Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 32
40
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
íþróttir unglinga
eru færri sem komast að en vilja,“
sagði Ólöf sem er sjálf þekktur
golfari og stefnir að því að keppa á
meistaramótinu í sumar.
„Ég held að við séum með bestu
aðstöðuna, bara mjög góða aðstöðu,
bestu æfingaaðstöðuna og besta
golfvöllinn og bestu yfirumsjón yfir-
höfuð,“ sagði Ólöf.
Mikið er um að vera fyrir börnin.
Keilir heldur pollamót á hverjum
miðvikudegi sem er fyrir börn
yngri en 15 ára. Einnig eru opin mót
fyrir unglingana sem þeir skrá sig
sjálfir í. Á meistaramötinu er
einnig keppt í unglingaflokkum
þannig að krakkarnir hafa nóg fyrir
stafni. „Núna er meistaramótið
næst á dagskrá og svo landsmót
unglinga í ágúst og sveitakeppni."
Landsmótið verður haldið hjá
Keili í ágúst og krakkamir eru mjög
spenntir og ákveðnir að standa sig á
heimavelli.
„Ég myndi segja að þetta væri
mjög hentug íþrótt fyrir krakka.
Þetta er náttúrulega íþrótt þar sem
mikið reynir á sjálfsaga þannig að
þetta er gott fyrir krakka sem hafa
mikinn áhuga og mikinn metnað,“
sagði Ólöf.
Svæðamótin í fullum gangi
Eitt af svæðamótum Golfsam-
bands íslands var haldið á
fimmtudag á velli Keilis i Hafnar-
firði. Mótið er eitt af fjölmörgum
svæðamótum sem GSÍ heldur og
munu úrslitin vera haldin víðs
vegar um landið þann 27. júlí. Á
mótinu sigraði Birgir Jóhannsson
og Ingvaldur Ben Erlendsson var í
öðru sæti í eldri hópi. í yngri
hópi sigraði Sigurbergur
Sveinsson og Guðjón H.
Hilmarsson hafnaði í öðru
sæti.
DV mun fylgjast með
úrslitum svæðamótsins í
júlí.
Fleiri stúlkur í golfinu:
Golf gott með handboltanum
Mikili uppgangur er í golfi með-
al stúlkna í Hafnafirðinum, þeim
mikla handboltabæ, og þykir til-
valiö að iðka það ásamt handbolt-
anum.
Ragnhildur
Rósa Guðmunds-
dóttir er nýbyrjuð
að æfa golf. „Þetta
er mjög skemmti-
legt, maður verð-
ur háður þessu
þegar maður byrj-
ar. Pabbi er í golfi
og mig langaði aö
nrófa Mér list vel Tinna Jóhannsdóttir og Ragnheiö
á þetta, þetta er ur Rósa Guömundsdóttir
úti og er bara skemmtilegt. Ég er í
handboitanum á vetuma og það er
fint að vera í golfinu á sumrin,"
sagði Ragnhildur. Handbolti er
aðalgrein hennar og henni líkar
aœ
vel hversu auðvelt er aö sameina
þessar tvær greinar.
Tinna Jóhannsdóttir er búin að
æfa golf í tvö ár, og stundar fleiri
íþróttagreinar.
„Ég er í hand-
bolta og fót-
bolta, þetta rugl-
ast ekkert sam-
an. Handboltinn
er á vetuma og
fótboltinn á
kvöldin þannig
að ég get alveg
verið í golfi all-
an daginn. Ég
keppi á meist-
aramótinu núna í sumar í júlí,“
sagöi Tinna en þessi efnilega golf-
stúlka er 12 ára og er staðráðin í
að halda áfram að æfa og standa
sig vel.
Golfnámskeiðin:
Þau dreymir um
atvinnumennsku
Golfklúbburinn Keilir stendur
fyrir námskeiðum fyrir börn eldri
en átta ára. Námskeiðin standa yfir
í ýmist eina eða tvær vikur og er
áhugi krakkanna stórkostlegur.
„Mér finnst skemmtilegast að
pútta,“ sagði Fanney sem var eina
stúlkan þann daginn en þrátt fyrir
rigningu og slæmt skyggni var hún
mætt út á völl. Þetta er hennar
fyrsta námskeið en hún er ákveðin
í að koma aftur síðar. „Mig langar
mest til að verða golfari," sagði hún
að lokum.
Piltunum á námskeiðinu finnst
langskotin skemmtilegust. „Ökkur
langar mest aö verða atvinnumenn
en það er frekar dýrt,“ sögöu
drengimir og hurfu þar með út
langskotsvæðið.
