Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 11 Fréttir Dauðsföll í umferðinni 1991-1995: Flest á Norður- landi vestra „Þama hafa löngum verið frekar góðir vegir og mikiil hraðakstur hefur verið viðloðandi þetta svæði,“ segir Sigurður Helgason, upplýs- ingafulltrúi Umferðarráðs, en Norð- urland vestra sker sig úr hvað varð- ar dauðaslys í umferðinni á árunum 1991-1995. Þetta kemur fram í nýút- kominni skýrslu heilbrigðisráð- herra um tíðni og eðli barnaslysa þar sem kemur jafnframt fram heildarfjöldi allra aldurshópa sem létust í umferðarslysum á hverja 100.000 íbúa eftir landshlutum á fyrrgreindu tímabili. Á Norðurlandi vestra létust 30,1 karlar en 8 konur. Næst kemur Suðurland en þar lét- ust 18,4 karlar en 2 konur. „Það er líka tilviljun hvort slysið verður í Skagafirði, Eyjafirði, Húna- vatnssýslu eða einhvers staðar ann- ars staðar." Sigurður segir að fjöldi slysa á landinu í heild á þessu tíma- bili og svona samanburður sé alltaf svolítið viðkvæmur vegna þess að í heildina eru þetta tiltölulega lágar tölur. „Það hefur viss áhrif á niður- stöðuna. 2-3 slys í viöbót geta haft mjög mikil áhrif á þetta hlutfaii." Eins og sést á tölunum eru karl- menn í miklum meirihluta þeirra sem létust. Þeir viija frekar gefa i en konur. „Það hefur löngum viljað loðað við. Meginskýringin er að þetta er eitthvað í eðlinu. Karlmenn hafa tilhneigingu til að taka meiri áhættu heldur en konur. Þeir keyra hraðar, þeir ofmeta frekar eigin hæfni og þeir hafa yfirleitt meiri til- hneigingu til að sýna sig og það get- ur haft sínar afleiðingar. Kannski má tengja skýringamar að ein- hverju leyti til uppeldisins. Karl- menn aka auk þess frekar undir áhrifúm áfengis og nota síður bíl- belti þannig að það er margt í þeirra akstursháttum sem hefur áhættu í för með sér.“ -SJ Látnir karlar í umferðarslysum - miðað við 100.000 íbúa, eftir landshlutum árin 1991-95 - Norðurland Vesturland Suðurland Reykjavík Austurland Reykjanes Vestfirðir Noröurland ir»^>,4vestra ______________________________________________________ eystra Ný tækni í gatnagerð: Steypt með nýrri vél DV, Akranesi: Á Akranesi er verið að steypa tvær götur, Kalmansvelli og Smiðju- velli. Við steypuvinnuna er notuð ný vél sem er í eigu fyrirtækisins Steinvegur hf. en það fýrirtæki er í eigu Sementsverksmiðjunnar og nokkurra steypustöðva. Vélin leggur út steypuna, rétt eins og þegar malbikað er, og tekur vinnan við hana mun skemmri tíma en áður hafði þekkst við steypu eða svipaðan tíma og að malbika. Hing- að til hafa götur verið steyptar þannig að slegið hefur verið upp mótum á götumar og steypt í af- markaða reiti. Þessi nýja tækni hérlendis hefur í for með sér minni kostnað þar sem það tekur styttri tíma að steypa með vélinni. Svo vel hefur þessi vinna gengið að steypustöð Þorgeirs og Helga á Akranesi hefur vart undan að fylla á vélina. Með tilliti til endingar þykir steypa mjög hentug til nota sem slit- lag á götur en götur á Akranesi hafa flestar verið lagðar með steypu frá því um 1960. Fyrstu götumar sem steyptar vom era nú fyrst að láta á sjá eftir tæplega 40 ár. -DVÓ Sumarúlpur - Heilsársúlpur Stuttar og síbar kápur Mörkinni 6 - sími 588 5518 Sumar smellur frá Mexico Einstaklega falleg húsgögn Borðstofuborð kr. 30.068 stgr. verð Borðstofustólar kr. 8.170 stgr.verð Mikið úrval af sófaborðum, smáborðum og ótal mörgu öoru. Skemmilegt úrval af „öðruvísi" gjafavörum. \/lð m »• ^KRISTALL nadeild KRINGUUNNl OG FAXAFENI sími 568 4020 Þú átt meiri möguleika á að vinna TOYOTA bifreiðina ef þú sendir mörg umslög í pottinn. I þégu öryrkja, ungmonna og íþrótta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.