Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1998, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ 1998 7 sandlcorn Vildu ekki sérann Það er orðin viðtekin venja að velja höfðingja og heiðursmenn til að skipa viröingarsæti á framboðs- listum stjórnmálaflokka. Síðustu ár hefur svo færst í aukana að troða inn á lista nöfniun þjóðþekktra aöila til að lokka at- kvæðin því oft á tíðum gera mál- efnin það ekki. í síðustu borgar- stjórnarkosning- um ákváðu sjálf- stæðismenn að bjóða athafna- manninum Fjölni Þorgeirssyni sæti, sem þó hafnaði því með miklu þakklæti vegna anna við innflutning á bílum. Hjá Reykja- víkurlistanum gerðust menn ögn hógværari og buðu brúðkaups- prestinum Pálma Matthíassyni eitt af varaborgarfulltrúasætun- um. Eftir að sérann hafði fallist á þetta kostaboð kom hins vegar babb í bátinn hjá R-listanum sem hætti við á svipstundu ... Hver stjórnar RÚV? Sjálfstæðismenn hafa vart náð svefni síðan eftir kosningar vegna meintrar hlutdrægrar umfjöllunar í fjölmiölum. Menn skilja vel þess- ar kvartanir sjálf- stæðismanna þar sem ekki nema ör- fáir þeirra vinna hjá Ríkisútvarp- inu. Útvarpsstjór- inn er Markús Öm Antonsson, framkvæmda- stjórinn, Bjarni Guðmundsson, dag- skrárstjóri innlendrar dagskrár- gerðar, Sigurður Valgeirsson, helmingur allra fastra starfs- manna og sumarstarfsmanna á fréttastofunni og síðast en ekki síst er stef fréttatimans samið af Eyþóri Arnalds, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins ... Fleiri vilja fram Nú er ljóst að allt stefnir í mikla baráttu í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi eft- ir að Ólafur G. Einarsson hættir þingmennsku. Áður hafa verið nefnd nöfn Geirs H. Haarde, Sigríðar Önnu Þórðardótt- ur og Árna M. Mathiesen sem hella sér í efstu sæti prófkjörsins. Allt eins er búist 'við þvi að Ámi R. Árnason og Kristján Pálsson hafi áhuga á að halda áfram þing- mennsku og taki því þátt í prófkjör- inu með fullri reisn. Ekki er búist við að margir nýir spreyti sig en nafn Viktors Borgars Kjartans- sonar, tölvufrömuðar í Reykjanes- bæ, hefur skotið upp kollinum. Víst er að aUt er að fara á fuUa ferð í Reykjanesi en enn er mikiU ágrein- ingur um hvaða fuUtrúa Garðbæ- ingar senda í prófkjörið ... Eyþór ætlar inn Eyþór Arnalds, framkvæmda- stjóri tölvurisans Oz hf., er þessa dagana að undirbúa sig fyrir auk- inn frama innan borgarstjórnar- flokks sjálfstæðis- manna. Hann er talinn meðal fremri ungliða Sj álfstæðisfrokks- ins í borgarmál- unum og er tal- inn hafa alla burði tU að verða oddviti sjálfstæðismanna í nánustu framtíð. Hjá Reykjavíkurlistanum hafa menn engar áhyggjur af tU- buröum Eyþórs og benda á að enn séu þó nokkuð mörg ár í það að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda ... Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkom @ff. is Dýmum til fyrir nýjum vörum 30% afeláttur af nasrfötum, barna<sokkum, steðum, sokkabuxum, skarti og snyrtivörum. önyrticstofan Hrund Graonatúni 1, Kópavogi Akraborgin á siglingu til Reykjavík- ur. Akra- borgin kvödd 10. júlí r , ^ Lattuþig dett^ i lukkupott Símans og Ericsson DV, Akranesi: Nú er Ijóst að siglingar Akraborg- arinnar mun hætta þann 10. júlí, einum degi áður en göngin verða opnuð fyrir almennri umferð. Síð- asta ferð frá Akranesi verður fostu- daginn 10. júlí kl. 17.00 og frá Reykjavík kl. 18.30 þann dag. Akraborgin verður væntanlega kvödd með virktum enda er að ljúka yfir hundrað ára sögu siglinga á mUli Akraness og Reykjavíkur. Ak- urnesingar eiga vafalitið eftir að sakna Akraborgarinnar sem hefur verið fastur punktur í tilveru þeirra. Reiknað er með að Akraborgin verði afhent hinum nýju eigendum Slysavarnaskóla sjómanna sunnu- daginn 12. júlí og í haust mun hún væntanlega verða komin í það hlut- verk að veita sjómönnum fræðslu. -DVÓ Þorvaldur Gunnlaugsson á bátnum Ásþóri veiddi vel f gær. Hann veiddi 1100 kíló af þorski á handfæri. Hann segir sumariö búið aö vera mjög gott hjá flestum, hiö besta síöan hann byrjaði. DV-mynd S DrEGIÐ 21. ÁGÚST Þegarþú kaupirþér GSM símafrá Ericsson eða Ericsson auka- hluti hjá Símanum eða Póstinum um land allt,fer nafnþitt sjálfkrafa í lukkupott Símans og Ericsson. Dregxd vikulega Á hverjum föstudegi út ágúst verður dregið um Ericsson 788 GSM síma í beinni útsendingu íþættinum King Kong á Bylgjunni. SÍMINN Ármúla 27, sími 550 7800 Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000 Ericsson GF 788 (39 980,- sfgr.) Ericsson GA 628 TILBOfl TIL 21. ÁböSI Kynnið ykkur tilboðspakkana. Ericsson GSM símar ogýmis aukabúnaður á tilboði. (24.980,- stgr) Ericsson GH 688 SÍMANS % ERICSSON S ERICSSON MC16 LÓFATÖLVA Örsmá tölva með Internethugbúnaði, Windows CE, Word, Excel og Outlook. 2. verðlaun Utanlandsferð að EIGIN VALI FYRIR 70.000 KR. 3. - 5- verdlaun_______________________ Glæsilegir Ericsson GSM símar PÓSTURINN um land allt 6. - 50. verðlaun PÓLÓBOLIR FRÁ Ericsson 1. verðlaun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.