Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 16
i6 wemung MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 DV Umsjón Þóninn Hrefna Fyrir sérþarfir Menn veröa ekki feitir af því að miðla sígildri tónlist eða a.m.k. „öðruvísi" tónlist til sérviturra unn- enda hennar hér uppi á íslandi. Þetta hafa þó hugsjónamenn verið að gera öðru hvoru, með takmörkuð- um persónulegum ávinningi, en auð- vitað til hagsbótar og yndisauka fyr- ir tónlistarunnendur. í seinni tíð hefur sennilega ekki verið ýkja mik- ið svigrúm fyrir svona starfsemi þar sem tónlistarverslunin Japis hefur komið ágætlega til móts bæði við sérþarfir tónlistarunnenda og smærri útgefendur. Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson Nú gerist hvort tveggja í senn að Japis stækkar og tveir hugumstórir einstaklingar, Jóhannes Ágústsson og Lárus Jó- hannesson, taka sig saman og stofna tónlistar- verslunina 12 tóna á mótum Grettisgötu og Bar- ónsstígs.Yfirlýst markmið þeirra • er að sinna vanræktri tónlist og útgefendum sem ekki hafa fengið inni með geislaplötur sínar á íslenskum markaði. Og þá getur heldur betur að líta fjöl- breytnina í geislaplötuútgáfunni í dag. Meðal þess sem 12 tónar flytja inn upp á sitt einsdæmi er þýska Hanssler útgáfan, sem nú er að gefa út gjörvöll verk Bachs á 169 diskum, en hún er með á sínum snærum nokkra efnilegustu söngvara Þjóðverja í dag, til dæmis Christine Scháfer og íslandsvininn Andreas Schmidt. Verslunin er líka að prófa sig áfram með ASV, Collins, Revelation og Campion útgáfumar frá Bretlandi sem oft eru að gefa út mjög spennandi efni sem ekki er á allra vitorði og DRG og Telarc frá strengjasveit sína; hún þykir sérlega vandvirk, næm og blæbrigðarík. Þess- ir eiginleikar hennar höfða til tón- skálda sem hallir eru undir strengja- hljóðfæri en hafa ekki fúndið sér hljómsveit við hæfi. Það er til dæmis hreinasta unun að heyra þessa hljóm- sveit leika ábúðarmikla og trega- blandna tónlist „austantónskáldanna" Párts, Kanchelis og Peteris Vasks, svo mikil er fyllingin í strengleiknum. Eins og til að gæta jafnræðis hefur Telarc einnig gefið út tónlist með bandarisku tónskáldunum Alan Hov- hanness og John Corigliano, bráðfl- inkum mönnum og mikilvirkum, en einhvern veginn er eins og þeir ausi ekki af sama brunni mannlegrar reynslu og „austanmenn". Þegar bandarísku tónskáldin semja trega- ljóð fyrir strengjasveit er iðulega stutt í melódramatíska takta eða þá inni- haldsrýra síbylju í nýaldarstíl. Þetta á auðvitað ekki við öll verk þeirra Corigliano og Hovhanness; ég varð til dæmis hrifinn af því hvernig sá fyrrnefndi útset- ur frægt sönglag Schuberts, An die Musik, fyrir hljómsveit („To Music“) en sá síðamefndi vinn- ur afar fagmannlega úr armenskri og austur- lenskri tónlist, sem er bæði arfleifð hans og áhugamál. Hins vegar er Telarc líka með japanska tón- skáldið Takemitsu á sínum snærum, sem sýnir fram á að kvikmyndatónlist þarf ekki að vera léttmeti. Hann samdi tónlistina fyrir hasarmynd- ina Black Rain, sem Michael Douglas lék í, og svo mikill var hasarinn að enginn tók eftir tón- listinni. Sem betur fer er hana er nú að finna á glænýrri geislaplötu (Telarc CD-80469) Flæmingj- anna, því hún er hörkugóð, eins og krakkarnir mundu segja. Jóhannes