Umsjón
Golf barna og unglinga nýtin: mikifla vinsælda:
Mikil uppsveifla
- um hundrað börn og unglingar á námskeiðum Keilis í sumar
íris B. Eysteinsdóttir
Golf nýtur nú mun meiri vin-
sælda en áðm: meðal bama og ung-
linga og á Golfklúburinn Keilir mik-
ið af efnilegum golfumm. Um 90
unglingar á aldrinum 16 ára og
yngri em skráðir í klúbbinn og 100
til viðbótar sækja golfnámskeið sem
Keilir heldur fyrir böm og unglinga
i sumar.
Þaö em fastar æfingar fyrir stúlk-
ur og drengi tvisvar sinnum í viku
og þjálfari og umsjónarmaður ung-
lingastarfsins er Ólöf María Jóns-
dóttir. „Við emm með tvo stelpu-
hópa 14 ára og yngri og 15-18 ára
svo em tveir aldurshópar hjá strák-
unum,“ sagði Ólöf en alls eru fimm
flokkar hjá piltunum.
Áhuginn hjá bömum og ungling-
um hefur vaxið mikið á undanföm-
um árum. „Það em miklu fleiri
stelpur að koma inn í þetta. Það
hafa aldrei verið svona margir hóp-
ar. Ætli það sé ekki helmingsaukn-
ing núna á tveimur árum,“ sagði
Ólöf en þetta er þriðja árið sem hún
sér um unglingastarfið. „Það var
ekki mikill áhugi hérna fyrsta árið
en svo erum við búin að vinna
markvisst að þvi að fá krakkana til
að koma og það er uppfuflt á öll
námskeið sem við erum með og það
Herdís Guömundsdóttir, Sara Jóhannesdóttir, Ragnhildur Rósa Guömundsdóttir, Eva Dís Þóröardóttir, Eva Rós Ólafsdóttir, Tinna Jóhannsdóttir og Ólöf
María Jónsdóttir.
Tómas Freyr Aðaisteinsson var
ekki nógu ánægður meö
frammistööu sína á svæöa-
mótinu þegar blaðamaður hitti
hann á tíundu holu. Hann sló
fyrri níu holurnar á 42 höggum
og fannst hann geta betur. Hann
er í Golfklúbbi Kópavogs og
Garöabæjar og er búinn aö æfa
3-4 ár. „Ætli þaö sé ekki
skemmtilegast aö vinna. Ég
stefni f atvinnumennskuna,
gera þaö ekki allir,“ sagði
is sem síðan
var horfinn tii
aö Ijúka
viö
Hitt húsiö í samvinnu við handboltann:
Gegn vímuefnum
Hitt húsið stóð á dögunum fyrir
handboltaleik til styrktar ungu
fólki gegn eiturlyfjum.
„Þetta verður fordæmi fyrir
yngri krakkana sem eru núna að
koma upp úr 5. og 4. flokki," sagði
Nina Kristín Björnsdóttir, leik-
maður Stjömunnar sem sá um að
velja liðin fyrir leikinn. Stúlkum-
ar sem spil-
uðu eru
flestar upp-
rennandi
stjömur í
handboltan-
um. Þeim
var skipt í
tvö jöfn liö
og endaði
leikurinn
22-19.
Eivor
Pála Blön-
dal, leik- Nína K. Björnsdóttir og
maður Vals,
tók þátt í leiknum en hún taldi að
vímuefni væra ekki vandamál
meðal yngri kynslóðarinnar. „Mér
finnst nyög gaman að hafa tekið
þátt í þessu. Eftir aö maður er
eldri þá hefúr maður náttúrlega
meiri áhrif á þá sem em yngri,"
sagði Eivor.
Kvennahandbolti á íslandi er í
nokkurri uppgöngu þar sem marg-
ar efnilegar stúlkur em að stíga
sin fyrstu skref með meistara-
flokkunum. Mögulegt er að breidd-
in aukist einnig í vetur því líklegt
er að bæöi ÍR og ÍBA bætist í hóp
þeirra liða sem spila í 1. deildinni.
„það em miklu fleiri stelpur
núna í yngri flokkum en hafa ver-
ið. Eftir því
sem deildin
verður betri
þeim mun
meiri at-
hygli fáum
við og þá
getum við
breitt út alls
konar mál-
efhi eins og
þetta,“ sagði
Eivor. Hún
vildi að lok-
um hvetja
stúlkur til að
halda áffam í handbolta.
Þetta framtak Hins hússins var
til fyrirmyndar þar sem mikilvægt
er að konur sýni yngri stúlkum í
íþróttum fordæmi þar sem yngri
leikmenn taka sér oft leikmenn
eldri flokks til fyrirmyndar með
hluti eins og vímuefni.
Eivor Pála Blöndal.
Úrslit
Úrslit úr Norðurlandamóti
kvenna í knattspymu landsliða
skipað leikmönnum yngri en 17
ára.
Ísland-Danmörk.............0-0
Ísland-Finnland............0-1
Ísland-Þýskaland...........0-2
Island-Holland.............0-0
(Hofland vann 4-3 í vítaspymukeppni)
íslenska liðið varð því i áttunda
sæti á mótinu.