Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Grænfriðungar á útsölu Því miður er lítil ástæða fyrir íslendinga að berja bumbur með Grænfriðungum yfir þeim ákvörðunum sem ríkin við Norðaustur-Atlantshafið tóku um frekari vemd hafsvæðisins á nýlegri ráðstefnu í Portúgal. Vissulega náðist ágætur árangur í sumum efnum. En ekki nógur. Ruslstöðinni í Sellafield, sem dælir geislavirkum úrgangi út í hafið, var ekki lokað. Bann við losun teknesíums var ekki samþykkt. Dounreay starfar áfram í átta ár. Subbustöð Frakka í Cap de la Hague, sem losar líka geislavirkan úrgang í hafið, tórir áfram. Þetta er ekki sagt til að varpa rýrð á framlag þeirra íslendinga sem komu að málinu. Umhverfisráðherra okkar hefur lagt sig allan fram. Sama gildir um starfsmenn íslenskra stofhana. Það breytir ekki hinu að árangurinn svaraði ekki vonum íslendinga. Grænfriðungar lögðu línuna með því að prísa niður- stöðuna sem sérstakan sigur fyrir málstað þeirra. Þeir höfðu að sönnu barist með öðrum fyrir viðunandi lausn á forgun ónýtra oliuborpalla. Það náðist fram. En var það á kostnað væntinga um lokun Sellafield? Bretar hafa verið sóðar Evrópu. Purkunarlítið hafa þeir leyft sér þá ósvinnu að losa geislavirkan úrgang í hafið. THtölulega nýlega leyfðu þeir meira að segja losun teknesíums sem er meira óþverraefni en hefur áður verið sett i hafið. Það stóðu því öll spjót á Bretum. Málstaður þeirra var þeim mun verri sem Verkamannaflokkurinn hafði gefið hástemmd loforð um að hverfa aifarið af óheillabraut fyrri stjórnar i umhverfismálum hafsins. Það gilti ekki síst um Sellafield. í upphafi ríkisstjómar Tonys Blairs kom í ljós að hún ætlaði ekki að standa við öll loforðin. Fyrir vikið sætti hún alþjóðlegum barsmíðum ríkisstjóma sem ítrekað minntu hana á yfirlýsingamar um Sellafield. Þar gengu Norðurlöndin og írar góðu heilli harðast fram. Þegar teknesíum var síðan leyft að hverfa í hafið hörðnuðu mótmælin, ekki síst innan lands og innan flokks. Hin milda ára Tonys Blairs þoldi einfaldlega ekki ásakanir umhverfisvemdarsamtaka um að hann væri í forystu umhverfissóða Evrópu. Bretar gerðu sér því grein fyrir að þeir vom að tapa áróðursstríðinu. Þess vegna höfðu þeir undirbúið að samþykkja lokun Sellafield á ráðstefnunni, einsog breskir fjölmiðlar greindu frá. Þeim dugði hins vegar að samþýkkja kröfur Grænfriðunga til að fá syndakvittun. Endurvinnslustöðvunum var ekki lokað. Teknesíum, sem er virkt til eilífðar, verður losað í að minnsta kosti tvo áratugi enn. Þá verður því hætt, svo fremi það sé tæknilega mögulegt! Slíkur fyrirvari er vitaskuld galopinn og allsendis ófullnægjandi. Bretar hafa hins vegar syndakvittun Grænfriðunga, valdamestu umhverfissamtaka veraldar, upp á vasann. Þeir þurftu hana. Grænfriðungar þurftu líka á niðurstöðu að halda í helsta baráttumáli sínu til að geta sýnt fram á árangur. Þeir em glaðir í dag. Samtök Grænfriðunga em dæmi um hvernig virðingarverður félagsskapur hnignar úr því að vera öflug samtök, knúin af hugsjónum, niður í úrkynjað skrifræðisbákn sem þjónar fyrst og fremst hagsmunum þeirra sem lifa af því að reka þau. Niðurstaðan í