Ágústsson og Lárus Jóhannesson í verslun sinni, 12 tónum. Bandaríkjunum. Telerc-útgáfufyrirtækið er eitt helsta stolt og prýði 12 tóna. Það gefur nú með reglulegu milli- bili út geislaplötur með einni minnst þekktu úr- valshljómsveit Evrópu, I Fiamminghi (Flæmingj- amir), sem stjórnað er af Rudolf Werthen. Þessi hljómsveit hefur einungis verið við lýði í tæp fimmtán ár en á þeim tíma hefur hún skapað sér nafn fyrir upptökur á stærri verkum nútímatón- skálda á borð við Schönberg, Kancheli, Tavern- er, Gorecki og Part. Nú er hljómsveitin orðin eins konar merkisberi fyrir framsækna tónlist í Belgiu þar sem hún nýtur velvildar og opinberra styrkja. Strengleikar Flæmingjanna Sérstaklega er I Fiamminghi rómuð fyrir Styrkir úr Menning- arsjóði vestfirskrar æsku Eins og undanfarin ár verða styrkir veittir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til framhalds- náms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Að öðm jöfhu njóta for- gangs um styrk úr sjóðnum ung- menni sem misst hafa fyrirvinnu og konur, meðan fullt launajafn- rétti er ekki í raun. Ef engar um- sóknir eru frá Vestfjörðum eru teknar umsóknir Vestfirðinga, búsettra annars staðar. Félags- svæði Vestfirðingafélagsins er ísafjarðarsýslur, ísafjörður, Strandasýsla og Barðastrandar- sýslur. Nú eru síðustu forvöð að sækja um því umsóknir skal senda fyrir lok júlí til Menningar- sjóðs vestfirskrar æsku, c/o Sig- ríður Valdimarsdóttir, Birkimel 8b, 107 Reykjavík. Meðmæli verða að fylgja umsókninni, frá skóla- stjóra eða öðrum sem þekkja við- komandi nemanda, efni hans og aðstæður. Síðasta ár voru veittar 510 þúsund krónur til fimm ung- menna. Nýjung frá Smekk- leysu Smekkleysa mun á næstunni setja á markað framsækna tónlist þeirra hljómlistarmanna sem hvaö iðnastir eru við spuna- og tilraunatónlist. Áhugafólk mun geta treyst því að í hverjum mánuði fram að jólum komi út geisladiskur með nýrri tónlist. Útgáfuröðin, sem nefnist Frjálst er í fjallasal, er hafin með tónlist Skúla Sverris- sonar og Hilmars Jens- sonar en diskur þeirra ber nafnið Kjár. Spuni þeirra félaga var hljóð- ritaöur í september _________ 1997 og síðan hafa þeir Tena unnið úr honum átta Palmer. hljóðskúlptúra. Næsti diskur er síðan fyrir- mælaverkið Traust, í flutningi Kjartans Valdemarssonar, Matth- íasar Hemstock og Péturs Grét- arssonar. Einnig fá aðdáendur djasssöngkonunnar Tenu Palmer eitthvað fyrir sinn snúð því að væntanlegur er geisladiskur þar sem hún hefur upp raust sína og nýtur aöstoðar ýmissa gesta. Hljómsveitin Kerfill mun líka rata á markaðinn og að lokum tónleikaupptökur með Leo Smith frá því að hann lék síðast á ís- landi. ; Arnór óstöðvandi j Menningarsíðan birti fyrir i skömmu viötal viö Amór Hanni- I balsson, prófessor í heimspeki, sem unnið hefúr þaö þrekvirki að þýða sjö hundruð síðna doðrant- inn Hinir óðu eftir Fjodor Dostoé- vski. Amór deilir áhuganum á i gamla meist- aranum með ótal öðrum ís- ! lendingum en i|s það verður að teljast mikil ástundunar- semi aö þýða svo stórt verk. Amór lét sér þó ekki nægja að gefa út Hina óðu held- úr notaði hann tækifærið og gaf út nóvelluna Vomætm- - Úr end- 1 urminningum draumóramanns, sem hann einnig þýddi og líka er eftir téðan Dostoévskí. Gott yfirlit