Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 Macintosh inn á einkatölvumarkaðinn á ný: Ætla að selja milljónir af iMac þegar farnar að streyma inn pantanir á Islandi Forráöamenn Apple eru bjartsýnir á aö hin nýja iMac muni slá í gegn þegar hún kemur á markað í haust. Liik|emelar Harðasti fornleifafræðingurinn Fyrir næstu jól kemur hún Lara Kroft í þriðja sjnn tyrir augu leikjaunnenda. En í þetta sinn mætir hún óvæntri mótspyrnu á leikjamarkaönum. Sjálf- ur Indiana Jones mun veita henni harða samkeppni úm titilinn harðasti fornleifafræöingur allra tíma. Það eru snillingarnir hjá LucasArts sem munu færa okkur leikinn Indiana Jones and the Infernal Machine sem aö sögn mun líta feikilega vel út. Að auki verö- ur mikið lagt upp úr söguþræði eins og LucasArts er von og vtsa. Verkefni Indys verður aö ráða gátuna um Babel- turninn áður en einhverjum Rússaó- þokkum tekst þaö. Unreal fyrir Makka Stórleikurinn Unreal, sem tröllríður PC-heiminum um þessar mundir, er væntanlegur fyrir Macintosh óvenju s n e m m a , miðað viö flesta aðra leiki. Hann mun koma á markaðinn í haust og er það frábær tímasetning fyrir Apple þar sem nýja iMac tölvan fer í sölu á sama tíma. Unreal, sem fetar í fót- spor leikja e i n s og DukeNukem og Quake, þykir einstak- lega vel heppnaöur skotleikur. Sér- staklega er það hin óviðjafnanlega þrívtddargrafik sem heillar skotglaða. Final Fantasy VIII í vinnslu Playstation-unnendur geta sett sig t startholurnar þvt Square-fyrirtækiö, sem hefur dælt út Rnal Fantasy-hlut- verkaleikjunum, er með þann áttunda í burðarliðnum og hann á að veröa sá allra besti. Biðin mun þó að öll- um líkindum taka hátt í ár en miðað við þaö sem Square hefur sýnt nú þegar frá vinnsluferlinu veröur þaö þess virði að bíöa. Breytingar verða talsveröar frá fyrri leikjum og sérstak- lega verður graftk og ýmis myndræn úrvinnsla bætt verulega. Rándýr á móti geimveru í haust mun koma á markaðinn leik- urinn Alien vs Predatorfrá Rebellion- útgáunni. Á E3-leikjasýningunni, sem haldin var fyrir stuttu, var þetta einn þeirra leikja sem vakti hvaö mesta athygli. Þótt þetta sé fyrstu persónu skot- og bardagaleikur, sem þykir nú varla frumlegt um þessar mundir, býð- ur hann upp á nýjungar. Þrenns kon- ar lífverur finnast í leiknum: menn, geimverur, eins og þær sem við höf- um séö í samnefndum myndum, og rándýr - Predator - eins og þaö sem Arnold Schwarzenegger drap svo eft- irminnilega hér um áriö. Leikinn má svo spila út frá sjónarhorni allra þriggia lífveranna en eins og gefur aö skilja eru verkefnin, sem leysa þarf, mismunandi fýrir hvert lífsform.-KJA _______________ irsa Bandaríkjastjórn setur úrslitakosti: Öiyggi á Netinu fyrir áramót Bandarískum netfyrirtækjum gengur illa að tryggja öryggi við- skiptavina sinna á Netinu og Bandaríkjastjórn er að missa þol- inmæðina. Hún setti netverjum úrslitakosti fyrir stuttu: „Ef ör- yggi og upplýsingaleynd við- skiptavina ykkar verður ekki aukin fyrir áramót munum við setja lög sem taka hart á þessum málum.“ Víða er pottur brotinn hvað þetta varðar í Bandaríkjunum. Fyrirtæki sem selja vörur gegn- um Netið afla oft upplýsinga um viðskiptavinina í leiðinni. Þar eru á ferðinni nöfn þeirra, heimil- isföng og netföng auk ýmissa sér- hæfðra upplýsinga sem sum fyrir- tæki selja svo þriðja aöila án þess að segja viðskiptavininum frá því. Þessu þarf að hætta að mati Bandaríkjastjórnar og því er nú farið að hóta öllu illu til þess að fyrirtækin sjái að sér og hefji ástundun eðlilegra viðskipta- hátta. Að sögn formanns nefndarinn- ar, sem fer með málið fyrir hönd Bandaríkjastjórnar, eru mörg fyr- irtæki til fyrirmyndar hvað ör- yggi upplýsinga varðar. En önnur standa sig illa og því er þörf á að setja samhæfðar öryggisreglur sem ná til allra fyrirtækja sem stunda viðskipti á Netinu. Að öðr- um kosti mun netverslun ekki ná að blómstra eins og efni standa til í framtíðinni. -KJA Apple-fyrirtækið hyggst setja nýjustu gerð Macintosh-einka- tölva, iMac, á markað nú í haust. Þar með hefur fyrirtækið stór- sókn inn á einkatölvumarkaðinn eftir mögur ár á þeim vígstöðv- um, en PC-tölvurnar hafa verið nær einráðar undanfarin misseri á þessum griðarstóra og sívax- andi markaði. Tom Boger, sem stýrt hefur þróun iMac, fer ekki leynt með fyrirætlanir fyrirtækisins: „Við ætlum að selja milljónir á millj- ónir ofan af iMac á næstu mán- uðum.