Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
41
Myndasögur
í
Veiðivon
Guðjón Pórðarson er einn af þeim fjöimörgu sem finnst stangaveiði
skemmtileg og rennir fyrir fisk eins oft og hann getur. Hér er hann við Laxá
í Leirársveit með stöng að vopni.
Hítará á Mýrum:
Full af fiski
Veðurguðirnir eru eitthvað að
breyta um veður núna og spá regni
næstu daga, sem betur fer fyrir
veiðiárnar og gróðurinn sem er orð-
inn mjög þurr.
Ein og ein veiðiá er líka að þorna
upp. Regn er meira en kærkomið
núna, þó svo að spáin standist
kannski ekki alveg hjá blessuðum
veðurfræðingunum.
„Mér sýnist Norðurá vera komin
yfír 300 laxa núna og hollið hafa
verið að veiða þetta um 40 laxa, þau
síðustu," sagði Guðmundur Viðars-
son, kokkur í veiðihúsinu við Norð-
urá í Borgarfirði.
„Stærsti laxinn er 15 pund og
hollin eru blönduð þessa dagana, is-
lendingar og útlendingar. Það er
spáð rigningu og það er það sem
þarf hérna við
Norðurá eins og víðar í ámar
þessa dagana."
lagi. Flugan sækir verulega á núna
og hafa
Franses, Black sheep, Collie dog
og Þingeyingur verið að gefa i síð-
ustu tökunum hjá laxinum.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra og félagar voru við veiðar í
fengsælustu veiðiá landsins i fyrra-
dag og fengu laxa. Veiðiskapurinn
gekk rólega hjá
Halldóri, sama hvað hann kastaði
flugunni á Breiðunni, fiskurinn
vildi ekki taka. Halldór fékk tvo
laxa.
Efra svæðið í Blöndu er að koma
inn þessa dagana en ekki hefur
heyrst af laxi þar enn þá en silung-
amir eru nokkrir.
Blanda er með örugga forystu enn
þá af veiðiánum en hún hefur geflð
420 laxa en næst kemur Norðurá
með 350 laxa. En heldur Blanda
toppsætinu lengi?
Hvernig gengur í Hítará?
Það er mkið af fiski víða í ánni en
þeir taka grannt. Það verður veisla
þegar fer að rigna,“ sagði
Guðmundur enn fremur.
Hallá í núlli
Veiðin gengur mjög rólega í Hallá
og er enginn lax komin á land. Lax
hefur ekki sést í ánni enn þá enda
er hún orðin vatnslítil.
Útlendingar að byrja
í Grímsá
Grímsá hefur gefið 110 laxa og
hann er 14 pund sá stærsti.
Veiðiskapurinn gengur rólega
núna. Útlendingar eru að byrja í
Grímsá þessa dagana en fiskur tek-
ur ílla vegna þeirra skilyrða sem
eru núna.
Blanda í banastuöi og
430 laxar hafa veiðst
„Það er gaman að veiða í Blöndu
þessa dagana, fiskur virðist vera
töluverður í ánni og Breiðan gefur
vel. Smálaxinn er aðeins farinn að
mæta og flugan gefur betur með
hverjum deginum," sagði veiðimað-
ur sem var í Blöndu fyrir tveimur
dögum.
Veiðin í Blöndu gengur vel og eru
komnir 430 laxar úr ánni. Stærstu
fiskarnir eru þrír 18 punda.
Dagsveiðin síðustu daga hefur verið
þetta 10-15 laxar á dag sem er í góðu
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00.
GREASE
eftir Jim Jacobs og Warren Casey
fid. 9/7, örfá sæti laus,
föd. 10/7, Id. 11/7, fid. 16/7.
Skoöiö GREASE vefinn www.mbl. is
Midasalan er opin daglega
kl. 13-18 ogfram ad
sýningu sýningardaga.
Simapantanir virka daga
frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta
Sími 568 8000 Fax 568 0383
Lyginni likast
Eftir margra klukkutíma baráttu við
fiskinn réttist úr krókunum og hann
lak af. Ég fleygði frá mér stönginni,
stökk á bak laxinum, greip um
eyruggana og stýrði honum
i land . . .
Úrvalið hjá okkur er eins og góð
veiðisaga; ótrúlegt en satt. Hvar
annars staðar færðu Ron Thompson
flugustöng, System 2 hjól með
uppsettri Scientific Anglers
flugulinu og undirlínu á kr. 17.480?
Og ef þú tekur þessu tilboði færðu
15% afslátt af hólk.
Hafnarstræti, sími 551 6760.
Hvar annars staöar?
INNKA UPA STOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
Ú T B O Ð
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings er óskað eftir tilboðum í
viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu okkar á 5.000 kr.
Opnun tilboða: Miðvikudaginn 22. júlí 1998 kl. 11 00 á sama stað.
BGD 79/8