um íslendingasögur Útkoma þessarar bókar er fagnaðar- efni, hún er bæði þörf og gagnleg. Það var löngu kominn tími til að gefa út að- gengilegt yfirlitsrit um íslendingasögur og taka saman ýmislegt af því sem um þær hefur verið ritað á undanfórnum áratugum. Það er ekki síður fagnaðar- efni að einn af virtari fræðimönnum okkar skuli takast á hendur það verk- efni að leita svara við nokkram af stóm spumingunum i fræðunum: Hvað era íslendingasögur? Hvað einkennir þær sem bókmenntagrein? Þetta em spurn- ingarnar sem liggja til grundvallar bók Vésteins og við þeim og mörgum fleir- um er brugðist í 4 köflum þar sem kom- ið er að sögunum úr ýmsum áttum. Baksviði þeirra, sögulegu og bók- menntasögulegu, er lýst í fyrsta hluta, frásagnarlist í öðrum, heimi sagnanna í þeim þriðja og viðtökum er lýst í fjórða hluta. Saman mynda þessir kaflar skýrt og Bókmenntir Jón YngviJóhannssnn vandað yfirlit yfir helstu einkenni sagnanna. Þetta er aðgengileg bók sem ætti að geta höfðað til jafnt fræðimanna og almenn- ings. En Samræður við söguöld er ekki bara lýs- ing á bókmenntagrein. Hún er líka málsvörn fyr- ir ákveðna afstöðu til bók- mennta og fræða, afstöðu sem kalla mætti upplýsta íhaldssemi. Vésteinn tekur til umfiöllunar ýmsar kenn- ingar um Islendingasögur og niðurstaðan er oftast sú sama: Þrátt fyrir að hafa ýmislegt til Vésteinn Ólason. síns ágætis skýra þær aldrei fullkomlega innsta eðli Islendingasagna, þann innsta kjama sem sögumar eiga líf sitt og listrænt gildi að þakka. Bók Vésteins heldur þannig á lofti og ver af- stöðu sem kennd hefur verið við klass- ískan húmanisma. Sögurnar eru sam- kvæmt henni einstæð listaverk sem aldrei verða skýrð til fulls. Afleiðing- in af þessu er sú - og það verður að teljast nokkur galli á bókinni - að málflutningur Vésteins einkennist af eins konar varnarstöðu, Vésteinn er sífellt að hrinda áhlaupum annarra að sögunum líkt og hann sé að verja þær fyrir árásum. Um leið neitar hann sjálfum sér um það sem hefði gert bókina skemmtilegri og enn gagn- legri, nefnilega dirfsku í efnisvali og framsetningu. I inngangi er lagt upp með spennandi hugmynd sem hefði mátt ganga miklu lengra með. Þar ræðir Vésteinn um sögumar sem sam- ræður við fortíðina og leggur til að þær séu skoðaðar í því ljósi, jafnframt þvi sem við sem tuttugustu aldar les- endur séum okkur meðvituð um þá samræðu við fortíð okkar sem felst í lestri þeirra. Þessi meginhugmynd verður ekki eins greinileg í framhald- inu, og það er satt að segja nokkur eft- irsjá að henni. Hitt ber þó að viður- kenna að það er erfiður línudans að gera hvort tveggja, gefa greinargott yf- irlit yfir sögurnar og halda fram ákveðinni kenningu um eðli þeirra. Vésteinn velur fyrri leið- ina og sem slíkt yfirlit er bókin stórgóð og mun vonandi rata til sem flestra innanlands og utan. Samræður við söguöld koma einnig út á ensku í þýðingu Andrew Wahn. Það er ánægju- legt og raunar alltof sjaldgæft að íslenskir fræðimenn komi þannig hugsun sinni um mið- aldabókmenntir okkar á fram- færi við fræðaheiminn og erlent áhugafólk, einnig þess vegna ber að fagna þessari bók. Vésteinn Ólason Samræður við söguöld Heimskringla - Háskólaforlag Máls og menningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.