Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 2
Préttir Óku utan vega á viðkvæmu hverasvæði í Kerlingarfjöllum: Viðurlög eru engin - afstýra tókst miklum skemmdum íslendingar á ferö komu aö stórum Benz Unimog sem haföi ekiö niöur aö hverasvæöinu og sat þar fastur. Skemmdir á svæðinu eru nokkrar. Hér er veriö aö koma bílnum af svæöinu. DV-mynd „íslendingar á ferð komu að stór- um Benz Unimog í fyrrakvöld þar sem hann hafði ekið niður að hvera- svæðinu okkar og sat þar fastur. Skemmdir á svæðinu eru nokkrar en ekkert að gera nema óska fólkinu góðrar ferðar nú þegar það hefur verið losað. Viöurlög eru engin," segir Haukur Þorsteinsson, staðar- haldari i Kerlingarfjöllum. Afturhjóliö í hver „Áður en komið er að stóra hverasvæðinu eru tveir minni hver- ir litið eitt til hliðar. Úr þeim rýkur töluvert. Mönnum dettur yfirleitt ekki í hug að keyra að svona stöð- um en útlendingarnir á Unimogn- um gerðu það. Þegar komið var að hverunum keyrðu þeir á milli, sukku á bólakaf í drullu og festust. Svæðið er þurrt á að líta en svona þungur bíll sekkur niður úr öllu. Annað afturhjólið var niðri í hálf- gerðum hver. Ég talaði við lögreglu sem kallaði út björgunarsveit. Hún kom upp eftir í gærmorgun," segir Haukur. Unimog útlendinganna vegur 7 til 8 tonn. í morgun var unnið við að koma honum upp úr festunni án þess að valda meiri skemmdum. „Við reyndum að láta bílinn hjálpa sér sjálfum upp svo spjöll yrðu sem minnst. Bíllinn var tjakk- aöur upp og dreginn með spili í ró- legheitum. Svo var hann keyrður á plönkum í burtu. Skemmdirnar urðu þannig minni en þær hefðu getað orðið. Þegar bíll er búinn að fara um svona viðkvæmt svæði, þó ekki sé nema fólksbíll, hvað þá svona þungur bíll, verða alltaf skemmdir. För inn á svona svæði, hvað þá skemmdir, eru út í hött.“ Sleppa ódýrt Haukur segir menn vera mjög óhressa með að horfa upp á svona lagað. „Mér frnnst rétt eins sorglegt og skemmdimar að björgunarsveit og lögregla, ásamt okkur hér í Kerling- arfjöllum, vinnur að þessu, en miðað við lög og reglur hér á landi er ekk- ert að gera nema kveðja fólkið og leyfa því að keyra í burtu. Engin við- urlög og engar sektir. Það er grátlegt. Lögreglan sagði mér að þegar menn kæmu með bíla til landsins fengju þeir pappíra í hendur um bann við akstri utan vega. Þessi bíll var fluttur með skipafélagi en ferða- mennimir komu með flugvél. Svo var bílinn sóttur niður á höfn og lagt að stað. Þessu fólki var ekki tilkynnt um eitt eða neitt. Þarna er brotalöm í kerfinu," segir Haukur. -sf Hverasvæði við Hágöngur að færast á kaf: Arás á þjóðargersemar - í nafni virkjana, segir Guðmundur Páll Ólafsson jarðfræðingur Fjöldi fólks lagði leið slna á hverasvæðið við Hágöngur til að berja það augum áður en vatn flæðir þar yfir. DV-mynd Þorsteinn Guðmundsson Nú er hverasvæðið við Hágöngur óðum að færast í kaf. Fáni sem dreginn var í hálfa stöng á svæðinu var tekinn niður af lögreglu á fostu- daginn. Um helgina vom settir nið- ur pappírsfánar í stað hans. Hópur ferðamanna fór um helgina á stað- inn til að sjá svæðið með eigin aug- um áður en það færðist á kaf. 273 íslenskir fánar „Þetta var virðingarverð sorgar- athöfn en þungur áfellisdómur um leið. Á svæðinu voru 30 til 40 manns, þverskurður af þjóðfélag- inu. Margir þeima voru að skoða svæðið áður en það yrði um sein- an,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson jarðfræðingur sem flaggað á svæð- inu. „Lögreglan tók íslenska fánann niður. Þegar ég frétti að verið væri að taka niður þennan eina þjóðfána sem þarna blakti ákvað ég að breyta um tjáningarform. Ég keypti litla ís- lenska fána í staðinn. Þeir voru 273: Hver fáni táknaði 1000 íslendinga og var merkisberi þeirra. Þessir fánar voru í fulla stöng. Þannig er það líka í sorgarathöfnum að þá er flaggað úr hálfri í fulla stöng að lok- inni athöfn. Nú er búið að taka svæðið af lífi. Hugsunin var að fán- inn myndi blotna, sameinast vatn- inu og falla á landið sem fór á kaf. Eftir stendur stöng úr plasti sem ætti að minna á gerviþarfirnar og ruglið, að ráðast á þjóðargersemar í nafni virkjana," segir Guðmundur Páll. Tvö hverasvæði eru að fara á kaf en hið þriðja er komið