Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 34
> 42 MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998 Afmæli Erlingur G. Axelsson Erlingur Guðmundur Axelsson sjómaður, Brekkustíg 14, Reykjavík, varð sjötugur í gær. Starfsferill Erlingur fæddist á Akureyri og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann flutti siðan tólf ára með foreldrum sínum til Reykjavíkur og hefur átt þar heima síðan. Erlingur var sendisveinn hjá KRON við Skólavörðustíginn í Reykjavík er hann var unglingur, vann eitt sumar í byggingarvinnu, stundaöi nám í málaraiðn eitt ár og fór síðan til sjós. Erlingur var fyrst á togurum, einkum á Neftúnusi hjá Júpiter og Mars en hóf störf hjá Skipaútgerð ríkisins og var á strandferðaskipun- um í níu ár. Þá var hann aftur á tog- urum í nokkur ár en kom síðan í land og starfaði í frystihúsi ísbjarn- arins á Seltjarnamesi. Erlingur fór síðan aftur til sjós 1966 og var enn á togur- um, m.a. á Surprise og Hafnarfjarðartogurum. Hann starfaði síðan í tvö ár í fiskvinnslu hjá Bæj- arútgerð Reykjavíkur en hóf störf hjá ísal 1972 þar sem hann hefur starfað síðan. Þar hefur hann unnið i skautsmiðju og í kerskálum. Fjölskylda Erlingur kvæntist 4.8. 1951 Þórdísi Sigurbjörgu Rafnsdótt- ur, f. 3.1. 1927, húsmóður. Hún er dóttir Rafns Guðmundssonar, bónda í Gröf í Eiðaþinghá, og k.h., Guð- rúnar Bjarkar Einarsdóttur hús- freyju. Erlingur og Þórdis skildu. Börn Erlings og Þórdísar eru Lára Erlingsdóttir, f. 31.8. 1951, hús- móðir, tannsmiður og tækniteikn- ari, búsett í Reykjavík, gift Guð- mundi Ólafssyni, raf- magnsverkfræðingi og forstjóra Jóhanns Rönn- ing og eiga þau þrjú börn og eitt bamaharn; Gunn- ar Rafn Erlingsson, f. 29.6. 1956, matsveinn, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Katrinu Einars- dóttur fjölmiðlafræðingi og eiga þau eina dóttur auk þess sem Gunnar Rafn á dóttur frá því áð- ur. Erlingur kvæntist 1969 Helgu Steinvör Helgadóttur, f. 15.12. 1931, d. 21.7. 1987, húsmóður og fisk- vinnslukonu. Hún var dóttir Helga Guðmundssonar, bónda í Borgar- holti í Stokkseyrarhreppi, og k.h., Steinvarar Jónsdóttur. Erlingur kvæntist 24.6.1995 Ólöfu Snorradóttur, f. 31.3. 1966, húsmóð- ur og starfsstúlku við þvottahús við íbúðir aldraðra við Dalbraut i Reykjavík. Hún er dóttir Snorra Hjálmarssonar, bónda á Syðstu- Fossum í Andakílshreppi í Borgar- firði, og k.h., Sigríðar Lilju Guð- jónsdóttur húsfreyju. Systkini Erlings era Guðbjörg Lára Axelsdóttir, f. 1929, húsmóðir í Kópavogi, gift Skarphéðni Guð- mundssyni, fyrrv. vörubílstjóra; Richard Axelsson, f. 1932, verka- maður í Svíþjóð. Foreldrar Erlings voru Axel Pétursson, f. 18.9. 1900, d. 1986, silfursmiður í Reykjavík, og k.h., Lára Kristín Imsland, f. 5.6. 1903, d. 7.7. 1969, húsmóðir. Ætt Axel var sonur Péturs, b. í Hafnardal í Nauteyrarhreppi við Djúp, Péturssonar, og Ingibjargar Jónsdóttur. Lára Kristín var dóttir Thorvald Imsland, kaupmanns á Seyðisfirði, og Elinar Guðmundsdóttur. Erlingur Guðmundur Axelsson. Fréttir Mikil gleði í Þórsmörk Á laugardagskvöldiö var sameiginlegt grill í Langadal. Fjör var í mann- skapnum og mikiö sungið og trallað. Fyrsta helgin í júli er sannkölluð Þórsmerkurhelgi. Menntaskóla- og háskólanemar streyma í Mörkina og njóta samverunnar og góðra veiga úti í guðsgrænni náttúrunni. Að sögn skálavarðar í Húsadal voru um 1100 manns samankomin í dalnum og var helgin stóráfallalaus. Helgin var töluvert rólegri en verið hefur undanfarin ár og minna varð vart við ölvun. Umgengni um dalinn var íremur slæm en hópar fóru um svæðið alla helgina og tíndu rusl. Þeg- ar fréttamann DV bar að garði var ekki annaö að sjá en að ungdómurinn skemmti sér vel. Gítarar voru viða á lofti og mikið sungið og dansað. Á föstudagskvöldiö rigndi töluvert en gær var sól og blíða. í Langadal voru háskólanemar samankomnir. Um 350 manns voru í dalnum og var stemningin afar góð. Á laugardagskvöldið var sameiginlegur matur við stóra útigrillið við Skag- Þórsmerkurfarar létu þaö ekkert á sig fjörðsskála þar sem nokkrir verk- fræðinemar stjómuðu brekkusöng. Ágætt veöur Ekki var mikið vatn í ánum og eng- in teljandi vandræði að komast yfir. Einn og einn jeppaeigandi átti þó í erf- iðleikum og þuifti á aðstoð að halda. fá enda voru þeir flestir vel búnir, en í DV-myndir me Veðrið um helgina var ágætt. Á fóstu- dagskvöldið rigndi reyndar töluvert en Þórsmerkurfarar létu það ekkert á sig fá enda vora þeir flestir vel búnir. Á laug- ardaginn gekk á með skúrum enaðfara- nótt sunnudagsins var milt í veðri. í gær kvaddi svo Þórsmörk ferðalanga- með stórkostlegu veðri, sól og blíðu.