Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 6
6
Fréttir
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
Heimili
að heiman í
Kaupmannahöfn
Vandaðar
ferðamannaíbúðir
miðsvæðis í
Kaupmannahöfn.
Verð á mann frá dkr.
187
á daq.
Allar íbúöirnar eru
með eldhúsi og baði.
Akstur til og frá Kastrup
aðeins dkr. 400.
Enn eru nokkrar vikur
lausar 1 sumarUt
Hafðu samband við
ferðaskrifstofuna þína eða
yC/ri S/raoe/< Jba/u/j/iaoia
Sími 00 45 33 12 33 30,
faxOO 45 33 12 31 03
*Verð á mann miðað viö 4 í ibúð i viku
• Stangir
• Veiðihjól
• Línur
• Vesti
• Vöðlur
• Box
• Töskur
• Háfar
• Flugur
• og margt fleira 5
B
Góð vara -
gott verð
'Ór i
cá
Sportbúd - Títan • Seliavegi 2
Sími 551 6080 • Fax 562 6488
I>V
Landsfundur samþykkti samframboð með skilyrðum:
Hollusta í fyrirrúmi
- styrkur Steingríms kom á óvart
Margrét Frímannsdóttir virtist
taugaóstyrk þar sem hún gekk um
gólf nokkrum minútum fyrir upphaf
setningarræðu sinnar í Súlnasal Hót-
el Sögu á föstudag. Meðan landsfund-
arfulltrúarnir streymdu inn hver af
öðrum og skiptust á kveðjum stóð for-
maðurinn einn afsíðis og skimaði í
kringum sig rétt eins og maður sem er
að leita að öðrum leiðum áður en
hann ríður á djúpt vaðið. Við borð
ekki langt þar undan sat Steingrímur
J. Sigfússon ásamt nokkrum fulltrú-
um úr kjördæmi sínu. Hann var
þungt hugsi en engu að síður rólegur
og greinilega við öllu búinn. Svavar
Gestsson gekk hins vegar um salinn
og heilsaði hverjum manni með
skjótu handabandi, rétt eins og hon-
um lægi á.
Það var ekki að sjá að neins tauga-
óstyrks gætti hjá Margréti þegar hún
hóf setningarræðu sína. Margrét tal-
aði af krafti í ræðu sinni þar sem hún
kom inn á atriði í sögu vinstrihreyf-
ingarinnar og fór yfir gang mála í
sameiningarviðræðunum. Mesta at-
hygli vakti tillaga Margrétar og Jó-
hanns Geirdal, varaformanns flokks-
ins, um að landsfundurinn lýsti sig
fylgjandi sameiginlegu framboði, að
vissum skilyrðum uppfylltum. 1 tillög-
unni fólst einnig að kjördæmisráðin
hæfu undirbúning að slíku framboði
og að formaður og framkvæmdastjórn
hefðu yfirumsjón með verkefnum í
samstarfi flokksins við Alþýðuflokk
og Kvennalista. Var ræðu Margrétar
fagnað með dynjandi lófataki. Á eftir
Margréti talaði Svavar Gestsson, for-
maður þingflokks. Ekki var laust við
að nokkurrar óánægju gætti með
ræðu Svavars, einkum vegna þess að
menn söknuðu þess að Svavar tæki
skýra afstöðu með henni. Að öðru
leyti voru stuðningsmenn sameigin-
legs framboðs sigurvissir og þegar
þama var komið sögu höfðu fæstir
áhyggjur af mótspyrnunni.
Styrkur Steingríms vex
Þegar líða tók á fóstudagskvöldið
var ljóst að hugmyndir Steingríms
um nokkurs konar samstarfsyfirlýs-
ingu án sameiginlegs framboðs nutu
Tillaga Margrétar Frímannsdóttur um sameiginlegt framboð var samþykkt
með nokkrum meirihluta á landsfundi Alþýðubandalagsins. Staða Margrétar
og flokksforystunnar þykir sterk eftir fundinn.
Steingrímur J. Sigfússon kom á óvart á fundinum. Hér sjást hann og Svav-
ar Gestsson ræða málin.
DV-myndir Hari.
meira fylgis en áður var talið. Marg-
ir frammámenn í flokknum reyndust
styðja þessar hugmyndir, þar á með-
al Ragnar Arnalds og Haukur Már
Haraldsson, formaður kjördæmaráðs
flokksins í Reykjavík. Fljótlega bætt-
ist Guðrún Helgadóttir einnig í þenn-
an hóp.
