Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998
Spurningin
Hvað er skemmtilegast
að gera?
Róbert Kárason, áhugamaður um
dans: Að dansa.
Ingibjörg Leifsdóttir ökumaður:
Að keyra Hvalfjörðinn.
Lars Emil sendill: Að lifa.
Eyrún Eggertsdóttir: Að vera með
skemmtilegu fólki.
Eva Óskarsdóttir: Að vera til.
Lesendur
Efnahagsástandiö út og suður:
Nú verða allir vitrir
Magnús Sigurðsson skrifar:
Nú fara stjórnvöld að verða næsta
óþörf. Þannig lýsti t.d. hver speking-
urinn eftir annan hvernig best væri
að leysa deilu hjúkrunarfræðing-
anna við ríkið. Spekingarnir birtast
aðallega í hópi hjúkrunarfræðinga
sjálfra eða annarra í heilbrigðiskerf-
inu. Lausnin hjá þeim er einfold: Það
á að greiða hjúkrunarfræðingum
hærri laun. Þetta er einfalt og fellur
vel í kramið. Nema hjá stjórnvöld-
um. Þau svara jafnan á sama hátt:
Það eru bara ekki til peningar í rík-
iskassanum nema þá með því móti
að innheimta nýja eða viðbótar-
skatta á móti.
Og í efnahagsmálunum almennt,
og óttanum við að nú sé ástandið að
fara út og suður, ber hæst það við-
horf, að best sé að hækka skattana,
hækka vextina og skipa almenningi
að spara sem mest hann getur. En
getur sá sem er nýbúinn að kaupa
nýjan bíl sparað? Eru ekki einmitt
afborganimar af bílnum, ibúðinni og
öllum tækjunum, sem nú hafa verið
endurnýjuð, að sliga hann? Hvemig
á þessi maður að spara? Jú, hann
getur hugsanlega losað sig við nýja
bílinn og tækin og ekið á notuðum
og ódýmm bíl (nóg er af þeim á öll-
um bílasölum). En það brýtur auð-
vitað odd af oflætinu og það má alls
ekki sjást!
En hvaða önnur ráð eru gegn
hinni nýju hættu i efnahagslífmu?
Alls ekki skyldusparnað, segir fram-
kvæmdastjóri VSÍ í hádegisfréttum
RÚV sl. fimmtudag. Nei, auðvitað
ekki. Ekki fremur en foreldrar
myndu samþykkja að tekin væri upp
þegnskylduvinna ungs fólks. (Elsku
litli Gummi á að vinna sér inn pen-
Skyldusparnaður, 15% álag á ferðagjaldeyri og banna innflutning á bílum.
Góð byrjun til að verjast góðærinu sem nú er farið að ógna okkur, segir m.a.
í bréfinu.
inga í sumarfríinu til að hafa næga
vasapeninga á komandi vetri fyrir
víni og vellystingum.)
Ég segi hins vegar (þótt auðvit-
að sé lítið að marka mig sem tími
aldrei að eyða krónu í eitt né
neitt): Það á að taka upp skyldu-
spamað án tafar, hann reyndist
mörgum vel á árum áður og var
gott innlegg í fyrstu íbúðina.
Það á að taka upp álag á ferða-
gjaldeyri. Mætti byrja á 15% álagi.
Það er lítil kvöð fyrir góðærisfólk-
ið á leið í fríið.
Það á að setja innflutningsbann
á nýja bíla í svo sem eitt ár. Þar
spöruðust milljarðar á einu bretti.
Þetta gæti verið góð byrjun til að
slá á þensluna og ofurgóðærið sem
er að drepa alla, þrátt fyrir allt og
allt.
Ráð gegn vargfuglinum
Axel Grímur skrifar:
í allri umræðunni um vargfugl-
inn þessa dagana langar mig til að
segja eftirfarandi.
Það er algjör óþarfi að eitra fyrir
vargfuglinn.
