senda tvo full-
trúa í hvern flokk gæðinga-
keppninnar og fengu efstu
hestamir í A- og B-flokki
gæðinga háar einkunnir og í
töltkeppninni fékk íslands-
meistarinn árið 1996, Laufi
frá Kollaleiru, 105,2 punkta
en hann varð einnig efstur í
B-flokknum.
I A-flokki stóð efstur stóð-
hesturinn Hjörvar frá Ketils-
stöðum með 8,65. Eigendur
hans eru Kristján Agnarsson
og knapinn Bergur Jónsson.
Hnokki frá Glúmsstöðum
fékk 8,54 og er eigandi i hans
Auður Ástvaldsdóttir en
knapinn var Ragnheiður
Samúelsdóttir.
Ör frá Grund fékk 8,44 og
er eigandi hennar Jón Sveins-
son en knapinn var Ragn-
heiður Samúelsdóttir.
í B-flokki stóð efstur Laufi
frá Kollaleim með 8,83 í ein-
kunn og var eigandi hans jafnframt
knapi en það er Hans Fr. Kjerúlf.
Höldur frá Kollaleiru, sem er
einnig í eigu og umsjá hans Fr.
Kjerúlf, fékk 8,58.
Fönix frá Tjamarlandi fékk 8,48
en eigandi hans Guðrún Á. Ey-
steinsdóttir var einnig knapi.
í ungmennaflokki stóð efstur
Freydís frá Tjarnarlandi með 7,80
en knapi var Einar K. Eysteinsson.
Reykur frá Fljótsbakka fékk 7,78
og var knapi Jóna B. Eysteinsdóttir.
Fylling frá Stóra-Sandfelli fékk
7,75 og var Auður Ástvaldsdóttir
knapi.
Hugar frá Ketilsstöðum stóð efst-
ur í unglingaflokki með 8,56. Knapi
var Guðbjörg A. Bergsdóttir.
Knapi á hesti i öðra sæti var ísak
F. Sigurðsson og fékk hann 8,27.
Gullinbursti frá Hallgeirsstöðum
stóð efstur í bamaflokki með 8,31 en
knapi hans var Ármann Ö. Sigur-
steinsson.
Kleópatra frá Ketilsstöðum fékk
8,04 og var knapi Guðmar Þ. Bergs-
son.
Hans Fr. Kjerúlf fékk mjög góða
dóma í töltinu á Laufa 105,2 punkta.
Jakob Sigurðsson (Dreyra) keppti
á Fróða og fékk 93,0 punkta.
Anna B. Tryggvadóttir keppti á
Hvönn og fékk 88,8 punkta.
Marietta Maissen (Geisla) keppti
á Hrönn og fékk 87,0 punkta.
Guðrún Á. Eysteinsdóttir keppti
á Fönix og fékk 85,2 punkta.
Marietta Maissen Geisla) keppti á
Hrannari og fékk 85,2 punkta.
Allir knapamir áunnu sér rétt til
að keppa í tölti á landsmótinu.
Síðustu kyn-
bótasýningarnar
Síðustu kynbótahrossasýning-
arnar fyrir landsmót voru haldnar í
Stykkishólmi/Dölum og Vestfiörð-
um/Ströndum.
Sex hryssur voru fulldæmdar í 6
vetra flokknum á Vestfiörð-
um/Ströndum. Ein þeirra, Elding
frá Litla-Dal, fékk hærri einkunn
en 7,50 en hún náði 7,67. Auk þess
voru nokkur hross byggingadæmd.
í Stykkishólmi/Dölum voru bygg-
ingadæmdir nokkrir folar og fekk
Soldán frá Bjarnarhöfn 5 vetra
áhugaverða einkunn, 8,10.
Reynir Aðalsteinsson brá sér í
ferð með hryssuna Venus frá Sig-
mundarstöðum og fékk hún 8,04 í
aðaleinkunn. Hana vantaði einung-
is 0,01 til að fara á landsmót sem
kynbótahross en fer engu að síður
sem tölthross hjá tengdasyni Reyn-
is, Pálma Ríkharðssyni.
Venus er undan Mekki frá
Varmalæk og Kviku frá Sigmundar-
stöðum og fékk 7,73 fyrir byggingu,
8,36 fyrir hæfileika. Venus keppti í
elsta flokki hryssna og þar fékk
önnur hryssa hærri einkunn en
7,50 en þrjár hryssur voru full-
dæmdar í þeim flokki.
í 5 vetra flokknum vom full-
dæmdar þrjár hryssur og fengu
tvær hærri einkunn en 7,50.
Halla frá Hamraendum fékk
hæstu einkunn hryssnanna ,7,75.
-EJ
íslenski hesturinn hefur fylgt þjóðinni frá landnámsöld. DV-mynd e.j.
Rakin sagan frá
landnámsöld
Út er komin heimildamynd um ís-
lenska hestinn. Myndin er 45 mínútur
og er rakin saga íslenska hestsins allt
frá landsnámsöld til dagsins í dag.
Fjallað er um breytt notkunargildi,
frá því íslenski hesturinn var notaður
sem samgöngu- og landbúnaðartæki.
Nú er hann auk tómstundaiðjunnar
hluti af hagkerfi íslands enda era fiöl-
margir íslendingar að vinna við um-
hirðu, sölu og tamningu hesta.
Hinum fiölmörgu mikilvægu hlut-
verkum hestsins eru gerð skil og far-
ið er yfir þá þróun sem hefur orðið í
ræktun og reiðmennsku gegnum tíð-
ina.
Sýndar eru skemmtilegar gamlar
myndir, meðal annars frá kommgs-
heimsóknum fyrr á öldinni, fyrri
landsmótum, notkun hestsins í land-
búnaði og ferðalögum víða um landið.
Sumar myndanna frá þvi í gamla
daga hafa ekki komiö fyrir sjónir
manna.
Myndin varpar ljósi á einstakt
lundarfar íslenska hestsins, þolgæði,
geðprýði, frábæra ganghæfni og
traustleika.
íslenski hesturinn hefur verið
þarfasti þjónn íslensku þjóðarinnar
og í myndinni sést hvemig hlutverk
hans hefur breyst þó svo að mikil-
vægi hans sé hið sama.
Myndin er framleidd af Plús film og
er til á íslensku, ensku og þýsku.
Myndin kostar 3.900 krónur. -EJ