Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 45 Tryggvi Ólafsson sýnir f Hallgríms- kirkju. Málverk í kirkju Tryggvi Ólafsson kom í eina af mörgum ferðum sínum til heima- lands síns i byrjun júlí og hafði með sér málverk sem sett voru upp í Hallgrímskirkju en Tryggvi hefur, eins og kunnugt er, verið búsettur í Kaupmannahöfn í nærri 40 ár. Hann hefur samt oftsinnis sýnt hér á landi og er skemmst að minnast sýningar hans i Norræna húsinu í fyrra. Myndirnar, sem hann sýnir í Hailgrímskirkju, eru allar málaðar fyrir þetta ákveðna tilefni. meðal annars er ein mynd sem nefnist Flug og má tengja hana við það að hann kom fljúgandi til landsins. Sýningin mun gleðja listunnendur fram á haust. Sýningar Ungir myndlistarmenn í Kringlunni Á laugardaginn var opnuð í sýn- ingarrými Kringlunnar og Gallerís Foldar sýning á útskriftarverkum tveggja ungra myndlistarmanna, Höddu Fjólu Reykdal og Helgu Fanneyjar Jóhannesdóttur. Þær út- skrifúðust báðar í vor frá grafík- deild MHÍ og vöktu lokaverkefni þeirra verðskuldaða athygli fyrir fáguð og vönduð vinnubrögð og er hluti þeirra á þessari sýningu. Verk Höddu eru þrykkt með þurmál og einþrykki af koparplötu en verk Helgu eru tölvuprent. Bubbi á Kaffi Reykjavík: Sögur Undanfarin mánudags- og miðvikudagskvöld hefur Bubbi Morthens haldið tónleika á Kaffi Reykjavík þar sem hann hefur tekið fyrir eldri plötur sínar. Hann byrjaði að sjálfsögðu á ís- bjamarblús og hefúr tekið röðina síðan. Hefur tónleikaröð þessi vakið verðskuldaða athygli og flutningur Bubba á klassískum perlum verið kærkomin upplyfting fyrir aðdáendur hans sem eru fjölmargir. í kvöld er komið að Sögum af landi og mun hann flytja lög af þeirri ágætu plötu ásamt nýju efni. Á miðvikudagskvöld Skemmtanir mun Bubbi svo flytja efni af Ég er í bland við nýtt efni. Tónleikarnir í kvöld og á miðviku- dagskvöld hefjast kl. 21.30 og er eins gott að vera tímanlega því uppselt hefur verið á flesta tónleikana. Dan og Ken á Gauknum Lifandi tónlist er sem fyrr í öndvegi á Gauki á Stöng og í kvöld er það hinn ágæti fiðluleik- ari Dan Cassidy, sem meðal annars leikur í hljómsveitinni Pöpum, sem mætir á staðinn ásamt félaga sínum Ken og munu þeir sjá gest- um fyrir léttleikandi þjóðlagapoppi. af landi Bubbi Morthens heldur áfram aö syngja lög af eldri plötum. Sums staðar rigning Austangola og dálitil súld eða rigning verður við suðurströndina Veðrið í dag en annars hæg breytileg átt, skýjað og sums staðar rigning vestanlands þegar líður á daginn. Hiti verður á bilinu 6 tU 12 stig norðanlands en 9 tU 18 stig sunnan tU. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri alskýjaö 10 Akurnes alskýjaó 10 Bergstaöir alskýjaö 7 Bolungarvík rigning 5 Egilsstaöir 11 Kirkjubœjarkl. rign. og súld 10 Keflavíkurflugvöllur skýjaö 10 Raufarhöfn skýjaö 8 Reykjavík úrkoma í grennd 10 Stórhöföi skýjaö 9 Bergen rigning 14 Helsinki hálfskýjaö 20 Kaupmannahöfn skýjaö 19 Osló alskýjaö 16 Stokkhólmur 15 Algarve heiöskírt 28 Amsterdam skýjaö 20 Barcelona mistur 29 Dublin skúr á síö.kls. 16 Halifax súld 19 Frankfurt skýjaö 24 Hamborg skýjaö 19 Jan Mayen þoka í grennd 7 London skýjaó 20 Luxembourg skýjaó 22 Mallorca heiöskírt 31 Montreal léttskýjað 16 New York hálfskýjaö 24 Nuuk þoka í grennd 5 Orlando heiöskírt 26 París skýjaö 24 Róm heiöskírt 30 Vín skýjaö 25 Washington skýjaö 23 Winnipeg heiöskírt 9 Gullfoss og gljúfrið Flestir láta sér nægja að ganga niður að Gullfossi og upp á brúnina en varla er það nægjanlegt ef menn vUja kynnast um- hverfmu. Helst þarf að ganga aðeins upp með ánni á vesturbrúninni og svo niður með gljúfrinu niður undir Brattholt. í leið- inni er hvammurinn Pjaxi sem fært er í. Umhverfi Þó er ekki fyrir aUa að komast þar niður og upp aftur. Vegalengdir eru ekki miklar en gott er að eyða þama 3-4 tímum í að skoða vel þær náttúrugersemar sem þarna eru. Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen. Berglind Rós eignast Á myndinni má sjá tvær systur, sú eldri, sem passar vel upp á systur sína, heitir Berglind Rós og er tveggja ára. Litla systir, sem fengið hefur Barn dagsins systur nafnið Tinna Karen, fæddist á fæðingardeild Landspítalans 3. júní síð- astliðinn. Hún var við fæðingu 3655 grömm að þyngd og mældist 50 sentímetra löng. Foreldr- ar systranna eru Leifur Heiðarsson og Harpa Þor- geirsdóttir. Jennlfer Anlston lelkur unga stúlku sem kýs frekar að búa meö homma en barnsfööur sínum. Óvenjulegt sambýli Regnboginn sýnir rómantisku gamanmyndina The Object of my Af- fection. Leikstjóri hennar er Nicholas Hytner sem leikstýrði myndinni The Madness of King Ge- orge. Jennifer Aniston leikur aðal- hlutverkið, rómantíska stúlku sem hefur eigin skoöanir á lífinu. Paul Rudd leikur hommann George Han- son sem Nina býður að búa í her- bergi í íbúð sinni þegar sambandi hans og sambýlismanns hans lýkur. Þeim kemur vel saman og má hkja sambúðinni við ekta hjónaband - ef Kvikmyndir kynlífið er undanskilið, Samband þeirra fer í taugarnar á kærasta Ninu, lögfræð- ingnum Vince, og honum verður um og ó þegar hún tilkynnir honum að hún sé ófrísk og ætli að ala bam- ið upp með sambýlismanni sínum, George. Fyrir utan Jennifer Aniston og Paul Rudd má nefna að Nigel Hawt- home leikur í myndinni en hann fékk óskarstilnefningu fyrir leik sinn í The Madness of King George. Nýjar kvikmyndir: Bíóhöllin: Armageddon Bioborgin: Six Days, Seven Nights Háskólabíó: Blúsbræöur 2000 Kringlubió: Borg englanna Laugarásbíó: Mercury Rising Regnboginn: Mimic Stjörnubíó: Skotmarkið Krossgátan Lárétt: 1 ýlfur, 8 mark, 9 afl, 10 spil, 11 deila, 13 bardagi, 14 fugl, 15 eyri, 16 inn, 18 drabb, 20 eyða, 21 fisk, 22 hræddir. Lóðrétt: 1 litlar, 2 grein, 3 skel, 4 átt, 5 rugling, 6 keyrði, 7 bæta, 12 argi, 14 ákafar, 17 lík, 18 dreifa, 19 þyngd. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hvöt, 5 bás, 8 víl, 9 rask, 10 er, 11 varla, 13 raust, 15 óp, 16 fæð, 18 síga, 20 ilma, 22 nam, 23 hamra, 24 ei. Lóðrétt: 1 hverfi, 2 víra, 3 ölvuð, 4 A— trassar, 5 bar, 6 ás, 7 skap, 12 lóga, 14 tína, 17 æla, 19 ami, 21 mm. Gengið Almennt gengi Ll 24. 07. 1998 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,100 71,460 72,170 Pund 117,460 118,060 120,320 Kan. dollar 47,510 47,810 49,120 Dönsk kr. 10,4560 10,5120 10,4610 Norsk kr 9,4000 9,4520 9,3900 Sænsk kr. 8,9710 9,0210 9,0420 Fi. mark 13,1020 13,1800 13,1120 Fra. franki 11,8800 11,9480 11,8860 Belg. franki 1,9312 1,9428 1,9325 Sviss. franki 47,3200 47,5800 47,3300 Holl. gyllini 35,3300 35,5300 35,3600 Þýskt mark 39,8500 40,0500 39,8500 ít. líra 0,040280 0,04053 0,040460 Aust. sch. 5,6600 5,6960 5,6660 Port. escudo 0,3892 0,3916 0,3894 Spá. peseti 0,4690 0,4720 0,4694 Jap. yen 0,505200 0,50820 0,508000 írskt pund 100,090 100,710 100,310 SDR 94,850000 95,42000 95,910000 ECU 78,6300 79,1100 78,9700 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.