Einfalt ráð til að halda honum í
skefjum er að fara um varplönd
hans á vorin þegar hann hann er
nýorpinn, hafa með sér t.d. stoppu-
nál og stinga varlega gat á eggin og
hræra upp í því.
Árangurinn er sá að fuglinn ligg-
ur lengur á og verpir ekki aftur.
Engin viðkoma, engin fjölgun verð-
ur þar sem þetta er framkvæmt.
Mig langar í leiðinni til að leggja
inn nokkur orð um háhyrninginn
Keikó. Ég tel að lífslíkur hans væru
mun meiri hér við land ef komið
hefði verið með hann að vori frem-
ur en að flytja hann til landsins í
september, líkt og fyrirhugað er.
Hann hefði þá fengið betri og
lengri aðlögunartíma. En hafa ber í
huga að hann kemur úr mun hlýrra
umhverfi en hér er og viðbrigðin
við að koma hingað þar sem allra
veðra er von er verulegt áhyggju-
efni.
Bananalýðveldið Reykjavík
Friðrik skrifar:
„Engin aukin umferðarrýmd
vestan Elliðaár." - Þetta er eitt
stefnumála R-listans.
Sé setningin þýdd á íslensku sýn-
ist mér hún þýða: Reykvíkingar, þið
skuluð þjást. í stað þess að gera
tímabærar úrbætur á gatnakerfi
borgarinnar á að láta umferðina
verða svo óbærilega, umferðartepp-
ur svo stórar og mengun svo stæka
að fólk geti ekki hugsað sér að keyra
og taki strætó. Hvaða einræðisherra
og kúgari í bananalýðveldi gæti ver-
ið stoltur af svo öfgafullri stefnu.
Hefur verið gerð könnun á því
hversu margir Reykvíkingar vilja
aukna umferðarrýmd? Ég veit ekki
til þess. Auðvitað vilja allir betri og
rýmri götur með mislægum gatna-
mótum. Þannig ætti Miklabrautin
auðvitað að gegna því hlutverki
sem henni var upphaflega ætlað -
að vera hraðbraut í gegnum bæinn.
Þar að auki væru þessar aðgerðir
umhverfisvænar. Bílar i lausagangi
Ólýðræðislegt að neyða menn í strætó.
brenna eldsneyti illa og menga mik-
ið. Ef hægt væri að keyra á 80 til 90
km hraða í gegnum þveran bæinn
yrði viðdvöl bílanna styttri. Þeir
myndu ekki spúa út eiturskýi á
hverjum einustu ljósum. Sá tími
sem Reykvíkingar eyða vegna um-
feröartafa er þjóðhagslegt tap. Þeir
gætu verið komnir í vinnuna eða
eytt 20 mínútum á dag aukalega
með börnunum ef gert væri ráð fyr-
ir 10 mínútna töfum í og úr vinnu.
Þar við bætast öll önnur erindi.
Lendir strætó ekki annars líka í
umferðarteppum og á ljósum?
Ég hjóla mikið á sumrin og er
sáttur við hjólastíga í borginni. Ég
vil hins vegar aka, kjósi ég það.
Veður eru oft slæm og þaö eru fæst-
ir sem hjóla nema rétt yfir sumarið.
Valið milli almenningsvagna og bif-
reiða á að vera val. Það er ólýðræð-
islegt að neyða menn til þess að
taka strætó.
Þetta er mál sem má ekki bíða.