-me Allt upppantað í júlí. Örfáir tímar lausir í ágúst. Myndataka, þar sem þú ræður hve stórar og hve margar myndir þú færð, innifalið ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. kr. 5.000,oo Þú færð að velja úr 10-20 myndum af bömunum, og þær færðu með 60 % afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar þær strax. Sýnishom af verði: 13 x 18 cm í möppu kr. 1.200,00 20 x 25 cm í möppu kr. 1.720,00 30 x 40 cm í ramma kr. 2.560,00 Hringdu á aðrar ljósmyndastofur og kannaðu hvort þetta verð á stækkunum er ekki lægsta verðið á landinu. Tilboðið gildir aðeins ákveðinn tíma. Passamyndir alla daga. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 4207 Ljósmyndstofa Kópavogs sími: 554 3020 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frlkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík Sími 552 58 Otf- Fax 562 26 16 - Netfang: isf@rvk.is Ú T B OÐ Allar auglýsingar um útboð í gangi er að finna á heimasíðu Innkaupstofnunariwww.reykjavik.is/innkaupstofnun F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík og Vegamálastjóra er óskað eftir tilboðum í byggingu vegbrúar fyrir vestari akbraut Gullinbrúar yfir Grafarvog, lagfæringu á núverandi brú ásamt gerð göngubrúar. Verkiö nefnist: „Gullinbrú-brúargerö. Veg- og göngubrú." Helstu magntölur eru: Niöurrekstrarstaurar: Mótafletir: Bendistál: Spennistál: Steinsteypa: Veörunarstál í veggskildi: Stál í göngubrú: 370 m 2.700 m2 70 tonn 10 tonn 700 m3 15 tonn 26 tonn Framkvæmdum skal aö fullu lokiö 1. júlí 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með þriðjud. 7. júlí nk. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: Þriðjudaginn 28. júlí 1998 kl. 11.00 á sama stað. GAT 80/8 t Ástkær fósturfaðir minn, bróðir okkar og mágur, Gestur Oddleifs Rósinkarsson, Hringbraut 136 í Keflavík, l.ést á Vífilsstaðaspítala 29. júní síðastliðinn. Útförin fer fram þriðjudaginn 7. júlí kl. 14 frá Keflavíkurkirkju. Jarðsett verður að Kálfatjörn. Guðjón Gunnarsson Kristný Rósinkarsdóttir Aðalbjörn Jónsson María Rósinkarsdóttir Ólafur Ásgeirsson Jósep Rósinkarsson Elísabet Rósinkarsdóttir Sigríður Rósinkarsdóttir Ólafur Erlingsson Hafsteinn Rósinkarsson Til hamingju með afmælið 6. júlí 90 ára Ingibjörg Bryndís Eiríksdóttir, hjúkrunarh. Eir, Reykjavík. 85 ára Guðrún Sæmundsdóttir, Hrísmóum 3, Garðabæ. Ragnar Bjamason, Háagerði 31, Reykjavík. Stefán Nikulásson, Meltröð 2, Kópavogi. 80 ára Halldór Bjarnason, Stigahlíð 28, Reykjavík. Hann verður aö heiman. 75 ára Helga Hermundardóttir, Eyrargötu 6, ísafirði. Jónína Aldís Þórðardóttir, Borgarheiði lh, Hverageröi. 70 ára Elita Benediktsson, Efri-Dálksstöðum, Akureyri. Sigurjón K. Nielsen, Vesturbergi 23, Reykjavík. 60 ára Arnþór Garðarsson, Langholtsv. 120b, Reykjavík. Þuríður Magnúsdóttir, Grundarstíg 2, Reykjavík. 50 ára Eiríkur Trausti Stefánsson, Sundlaugavegi 16, Reykjavík. Eyrún Jónsdóttir, Borgarvegi 23, Njarðvík. Guðrún J. Hansdóttir, Þrándarholti n, Gnúpverjahr. Guttormur Sigurðsson, Miklaholtsseli I, Eyja- og Miklaholtshreppi. Hildur Ása Benediktsdóttir, Birkihrauni 4, Reykjahlíð. Hilmar Hjaltalín Jónsson, Kaplaskjólsvegi 27, Reykjavík. Hreiðar Þór Sæmundsson, Skólavörðustíg 18, Reykjavík. Jóna Kristjánsdóttir, Bakkagerði 3, Reykjavík. Kristin Kjartansdóttir, Hjallabrekku 5, Ólafsvík. Pétur H. Guðmundsson, Einarsnesi 40, Reykjavik. Sigfús Smári Viggósson, Bleikjukvísl 13, Reykjavík. Sigurveig Guðjónsdóttir, Austurvegi 45, Grindavik. 40 ára Ámi Jónasson, Álfheimum 31, Reykjavík. Hörður Ingólfsson, Ránargötu 46, Reykjavík. Jónas Baldursson, Heiðargerði 30, Vogum. Jónina Rós Guðmundsdóttir, Ketilsstöðum, Vallahreppi. Júlíus Júlíusson, Reyrengi 2, Reykjavík. Karl Knudsen, Stóra-Núpi I, Gnúpverjahr. Kristinn Óskarsson, Hverfisgötu 101, Reykjavík. Maríus Sævar Pétursson, Suðurvöllum 2, Keflavík. Sigurjón Ólafsson, Hraunbæ 144, Reykjavík. www.visir.is FVRSTUR ME0 FRETTIRNAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.