Portúgal, sem þau fögnuðu svo ákaflega, er dæmi um það. Fyrir íslendinga og aðra verður erfiðara en áður að ná fram endanlegri lokun mslstöðvanna þegar Bretar em með siðferðisvottorð þeirra upp á vasann. Össur Skarphéðinsson Viö eigum aö tryggja jöfnun lífskjara í landinu meö lækkun orkukostnaöar, nýtingu jarövarma og bættum sam- göngum. Umbótastarf og öflug stefna í byggðamálum skorið glósur um kjördæmapot og hagsmunagæslu á kostnað fjöldans. Allt er það ósannsgjamt og partur af málflutn- ingi kratanna til margra ára. Þeir hafa alið á óvild og óá- nægju höfuðborgar- búa gagnvart bænd- um og landsbyggðar- fólki. En staðan hefur batnað. Þeirri vörn sem við höfum staðið í höfum við nú hrundið og nú þarf að fylgja því eftir. Það er risavaxið verkefni að stöðva fólksflóttann af lands- „Það er rísavaxið verkefni að stöðva fólksfíóttann af lands- byggðinni. Engu að síður og raunar þess heldur þurfum við að snúa vörn landsbyggðar í sókn.u Kjallarinn Sturla Böðvarsson alþingismaður A síðasta þingi hafa stjómar- flokkamir haldiö áfram umbóta- starfi sinu á grundvelli stjómar- sáttmálans með setningu nýrra laga og samþykkta. Tilgangurinn er auðvitað að bæta samfélagið og búa í haginn fyrir íbúa landsins til framtíðar. Þar má nefna löggjöf um sveitarstjórnir, um húsaleigu- bætur, viðamikla löggjöf um hús- næðismál, löggjöf um lífeyrisrétt- indi, lög um háskóla, þjóölendur og samþykkt nýrrar vegáætlunar sem markar tímamót. - Öflugt skólastarf um allt land er einn mikilvægsti hlekkur byggða- stefnu. Gróska í þjóðlífinu Hvert sem litið er má merkja grósku og vaxandi bjartsýni í landinu. Okkur hefur tekist að stjóma ríkisfjármálum þannig að efnahagslifið hefur verið endur- reist og nú verðum við að nýta góðærið. Meðal margra mikil- vægra verkefna sem blasa við okk- ur er jafnvægi í byggð landsins. Aögerðir í byggðamálum eru verk- efni sem leggja verður sérstaka áherslu á nú þegar hagur okkar vænkast í efnahags- og atvinnu- málum. Byggðamálin fái aukiö vægi Byggðamálaumræðan þarf að fá aukið vægi á vettvangi stjómmál- anna. Að mínu mati hafa sveitar- stjórnarmenn, forsvarsmenn at- vinnulífsins á landsbyggðinni og forastumenn verkalýðshreyfingar of lítið haft sig í frammi í umræðu um byggðamál. Vörn þeirra og sókn hefur verið þjökuð af stöð- ugu mótlæti og harkalegri and- stöðu þeirra sem hafa fundið óvin- inn hjá landsbyggðarfólki og eink- um í landbúnaði og sjávarútvegi. Landsbyggðarþingmennimir hafa verið látnir einir um að draga vagninn. Og þeir hafa flestir upp- byggöinni. Engu að síður og raun- ar þess heldur þurfum við að snúa vöm landsbyggðar í sókn. Og ég tel núna vera sérstakt lag til að- gerða. Það viðfangsefni er öflum landsmönnum til hagsbóta. Þrauthugsuð verkefni Við þurfum stórhuga og raun- hæfar aðgerðir í byggðamálum Fyrir síðasta þing var lögð tillaga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir næstu fjögur ár. Þessi áætlun var unnin á veg- um forsætisráðherra og í nánu samstarfi við stjóm Byggðastofn- unar sem hefur verið að brjótast út úr því óheppilega fari sem byggðamálin voru komin í. Því miður varð sú tillaga ekki