Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ1998
Útlönd
Dalai Lama í
sambandi við
Kínastjórn
Dalai Lama, andlegur leiötogi
Tíbeta, sem er landflótta, hefur
staðfest að hann sé í sambandi við
kínversk yflrvöld. í viðtali við
bandaríska tímaritiö Time segir
leiðtoginn aö hann vilji gjarnan
hitta Jiang Zemin, forseta Kína.
Á fréttamarmafundi með Bill
Clinton Bandaríkjaforseta sagöi
Zemin að opnast heíðu leiðir til aö
ná tU Dalai Lama. Lét Zemin þessi
orð falla eftir að Clinton hvatti
hann til viðræðna við leiðtoga Tl-
beta.
Mubarak varar
ísraela við
Hosni Mubarak varaði í gær
ísraela viö og sagði hættu á of-
beldi, sem ekki væri hægt að bæla
niður, yrði ekki hætt við stækkun
Jerúsalem. Mubarak sagði þetta
að loknum fundi með Yasser Ara-
fat, leiðtoga Palestínu, og Hussein
Jórdaníukonungi. Leiðtogarnir
hittust í Kaíró tU að reyna að
flnna leiðir til að koma viðræðum
um frið í Miðausturlöndum í gang
á ný.
Óraníumenn gefast ekki upp:
Reisa tjöld við
gaddavírinn
Lögregla og hermenn komu í gær
í veg fyrir að tvö þúsund félagar í
Óraníureglunni gengju i gegnum
hverfi kaþólikka í Portadown á N-
írlandi. Óraníumenn svöruðu með
því að tjalda skammt frá vegatálm-
um lögreglunnar.
í gærmorgun fór aUt friðsamlega
fram þegar Óraníumenn söfnuðust
saman í miðbæ Portadown. Þeir
gengu siðan að Drumcreekirkjunni
og hlýddu þar á guðsþjónustu.
Um tvö þúsund lögreglumenn og
hermenn voru í viðbragðsstöðu. Eft-
irlitsflugvélar sveimuðu yfir bæn-
um. Að lokinni messu hugðust
Óraníumenn ganga í gegnum hverfl
kaþólikka. Þeir komust hvergi því
lögreglan hafði sett upp fimm metra
háa gaddavírsgirðingu.
Félagar í ðraníureglunni hafa
gengið i gegnum
hverfi kaþólikka
síðan 1807 til þess
að leggja áherslu á
samstöðu mótmæl-
enda. Mótmæli
gegn göngu Óran-
íumanna hófust
ekki fyrr en 1995
þegar stuðnings-
mönnum írska lýð-
veldishersins, IRA,
þótti hún ögrun
við kaþólikka.
Talsmaður Óran-
íureglunnar, Ro-
bert Anderson,
kvaðst í gær óttast
ófriðarbál létu yflrvöld ekki undan
kröfu Óraníumanna fyrir 12. júlí,
stærsta göngudag mótmælenda.
Hermenn settu upp gadda-
vírsgirðingu til að stöðva
göngu Óraníumanna.
Símamynd Reuter.
Mo Mowlam, Ir-
landsmálaráðherra
bresku stjórnarinnar,
hvatti göngumenn til
að yfirgefa svæðið
friðsamlega. Adam
Ingram, ráðherra ör-
yggismála N-írlands,
hvatti heimamenn til
að leysa málið.
Nokkrum klukku-
stundum fyrir göng-
una bárust lögregl-
unni hótanir frá
öfgasinnuðum sam-
tökum mótmælenda.
Samtökin, LVF, kváð-
ust líta á það sem
stríðsyfirlýsingu reyndi lögreglan
að stöðva göngu Óraníumanna.
Reuter
Sími: 588 4666 • fax: 588 4664
dogana 13. júlt
eða a Meðan blrgðlr endost
tækifærið!
Fáðu þér ný dekk á bílinn
á frábæru verði áður en
þú leggur af stað í ferðalagið.
ÞJÓNUSTAN
Bogaskemmunum við Kleppsmýrarveg
Indónesískur drengur við leikvöll sinn í Jakarta. Um 80 milljónir af 200
milljónum íbúa Indónesíu lifa undir fátæktarmörkum. Fyrri helming þessa
árs var verðbólgan í landinu 47 prósent. Símamynd Reuter.
Hafnar samvinnu
við Rugova
Jakup Krasniqi, talsmaður Frels-
ishers Kosovo, segir í viðtali við
þýska tímaritið Der Spiegel, sem
birtist í dag, að hann berjist fyrir
sameiningu allra Albana á
Balkanskaga. Krasniqi hafnar sam-
vinnu við Ibrahim Rugova, leiðtoga
stærsta stjórnmálaflokks Kosovo-Al-
bana.
