Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 17 DV S u m .i r s ý n i n (| jP S t> m iti i ;! t s ( ,1 I I n i n y 4. I 11>. 0. t ‘) •) it Þeirra mál e i t a 1 a r ÍSLANDSDÆT Daciskri) • Program t ó ii I I s t Kvlkmyndir lciksýnlngar b ó K rn c n n t i r Veggspjaldiö sem um ræöir. t u n g a U R í M V N D 1. ! S T lngen tunga t a I a r d e r a s s p r á g K V I N M I (i S f I 0 N I A « i K » IUANH K U \ ' 1 KVENNASÖGUSAFN I s I A N l> S Veggspjald í tilefni af sýningu á list kvenna: Þrjár stafsetn- ingarvillur - límt yfir og veggspjaldiö gefiö í tilefni af sýningu á list kvenna sem stendur yfir í sýningarsal Nor- ræna hússins var gefið út vegg- spjald á sænsku og íslensku. í einni setningunni í sænska textanum eru þrjár stafsetningarvillur. íslending- ur skrifaði sænska textann sem var svo borinn undir þýðendur. Selja átti veggspjaldið á 500 krónur og var búið að selja um fimm stykki þegar villan uppgötvaðist. Síðan hafa þeir sem vilja fengið veggspjaldið ókeyp- is. Á því er mynd eftir Karólínu Lárusdóttur, Konur, en vegna henn- ar vilja margir eignast umrætt veggspjald. „Okkur finnst þetta mjög neyðarlegt en prentvillupúk- inn læddist þarna inn,“ segir Árdís Sigurðardóttir, starfsmaður Nor- ræna hússins. „Það er því miður ekkert við þessu að gera eins og staðan er. Við höfum límt yfir text- ann á þeim veggspjöldum sem við höfum hengt upp.“ -SJ Meistarakeppni í Hveragerði DV Hveragerði Verðlaunaafhending í meistara- keppninni hjá Golfklúbbi Hveragerðis fór nýverið fram. Klúbbmeistari í 2. flokki varð Hilmir Guðmundsson. í öðru sæti var Ásgeir Ólafsson og í því þriðja Guðjón Jóhannesson. Önnur úrslit voru: í þriðja flokki: Sigurður Jón Egg- ertsson, Eyjólfur Gestsson og Haukur Michelsen. í flórða flokki: Össur Friðgeirsson, Jón Þórarinsson og Birgir Bjarnason. í kvenna- og unglingaflokki: Ásta Jósefsdóttir, Hlynur Kárason, Jón Þ. Eggertsson og Sveinn Steindórsson. -eh Fréttir Grundarfjörður: Þorskur leitar á hrygningarslóö DV, Vesturlandi: Mikið berst af merktum fiski til útibús Hafró í Ólafsvík. Mest fæst úr merkingunum í Grundarfirði, einkum fiskur sem veiðist þar aftur, enda virðist reglan vera sú að þorskur í Grundaríirði haldi tryggð við sína hrygningarslóð. Nokkrir fiskar fást úr smáfiskamerkingum vestur af Rit og reyndar hefur verið talsvert um að þorskar merktir í lokuðum hólfum og uppeldissvæð- um við Vestfirði og vestanvert Norðurland endurheimtist í Breiða- firði. Þorskur sem fékkst á Flákan- um í lok maí veiddist fyrst á hand- færi í utanverðu ísafjarðardjúpi í júlí 1994. Þá rúmlega 40 sm langur og 700 grömm að þyngd. Hann var síðan merktur og settur í eldiskví í Skutulsfirði en um haustið sluppu um 40 merktir fiskar úr kvínni og þetta er sá fyrsti þeirra sem endur- heimtist. -DVÓ Siglufjörður: Afmælishald í veðurblíðu DV, Siglufirði: Veðrið lék við