afgreidd á þinginu vegna málþófs stjóm- arandstöðunnar. Til- lagan um stefnu í byggðamálum fjallar um leiðir og þraut- hugsuð verkefni svo efla megi byggðina og nýta eignir og auð- lindir. Með nýrri markvissri byggðaá- ætlun á að vera hægt að auðvelda fyrirtækj- um nýsköpun, m.a. með stuðningi Byggðastofmmar. Við eigum að leggja áherslu á menntun og eflingu menningar- stofnana. Við eig- um að tryggja jöfn- un lífskjara i land- inu með lækkun orkukostnaðar, nýtingu jarðvarma og bættum sam- göngum. Þær að- gerðir varða alla. Þær bæta sam- keppnisstöðu byggðanna og auka verðgildi eigna þegar vaxtarsvæðin eflast. Með nýrri og vandaðri byggðaáætlun verður að bæta umgengni við landið og tryggja auðlindanýtingu og möguleika okkar til þess að búa í sátt við landið. Við stjómmála- menn höfum stöðugt verk að vinna í viðleitni okkar við aö treysta öryggi og jöfnuð og réttlæti í okkar fámenna samfélagi. Okkur sjálfstæðismönnum er ljóst af skoðanakönnunum og ekki síður úr úrslitum sveitarstjómarkosn- inga að Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr hin pólitíska kjölfesta í landinu sem treyst er á. Sturla Böðvarsson Skoðanir annarra Vaxandi viðskiptahalli „Vaxtahækkun dugar ekki lengur hér til þess að slá á þensluna. Fyrirtæki munu leita til útlanda eft- ir lánsfjármagni, ef of mikill vaxtamunur verður á milli íslands og helztu viðskiptalanda okkar. Þess vegna má spyrja, hvort hægt sé að bregðast við á annan veg en þann að stórauka tekjuafgang ríkis- sjóðs og sveitarsjóða. Það verður tæpast gert nema með einhvers konar skattahækkun. Þessi staða hlýt- ur að vera mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld um þessar mundir.“ Úr forystugreinum Mbl. 24. júlí. Svalur sannleikur á heimssýningu „í fréttum sjónvarps komu nokkrar fréttir í röð um það hversu stórt hlutverk ísland lék á heimssýn- ingunni í Lissabon... Nýkominn af heimssýningunni í Lissabon fór ég alvarlega að velta því fyrir mér hvort það væra tvær heimssýningar í gangi í Lissa- bon. Niðurstaðan varð hins vegar sú aö minnimátt- arkennd íslendinga virtist enn einu sinni brjótast út í þeirri sannfæringu að við værum nafli alheims- ins... Sannleikurinn var hins vegar öllu svalari. Bás- inn fékk blendnar viðtökur þeirra sem ég spurði (nema klakaveggurinn við innganginn) og á þessu risastóra sýningarsvæði úði og grúði af básum minni þjóða sem allar töldu sig hafa mikla sérstöðu í samfélagi þjóðanna.“ Fjalar Sigurðarson í Viðskiptablaðinu 22. júlí. Sægreifaveldið „Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, er nú kominn á sveif með þeim sem skynja að enginn friður getur ríkt um sægreifaveld- ið á íslandi... Til viðbótar við það að lýsa áhyggjum leitast þingmaðurinn við að friða kjósendur með því að níu manna auðlindanefnd Alþingis sé að störfum. Og hinu, að hugsanlegu auðlindagjaldi eigi að halda í „því efnahagsumhverfi" sem það var til (sjávarút- vegsbæjum). Þingmaðurinn veit að hvorugt heldur rökum. Enginn sér fyrir endann á störfum nefndar- innar (sem varla geta verið byrjuð).“ Stefán Jón Hafstein í Degi 24. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.