“ Mikill áhugi á Islandi Tölvan kemur á markað í Bandarikjunum þann 15. ágúst næstkomandi og í kjölfar þess kemur hún í verslanir á megin- landi Evrópu í byrjun september. Von er svo á gripnum hingað til lands um miðjan september að sögn sölumanna hjá Apple-um- boðinu. Á þeim bænum er búist við gríðarlegri sölu því áhugi al- mennings hefur verið mikill og nú þegar eru komnar í hús um 40 pantanir á iMac. Ekki er orðið alveg ljóst hve mikið iMac mun koma til með að kosta, en verðið verður þó nær örugg- lega undir 150.000 kr. Það er verð sem Macin- tosh- notend- ur hafa sjaldan séð áður því eins og flestir vita hafa Makkarnir alltaf verið í dýrari kantinum. En það er ekki bara verðið sem gerir iMac aðlaðandi fyrir tölvunotendur. Tölvan verður geysiöflug og sagt er að PowerPC 750 örgjörvinn geri hana öflugri en margar stærstu PC-vélar. USB-tengin hafa einnig vakið talsverða lukku en þau gera mönnum kleift að tengja ýmsan aukabúnað við tölvuna. Þar á meðal verður svokallað USB Superdrive, en það er diskadrif sem getur lesið og skrifað á tölvudisklinga, hvort sem þeir þessi nýja tölva yrði ekki út undan þegar leikir verða framleiddir í framtíðinni. Ekki er auðvelt að spá fyrir um hvernig það muni takast. Sennilega bíða stærstu framleið- endurnir með að leggja mikið fjármagn I að vinna leiki fyrir markað sem óvist er hvort nái nokkurn tímann heppilegri stærð. En bíða tölvuleikjaunn- endur með að kaupa iMac þang- að til almennilegir leikir verða framleiddir fyrir hana? Þá gæti Apple verið í vanda. -KJA Langar þig að vita hvemig stemningin er í Honolulu á Hawaii? Þú getur séð gestina á Aloha-Café sötra kaffið sitt í beinni á http://www.aloha- cafe.com/ns2/cafe-cam.html Heimurinn í beinni Beinar útsendingar frá ýms- um stöðum alls staðar í heim- inum er að finna á http://www.earthcam.com Þar er t.d. sýnt frá Friðarleik- unum sem nú fara fram i New York. Sippubönd Áhugafólk um sippubönd getur sótt upplýsingar varð- andi hina göfugu íþrótt, sipp, á heimasíðunni http://www. heartfoundation.com.au/ jumprope.htm Ungir folar Þær (eða þeir) sem hafa áhuga á ungum og spennandi karlkynsstjörnum geta horft og lesið nægju sína á http://www.ymshomepage.com Heimatilbúið pínugolf Nokkrir félagar tóku sig saman og bjuggu til 18 holu pínugolfbraut í kjallara eins þeirra. Myndir af brautinni og lýsingar á einstökum holum má finna hér: http://www.contrib.andrew. cmu.edu./-wall/course -KJA eru forsniðnir fyrir PC eða Mac. Margir munu vilja nýta sér það því eitt það byltingarkenndasta við iMac-tölvuna er að hún er ekki með innbyggt diskadrif. Að mati Macintosh manna eru slík drif að verða úrelt þar sem hug- búnaður fæst nú orðið nær ein- göngu á geisladiskum og fólk notar Netið í síauknum mæli til að færa gögn milli tölva. Leikirnir skipta máli Það sem skiptir gríðarmiklu máli fyrir vinsældir iMac á einkatölvumarkaðnum er það hvort tölvuleikir séu framleiddir í einhverjum mæli fyrir Macin- tosh. Á síðustu árum hafa PC- tölvurnar verið í fararbroddi hvað hönnun vinsælla tölvu- leikja varðar en Makkarnir oftar en ekki verið mun aftar á mer- inni. Því þurfa forráðamenn Macintosh að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá leikjahönnuði til að vinna leiki sína með iMac í huga. Á E3-leikjaráðstefnunni, sem fram fór í Atlanta í Bandaríkjun- um fyrir stuttu, kom í ljós að Macintosh ætlar að heQa öfluga sókn inn á leikjamarkaðinn. Þar var iMac kynnt sér- staklega fyrir stærstu leikjafram- leiðendunum eins og t.d. Electronic Arts og Lucas Arts og þess farið á leit að Tískukóngur á útopnu Jean Paul Gaultier hefur ný- lega opnað heimasíðu og er forvitnilegt að sjá hvað hann hefur fram að færa. Áhuga- samir geta skoðað hana á http://www.jpgaultier.fr Allir á Hellu Það vita það kannski ekki allir en á Hellu búa yfir 600 manns. Þessar og fleiri upplýs- ingar um Rangárvallahrepp má finna á heimasíðunni http://www.rang.is/rang Helvíti er í Noregi Það hlaut að vera, það var eitthvað bogið við frændur okkar. Loksins kom skýringin, Helvíti er í Noregi og heima- síða þess er http://www.gonorway.no/hell Kaffi Honolulu í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.