Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1998, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1998 Hestar Sá víðförulasti fékk veglegustu verðlaunin Hans F. Kjerúlf kom með Laufa í töltkeppnina og Flugu, dóttur Laufa, í fimmgangsgreinarnar alla leið ifá Reyðarfirði á íslandsmótið á Akra- nesi og fékk mesta umbun knapa er hann sigraði í töltkeppninni og fékk eftirsóttustu verðlaun í hestaíþrótt- um. Hans vann þar sín fyrstu gull- verðlaun en Laufi hefur áður verið ábyrgur fyrir íslandsmeistaratitli, árið 1996, er Þórður Þorgeirsson stýrði honum til sigurs. Hans er sextándi knapinn sem verður íslandsmeistari í tölti. Sigur- björn Bárðarson hefur oftast orðið íslandsmeistari, fjórum sinnum, og Olil Amble og Þórður Þorgeirsson tvisvar sinnum. Hans var eini knapinn á íslands- mótinu af Austurlandi. Ásgeir S. Herbertsson sigraði í fjórgangi á Farsæl, í íjórða skiptið í röð. Það er einstakt að sami knapi sigri svona oft í röð á sama hesti því hann fær nýja keppinauta á hverju ári en hefur lagt þá alla til þessa. Sigurður Sigurðarson sigraði í tölti á Kringlu á íslandsmótinu 1997. Nú kom hann Kringlulaus en vann þess í stað fimmganginn á Prins. Töluverður sveigjanleiki þar á ferðinni. Þórður Þorgeirsson sigraði í 150 metra skeiði annað árið í röð á Lútu á góðum tima og eftir harða baráttu við Sigurbjörn Bárðarson á Snar- fara. Þeir voru á sama tíma en Þórð- ur var með betri tima úr öðrum spretti. Þetta var síðasti opinberi sprettur Lútu í 150 metra skeiði því hún fer nú undir Svart frá Unalæk sem hef- ur fengið 10,0 fyrir skeið. Lúta hefur fengið 9,5 svo afkvæmið verður væntanlega skeiðlagt í framtíðinni. Hugsanlega verður Lúta lögð á kappreiðum á Vindheimamelum um verslunarmannahelgina i 250 metra skeiði, svona til að sjá hvað hún getur gert í þeirri grein. Frábærir tímar náðust í 250 metra skeiði og voru fimm hestar í verðlaunasætum undir 23 sekúnd- um. Bendill og Ragnar Hinriksson náðu mjög góðum tíma, 21,9 sek., og er Bendill liklegur til að slá íslands- metið í framtiðinni. Sigurbjöm Bárðarson haföi held- ur hægt um sig en sigraði þó í gæð- ingaskeiði í níunda skipti og nú á Snarfara. Hann varð einnig stigahæstur knapa í 14. skipti í röð, eða allt frá árinu 1984, er Erling Sigurðsson fékk flest stigin. Nokkrir knapanna lögðu í meiri þrautagöngu en aðrir í opnum flokki. Sveinn Ragnarsson varð í 4.-6. sæti í fimmgangi og hrapaði í B-úr- slit í bráðabana. Hann vann sig upp í A-úrslitin og varð í 2. sæti. Erling Sigurðsson vann sig úr B- úrslitum í 2. sæti í slaktaumatölti. Hans F. Kjerúlf, íslands- meistari í tölti, á Laufa. DV-myndir E.J. Siguröur Siguröarson sigraði nú í fimmgangi á Prinsi. Skagamenn Umsjónarmenn íslandsmótsins að Æðarodda á Akranesi fengu mörg prik fýrir framkvæmd mótsins sem var með ágætum. Þrátt fyrir mestu skráningu á ís- landsmóti til þessa tóku þeir vart feil- spor og standa uppi með pálmann í höndunum. Skráning var töluvert meiri en á undanfómum Islandsmótum en það skyggði á gleðina að um það bil fjórð- ungur knapa mætti ekki til keppni og margir létu ekki vita af sér. Hugsanlega getur síðasti skráning- ardagur hafa haft áhrif á skráninguna en þessi dagur var einmitt lokadagur landsmótsins og skráðu margir knapar sig á íslandsmótið til vonar og vara. Knapar frá suðvesturhomi landsins vora fjölmennastir og fengu flest verð- launin. Knapar komu frá 23 félögum. Fiestir knapanna komu ffá Fáki, Verðlauna dreifing Félag Gull Silfur Brons Fákur 10 7 2 Hörður 9 4 8 Sörli 4 3 4 Dreyri 3 4 0 Freyfaxi 2 00 Sleipnir 1 2 0 Gustur 1 1 2 Geysir 1 11 Smári 1 0 0 Þytur 1 00 Faxi 0 1 0 Andvari 0 0 2 Máni 0 0 1 tæplega fjörutíu, og þeir fengu einnig flest gullverðlaunin. Harðarmenn vora einnig fjölmennir og sigursælir og þeir veittu Fáksmönn- um harða keppni í gullverðlaunasöfn- uninni. Knapar frá Herði vora stigahæstir í þremur keppnisflokkum af Sórum. Keppnin var harðari en oft áður. Ungir og kappsamir knapar tjölduðu því sem til var og má nefha sem dæmi að í fimmgangi fúUorðinna vora skráð- ir að minnsta kosti sjö hestar sem hafa verið dæmdir sem stóðhestar og tólf 1. verðlauna hryssur. Enn skora Guðmar Þ. Pétursson fer mikinn eft- ir sigur í fimmgangi ungmenna. Flestir ís- landsmeist- aratitlar Sigurbjörn Bárðarson 83 Guðmar Þ. Pétursson 31 Sigurður V. Matthíasson 24 Sigríður Pjetursdóttir 15 Tómas Ragnarsson 15 Davíð Matthíasson 13 Reynir Aðalsteinsson 12 Viðar Ingólfsson 12 Haraldur Snorrason 11 Magnea R. Axelsdóttir 11 Þórður Þorgeirsson 10 Hjömý Snorradóttir 9 Sævar Haraldsson 9 Halldór Victorsson 8 Ragnar E. Ágústsson 8 Stigahæstu knapar í hverjum flokki. Frá vinstri: Kristján Magnússon, Siguröur St. Pálsson, Guðmar Þ. Pétursson og Sigurbjörn Bárðarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.