Siglfirðinga og gesti þeirra þegar þeir héldu afmæl- ishátíð bæjarins fyrir skömmu. Há- tíðin var í tilefni af 80 ára afmæli kaupstaðarins sem einnig átti 180 ára verslunarafmæli en sjáifur af- mælisdagurinn var 20. maí. sl. Hátíðin fór að talsverðu leyti fram úti. Sum atriðin voru hefð- bundin, s.s. síldarsöltun, bryggju- ball og dansleikir. Skemmtidagskrá var haldin á ráðhústorginu. Þar voru ræðumenn Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra og Jón Sæmund- ur Sigurjónsson, formaður Siglfirð- ingafélagsins í Reykjavík. Einnig var söngur og harmónikuleikur ásamt því að grínflokkurinn Fíla- penslar skemmtu. Þá var haldið hagyrðingakvöld þar sem alþingis- menn kváðust á og var það að margra mati eitt best heppnaða at- riði hátíðarinnar. Afmælishelginni lauk svo með knattspymuleik þar sem úrvals- deildarlið ÍA lék gegn liði KS. Gest- imir fóm með léttan sigur, 6-1. Var Skagamönnum afhentur veglegur bikar í leikslok til minningar um leikinn sem fjölmargir áhorfendur fylgdust með. Að leik loknum var síðcm grillveisla í boði bæjarins þar sem öllum viðstöddum var boðið upp á pilsur og svaladrykk eins og hver vildi. Það kom i hlut bæjar- stjómarmanna að sjá um grillveisl- una og fórst þeim það ágætlega úr hendi. Til viðbótar því, sem fram fór verða nokkrir viðburðir síðar í sumar sem tengjast afmæli bæjar- ins. Má þar m.a. nefna pæjumót í fótbolta og stórmót í brids. -ÖÞ ■ Góð vara - crott verð Sportbúð - Títan • Seuavegi 2 SÍMl 551 6080 • Fax 562 6488 MMC PAJERO DISpLT2,8 '98, SSK., 5 D, CD, DRKR., VÍNR., EK. 5 Þ. KM. V. 3290. ATH. ÓD. PLYMOUTH GRAND VOYAGER, 7 MANNA (LENGRI GERÐ), '96, SSK., GRÆNN, EK. 60 Þ. KM. V. 2600. BlLAL. 1650 Þ.ATH. ÓD. SUZUKI VITARA JLXI '92, 5 G„ 5 D,VINR.,EK 89 Þ. KM, UPPH., 33“ Df KK OG FL. V.1190 Þ. FALLEGUR BILL. NISSAN PATHFINDER V§ '93, SSK., 5 D, 1 EIGANDI, SÓLL., ALF„ GRÆNN, EK. 95 Þ. KM. V 1880 Þ. (EINNIG '94, EK. 55 Þ. KM.) MMC L-300 4X4, HÚSBlLL, '88, BENSIN, 5 G. V. 430 Þ. «Wr- Ji: Æ&ŒŒsk ■ ■ a' JEEP WRANGLER 4,0 L, HIGH OUT, ‘91,5 G„ EK. 93 Þ. KM, RAUÐUR. V.1350 Þ. BILAL. 900 ÞÚS. TOPPEINTAK. ATH. ÓD. NISSAN PRIMERA2.0 SLX '92, SSK„ SPOIL., EK. 85 Þ. KM, VINR. V. 950 Þ. SNYRTILEGT EINTAK. TOYOTA CARINA E 2,0 GLI ‘94,5 G„ 5 D„ RAUÐUR, EK. 70 Þ. KM. V.1190 Þ. (EINNIG ÁRG. ‘97 STW. V. 1650 Þ.) HYUNDAICOUPE 1,6 ‘97, 5 G„ ÁLF„ CD, V. 1380 Þ„ RAUÐUR, EK. 10 Þ. KM, SEMNÝR. MERCEDES BENZ 300TE 4-MATIC (4X4) '91, SSK„ LEÐUR.TOPPL.., CD, ABS OG FL„ EK. 137 Þ. KM, SILFURL. V. 2690 Þ. ATH. ÓD. MERCEDES BENZ 190 E ‘88, SSK. ,TOPPL„ ÁLF„ GRÁR, EK. 140 Þ. KM. V. 890 Þ. (INNFL '88). MAZDA 323 SEDAN 1,3 '94, 5 G„ 4 D„ VÍNR., EK. 83 Þ. Klyl, BILALÁN 300 ÞÚS. V. 760. ATH. OD. (VISA 36 MÁN.). VOLVO 440 GL‘95, 5Ó„ EK. AÐEINS 22 Þ. KM, GRAR. V. 1150 Þ. EINNIG ‘93 460 GL, EK 48 Þ. KM. V. 900 Þ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.