Andrúmsloftið á laugardeginum
var lævi blandið og raddir um klofn-
ing gerðust æ háværari. Hörðustu
fylgismenn sameiginlegs framboðs
gerðust stöðugt varkárari í orðavali
og í bakherbergjum Súlnasalsins
tóku menn Steingrim á eintal og
reyndu samningaleiðina. Flestir voru
sammála um að straumhvörf hefðu
orðið á fundinum þegar nokkrir ung-
liðar í flokknum lögðu fram greinar-
gerð sem þeir mæltu fyrir að sam-
þykkt yrði með tillögu formanns. í
henni fólst meðal annars að sérálit
Steingríms um utanríkismál og Hjör-
leifs Guttormssonar um umhverfis-
mál yrðu samþykktar ásamt tillögu
Margrétar.
Landsfundurinn greiddi síðan at-
kvæði um þessa tillögu Margrétar og
greinargerðina og varð niðurstaðan
sú að stuðningsmenn sameiginlegs
framboðs fengu 71% atkvæða en
stuðningsmenn Steingrims 29%. Að
sögn þeirra Alþýðubandalagsmanna
sem DV ræddi við fer líklega ekki
Qarri því að greinargerðin hafi vald-
ið um 10% fylgissveiflu yfir á stuðn-
ingsmenn sameiginlegs framboðs.
Viðbót sú sem gerð var með greinar-
gerðinni felur þó í sér að meiri fyrir-
varar eru gerðir um samstarf vinstri-
flokkanna en upphaflega stóð til að
gera, einkum hvað varðar utanríkis-
og umhverflsmál. Engu að siður voru
menn sammála um að niðurstaðan
væri mikill sigur fyrir Margréti Frí-
mannsdóttur og Jóhann Geirdal, og
að flokkshollustan hefði ráðið miklu
um það hvernig atkvæði féllu.
Hjörleifur Guttormsson sagði sig
formlega úr Alþýðubandalaginu á
landsfundinum. Var Hjörleifur ákaft
hylltur af fyrrverandi flokkssystkin-
um sínum sem risu úr sætum sínum
með dynjandi lófataki honum til
heiðurs.
-kjart
Alþýöuflokkurinn um sameiginlegt framboö vinstrimanna:
Samþykkt einróma
- Sighvatur hefur ekki áhyggur af efasemdaröddum
Flokksstjórn Alþýðuflokksins í
Reykjavík samþykkti á fundi sín-
um í gær að fela stjórn flokksins,
í samstarfi við kjördæmaráðin, að
hefja nú þegar undirbúning að
sameiginlegu framboði vinstri-
manna til Alþingis að ári liðnu.
Sighvatur Björgvinsson, formaður
flokksins, lagði fram tilllögu þess
efnis i upphafi fundar og var hún
samþykkt einróma.
Óánægjan í Alþýðubanda-
laginu ekki áhyggjuefni
„Mér finnst óánægjan i Alþýðu-
bandalaginu ekki vera neitt
áhyggjuefni," sagði Sighvatur
Björgvinsson þegar DV spurði hann
hvort hann óttaðist deilur innan Al-
þýðubandalagsins um sameiginlegt
framboð. „Afstaðan sem Alþýðu-
bandalagið tók á sínum fundi var
það eindregin aö ég tel okkur ekki
vera neitt til fyrirstöðu. Það var
alltaf vitað að menn eins og Hjör-
leifur Guttormsson yrðu ekki með
og það kemur engum á óvart. Stein-
grímur J. Sigfússon hefur hins veg-
ar ekki tekiö ákvörðun."
- Kemur til greina af
hálfu Alþýðuflokksins að
koma frekar til móts við
sjónarmið efasemda-
manna í Alþýðubandalag-
inu?
„Þeirra sjónarmið var
að fara ekki í sameigin-
legt framboð og við erum
ekki inn á því,“ sagði Sig-
hvatur.
- Hvað með utanrikis-
mál og umhverfismál?
„Utanríkismálakaflanum
er lokið og ég tel að fullt
samkomulag hafi náðst
um hann, nema hvað sér-
álit Steingríms snertir."
Aðspurður um hvort
einhverjar efasemdaradd-
ir væru innan Alþýðu-
flokksins sagði Sighvatur
að þær væru engar og að
sameiginlegu framboði
vinstrimanna til Alþingis
væri ekkert að vanbún-
aði.
-kjart
Flokksstjórn Alþýðuflokksins í Fteykjavík samþykkti á fundi sínum í gær einróma að
fela stjórn flokksins að undirbúa sameiginlegt framboð vinstrimanna. Á myndinni má
sjá Sighvat Björgvinsson í ræðustól við upphaf fundarins. Honum á vinstri hönd má
sjá Magnús Norðdahl, formann stjórnar, Ástu B. Þorsteinsdóttur varaformann og Val-
gerði Guðmundsdóttur ritara. Á innfelldu myndinni eru hjónin Jóna Dóra Karlsd'óttir
og Guðmundur Árni Stefánsson DV-mynd ÞÖK.