undir vatn. „Við settum fána allt í kringum svæðið sem er farið á kaf. Þá tóku allmargir þátt í að stinga fánum nið- ur á stóra hverasvæðinu, þó ekki allir sem þar voru. Við byrjuðum þessa aðgerð með því að stinga fánum niður við eyrar sem voru að fara í kaf. Það var hjartalaga fánaröð sem táknaði ást okkar til landsins. Þegar við fórum frá svæðinu bjuggum við til fleiri hjörtu úr ís- lenska fánanum á undurfógrum stöðum á áreyrunum. Satt að segja var ég hálfklökkur þegar við yfirgáf- um svæðið í síðasta sinn,“ segir Guðmundur Páll. -sf Ferjuflugslys: Vont veður til leitar Lítillar eins hreyfils ferjuflugvélar með einn mann um borö hefur verið saknað frá því skömmu eft- ir miönætti aðfaranótt laugardags. Flugvélin, sem er skráð í Bandaríkjunum, fór frá Narssarssuaq á Gænlandi kl. 15.42 á fostu- dag. Flugmaðurinn hugðist fljúga sjónflug neðan flug- stjómarsvæðis til íslands og vera rúmar átta klukku- stundir á leiðinni. Síðast heyrðist til vélar- innar um 30 minútum eftir flugtak er flugmaðurinn tilkynnti að hann ætlaði aö fljúga beint yfir suðurhluta Grænlandsjökuls í stað þess að fljúga suður fyrir jökulinn. Þrjár flugvélar hafa tek- ið þátt í leitinni sem engan árangur hefur borið. Veð- ur hefur hamlað leitinni og er vonast eftir betra leitar- veðri á morgun. -GLM Um helgina var mikil hátíö haldin I Grundarfiröi. Ýmislegt var gert til skemmtunar. Á mynd- inni sést Siguröur Jónsson slægja fisk úr fiskeldisstööinni f Hraunfiröi. Gestum bauöst aö kaupa fisk úr kerum stöövarinnar. DV-mynd S MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ1998 Stuttar fréttir dv ísland Vigdísar Norskir kvikmyndagerðamenn undirbúa nú gerð vandaðrar heimildarmynd- ar um ísland þar sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti, verður í að- alhlutverki. Hugmyndin er sú að Vigdís kynni „sögueyjuna" eins og hún þekkir hana. Akureyrarveiki Samkvæmt nýrri rannsókn á Akureyrarveikinni eru 12% þeirra sem fengu veikina fyrir 50 árum enn þá veikir. Meira en þriðjungur þeirra þjáist af víð- áttufælni og allir af síþreytu. RÚV segir frá. Kennslustöð Kennslustöð fyrir grunnskóla- böm, sem ætlað er að örva áhuga á raungreinum, tekur til starfa í haust. Stöðin er samstarfsverk- efhi Rafmagnsveitu og Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkurborgar. RÚV segir frá. Fjármagn berst seint Bændur sem vilja girða meö þjóðvegum hafa þurft að bíða lengi eftir fé frá Vegagerðinni til þeirra verka, segir Stefán Skafta- son, ráðunautur á Húsavík. RÚV segir frá. Ónákvæm sjókort Stór hluti íslenskra sjókorta byggist á mælingum frá síðustu öld og vantar mikið á að þau séu nægilega nákvæm til að tryggja öryggi sjófarenda. Sjómælingar íslands vinna nú að gerð full- komnari korta. RÚV segir frá. Sýndarmennska Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, segir samfylkingu á vinstri væng sýndarmennsku og að markmið forystu Alþýðu- flokks sé að leysa Alþýðu- bandalagið upp í eindir. RÚV seg- ir frá. Mikið áhorf 45% landsmanna horfðu á beina útsendingu á undanúrslit- um heimsmeistarakeppninnar í knattspymu þegar mest lét. 94% landsmanna horfðu einhvem tíma á sjónvarpið vikuna 2. til 8. júlí samkvæmt könnun Félagsvís- indastofhunar HÍ. RÚV segir frá. Útskýrir óvinsældir Sjávarútvegsráðherra segir aö óánægja í skoðanakönnunum með kvótakerflð sé vegna efa- semda almennings um að kerflð hafl skilað efnahagslegum ár- angri. íhuga kaup á FBA Hugsanleg kaup sparisjóöanna á Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins verða kynnt ráðamönnum á næstunni. Evran hefur áhrif Áhrif evrannar hérlendis verða allnokkur og þau kalla á aukna sam- keppni á banka- markaði á næstu árum segir Hall- dór J. Kristjáns- son, bankastjóri Landsbankans. Við þessu verður að bregöast hér á landi, að mati Halldórs. Hafa varann á Jarðvísindamenn og yfirvöld í Mýrdal hafa allan varann á vegna skjálftahrinunnar í Mýrdalsjökli. Skjálfti í gærmorgun er rakinn til kvikuhreyfinga beint undir Kötlu- eldstööinni. Þarf að fara aftur til áranna 1990 og 1977 til að finna hr- inu á borð við þá sem nú stendur yfir. Stöð tvö segir frá. -JP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.