Richard Holbrooke, sérlegur
sáttasemjari Bandaríkjanna í
Kosovodeilunni, sneri aftur til
Belgrad í Serbíu í gær eftir árang-
urslausar tilraunir til að fá al-
banska leiðtoga í Kosovo til að leysa
deilumál sín.
Holbrooke hafði fyrr um helgina
rætt við Slobodan Milosevic, forseta
Júgóslavíu. Með í för hans var að-
stoðarutanríkisráðherra Rússlands,
Nikolai Afanasjevskíj. Þeir til-
kynntu báðir í gær að alþjóðleg eft-
irlitsnefnd myndi í dag hefja störf í
Kosovo.
Holbrooke og Afanasjevskíj lýstu
yfir stuðningi við Ihrahim Rugova
sem stjórnmálaleiðtoga Albana.
Krasniqi bendir á í viðtalinu við
Der Spiegel að friðsamleg stefna
Rugova hafi ekki borið árangur.
Krasniqi gerði einnig lítið úr fundi
Holbrookes og fulltrúa Frelsishers
Kosovo í síðustu viku. Kvað
Krasniqi Holbrooke ekki hafa hitt
að máli helstu leiðtogana.
Stuttar fréttir i>v
Eldar kringum Aþenu
Hundruð slökkviliðsmanna og
hermanna börðust í gær við skóg-
arelda víðs vegar umhverfis Aþ-
enu. Lögregluna grunar að um
íkveikju hafi verið aö ræða.
Skotárás í Stokkhólmi
Tveir ungir menn voru aðfara-
nótt sunnudagsins skotnir í fæt-
urna í miðborg Stokkhólms.
Mennimir voru skotnir eftir rifr-
ildi við hóp ungmenna.
Erkibiskup fordæmir
Erkibiskupinn af Jórvík, David
Hope, segir að Díana prinsessa
hefði síst af
öllu viljað að
sett yrði á lagg-
irnar safn um
hana. Bróðir
Díönu, Spencer
jarl, opnaði
safn um Díönu
á ættarsetri
sínu 1. júlí. í
viðtali við Sunday Times í gær
fordæmir biskupinn Díönuæðiö
og segir kominn tíma til að því
ljúki.
Endurskapa mammúta
Vísindamenn ætla að leita að
frosnu mammútasæði í Síberíu og
nota það til að frjóvga filaegg.
Vonast vísindamennirnir til að
geta endurskapað risafílinn sem
dó út fyrir 30 þúsund ámm.
Þyrlur rákust á
Tvær herþyrlur með vopna-
birgðir rákust á yfir Filippseyjum
í gær. Önnur þyrlan hrapaði í
íbúðahverfi. Tveir létust og þrír
slösuðust alvarlega.
Rottur á skurðstofum
Saksóknari í Róm hótar að loka
stærsta sjúkrahúsi Ítalíu verði
hreinlætið ekki bætt og bruna-
varnir auknar. Fjórir sjúklingar
hafa orðið blindir eftir augnað-
gerðir. Rottugildrur hafa fundist í
nokkrum skurðstofum.
Havel fær bætur
Dómstóll í Tékklandi hefur
dæmt Vaclav Havel, forseta lands-
ins, og eigin-
konu hans bæt-
ur vegna niður-
lægjandi aug-
lýsingaherferð-
ar. Auglýsinga-
stofa haföi not-
að mynd sem
líktist Havel og
fornafn hans og
konu hans í skóauglýsingu. Var
forsetahjónunum likt við svepp og
hund í orðaleik. Havel fær sem
svarar 13 milljónum íslenskra
króna í bætur og ætlar að gefa féð
í sjóð til styrktar þeim sem urðu
illa úti í flóðum í fyrra.
Berbar mótmæla
Þúsundir Berba söfnuðust sam-
an úti á götum Alsír i gær til að
krefjast opinberrar viðurkenning-
ar á tungumáli þeirra. Alsírsk yf-
irvöld hafa fyrirskipað að arab-
íska verði opinbert mál landsins.
Jarðskjálftar í Tyrklandi
Vægir jarðskjálftar, 3 á Richter,
skóku suðurhluta Tyrklands í
gær. Á laugardag slösuðust um
700 manns er þeir reyndu að flýja
heimili sín þegar tveir skjálftar
riðu yfir.
Veldur vonbrigðum
Hashimoto, forsætisráöherra
Japans, sagði í gær að lækkun á
tekjuskatti til frambúðar væri
einungis á umræðustigi. Ollu um-
mælin vonbrigðum á fjármála-
mörkuðum þar sem vonast haföi
verið eftir skjótum aðgerðum til
að rétta efnahag Japans við.
Blindir af farsímanotkun
Tveir Svíar eru sannfærðir um
að þeir hafi orðið blindir á öðru
auga af stöðugri farsímanotkun
árum saman. Hvorugur hefur
skerta sjón á auganu sem var fjær
símanum. Læknar eru efins en
þora ekki að útiloka blindu vegna
mikillar farsímanotkunar.
Reuter