Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 29 Símtöl á Netinu eru framtíðin Að mati margra verður 1998 minnst sem ársins þegar símtöl á Netinu slógu loks í gegn. Ráðgjaf- arfyrirtækið IDC í Evrópu býst t.d. við að gömul og rótgróin símafyrirtæki muni innan skamms hefja harða gagnárás á ný símafyrirtæki sem byggt hafa á símtölum í gegnum Netið. I Bandaríkjunum hafa ýmis ný símafyrirtæki nú þegar skákað eldri fyrirtækjum með þvi að bjóða upp á ódýr símtöl gegnum Netið. í Evrópu hefur þróunin hins vegar verið mun hægari þar til á þessu ári. „Fyrir um sex mánuðum var nær ekkert að ger- ast í þessum málum í Evrópu, fyr- ir utan prófanir ýmissa símafyrir- tækja á netsímakerfum," segir í skýrslu IDC. í dag er hins vegar annað uppi á teningnum því ekki er nóg með - byltingin er þegar hafin að fjöldi „nýrra“ símafyrir- tækja séu á leiðinni inn á net- símamarkaðinn heldur er Qöldi rótgróinna fyrirtækja einnig á leið í slaginn. í þeim hópi eru fyrirtæki eins og Deutsche Telecom, Swisscom, Telenor, Telia og Tele Dan- mark. Að mati IDC er þetta ótvírætt merki um að netsím- inn muni verða mikilvægur hluti símamarkaðarins á næstu mánuðum. Eitt það mikilvægasta hvað þetta varðar er svo einnig að hljómgæði símtala í gegnum Netið með sæmilegum mótöld- um á nýjustu einkatölvunum hafa batnað. Um þessar mund- ir eru hljómgæðin álíka góð (eða slæm) og í venjulegum GSM-símum. KJA Spurningin er orðin sú hvort gamli sím- inn sé í útrýmingarhættu nú á tímum GSM-síma og símtala á Netinu. Áhugasamir geta nú kynnst innstu leyndarmálum froska en þau hafa verið gerð opinber á Netinu. Netmet á boltasíðu Þann 30. júní var hin opinbera heima- síða heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu heimsótt 70 milljón sinn- um sem er netmet. Fyrra metið átti hin opinbera heimasíöa vetrarólym|>- íuleikanna í Nagano meöan á þeim leikum stóö. Á tímabilinu 10. júní til 6. júlí mældust heimsóknir á síðuna vera yfir milljaröur. Þeir sem skoðuöu síöuna á þessu tímabili voru rúmlega 10 milljónir manna frá 170 löndum. Slóð metsíöunnar er: http://www.france.com Bowie í net- bransann tslandsvinurinn David Bowie var fýrsta poppstjarn- an til aö selja hlutabréf í sjálf- um sér. Nú ætlar hann aö hella sér af fullum krafti í netbransann. Þann 1. septem- ber opnar fyrir- tækiö BowieNet sem mun veita viöskiptavinum sínum aögang og þjónustu á Net- inu. Fyrir utan venjulega net- þjónustu fá viö- skiptavinir einnig aögang aö ýmsu efni Bowies sem hvergi er hægt aö finna annars staö- ar. Þar á meöal veröa áöur óútgefin lög, myndbönd og myndir af goðinu. Þeir sem skipta viö BowieNet fá þar aö auki netfang sem endar á ©davidbowie.com Comoroeyjar í samband Hinar einangruöu Comoroeyjar á Ind- landshafi tengdust Netinu í fyrsta sinn fyrir stuttu. Tengingin kostaöi litlar 15 milljónir íslenskra króna og var hún fjármögnuð af hinni ríkisreknu póst og símastofnun heimamanna. Nú þegar hafa sextíu einstaklingar og fýrirtæki fengiö sér tengingu viö umheiminn. „Nú hefst nýtt tímabil í sögu Comoroeyja, þrátt fyrir þær efna- hagslegu þrengingar sem viö eigum viö aö etja," sagöi Ali Toihir Mohamed, forstjóri Pósts og síma þeirra Comoromanna, viö þetta tækifæri. Þrátt