Ástandið er ömurlegt og fer versn-
andi. Svona yfirgangur tíökast ekki
í lýðræðisríkjum.
lL[l©i[RD®Æ\ þjónusta
allan sólarhringinn .>
Aðeins 39,90 minútan
eda hringid í síma
S50 5000
tnilli kl. 14 og 16
Húrra fyrir
misheppnuð-
um Landssíma
Sæunn skrifar:
Ég fagna Landssímanum hf.
vegna þess að aldrei verður hægt
að gera einkafyririrtæki úr
steinrunnu opinberu fyrirtæki
án þess að skipta um stjórnend-
ur. Dæmi: Ég keypti nýlega
GSM-síma hjá Landssímanum á
23 þúsund krónur sem skömmu
síðar var boðinn hjá Elko á rúm-
ar níu þúsund. Landssíminn tók
því ónauðsynlega af mér 13 þús-
und krónum, vesalingurinn. Svo
fékk ég mér um sama leyti há-
hraðanet sem auðvitað virkar
ekki eins og Landssíminn segir.
Ég er búin að hringja í allar
mögulegar þjónustudeildir hjá
Landssímanum og allir sem ég
tala við vísa á einhvern annan.
Kannski bara bragð hjá síman-
um til þess að fá mig til að
hringja sem mest. Ég trúi því
ekki að starfsmenn símans þekki
ekki lausnir eða ráði ekki við
vandann.
Sjóslys
Ingólfur Pálsson sjómaður
skrifar:
Hryllilegt er að lesa niðurstöð-
ur þingnefndar um fjölda alvar-
legra sjóslysa undanfarin ár.
Tæplega 700! í engri atvinnu-
grein á íslandi eru fleiri og alvar-
legri slys. Hvað aðhefst sam-
gönguráðuneytið, Siglingastofn-
un, Sjóslysanefnd og Slysavarna-
félagið? Ekkert. í forsvari fyrir
sjóslysanefnd hjá ríkinu og
einkasamtökunum eru tvær kon-
ur, framkvæmdastjóri SVFÍ og
skrifstofustjóri I samgönguráðu-
neytinu, og sem slík formaður
Siglingastofnunar. Ég reikna
með að þær hafi komist til met-
orða fyrir sína verðleika en ekki
vegna þess að þær eru konur.
Skyldu þær hafa gert eitthvað til
að stöðva þennan óþarfa harm-
leik. Sjómannastéttinni væri
akkur í að fá meira að heyra um
þessi mál.
Frítt afnota-
gjald
Helga hringdi:
Ég tek heils hugar undir bréf í
DV þann 29. júní sl. undir yfir-
skriftinni „Frítt afnotagjald
RÚV“. Það er ekki hægt að þola
það af rikisstofnun að þurfa að
sligast undan afnotagjöldum af
ríkissjónvarpinu í hálfan annan
mánuð með þessa knattspymu
sem aðaluppistöðu efnisins.
Fréttir eru færðar til kvöld eftir
kvöld og dagskrá riðlað dag eftir
dag, viku eftir viku. Auðvitað á
Ríkisútvarpið að bjóða ókeypis
afnotagjald þennan tíma. Til
vara: verulegan afslátt.
Ofmönnuð
sjúkrahús
Kristján Jóhannsson hringdi:
Mér finnst afar sennilegt aö
kostnaður heilbrigðisstofnana
hér á landi dreifist á fleiri starfs-
menn en t.d. í nágrannalöndun-
um eins og kemur fram hjá rit-
stjóra DV 1 leiðara sl. fimmtu-
dag. Ég tel líka næsta öruggt að
mikil yfirmönnun sé á sjúkra-
húsunum, a.m.k. sumum þeirra.
Ég hef hvergi séð neina úttekt á
þessu en ég er viss um að marg-
ir myndu fagna slíkum upplýs-
ingum. Það er líka rétt sem þessi
ritstjóri heldur fram að við ís-
lendingar verðum stundum að
sætta okkur við aö suinir hlutir,
einkum í þjónustugeiranum, séu
dýru verði keyptir. Ef allt væri
með felldu ættum við alls ekki
kost á sumu af því sem við krefj-
umst. Bæði sökum mannfæðar,
svo og vegna þess að við höfum
hreinlega ekki efni á að leika
stórþjóð í öllum greinum.