Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998 Fréttir Harðorð grein um íslenska erfðagreiningu í Der Spiegel: Snillingur eða hættu- legur glæpamaður? - skrifað að undirlagi íslenskra andstæðinga, segir Kári Þýska tímaritið Der Spiegel birti á heimasiðu sinni um helgina ítarlega frétt um íslenska erfða- greiningu og forstjóra þess, Kára Stefánsson. Þar er fjallað um Kára og meðal annars velt upp þeirri spumingu hvort Kári sé snilling- ur, hættulegur glæpamaður eða jafnvel hvort tveggja. Kári sagði í viðtali við Ríkisút- varpið í gær að greinin væri greinilega skrifuð í kjölfar bar- áttuherferðar andstæðinga ts- lenskrar erfðagreiningar sem nú væru farnir að leita sér aðstoðar erlendis. Ritari greinarinnar tekur viðtal við tvo lækna, þá Tómas Zoega og Harald Briem sem gagn- rýna frumvarpið til gagna- grunnslaga sem taka á upp á Al- þingi í haust. Þeir segja ekki eðli- legt að veita tslenskri erfðagrein- ingu aðgang að jafn itarlegum upp- lýsingum um íslendinga og stend- ur til verði frumvarpið samþykkt. í greininni er jafnframt fjallað um það hve tsland og íslendingar séu heppilegir hvað erfðarann- sóknir varðar. Þar kemur fram undmn blaðamannsins yfir þvi Meinatæknar íhuga uppsagnir Meinatæknar á Ríkisspítölunum íhuga uppsagnir verði ekki orðið við kröiúm þeirra um launahækkanir. Á fimdi síðasta fóstudag var, að sögn Örnu Antonsdóttur meinatæknis á Landspítalanum, mikill meirihluti meinatækna fylgjandi uppsögnum haldi heilbrigðisyfirvöld áfram að hunsa kröfur þeirra. „Rikisstofnanir eru flestar búnar að hækka laun starfsmanna sinna í samræmi við al- mennu kjarasamningana sem sam- þykktir voru í fyrra og við í heil- brigðisstéttunum verðum að njóta sömu meðferöar. Við viijum launa- hækkanir, það er einfalt mál.“ Að sögn Ömu hafa meinatæknar ekki gefið yfirvöldum neinn ákveð- inn frest til að kippa málunum í lið- inn, a.m.k. ekki að svo st.öddu. Þetta sé þó fyrsta skrefiö í átt að kröftugri aðgeröum sem hún segir algerlega ljóst að farið verði út í ef launahækk- animar fáist ekki fram með viðræð- um: „Það virðist vera það eina sem yfirvöld skfija; að fólk fkri bara heim til sín og mæti ekki í vinnuna. Við erum alveg tilbúin i þess háttar leik ef kröfúr okkar nást ekki fram með góðu.“ -fin Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, telur greinina sem birtist í Der Spiegel móðgun við íslensku þjóðina. hve ítarlega íslendingar hafa skráð ættir og ýmis félagatöl. Kári segir þetta sýna að greinarritari skilji ekki íslenska menningu og því verði að taka frétt hans með miklum fyrirvara. Það er eðlilegt að Kára líki ekki skrifin því þau eru honum og fyr- irtæki hans síður en svo hliðholl. Þar segir m.a. að í gróðaleit hygg- ist íslensk erfðagreining halda „sýningu" á Islendingum og veita útlendingum aðgang að henni með gróðafíknina eina í huga. Fyrir- sögn greinarinnar, „Peep show im Wikingerreich", eða „gægjusýning f víkingalandi", segir mikið um innihald hennar og í hvaða tón blaðamaður Der Spiegel ritar um íslenska erfðagreiningu. En það er ekki bara fyrirtækið sem fær kaldar kveðjur í fréttinni því nokkuð er fjallað um Kára sjálfan. Þar segir m.a. að fólk skiptist í tvo hópa hvað varðar álit þess á Kára. Sumir telji hann heilsugjafa en aðrir segi hann vera þrælasala. Jafnframt er fjallað um feril hans hjá Harvard-háskólan- um og sagt að þar hafi hann þótt mislyndur og duttlungafullur. Kári telur þó að greinin sé frem- ur móðgandi fyrir fslensku þjóðina en hann sjálfan. „Þarna er talað um að íslendingar séu auðtrúa og auð- velt aö plata þá. Það er ekki sæm- andi og að minu mati er þetta vond blaöamennska," segir Kári. -KJA Undirrítun er ekki undirritun Alltaf er maður að uppgötva eitthvað nýtt. Nú hefur Halldór Guð- bjamason, margreynd- ur bankastjóri úr Út- vegsbankanum og Landsbankanum, tekið að sér að rökstyðja þá kenningu að undir- skrift bréfs er ekki endilega undirskrift bréfs. Allra síst ef það bréf er sent út af hálfú þess fyrirtækis eða þeirrar stofnunar sem sá starfar við sem und- irskrifar bréfiö. Og enn þá síður ef einhver annar skrifar sömu- leiðis undir bréfið. Þá er önnur hvor undir- skriftin marklaus og skiptir þá ekki máli hvor undirskriftin er marklaus, heldur fer það eftir því hvor er á undan að segja að undirskrift hans sé marklaus. Þá gildir sú yfirlýsing. Halldór lenti í þeim vandræðum að skrifa und- ir bréf sem annar bankastjóri skrifaði líka undir. Það þurftu þeir að gera í Landsbankanum til að mark væri takandi á undirskriftunum. Það