fyrir aö tenging á Comoroeyjum sé meö því ódýrasta sem gerist á Indlandshafi hefur hinn almenni Comorobúi ekki efni á slíkum mun- aði. Öldungar gegn klámi Oldungadeild bandaríska þ i n g s i n s samþykkti í síðustu viku tvö frumvörp sem eiga aö vernda börn fýrir klámi og ö ð r u m ósóma á Netinu. Ýms- ir telja þó að hin nýju lög skeröi hinn stj ó r n a r- skrárbundna rétt Bandaríkjamanna til tjáningar- frelsis. I fýrsta lagi herti öldungadeild- in reglur sem skuldbinda dónalegar netsíöur til aö tryggja aö börn fái ekki aögang aö ósómanum. í ööru lagi voru sett lög um aö skólar og bóka- söfn sem þiggja opinþert fé séu skuld- bundin til aö setja upp hugbúnaö sem síar út heimasíður sem óheppilegar teljast fýrir ungviðið. -KJA ______________________ Líffræði fyrir klígjugjama: Froskar krufðir með lyklaborði Vísindamenn við Stanford-há- skólann í Bandaríkjunum tilkynntu nýlega að þeir hefðu hannað „sýnd- arfrosk" sem kligjugjamir nemend- ur gætu hér eftir kruflð á Netinu. Þannig losna þeir við allt blóð og jukk sem venjulega fylgir krufning- um á rannsóknarstofum. Froskurinn er til húsa á heima- síðunni „Frog Island“ þar sem net- verjar geta skoðað sýndarfroskinn frá öllum sjónarhornum. Með ákveðnum skipunum má svo rífa hluta húðarinnar burt svo innri líf- færi skepnunnar sjáist betur. Froskurinn er fyrsta afurð Virtu- al Creatures-verkefnisins sem unn- ið er í Stanford. Parvati Dev, stjórn- andi verkefnisins, vonast til að halda verkefninu áfram og hanna fleiri sýndardýr til krufningar og jafnvel hluta af mannslíkamanum. En mun krufning á Netinu koma í stað hefðbundinnar krufningar? „Nei, það er hæpið,“ segir Dev og glottir. „Að minnsta kosti myndi ég ekki vilja meðhöndlun læknis sem hefði aldrei snert alvörulíkama." Hugsunin bak við sýndarkrufn- ingu er að veita nemum sem ekki stefna á nám í náttúrufræðum meiri möguleika á að átta sig á starfsemi lifvera. Margir þeirra forðast líf- fræði eins og heitan eldinn vegna þess að þeim er illa við blóðið sem krufningunum fylgir. Sýndarfrosk- urinn kemur þeim hins vegar til hjálpar og hjálpar þeim að átta sig á aðalatriðum. Hinir verða eftir sem áður að venjast alvöru blóði. Frog Island er að finna á heimasíðunni http://summit.stanford.edu /creatures -KJA Áskrifendur fiTf' Wrfm) m aukaafslátt af smáauglýsingum DV a\tt millí hlrniH' ^dL Smáauglýsingar irarai SSO 5000 < öðkaupsveislur — útisamkomur — skemmtanir—tónleikar—sýningar — kynningar og fl. og fl. og fi. 9° - æislutjöld ,.og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburo - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. Nýr möyuMki Veisluna nánast hvar sem er. Rent a tent tjöldin eru virkilega falleg. Þau eru sterk og auðveld í upp- setningu. Mismunandi stærðir frá 12-300 manna. Leigjum einnig borð, bekki/stóla. Vinum þínum finnst gaman í tjaldveislu. Hvað með brúðkaupið? Tjtldalsigan Skemuitilegt hf, Dalbrekku 22, sími 544 5990 eða rúnnaðir • Sturtuhorn • SturUjfwðar • Baðkars, stui Viö Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: ánud. - föstud. kl. 9-18, laugard Mönduð vara r „ a ð3stæðustu verðoo^ HADuflflOSUIf} . 0 raðííreTöskír

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.