þýðir í bankanum að sá sem skrifar undir fyrst ber ábyrgð á innihaldi bréfsins en sá síðarnefhdi er þá að skrifa undir að mark sé takandi á undir- skrift þess fyrri, án þess að mark sé á því tak- andi, hvort þaö sé að marka sem í bréftnu segir. Það hefur ekkert með undirskriftina að gera og undirskriftin hefur ekkert með þaö að gera. Þeir sem hafa fengið bréf frá Landsbankanum, undirritað af tveim bankastjórum, verða þess vegna að átta sig á því aö annar bankastjórinn er marklaus og ekkert að marka þótt hann skrifi undir, vegna þess að hann er aðeins að taka fram aö taka megi mark á undirskrift hins, sem hefur ekkert með innihald bréfsins að gera. í raun og veru getur bankastjóri skrifað hvaða vitleysu sem er í bréf frá bankanum, með því skilyrði að annar bankastjóri skrifi undir vitleys- una til að það sé að marka hvað sé að marka í vit- leysu eins bankastjóra, án þess að hinn banka- stjórinn hafi nokkuð með það að gera annað en að votta að hann viti að hinn bankastjórinn hafi skrifað bréfið og beri ábyrgö á vitleysunni sem í bréfinu stendur. Þetta fyrirkomulag er til að fyrirbyggja að mót- takendur bréfanna haldi að báöir bankastjóram- ir séu vitlausir eða beri ábyrgð á vitleysunni. Að- ferð Landsbankans er aöeins til að tryggja að einn bankastjóri sendi ekki út bréf á vegum bankans, án þess að annar bankastjóri viti að bréfið hafi verið sent. Þannig veit einn hvaö ann- ar gerir og annar veit hvað hinn gerir, þó þar með sé ekki sagt að einn viti hvað sagt er í bréf- inu eða hvað annar vilji að standi í bréfinu. Undirritun er sem sagt ekki undirritun, þótt móttakendur bréfsins haldi að sá sem skrifar undir bréf frá Landsbankanum hafi skrifað und- ir bréfið. Þetta segir Halldór sem hefur starfað lengi að bankamálum. Hann vill árétta þetta af því að hann er hættur í bankanum. Dagfari Stuttar fréttir r»v Skemmdarvargar á ferö Tveir skemmdarvargar vora gripnir í Hveragerði eftir að til þeirra sást í hlíðum Vifilfells, gegnt Litlu kaffistofunni, þar sem þeir voru að rifa upp mosa og mynda orðið „dabb“. Samviskusamur vegfarandi tilkynnti atburðinn og verða skemmdarvargarnir sektaðir. Vísir greindi frá. Vill Keikó dauðan Sævar Gunn- arsson, forseti Sjómannasam- bandsins, segir að best væri að Keikó myndi deyja drottni sínum. Hann segir að koma Keikós til íslands seinki því enn frekar að teknar verði upp hval- veiðar auk þess sem hann éti mikið af fiski. RÚV greindi frá. Breytt frumvarp Unnið er að breyttu frumvarpi um gagnagranna. Unnið hefur verið að breytingum undanfarið á grundvelli þeirra athugasemda sem gerðar voru við það á síð- asta þingi. Verður breytt frum- varp væntanlega lagt fram til umsagnar á næstunni. Morgun- blaðið greindi frá. Máli vísað frá Héraðsdóm- ur Reykjavíkur visaði máli samkeppnis- ráðs frá þar sem gerð var krafa um að ógilda bæri úr- skurð áffýjun- arnefndar sem felldi úr gildi fyrri ákvörðun samkeppnisráðs um ógildingu á yfirtöku Myll- unnar-Brauðs hf. á Samsölubak- aríi. Morgunblaðið sagði ffá. Fiskveiðieftirlitskerfi Nýtt eftirlitskerfi með fisk- veiðum á norðanverðu Atlants- hafi var samþykkt á fundi Norð- ur-Atlantshafsfiskveiðinefndar- innar fyrir helgi. Kerfið er þeirr- ar náttúru að fylgst verður með skipum úr gervitungli. RÚV greindi ffá. Bjórsala eykst Sala bjórs hjá ÁTVR jókst um 13,12% í júní. Sala á ffeyðivíni jókst um 24% miðaö við júní í fyrra og sala rauðvíns var að sama skapi 14% meiri. Talið er að aukningin tengist óvenju góðu veðri og heims- meistarakeppninni í knatt- spymu í Frakklandi. Morgim- blaöiö greindi frá. Nýþota Ný Boeing 747 þota Atl- anta- flugfé- lagsins kom til landsins í dag. Vélin fékk nafnið Alfreð Elíasson en hann var einn af stofnendum Loftleiða. Það var ekkja Alfreðs, Kristjana Milla Thorsteinsson, sem gaf vélinni nafn. Þetta er 14. þota Atlanta- flugfélagsins. Ríkissjónvarpið sagði frá. Fæðingahrina Átján böm fæddust á einum sólarhring á fæðingardeild Land- spítalans síðastliðinn fóstudag. Þetta er næstmesti fjöldi fæðinga á einum sólarhring. Skýringin á fjöldanum er meðal annars rakin til þess að fæðingardeild Sjúkra- hússins i Keflavík er lokuð. Morgunblaðiö greindi frá. Sigursveit Skólahljómsveit Mosfellsbæjar sigraði á tónlistarhátíö í Gauta- borg. Sveitin er skipuð 50 hljóð- færaleikurum og er stjómandi Birgir D. Sveinsson. Alls tóku 35 hljómsveitir þátt í keppninni. Norskar sveitir uröu í öðra og þriðja sæti. Morgun- blaðið greindi frá. -sm Atlanta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.